Morgunblaðið - 10.06.2006, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 53
KIRKJUSTARF
Sjómannadagur í Norð-
fjarðarkirkju
SJÓMANNADAGINN 11. júní ber
upp á Þrenningarhátíð og er hann
haldinn hátíðlegur í Norðfjarð-
arsókn að venju með hátíðarguð-
sþjónustu í kirkjunni kl. 14. Hátíð-
arstundin mun bera svip
sjómannasamfélagsins. Kór Norð-
fjarðarkirkju flytur m.a. gospellög
og sjómannasálma í athöfninni, en
stjórnandi er Ágúst Ármann Þor-
láksson organisti. Ritningarlestr-
ana í guðsþjónustunni lesa konur úr
Kór Norðfjarðarkirkju og ræðu-
maður að þessu sinni er Björn S.
Lárusson, samskiptastjóri hjá Bech-
tel. Samfélag og sjómenn verða eitt.
Allir velkomnir. Gerum öll sjó-
mannadaginn sem hátíðlegastan.
Eftir athöfnina í kirkjunni verður
blómsveigur sjómannadagsráðs
borinn í kirkjugarðinn til minn-
ingar um látna sjómenn. Þangað er
öllum heimilt að koma og gott að
sýna látnum sjómönnum virðingu
með slíkri viðhöfn.
Norðfjarðarkirkja og sókn-
arnefnd færir öllum sjómönnum og
fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur í
tilefni dagsins.
Sigurður Rúnar Ragnarsson,
sóknarprestur.
Sjómannadagurinn
í Grafarvogi
HÁTÍÐAHÖLD sjómannadagsins í
Grafarvogi hefjast kl. 10 með helgi-
stund við fornt naust, bátalægi sem
er fyrir neðan kirkjuna, þá kirkju
sem stendur einna næst sjó af
kirkjum landsins. Félagar úr Björg-
unarsveitinni Ársæli í Reykjavík
taka þátt í helgistundinni. Flutt
verða ritningarorð og sungnir
sálmar, Þorvaldur Halldórsson mun
leiða almennan söng.
Guðsþjónusta hefst kl. 11:00 í
Grafarvogskirkju. Séra Lena Rós
Matthíasdóttir þjónar fyrir altari
ásamt séra Elínborgu Gísladóttur.
Nýráðinn æskulýðsfulltrúi við Graf-
arvogskirkju, Gunnar Einar Stein-
grímsson, flytur predikun dagsins.
Leikmenn flytja ritningarlestra.
Þorvaldur Halldórsson flytur tón-
list og stýrir almennum safn-
aðarsöng. Kaffi og kleinur eftir
messu að íslenskum sjómannasið.
Fjölskylduguðsþjón-
usta í Árbæjarkirkju
FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA,
grill og bílskúrssala á sunnudaginn
í Árbæjarkirkju. Það verður sunnu-
dagaskólastemning í fjölskyldu-
guðsþjónustu kl. 11. Barn verður
borið til skírnar. Mikill söngur og
sögur sagðar. Boðið verður upp á
grillaðar pylsur og djús að stund-
inni lokinni. Þá verður utanfar-
arhópur Æskulýðsfélagsins með
bílskúrssölu. Þar er margt spenn-
andi í boði og hægt að gera reyf-
arakaup. Unglingarnir eru með
fjáröflun vegna ferðar til Rúmeníu
og Ungverjalands þar sem þau ætla
að læra kristilegan dans. Við von-
umst til að sjá börn á öllum aldri á
sunnudaginn.
Dr. Jakob flytur
sjómannadagsræðu
í Langholtskirkju
Á SJÓMANNADAGINN mun dr.
Jakob Jakobsson fiskifræðingur og
fyrrverandi forstjóri Hafrann-
sóknastofnunar flytja ræðu við há-
tíðarguðsþjónustu kl. 11 í Lang-
holtskirkju. Einsöngur Harpa
Harðardóttir en organisti verður
Ólafur W. Finnsson.
Sumar-hjónanámskeið
í Hafnarfjarðarkirkju
Á ÞESSU sumri er ætlunin að bjóða
upp á sérstakt sumar-hjóna-
námskeið í Hafnarfjarðarkirkju, en
slík námskeið hafa verið haldin þar
undanfarna 10 vetur. Er þetta
fyrsta sumarnámskeiðið sem boðið
er upp á, þar sem eftirspurn er mik-
il. Um 7.500 manns hafa sótt nám-
skeiðin frá upphafi.
Á NÁMSKEIÐUNUM er fjallað
um samskipti hjóna í víðum skiln-
ingi. En fyrst og fremst er talað um
þær leiðir sem hægt er að fara til að
sleppa út úr hring deilna og átaka í
sambúð og hvernig styrkja má inn-
viði fjölskyldunnar. Námskeiðið fer
fram í formi samtals milli þátttak-
enda og leiðbeinanda, þar sem pör-
in eru m.a. látin vinna ýmis verk-
efni, hvert fyrir sig. Enginn þarf að
tjá sig á námskeiðinu frekar en
hann vill. Nánari upplýsingar um
námskeiðið og tímann er hægt að fá
á thorhallur.heimisson@kirkjan.is,
en þar fer einnig fram skráning.
Sr. Þórhallur Heimisson, prestur
við Hafnarfjarðarkirkju.
Skapti Ólafsson
syngur í Fríkirkjunni
í Reykjavík
SKAPTI Ólafsson syngur sjó-
mannalög við undirleik Tríós Carls
Möller í guðsþjónustu kl. 20 á sjó-
mannadag. Anna Sigga og Carl
Möller leiða almennan safn-
aðarsöng, sjómenn lesa ritning-
arlestra og Ása Björk Ólafsdóttir
prédikar út frá Guðs orði. Ása
Björk leiðir jafnframt guðsþjón-
ustuna.
Sr. Gunnar Björnsson.
Kvöldguðsþjónustur
í Seljakirkju
AÐ sumarlagi eru guðsþjónustur í
Seljakirkju haldnar á sunnudags-
kvöldum kl. 20. Sá háttur hefur ver-
ið hafður á um árabil. Það gefur
færi til þess í lok helgarinnar að
koma til kirkjunnar og eiga þar
helgistund, og biðja fyrir störfum
komandi viku.
Fyrsta kvöldguðsþjónusta þessa
sumars verður sunnudaginn 11.
júní. Þá er sjómannadagurinn og
þess minnst með því að biðja fyrir
sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Í
guðsþjónustunni á sunnudag pré-
dikar sr. Valgeir Ástráðsson og org-
anisti verður Jón Bjarnason. Fé-
lagar úr kirkjukórnum leiða söng
safnaðarins.
Sr. Sigurður Jónsson
sóknarprestur
Áskirkju settur
inn í embætti
Á SUNNUDAGINN 11. júní kl 14
verður sr. Sigurður Jónsson fyrrum
sóknarprestur á Patreksfirði og síð-
ar í Odda á Rangárvöllum settur inn
í embætti sóknarprests Áskirkju.
Sr Jón Dalbú Hróbjartsson pró-
fastur mun annast athöfnina. Kór
Áskirkju syngur undir stjórn og við
undirleik Kára Þormar organista.
Þá mun Elma Atladóttir syngja ein-
söng.
Að messu lokinn verður við-
stöddum boðið í kaffisamsæti í safn-
aðarsal kirkjunnar. Allir velkomn-
ir.
Karlakór Litla-Hrauns
í Selfosskirkju
Á SJÓMANNADAGINN, sunnudag-
inn 11. júní næstkomandi, verður
guðsþjónusta í Selfosskirkju kl.
11.00. Sóknarprestur prédikar og
þjónar fyrir altari.
Karlakór fanga á Litla-Hrauni
syngur við athöfnina, sem verður
með nokkuð öðru formi en venju-
lega. Kórnum var komið á fót
haustið 2004 og hefur hann sungið
á aðventusamkomum stofnunar-
innar. Fyrst kom kórinn fram op-
inberlega á Hótel Selfossi hinn 19.
maí síðastliðinn, en þá var þar hald-
in ráðstefna fólks, sem stundar
kennslu í fangelsum á Norð-
urlöndum.
Eftir guðsþjónustuna verður bor-
inn fram léttur hádegisverður í
Safnaðarheimili Selfosskirkju. Allir
velkomnir.
Sjómannadagurinn á
Hrafnistu í Reykjavík
FJÖRUKVARTETTINN syngur
þekkt sjómannalög frá klukkan 13–
13.30 í samkomusalnum Helgafelli.
Kvartettinn skipa þau Margrét
Grétarsdóttir, Hrönn Hrafnsdóttir,
Kári Friðriksson og Stefán Arn-
grímsson. Píanóleikari er Magnús
Ragnarsson.
Guðsþjónusta hefst síðan klukk-
an 13.30. Organisti Magnús Ragn-
arsson en kór Hrafnistu syngur
ásamt kvartettinum. Prestur sr.
Svanhildur Blöndal. Ritning-
arlestra lesa Edda Jóhannesdóttir
og Lilja Sigurðardóttir. Allir vel-
komnir.
Morgunblaðið/Kristinn
Norðfjarðarkirkja.
Á hvítasunnudag, 4. júní sl., fór
fram ferming hjá íslensku kirkj-
unni í Gautaborg. Það var óvenju-
stór hópur unglinga sem fermdur
var í þetta sinn. Oftast eru bara
eitt eða tvö ungmenni sem velja
fermingu hér á meðan hin taka
fermingarundirbúninginn í Svíþjóð
og fermast svo á Íslandi. Í þetta
sinn völdu 10 ungmenni að láta
ferma sig við messu hjá séra
Ágústi Einarssyni í Frölunda-
kirkju, sem er staðsett í úthverfi
Gautaborgar. Eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd er þetta fagur
hópur, 5 stelpur og 5 strákar sem
fermd voru á heitum og fallegum
sumardegi.
Fermingarhópur íslenskra unglinga í Gautaborg