Morgunblaðið - 10.06.2006, Side 54

Morgunblaðið - 10.06.2006, Side 54
54 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Páll Jónssonfæddist á Þor- valdsstöðum í Hvít- ársíðu 28. maí 1925. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 30. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Páls- son frá Bjarnastöð- um og Jófríður Guð- mundsdóttir úr Kol- beinsstaðahreppi. Þau fluttu að Bjarnastöðum þegar Páll var fimm ára gamall og átti hann þar heima til ársins 1954. Systkini Páls eru Þor- björg, f. 1919, látin, Guðmundur, f. 1929, og Ingibjörg, f. 1934. Hinn 28. maí 1954 kvæntist Páll Eddu Magnúsdóttur frá Eskifirði, f. 5. maí 1936. Foreldrar hennar voru Laufey Jakobsdóttir frá Borgarfirði eystri og Magnús Finnbogason frá Eskifirði. Páll og Edda eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Jón Magnús, f. 1954, maki Hrafnhildur Hróarsdóttir. 2) María Björk, f. 1956, d. 1957. 3) Finnbogi, f. 1957, maki Hrönn Vigfúsdóttir. 4) Páll Bjarki, f. 1959, maki Eyrún Anna Sigurðardóttir. 5) Erlendur, f. 1966, maki Guðrún Harpa Bjarnadóttir. 6) Þor- björg, f. 1968, maki Ragnar Páll Bjarna- son. Barnabörnin eru sextán og lang- afabörnin fjögur. Páll lauk námi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1946 og starfaði hann við búskap á Bjarna- stöðum fram til árs- ins 1954. Það ár hóf hann nám í húsasmíðum hjá tengdaföður sín- um á Akranesi og útskrifaðist síð- ar sem meistari, og nutu margir lærlingar leiðsagnar hans. Síðar aflaði hann sér kennararéttinda í Kennaraháskóla Íslands og starf- aði sem kennari við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti í 18 ár. Páll söng með karlakórnum Fóstbræðrum í tvo áratugi. Þegar hann varð sjötugur fluttu þau Edda á æskuslóðir Páls að Bjarnastöðum þar sem þau byggðu sér lítið hús sem þau nefndu Hól. Þar undi Páll við að renna muni úr tré til síðasta vinnudags. Útför Páls verður gerð frá Reykholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Fallinn er frá Páll Jónsson frá Hóli í Hvítársíðu, tengdafaðir minn. Þeg- ar ég nú sest niður þá rifjast upp margar góðar minningar. Mér verð- ur alltaf minnisstætt þegar ég kom inn í tengdafjölskyldu mína hversu vel Palli, eins og við kölluðum hann alltaf, tók á móti mér. En það verður ekki hægt að minn- ast á Palla á þess að minnast á Eddu líka. Þau voru alltaf svo samhent í öllu því sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Ástin og virðingin á milli þeirra alla tíð var aðdáunarverð. Frá upphafi fannst mér ég alltaf vera eins og ein af fjölskyldunni. Hjá þeim voru allir ævinlega hjartanlega velkomnir, enda mikill gestagangur á heimilinu. Frændgarðurinn stór og vinirnir margir og svo börnin fimm með sínar fjölskyldur. Palli var mjög skemmtilegur og góður maður. Alltaf tilbúinn að að- stoða þegar hjálpar þurfti við. Hann hafði yndi af söng og tónlist. Söng með Fóstbræðrum í mörg herrans ár og eftir að hann flutti í Borgarfjörð- inn þá söng hann í mörg ár með kirkjukór Reykholtskirkju. Palli var líka mjög pólitískur maður og hafði endalaust gaman af því að ræða póli- tík fram og til baka. Hann var líka mjög stríðinn og ef hann gat náð ein- hverjum á flug í því efni þá gat nú verið gaman hjá honum. Nokkru áður en Palli hætti kennslu vegna aldurs þá höfðu hann og Edda hafið byggingu sumarbú- staðar í landi Bjarnastaða í Hvítár- síðu, en það ólst Palli upp. Þar komu þau sér fljótt upp algjörum sælureit og þar leið honum best. Þar var hann á heimaslóðum. Hvergi var veðrið betra en þar og hvergi skein sólin skærar en þar. Enda fluttu þau svo alfarin í sveitina fyrir nokkrum ár- um. Palli gat helst aldrei verið að- gerðalaus og strax og bústaðurinn var tilbúinn kom hann sér einnig upp vinnuaðstöðu, Dundhúsið, eins og það var kallað, þar sem hann undi sæll og glaður við rennibekkinn. Þar urðu til margir fallegir munir sem hann bæði seldi og gaf vinum og vandamönnum. Edda er einnig mikil hagleikskona og saman fóru þau á margar sýningar handverksmanna með sína muni. Þarna var yndislegt að koma og þarna leið öllum vel. Þau voru líka dugleg að vera þarna með barnabörnin sem nú eiga góðar minningar um afa sinn. Elsku Palli, nú er komið að leið- arlokum, en við munum ávallt minn- ast þín með mikilli væntumþykju. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hrafnhildur. Elsku afi, þó að þú kveðjir núna ertu ekki farinn langt, því þú ert í hjarta mínu. Þú varst alltaf góður vinur og þær stundir sem við skemmtum okkur tveir saman við að byggja Hól voru ógleymanlegar. Þá var ekkert verið að flækja hlutina. Ora-fiskibollurnar eru auðvitað bara langsamlega bestar beint upp út dós- inni, bara hitaðar beint á hellunni og auðvitað kók með. Þar sem mér fannst þetta svo gott man ég ekki betur en við höfum borðað þetta á hverju kvöldi í tvær vikur. Þú varst alltaf tilbúinn að leiðbeina og aldrei man ég eftir því þú hafir nokkurn tímann verið reiður eða skammað mig. Þó að þú hafir ekki haft mikið dá- læti á íþróttum í sjónvarpinu þá varstu alltaf tilbúinn að leyfa mér að horfa á það sem ég hafði áhuga á. Það var líka alltaf jafn gaman að rökræða þessi mál þar sem við vorum nær allt- af jafn hjartanlega ósammála. Þær voru líka margar stundirnar sem við áttum við að ræða lífsins mál og þá var alltaf hægt að sjá spaugilegu hlið- arnar á málunum, þó svo að við höf- um ekki alltaf verið sömu skoðunar Þegar litlu drengirnir okkar komu í heiminn og eyddu fyrstu mánuðun- um á spítalanum var alltaf jafn gam- an að heyra í ykkur og stuðningur ykkar var ómetanlegur. Það var líka gaman að sjá hversu stoltur þú, Palli afi, varst að halda á Jóni Agli og amma Edda að halda á Tómasi Ara þegar þið komuð í heimsókn á spít- alann í fyrsta skiptið og hefði þetta alveg getað verið fyrir 50 árum, Páll Jónsson að halda á Jóni Pálssyni. Sú stund er ógleymanleg. Það var síðan ómetanlegt að fá að hafa ykkur ömmu hjá okkur síðustu jól, fyrstu jólin sem strákarnir voru heima. Við höfum alltaf notið þess að borða góðan mat og eiga góðar stundir saman. Það skein alltaf út hversu mikill fjölskyldumaður þú varst og það er arfleið sem hægt er að vera stoltur af. Að koma í heimsókn að Hóli var alltaf jafn gaman og hefðu þær stundir mátt vera miklu fleiri. Það var alltaf eins að koma til höfðingja, borðið sligaðist undan kræsingunum. Stundirnar sem við áttum saman þegar við Kristín komum í heimsókn í fyrrasumar með drengina okkar tvo voru frábærar og þær lifa enn. Við komum þá sérstaklega til að segja ykkur frá því að við ætluðum að gifta okkur í sveitinni ykkar að ári. Nú ári seinna þegar stóri dagurinn nálgast óðfluga tóku örlögin í taumana. Það er því sárt að hugsa til þess að þú verður ekki viðstaddur á þessum stóra degi í lífi okkar, en við vitum að þú verður ekki langt undan og við munum svo sannarlega skála saman. Það hefur líka verið okkur tilvon- andi hjónunum góð kennsla að vera í kringum ykkur ömmu. Sú ást og væntumþykja sem þið báruð hvort til annars eftir 51 árs hjónaband er eitt- hvað sem er einstakt. Við höfum líka oft velt því fyrir okkur eftir að hafa verið hjá ykkur hvort við eigum eftir að elska hvort annað svona mikið eft- ir allan þennan tíma því það er sko ekki sjálfsagt. Þú ert sá afi og langafi sem allir litlir og stórir strákar vilja eiga, þú ert líka sú fyrirmynd sem allir þurfa að eiga. Sú gleði, vinátta og hjarta- hlýja sem kom frá þér er öðrum til eftirbreytni. Það var ekki amalegt að eiga þig sem afa og hvað þá að bera sama nafn og þú. Á kveðjustundum eru minningarn- ar gerðar upp og þó svo að tárin fylgi þeim þá eru allar þessar minningar tengdar gleði og því er brosið ekki langt undan. Þú ert einn sá skemmtilegast mað- ur sem ég hef kynnst og betri afa er ekki hægt að finna. Elsku amma, pabbi, Finnbogi, Bjarki Palli, Erlendur og Lóa, megi Guð styrkja okkur í sorginni. Kveðja. Páll Vignir Jónsson og fjölskylda. „Um hádegisbil hinn 28. maí næst- komandi ætlum við og stórfjölskylda okkar að hittast í Brúarási og bjóðum þér og stórfjölskyldu þinni að koma og gleðjast með okkur þennan dag.“ Með þetta boðsbréf frá Eddu og Palla í höndunum reikar hugurinn mörg-mörg ár aftur í tímann og mín fyrsta minning um Palla er einmitt frá 28. maí 1954, brúðkaupsdegi þeirra á Bjarnastöðum. Nú, 52 árum síðar, var boðið til veislu í tilefni 70 ára afmælis Eddu og 81 árs afmælis Palla, … 81 árs, það gat eiginlega ekki staðist, Palli þessi síungi og fal- legi maður sem yngdist með hverju árinu sem leið, og þrátt fyrir veikindi og erfiðleika lét ekki deigan síga, yf- irvann mótlætið með dyggri aðstoð Eddu sinnar. En ferðinni í Borgar- fjörðinn seinkar um tvær vikur. Palli kvaddi þennan heim 29. maí og mun stórfjölskyldan hittast í Reykholti og fylgja honum síðasta spölinn. Það er auðvitað eigingirni að ætlast til að Palli verði lengur hér á meðal okkar en mér finnst bara svo sjálfsagt að svo sé. En ekkert er sjálfsagt í lífinu og ég vil með þessum fátæklegu lín- um þakka Palla það sem hann var mér, alla tíð frá fyrstu kynnum til síð- asta dags. Dagsins sem ég kvaddi hann síðast, sýndi honum að ég væri alveg hrein á höndunum og lofaði að færa honum koníak á afmælisdaginn. Palli kenndi mér að borða rjúpu í Litlu Björk, mér fannst hún aldrei góð en lét mig hafa það því Palla fannst hún svo góð! Á Bjarnastöðum kenndi hann mér að borða silung með roðinu á og mér finnst það ennþá gott! Svo var það mysan og ástarpungarnir hennar Eddu í Smiðjuholti, bestu ástarpungar í heimi að mati Palla og mínu að sjálf- sögðu líka! Endalaust hrannast minningarnar upp frá þeim tímum sem ég dvaldi hjá Eddu og Palla sem barn og unglingur og er af mörgu að taka. Palla fundust boltaíþróttir leið- inlegar og oft gátum við tekist á um ágæti þeirra. Palli var söngmaður góður, listasmiður og mörg trélista- verkin hefur hann rennt í gegn um tíðina. Mikið var þrefað um pólitík þegar fjölskyldan hittist og varð oft ansi heitt í kolunum, en allt í góðu samt. Í Smiðjuholti var margt um manninn, mikið líf og fjör og alltaf eitthvað að gerast. Er ég lít til baka eru þetta sennilega árin sem mótuðu óharðnaðan unglinginn hvað mest. Á kveðjustundu er mér efst í huga söknuður og þakklæti og vil ég þakka Palla fyrir að halda í höndina á litlu mágkonu sinni, þakka fyrir góðar ráðleggingar, væntumþykju og um- hyggjusemi sem reyndist mér gott veganesti. Það er skrítin tilhugsun að eiga ekki eftir að heyra í rennibekkn- um á Hóli og skoða listaverkin sem þar urðu til. En mamma og pabbi taka örugglega vel á móti Palla, væntanlega verður tekið í spil og eitt- hvað örlítið rætt um pólitíkina. Elsku Edda mín, Nonni Maggi, Finnbogi, Palli Bjarki, Erlendur, Lóa og fjölskyldur, hugheilar sam- úðarkveðjur frá fjölskyldunni á Blómvanginum, ykkar missir er mik- ill en þið eruð rík af minningum um góðan mann. Blessuð sé minning mágs míns Páls Jónssonar, takk fyrir allt. Helga. Ég var í dálitlum vanda þegar ég ætlaði að fara að minnast á verðugan hátt Páls Jónssonar, frænda og tryggs vinar okkar Fljóts- tungusystkina. Þá barst mér í hend- ur fallegt minnismerki um þetta ljúf- menni, dálítil ritgerð hans sjálfs í nýrri Borgfirðingabók, minningar um hvítu ána sem streymir við tún- fótinn á Bjarnastöðum í Hvítársíðu, bernskuheimili hans. Án þess að ætla sér það er hann þar að lýsa sjálfum sér betur en margur annar gæti gert, hrifnæmum, listhneigðum og hjálp- sömum gæðadreng: Það gat verið stórbrotið og spenn- andi fyrir lítinn strák að standa á ár- bakkanum og horfa á jakaburðinn í stórleysingum. Jakarnir snerust og byltust hver utan í öðrum í straum- röstinni, og þegar rénaði flóðið strönduðu þeir í stórum hrönnum á bökkum og eyrum. Þá barst í hend- urnar skemmtilegt rannsóknarefni við að skoða jakana í krók og kring. Sumir voru glærir eins og kristall svo að hægt var að horfa í gegnum þá, aðrir voru ljótir, sandorpnir og svart- ir og skildu eftir sig dálítinn sand- hrauk þar sem þeir höfðu bráðnað í sólskini. Þeir seytluðu svo sameinað- ir í silfurtærri sytru út í ána á vit nýrra og ókunnra stranda. Þetta gat orðið upphaf að flóknum bollalegg- ingum um hvaðan þessi eða hinn jak- inn gæti verið upprunninn. Á ár- bakkanum enduðu þeir sitt jakalíf í sama smápollinum, þótt þeir væru komnir langa leið frá fjarlægum og frægum sögustöðum, Fljótadrögum eða Flosaskarði. Þegar sjatnaði í ánni komu einnig í ljós hrannir af fjölbreytilega löguð- um trjárótum og kvistum sem gátu staðist samanburð við hvaða högg- mynd sem var. Þá var venja að fara með ánni og safna þessu saman ásamt ýmislegu öðru fisi til þess að nota í uppkveikju í eldavélinni heima. Það logaði svo glatt þegar hún móðir mín var búin að þurrka það í bak- araofninum sínum. Frá sólskinsdögum bernskunnar er okkur systkinunum í Fljótstungu minnisstæð sú einstaka gestrisni og vinsemd sem við mættum þegar við komum í heimsókn að Bjarnastöðum. Það var eins og Páll og systkini hans ætluðu aldrei að geta hætt að sýna okkur einhver undur náttúrunnar og skemmta okkur. Sama viðmótið beið okkar þegar við löngu löngu seinna heimsóttum Pál og Eddu, hans góðu og gáfuðu konu, á Hóli, í skóglendinu fagra í Bjarnastaðalandi. Öllu elskulegu frændliði Páls Jóns- sonar vottum við innilega samúð. Páll Bergþórsson. Síðasta heimsóknin að Hóli. Það er sunnudagsmorgunn. Gömul hjón heimsækja gömul hjón. Það er vor í lofti, sólin skín, þröst- ur situr á grein fyrir utan gluggann, lóa kvakar í móa og móðurleg mar- íuerla hoppar á handriði. Á Bjarna- staðatúninu eru lömbin að leik og rollurnar raula fyrir þau með bassa- rödd sem mildast af niðnum í ánni. Það er hátíð á Hóli, útsýnið er ólýs- anlegt. Umgjörðin búin til af jöklum; Eiríksjökli, Langjökli, Geitlandsjökli og Oki. Nær er Strúturinn, Hafrafell, Tungan og allt annað. Utan um Hól- inn er skógur sem nær upp í Brekk- urnar á Bjarnastöðum, austur og norður yfir Gilsbakkaland. Fá bæj- arstæði á Íslandi, ef nokkur, eru fal- legri og stórkostlegri. Litla húsið á Hóli er stórt. Þar rúmast allt sem þarf. Þar er heldur ekki kalt. Það er upphitað af hjarta- hlýju þeirra hjóna Páls frænda míns sem hefur verið ferðafélagi minn alla mína ævi og konunni hans, henni Eddu sem hefur haldið í höndina á honum í rúmlega hálfa öld. Hún hefur leitt hann í gegnum sælu og sorg. Aldrei hefur handtakið verið traustara og tryggara en þegar eitthvað hefur á móti blásið. Góðu handtaki sem stendur frá upphafi til æviloka fylgir mikil hamingja. Ham- ingja er það sem allir þrá en ekki allir fá. Hún er það dýrmætasta í lífinu. Það er hamingja á Hóli og himnaríki á jörð. Gömul hjón fylgja gömlum hjónum til vegar, þau brosa, við brosum. Það gera líka fuglarnir og blómin. Svo kveð ég þig, höfðingjann á Hóli. Þú varst sá gestrisnasti, greið- viknasti og trölltryggasti sem ég hefi hitt á minni löngu leið. Mig langar til að gera það með þeirri hlýju og um- hyggju sem vinur minn, hann pabbi þinn, sýndi mér þegar hann breiddi yfir mig sængina í gömlu og köldu baðstofunni á Bjarnastöðum. Edda mín og allt þitt lið. Megi sólin skína á ykkur, fuglarnir syngja fyrir ykkur og blómin brosa til ykkar um ókomna tíð. Með kveðju frá konunni minni, þinn afgamli vinur Jón Bergþórsson frá Fljótstungu. Ég man eftir Palla frænda mínum á Bjarnastöðum frá því að ég var pínulítil. Það var gaman þegar hann kom í heimsókn. Allir voru kátir og það var mikið hlegið. Hann var glaður maður og barn- góður og mér þótti vænt um hann. Hann kynntist Eddu og ég varð af- brýðisöm. Palli var jú einu sinni frændi minn. Svo kynntist ég Eddu líka og hún var mér hlý og góð. Hún giftist Palla frænda mínum, þau fengu ,,gullklukku með gleri“ í brúð- argjöf, fóru að búa, áttu börn og buru og alltaf var jafn gott að hitta þau. Edda og Palli urðu í huga mínum eitt. Palli hafði hlýtt faðmlag, fallegt bros og blik í augunum. Hann var líka hjálpsamur. Mér er sagt að fyrir tæplega sextíu árum hafi hann t.d. fúslega flutt kennslukonuna í sveit- inni milli bæja ásamt föður mínum þar til pabbi vildi fá að flytja hana einn. Ég man Palla sem frænda, vin okkar og skólabróður pabba, sem son Jóns frænda og Jófríðar, manninn hennar Eddu, föður barnanna þeirra og afa barnabarnanna. Ég man smið- inn, kennarann, karlakórs- og hand- verksmanninn Palla, man hann koma á tyllidögum til þess að hitta mitt fólk og ,,Fljótstungukrakkana“ og ég man hann með skólabræðrunum frá Hvanneyri. Ég sé þá líka fyrir mér pabba og Palla, glaða og strákslega frændur í réttunum í haust, alveg eins og í gamla daga. Ég á ótal aðrar minningar um Palla frænda minn og allar góðar. Ein þeirra hefur þó öðrum fremur skotið upp kollinum síðustu dagana: Palli stendur á veröndinni fyrir framan stofuna. Hann er að sýna mér ríki sitt. Hvítársíðan skartar sínu fegursta, sólin skín, fjallasýnin er stórkostleg, birkið ilmar og fuglarnir syngja. Vinnuaðstaðan er innan seil- ingar, Edda stendur að baki honum, hann brosir hamingjusamur og segir mér að það séu algjör forréttindi að fá að eiga heima á Hóli. Hann vilji hvergi annars staðar búa. – Og Palli frændi minn var svo heppinn að hon- um varð að ósk sinni. Elsku Edda, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ég samhryggist ykkur innilega. Ykkar Brynja. Palli kunni þá einstöku list að kalla ávallt fram það besta í samferðafólki sínu og láta öllum líða eins og þeir væru sérstakir. Þó að ég ætti fimm eldri systkini sem öll voru hlægilega lík mér gerði Palli sér ávallt far um að koma fram við mig sem sérstakan einstakling, en ekki enn einn af geml- ingum Jóns og Kittýjar. Fyrsta minning mín um Palla er að hann hékk út um eldhúsgluggann á Kóngsbakka og var að laga hann. Kalt var úti og veðrið framkallaði enn frekar hraustlegt útlit Palla og hárið á honum varð ennþá krullaðra í norð- anáttinni. Hann var í fallega prjón- aðri lopapeysu og með smiðasvuntu framan á sér, raulandi og brosandi. Aldrei þessu vant var enginn heima nema ég. Því lét ég mig hafa það að baka handa honum pönnukökur þótt ég væri ekki nema tíu ára og hefði aldrei gert slíkt áður. Afraksturinn var örugglega ekki bragðgóður en PÁLL JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.