Morgunblaðið - 10.06.2006, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 10.06.2006, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Guðmundur minn, ég veit hrein- lega ekki hvernig ég á kveðja þig, það er svo mikil sorg í hjarta mínu eins og hjá mörgum öðrum. Mér finnst eins og ég sé að missa þig í annað sinn, þegar þú greindist þá var svo mikil sorg og þar sem ég er svo hrædd við krabbamein þá finnst mér það allt- af vera endapunktur í lífi fólks þegar sá sjúkdómur bankar á hjá því, en sem betur fer ná margir bata og það er það sem ég var allt- af að vona að myndi gerast hjá þér. Þú varst samt svo mikil hetja í mínum augum, því þrjóskan þín leyfði okkur að njóta þín í heilt ár þegar þér voru bara gefnir nokkrir mánuðir. Eigingirnin verður bara svo mikil í manni þegar ástvinur kveður þennan heim að stundum gleymir maður hvað er best fyrir þá, maður vill bara hafa allt eins og það var. Það var fallegur sólríkur dagur hinn 6. maí, sólin skein inn um gluggana og fuglarnir sungu og ég ákvað að fara í búðarölt, þá hringdi síminn, það var Svenni „bróðir“. Ég horfði á símann en vildi ekki svara, því ég var svo hrædd um að vera að fá þessar fréttir um þig, svo ég ákvað að bíða aðeins … Maginn tók kipp og tárin runnu niður kinnarnar af hræðslu, ég kláraði að versla og flýtti mér heim og hringdi þá í bróður. Ég vissi sem var hvaða erindi hann átti við mig, ég byrjaði strax að gráta þegar ég heyrði röddina hans og svo brutust út minningar svo fallegar um þig, elsku Gummi. Sorgin í hjartanu er svo sterk, en ég verð að muna það að í staðinn hef ég allar fallegu minningarnar GUÐMUNDUR ÁGÚST KRISTJÁNSSON ✝ GuðmundurÁgúst Kristjáns- son fæddist á Ísa- firði 1. nóvember 1935. Hann lést á líknardeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss 6. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digraneskirkju 18. maí. um góðan og elsku- legan mann sem var hinn helmingurinn af minni elskulegu guð- móður, henni Diddu. Þið eigið mikinn þátt í að gera mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Öll ástin og hlýjan sem þið gáfuð mér, alveg frá því ég man eftir mér, og þegar ég bjó hjá ykkur var í fyrsta skipti í mörg ár sem mér leið vel og hætti að vera hrædd. Vinkona mín spurði mig einu sinni hvaða fólk þið vær- uð og ég var lengi að svara, því ég vissi ekki hvernig ég átti að orða það. Mér fannst of lítið að segja að Didda væri frænka mín og þú mað- urinn hennar, þið voruð svo miklu meira en það. Á endanum sagði ég að þið væruð foreldrar mínir núm- er 2, afi minn og amma sem ég hefði aldrei átt og síðast en ekki síst vinir mínir. Þetta fannst henni skrýtið og langt svar. En svo sagði hún mér að hún hefði verið spurð þess sama og kom hlæjandi til mín og sagði mér að hún hefði bara sagt, „Ragga útskýrir þau á svo langan hátt en ég myndi bara segja að þau væru fólk sem hún elskar meira en lífið sjálft“. Og mér þótti vænt um þessa skýringu, því þetta var sannleikur. Mikið þótti mér alltaf vænt um hvernig þið Didda mín létuð mér alltaf líða eins og einu af ykkar börnum. Það var notalegt að þið kölluðuð ykkur mömmu og pabba við mig og þegar Jón Aðalsteinn yngri fæddist þá sögðust þið alltaf vera amma hans og afi, það þótti mér vænt um. Hjarta mitt er voða lítið og það sem öðrum finnst kannski lítið finnst mér stórt, en svona er fólk mismunandi. Ykkur þótti vænt um Sölva og ég man hvað þið voruð ánægð þegar við sögðum ykkur að við ættum von á barni, því kvöldi gleymi ég aldrei. Þegar við Sölvi skildum voruð þið eins og klettar við hlið okkar Nonna og hjálpuðuð okkur að tak- ast á við þetta nýja líf. En ég mun ná mér í góðan mann sem passar Röggu þína og Nonna. Ég var búin að panta flug 7. maí til Reykjavíkur til að ná að kveðja þig og segja þér einu sinni enn hvað mér þætti vænt um þig en ég var of sein og verð að vona að ég hafi sagt þér það nógu oft og mun áfram segja þér það í bænum mín- um. Núna eruð þið elsku bróðir minn saman á ný og það yljar mér um hjartarætur, og þú ert örugg- lega búinn að segja honum sögur af nafna hans. Vil ég ljúka þessu með ljóði sem ég held mikið upp á og hef alltaf sett með þegar ég skrifa minning- argreinar, því ljóðið segir allt sem segja þarf. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Jæja elsku vinur, nú ertu frjáls og laus undan þjáningunum og nú finnur þú hinn eilífa frið, létti og ást í faðmi hins almáttuga og fall- inna ættingja, vina og vanda- manna. Ég bið guð að geyma þig. Og þig bið ég að gleyma aldrei að ég elska þig af öllu mínu hjarta og mun Jón Aðalsteinn yngri fá að heyra um þig í náinni framtíð og vita það að hann átti þarna góðan „afa“ sem þótti óskaplega vænt um hann. Elsku Didda mín, ég bið guð að bera þig yfir sársaukann sem þú ert að glíma við. Missir þinn mestur er en veit ég að þú stendur uppi eftir þetta allt saman sterk og heldur áfram að lifa með sorginni. Elsku Svenni, Hrönn, Þórhalla, Böðvar, Siggi, fjölskyldur ykkar, barnabörn, barnabarnabörn, ætt- ingjar og vinir, ég bið guð um að setja ykkar söknuð í sínar hendur og hjálpa ykkur yfir missinn. Minning um yndislegan eiginmann, pabba, afa, langafa, frænda og vin mun ávallt vera í hjarta okkar. Sjáumst, elsku vinur, og takk fyrir alla þá væntumþykju og ást sem þú gafst mér og Nonna litla. Við munum alltaf elska þig. Þín Ragnhildur Sveina. Hafþór Sigurgeirs- son, eða Haffi eins og hann var jafnan nefndur, var í hópi elstu og reyndustu sjómanna Samherja. Hann hóf störf hjá félaginu í árslok 1986, fyrir tæpum 20 árum. Hans fyrsta Samherjaskip var Akureyrin EA-110 (gamla) en þar var hann há- seti um sex ára skeið. Þaðan lá leið- in yfir á Baldvin Þorsteinsson EA-10 og þar var Haffi háseti í tíu ár og leysti af sem baadermaður. Eftir stutta viðdvöl á Víði EA-910 var Haffi ráðinn á Akureyrina EA-110 (nýju) sem baadermaður í nóvember 2002 og gegndi því starfi til dánardags. Þá var hann trún- aðarmaður á Akureyrinni frá árinu 2003. Haffi var afburðatraustur og góður starfsmaður og sannur fulltrúi sjómannastéttarinnar. Hann brást aldrei þegar skyldan HAFÞÓR SIGURGEIRSSON ✝ Hafþór Sigur-geirsson fæddist á Ísafirði 28. júní 1949. Hann lést af slysförum 27. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 8. júní. kallaði og skilaði verki sínu undantekn- ingarlaust af alúð og fagmennsku. Hann kunni líka að gleðjast á góðri stund og er samstarfsfólk hans þakklátt fyrir þær ljúfu stundir. Nú þeg- ar leiðir skilur sitjum við eftir með góðar minningar um þennan mæta samstarfs- mann, félaga og vin. Haffi var fjöl- skyldumaður fram í fingurgóma og missir fjölskyldunn- ar er mikill. Kæra Helga, Soffía Margrét, Sigurður Bjarni, Hafdís Sif, Helgi Freyr og barnabörn. Við sendum ykkur og öðrum ástvinum hugheilar samúðarkveðjur og biðj- um Guð að styrkja ykkur í sorginni. Minningin um sómadrenginn Haf- þór Sigurgeirsson mun lifa. Fyrir hönd samstarfsfólks hjá Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson. Kveðja frá skipsfélögum Kæri vinur okkar. Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir okkur alla. Að missa góðan félaga er alltaf sárt og hjarta okkar er þrungið harmi. Haffi var ógleymanlegur vinur og skilur eftir sig stórt skarð í áhöfn okkar. Við vorum margir búnir að þekkja Hafþór lengi og fá að kynn- ast vel þessum vestfirska öðlingi við leik og störf. Margar stundir vorum við búnir að spjalla um fótbolta, Old Trafford og Ferguson. Hann hafði mikinn áhuga á hinum mannlegu þáttum, náungakærleik og lífinu eins og það var. Greiðvikni hans og hjálpsemi var viðbrugðið. Hann var maður sem enginn gleymir, sann- kallaður heiðursmaður af bestu gerð. Það var alveg sama hvað það var, troll eða millidekk, hann kunni skil á öllu því sem viðkemur veiðum og meðferð afla. Aðalstarf hans um borð var umsjón fiskvinnsluvéla skipsins. Natni hans og ástundun við viðhald þeirra var öllum ljóst og fáir fara í þau spor. Eitt er víst að við erum ríkari menn eftir að hafa notið samvista við Haffa. Við tókum eftir því hvað honum var umhugað um félaga sína, alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Það yljar okkur um hjartarætur að vita það að hann fer á góðan stað. Drottinn tekur honum vel og fyll- ir kærleiksbikar hans sem aldregi hefur tæmst og laugar hann hlýju og ástúð. Við sendum konu hans, börnum og barnabörnum hugheilar kveðjur og biðjum Guð almáttugan að styrkja þau á þessum erfiðu tím- um. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, GUÐJÓN BJÖRN ÁSMUNDSSON, Hríseyjargötu 6, Akureyri, lést á heimili sínu miðvikudaginn 7. júní. Útförin verður auglýst síðar. Ólöf Tryggvadóttir, Guðlaug Ósk Guðjónsdóttir, Birgir Gunnarsson, Guðmundur Karl Guðjónsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Ásmundur Jónas Guðjónsson, Helga Stefánsdóttir, Valborg Inga Guðjónsdóttir, Guðjón Páll Jóhannsson, Tryggvi Stefán Guðjónsson, Auður Birgisdóttir, Erla Hrönn Ásmundsdóttir og afabörn. Elskulegur sonur okkar, bróðir og faðir, HALLGRÍMUR PÁLL GUÐMUNDSSON, Hegranesi 25, Garðabæ, lést af slysförum þriðjudaginn 6. júní. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 16. júní kl. 13.00. Guðmundur Hallgrímsson, Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir, Elísa Björk Guðmundsdóttir, Guðmundur Gabríel Hallgrímsson. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR ÞORBJÖRNSSON skipstjóri, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut fimmtudaginn 8. júní. Ágústa Pétursdóttir, Sigurður Helgason, Eyjólfur Pétursson, Ingveldur Gísladóttir, Líney Björg Pétursdóttir, Kristinn Sigmarsson, Pétur Örn Pétursson, Ólöf K. Guðbjartsdóttir, afabörn og langafabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN MIKAELSSON flugmaður, andaðist á Hrafnistu Hafnarfirði miðvikudaginn 7. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar, bróður, frænda og barnabarns, BIRGIS BERTELSEN, Skessugili 9, Akureyri. Stuðningur ykkar hefur verið okkur ómetanlegur. Lilja Hannesdóttir, Andrés Bertelsen, Andrés Bertelsen, Aríel Bertelsen, Sigrún Karlsdóttir, Ármann Ásmundsson, Magnús Jónsson, Jóhannes Jóhannsson. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, STEFANÍA RAGNARSDÓTTIR, Brekkubyggð 17, Garðabæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 8. júní. Gunnar Albertsson, börn, tengdabörn og barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.