Morgunblaðið - 10.06.2006, Page 55

Morgunblaðið - 10.06.2006, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 55 MINNINGAR eftir þetta var Palli alltaf sérstaki frændi minn sem ég átti ljúft og gott einstaklingssamband við. Næst vorum við Palli samferða á Húsafelli árið 1979. Þar ók hann um á brúnni Lödu ásamt Eddu sinni. Ég nefni Eddu því það er eiginlega ekki hægt að hugsa um Palla án þess að hugsa um Eddu líka. Allt það góða sem streymdi frá Palla streymdi líka frá Eddu, frá heimili þeirra og sam- bandi þeirra. Á heimili þeirra urðu fiskbollur að veislumat og sumarbú- staðurinn að höll. Með jákvæðu hug- arfari þeirra og stöðugri gleði varð allt gott og skemmtilegt. Samskiptin héldu áfram. Palli var kennarinn sem kyssti mig á göngun- um í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og sagði alltaf eitthvað fallegt. Hann var frændi minn sem var Begga bróður svo góður og ég var stolt af að þekkja. Svo var hann líka pabbi hans Er- lends sem varð einn af mínum bestu vinum þegar við stofnuðum okkar fjölskyldur. Það samband færði mig enn nær Palla og Eddu. Það er sama í hvaða aðstæðum við Már vorum – alltaf voru Palli og Edda nálægt með útbreitt net. Þau lánuðu okkur íbúðina í Orrahólum sumarið 1994 þegar við komum heim frá Bandaríkjunum. Þau studdu mig og styrktu þegar ég var að klára doktorsritgerðina mína og var í bú- stað tengdamóður minnar rétt hjá þeim. Þannig mætti lengi telja. Fyrstu mánuðir ársins í ár voru merkilegir í samskiptum okkar Palla því við Már námum land í Fljóts- tungulandi með því að kaupa þar sumarbústað. Enginn var áhugasamari um kaup- in en Palli og þótt hann gæti varla gengið eftir síðustu veikindi var hann mættur í heimsókn með Eddu sína og fallega rennda muni að gjöf. Hann færði mér Hvítársíðu og hlutdeild í samfélaginu og sögunni þar upp frá, sögu sem við sem tilheyrum næstu kynslóð Hvítsíðinga berum ábyrgð á að haldi áfram að lifa. Elsku Edda, Nonni Maggi, Bimbó, Palli Bjarki, Erlendur og Lóa. Missir ykkar er mikill. Við Már og strák- arnir sendum ykkur og fjölskyldum ykkar innilegar samúðarkveðjur. Margrét Jónsdóttir. Kæri Palli. Það er nú einu sinni þannig í lífinu að maður þakkar ekki alltaf nógsamlega það sem vel er gert og fyrir þá hugulsemi sem manni er sýnd. Á unglingsárum mínum þegar þér ásamt fleirum var hætt að lítast á pilt þá skráðir þú mig í skólann hjá þér og taldir mér trú um að ég gæti orðið smiður. Það var þér að þakka að ég þvældist í gegnum þetta nám og á endanum lauk því. Þú kenndir mér eflaust ýmislegt gagnlegt í skól- anum en það sem mér var mikilvæg- ast á þessum árum var að þú hafðir alltaf trú á mér og ég held að ég hafi lært mikilvægi þess að fólk finni að einhver trúi á það. Það er gott að finna þegar einhver fylgist með manni og hugsar til manns. Ég vil líka þakka þér fyrir þegar þú leyfðir mér að koma í Húsafell til ykkar Eddu og ég fékk að hjálpa þér við sumarbústaðarsmíðina, þá gerðust góðir hlutir. Sú ræktarsemi sem þú sýndir mér alla tíð verður aldrei nægilega þökk- uð. Þakka þér innilega fyrir mig, Palli minn, og hafðu það sem allra best á nýjum stað. Kær kveðja. Bergþór Jónsson. Við kveðjum í dag Pál Jónsson, vin og samstarfsmann til margra ára. Hann hóf kennslu við tréiðnadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti haust- ið 1977, sem þá hafði starfað einungis í tvö ár. Starfaði hann óslitið við skól- ann, þar til hann lét af störfum vegna aldurs.Vann hann þar mikið braut- ryðjendastarf, var einn þeirra sem mótuðu húsasmíðanámið við skólann og var um tíma deildarstjóri. Páll var góður fagmaður, hugmyndaríkur, velvirkur og hamhleypa til verka. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín, var vinsæll kennari og bar hag nemenda fyrir brjósti. Barðist hann fyrir velferð þeirra með oddi og egg, ef honum fannst þeir þurfa á aðstoð að halda gagnvart, að hans mati, oft óréttlátu kerfi. Hann var einnig mik- ill baráttumaður fyrir málefnum deildarinnar, hvort sem um var að ræða kennsluhætti, aðstöðu alla og umhverfi. Hann þýddi og staðfærði norskar kennslubækur af stakri snilld, þar sem færni hans á íslenska tungu og fagkunnátta fóru saman og eru þær bækur ennþá kenndar eða nýtast sem handbækur. Smíðisgripir hans bera vott um hagleik hans og list- fengi. Við minnumst staðfestu hans og alvöru í starfi, glettni hans og glað- værðar á góðum stundum og æðru- leysis í oft erfiðum veikindum. Alltaf var stutt í glensið og léttu lundina. Borgarfjörðurinn átti hug hans all- an og þar leið honum best. Veðurlýs- ingar Páls og Veðurstofunnar fóru sjaldan saman og þar var, eins og svo oft, stutt í glettnina. Í huga hans var alltaf sólskin og blíða í Borgarfirði, sem ber vott um tilfinningar hans til heimaslóða. Við heimsóttum hann á sjötugsafmæli hans. Sú afmælishátíð er ógleymanleg og ber honum og Eddu, eiginkonu hans, gott vitni um þá miklu gestrisni og félagslyndi, sem þessi samrýndu hjón báru með sér. Þau reistu sér bústað í landi Bjarnastaða á Hvítársíðu, sem þau nefndu Hól. Þaðan eigum við margir góðar minningar. Missir Eddu er mikill, en huggun harmi gegn, að minning um góðan dreng lifir. Við vottum henni og fjöl- skyldunni allri innilega samúð okkar og minnumst með þakklæti ánægju- legra samverustunda. Samkennarar við tréiðnadeild FB. Það voru glaðbeittir Fóstbræður sem lögðu í ferð til Wales hinn 8. júlí 1972. Að baki voru langar og strang- ar æfingar fyrir eina fremstu kóra- keppni heims, kórakeppnina í Wales. Það var hugur í mönnum og að sjálf- sögðu var bjartsýni ríkjandi meðal manna þótt fyrir lægi að meðal keppniskóra væru tugir fremstu karlakóra Evrópu. Það var ekki að sjá á þessum mönnum að þetta væru þeir sömu menn og höfðu nýlokið við byggingu glæsilegs félagsheimilis, Fóstbræðraheimilisins, sem vígt var formlega rúmum tveimur mánuðum fyrr. Einn þeirra var Páll Jónsson húsa- smíðameistari, en hann gekk til liðs við Fóstbræður árið 1966, eða um það leyti sem bygging Fóstbræðra- heimilisins hófst. Páll gekk fljótt til liðs við þá er unnu að byggingunni, var byggingarstjóri hússins og sló hvergi af kröftum sínum í þágu fé- lagsins. Páll, sem söng fyrsta bassa, átti eftir að vera kórnum ómetanleg stoð. Hann var sérlega góður verkmaður og einstaklega hagur í höndum, en eftir hann liggja margir af fegurstu munum kórsins fagurlega útskornir. Einn þeirra merkustu er þó söng- stjórapúlt kórsins sem Páll færði kórnum að gjöf á 65 ára afmæli kórs- ins. Páll fór jafnan hljótt með störf sín, það átti ekki við hann að hafa sig mikið í frammi. Það hafði því mikið mætt á Páli eins og mörgum öðrum fyrir þessa ferð. Menn þurftu að sinna vinnu sinni, ströngum æfingum og gríðar- legri vinnu við lokafrágang Fóst- bræðraheimilisins. Skemmst er þó frá því að segja að þrátt fyrir allt náðu Fóstbræður 2. sæti í keppninni og hrepptu silfur- verðlaun. Við ramman reip var að draga, en lið dómara og 12 þúsund áhorfendur töluðu sínu máli. Það voru því sigursælir Fóstbræð- ur sem héldu heim að lokinni keppni og fengu góðar móttökur þegar heim til Íslands var komið. Páll Jónsson átti eftir að upplifa fleiri stórar stundir með kórnum bæði austan hafs og vestan. Hann var með í för til Finnlands og Sov- étríkjanna árið 1976, þar sem kórinn söng í Leningrad (St. Pétursborg) í Rússlandi og í Vilnius í Litháen, alls staðar fyrir fullu húsi og víða þurfti að endurtaka tónleikana utanhúss fyrir þá sem ekki komust að. Þessi utanför endaði svo með viðkomu í Kaupmannahöfn þar sem kórinn vann að upptökum fyrir danska út- varpið. Það var einnig stór stund Páls með kórnum í Minneapolis árið 1982 þeg- ar kórinn söng á opnunarhátíð Scandinavia Today, þar sem sungið var fyrir 2.500 tigna gesti, auk beinn- ar útsendingar víða um lönd til millj- óna áhorfenda. Sú ferð tók alls tutt- ugu daga, en kórinn ferðaðist þá um fjölmörg fylki Bandaríkjanna. Þegar menn hittast tvisvar í viku í áratugi með það að markmiði að ná samhljómi í söng verður ekki hjá því komist að samhljómurinn nái út fyrir sönginn sjálfan. Þannig skapast djúp og einlæg vinátta milli manna. Gleði- stundir, bæði heima og erlendis, hnýta enn fastar vinaböndin. Samtíð- armönnum Páls í kórnum ber öllum saman um að þar hafi farið indæll drengur og félagslyndur. Eins og verða vill um fleiri, þá átti starf í Fóstbræðrum hug hans allan. Eig- inkona hans, Edda Magnúsdóttir, stóð þétt við bak hans og tók drjúgan þátt í starfinu einnig og er henni hér þakkað allt hennar mikla starf í þágu Fóstbræðra. Páll átti rætur sínar í Borgarfirði þaðan sem hann fluttist til Reykja- víkur til þess að vinna að iðn sinni. Eftir um rúmlega tveggja áratuga búsetu í Reykjavík fluttist hann að nýju til átthaga sinna. Það aftraði honum þó ekki við að sinna sínum gömlu félögum, þegar hann átti bæj- arleið þá nýtti hann hvert tækifæri sem gafst til þess að heilsa upp á fé- laga sína í Fóstbræðrum og taka með þeim lagið. Fóstbræður kveðja í dag kæran vin og félaga sem bar djúpa virðingu fyrir félagi sínu og ræktaði það jafn- vel og hvern þann vinskap sem hann stofnaði til. Við fráfall Páls hverfur af sjónarsviðinu maður sem sannarlega setti svip sinn á samtíðina, svip manns sem byggði líf sitt á góðum gildum. Honum var ekki að skapi óþarfa prjál, hvorki í orði né í efnum, enda ekki alinn upp við slíkt. En snyrtimennska, hreinskilni, heiðar- leiki og önnur manngildi voru meðal þeirra mörgu kosta sem hann var bú- inn. En nú er komið að kveðjustund. Við í Fóstbræðrum minnumst þessa göfuga félaga með söknuði, þakklæti og virðingu og sendum samúðar- kveðjur til eftirlifandi eiginkonu hans, fjölskyldu og vina. Blessuð sé minning Páls Jónsson- ar. Fyrir hönd Karlakórsins Fóst- bræðra, Eyþór Eðvarðsson. Þegar við eigum frístund er gjarn- an skotist frá Akranesi fram í Hvít- ársíðu. Þar á fjölskyldan afdrep í notalegu húsi, fallegu umhverfi, það- an er útsýn til fjalla og glæstra jökla. Nú á vordögum leggur fyrir vit ilm af nýlaufguðu birki. Í næsta nágrenni sést til bæja sem við þekkjum. Við þekkjum líka fólkið sem býr þar og fylgjumst með önnum þess úr fjar- lægð, um leið og við njótum þess að eiga frið og þögn. Ilmurinn frá smiðj- unni hans Palla sem er næsti ná- granni okkar blandast við ilm gróð- ursins og berst inn á pallinn við húsið þar sem við sitjum í skjóli. Við vitum að nú er Palli búinn að hita smiðjuna upp með birkilurkum, er að renna eitthvað í bekknum sínum og senni- lega er Edda að föndra með ýsubein eða kannski að tala í símann við ein- hvern ættingjann, hún er svo um- hyggjusöm. Það var gott að finna fyr- ir hlýjunni á milli þeirra hjóna. Við röltum stundum yfir í smiðjuna til Palla, þar stóð hann við bekkinn í brúna sloppnum sínum, ríflega með- almaður á hæð, býsna þrekinn enn um herðar, aldraður, með grá- sprengt hár, dálítið úfið, og það var hlýtt brosið í augum hans á bak við gleraugun sem liggja fram á nefið og þau eru þakin kuski frá rennibekkn- um. Hann slekkur á bekknum og við ræðum saman. Hann býður í kaffi og við stefnum inn til Eddu. Við komum stundum við á bekknum suðvestan- undir, setjumst þar og segjum eitt- hvað afar gáfulegt. Palli strýkur sér með báðum höndum á lær, rær of- urlítið fram í gráðið, slær fram vinstri hendinni og nú skellum við okkur í kaffi hjá Eddu. Við fórum og vitjuðum um í ánni. Palli var orðinn óstyrkur í fótum og við leiddumst frá bílnum að vitjunar- stöðum. Síðast þegar við fórum sam- an var ekkert í netunum. Síðasta samverustundin okkar Palla var þeg- ar þau komu yndislegu hjónin í bleikju, ég eldaði bleikju á pönnu handa okkur. Palla fannst bleikja góð. Palla fannst allur matur góður sem ég eldaði. Palli var svo umburð- arlyndur, jákvæður, svo glaður. En nú finnum við ekki lengur ilm- inn frá Palla og nú getum við ekki lengur skotist yfir í smiðju og hitt hann og ekki lengur spjallað um ná- granna okkar, liðna tíð eða hvert stefnir í þessari sveit, hjá lands- stjórninni eða Búss eða öðrum þar ytra. Ekki get ég lengur notið þess að vera stoltur yfir eldamennskunni, því Palli er ekki lengur til að hæla mér. Það var svo gott að faðma hann og finna hlýjuna. Mér finnst vont að eiga ekki lengur aðgengi að skoðanaskipt- um við hann og finna ekki lengur ilm- inn frá smiðju hans. Það svíður í sál að missa Palla á Hóli. Við finnum að nú lúta fjöllin, jöklarnir og birkið í kring um okkur höfði, á meðan þú, kæri Palli, ert kvaddur frá Reyk- holtskirkju. Hlýja þín og virðing gagnvart umhverfinu var svo fölskvalaus, opin og einlæg en án stóryrða. Það er huggun harmi gegn að Katla litla Kristín sá þig, Palli minn, á hvítasunnudag í skýi fyrir of- an Bjarnastaði. Þakklæti til þín og ljúf minning lifir í hugum okkar Svanborgar um ókomin ár. Yndis- lega Edda, þú veist að faðmur okkar allra er utan um þig. Ófeigur. Hóll heitir hann, bústaður þeirra Palla og Eddu sem þau reistu á æskustöðvum hans í landi Bjarna- staða. Útsýni ægifagurt til uppsveita Borgarfjarðar. Þangað var gott að koma, umræðuefnin margvísleg og einkenndust af virðingu við náung- ann og lotningu fyrir síbreytilegu málverki náttúrunnar sem við blasir úr stofuglugganum. Vinur minn Páll naut sín á grænum völlum og í kjarri æskustöðvanna. Hann átti það líka skilið eftir atorkumikið lífsstarf sitt að eyða síðustu æviárunum á stað sem hann unni, og varla er hægt að hugsa sér betri stað til dvalar á ævi- kvöldi. Stórskemmtileg frásögn hans, Áin, í glænýrri Borgfirðinga- bók er lýsandi fyrir hug hans til æskuáranna. Þar segir hann m.a. frá ferjuflutningum yfir Hvítá þar sem hann sigldi í kjölfar Ólafs fíólín, í meistaraverki Böðvars frá Kirkju- bóli. Okið, ein af svipmiklum náttúru- perlum Borgarfjarðar, blasir við frá Hóli. Palli fylgdist vel með breyting- um á fjallinu, sem var jökulklætt á árum mínum í Borgarfirðinum. Vegna hlýnandi veðurfars er ísbreið- an nú farin að láta undan síga og ís- laus fjallstoppur farinn að skarta sínu fegursta. Sagðist Palli sjá topp- inn stækka frá ári til árs, og nefndi Kragann. Vitnaði hann til gamalla sagna í þeim efnum og sagði ljóst að frumbyggjar Borgarfjarðar hefðu séð Okið svipað því sem það er nú aft- ur að verða. Nefni ég þetta til marks um hve nátengdur hann var þessu stórbrotna umhverfi, og hve vel hann naut samvista við það. Þegar við töluðum saman síðast var hann á spítala eftir slæmt höf- uðhögg. Ekki var nú á bætandi hjá honum blessuðum, en undanfarin ár hefur hann glímt við erfitt ok, farald- urinn miskunnarlausa, krabbamein- ið. Öllu þessu tók hann af æðruleysi og sagði mér að við rothöggið hefði hann komist „yfir á grænar grundir“. Ef til vill voru þessar grænu grundir tengdar áhrifum frá Okinu fallega, en þangað er auðvelt að láta hugann reika. Palli og Edda urðu snemma hluti af tilveru okkar. Jonni bróðir minn lærði húsasmíðar hjá meistara Páli, hóf nám í Borgarfirðinum og síðan í Reykjavík. Hefur hann oft vitnað í Palla í tengslum við smíðavinnu sína, og finn ég vel hve mikils hann mat læriföður sinn. Er enn gantast með að Jonni vilji ávallt hafa „system“ á öllum hlutum, eitthvað sem Edda og Palli heyrðu hann gjarnan segja á ár- um áður. Oddur bróðir minn vann um tíma hjá Palla, og Adda bróður mínum og Palla varð vel til vina. Kæra Edda og fjölskylda. Minning heiðursmanns er björt í huga okkar Þurýjar. Þökk sé ykkur fyrir liðnar góðar stundir. Vonandi verður hæ, hó, hopp og hí og hamagangur á Hóli á nýjan leik, klárlega í anda Fóst- bróðurins fallna. Óli H. Þórðarson. Ég var svo lánsöm að kynnast Palla fyrir tæplega þrjátíu árum þeg- ar við Edda vorum samtíða á Reykja- lundi. Með okkur Eddu tókst fljót- lega góð og traust vinátta. Ég kunni strax mjög vel við Palla. Það þurfti ekki skarpa sjón til að sjá að hann var fallegur maður með stóra og fallega sál. Hann hafði sérstaklega góða nærveru, var vel að sér og viðræðu- góður. Hann hafði fallegan málróm og góða söngrödd og unni góðri tón- list. Palli var hagleikssmiður og list- rænn og skapandi. Það var skemmti- legt að heimsækja hann í Dundhúsið og marga fallega gripi hef ég hand- leikið eftir hann. Palli var greiðvikinn og hjálpsamur. Ég kom að máli við hann eftir að ég missti alveg sjónina og bar upp vandræði mín við að baka vöfflur, en mér fannst stressandi og erfitt að hitta á miðjuna á vöfflu- járninu. Palli smíðaði snarlega fyrir mig hjálpartæki, stand úr harðviði, og hefur vöfflubakstur gengið eins og í sögu síðan. Það var notalegt að vera í návist Eddu og Palla og auðfundin sú ást og virðing sem ríkti á milli þeirra. Gest- risni var mikil og alltaf nægur tími fyrir stóra fjölskyldu og vinahóp. Í áratugi hef ég átt margar ánægju- legar samverustundir með þeim, bæði í Reykjavík og í Borgarfirði. Á síðasta ári þegar ég stóð á krossgöt- um í lífinu buðu þau mér að vera þeim samferða í mánaðar heilsubót- ardvöl á Heilsustofnun í Hveragerði. Síðar á árinu dvöldumst við saman í viku á vegum Bergmáls á Sólheim- um. Þessi tími með Eddu og Palla var bæði uppbyggjandi og skemmtileg- ur. Þar var margt skrafað og skegg- rætt og alltaf stutt í grínið og glensið. Þessar stundir eru mér ómetanlega dýrmætar. Elsku Edda og fjölskylda. Ég sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Brynja. Jæja, Páll minn, nú er komið að kveðjustund en það fara allir sinn veg og ég veit að þinn vegur er blóm- um prýddur og fallegum ljósum lýst- ur. Þetta er leiðin sem við öll förum að lokum en alltaf þegar þessi stund rennur upp er hugsað til baka og kemur þá margt upp í kollinn. Ég kynntist ykkur Eddu fyrst árið 1976 og það var í gegnum syni ykkar. Eftir það hafið þið hjónin alltaf tekið mér eins og einum af fjölskyldunni. Það var sama hvort við hittumst í Reykjavík eða í Borgarfirðinum. Þegar ég kom með mína verðandi eiginkonu tókuð þið henni jafnframt mjög innilega. Margt kemur upp í hugann þegar farið er að rifja upp en það er eitt sem ég man alltaf eftir. Þú varst þá við smíðakennslu í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti. Nemendur þínir voru að taka sveinspróf í smíði og Edda spurði hvort ég gæti ekki skutlað pönnukökum til krakkanna þar sem prófið tæki svo langan tíma. Þetta segir mikið um hvernig þið hugsuðuð til nemanna og frumkvæð- ið fannst mér eftirtektarvert. Svona var ykkur vel lýst, góð- mennskan framar öllu. Þitt ljós mun lifa og við vitum að það verður tekið vel á móti þér. Ég man eftir þér brosandi og glöðum og þannig mun ég alltaf muna eftir þér, stutt í brosið Við hjónin vottum þér, Edda mín, okkar dýpstu samúð og jafnframt börnum og barnabörnum. Hvíl í friði, kæri vinur. Helgi Kristófersson og fjölskylda.  Fleiri minningargreinar um Pál Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höf- undar eru: María, Ágústa Eva og Finnbogi Þór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.