Morgunblaðið - 10.06.2006, Síða 57

Morgunblaðið - 10.06.2006, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 57 MINNINGAR ✝ Gunnlaugur Jó-hannsson fædd- ist á Bjarnastöðum í Unadal 19. apríl 1914. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 2. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Anna Guðrún Þor- leifsdóttir, f. 20 ágúst 1883, d. 18. júlí 1965 og Jóhann Gunnarsson bóndi, síðast á Krossi í Ós- landshlíð, f. 20. ágúst 1880, d. 27. ágúst 1962. Al- systkini Gunnlaugs voru Arin- björn, f. 9 október 1810, d. 11. jan- úar 1985, og Elínborg, f. 3. september 1912. Hálfsystir sam- feðra er Svava, f. 6. desember 1915, d. 18. janúar 1990. Gunnlaugur bjó fyrstu æviár sín á Bjarnastöðum en flutti með foreldr- um sínum og systk- inum að Krossi í Ós- landshlíð árið 1928. Þau fluttu síðan til Sauðárkróks ásamt móður sinni eftir andlát föður Gunn- laugs 1962 og bjuggu saman á Freyjugötu 40 meðan heilsan leyfði. Útför Gunnlaugs verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Gunnlaugur frændi minn er dá- inn 92 ára. Ég minnist hans sem mikils snyrtimennis og heiðarlegs reglu- manns á allan hátt. Ég hef mest umgengist hann á síðustu árum eft- ir að sjónin og þrekið var næstum farið, en hann hugsaði um sig á heimili sínu meðan stætt var. Það má segja að hann hafi vitað um hvern hlut þar og alltaf var allt í röð og reglu og hreint. Hann flutti frá Krossi í Óslandshlíð 2. júní 1963 að Freyjugötu 40 á Sauðárkróki og starfaði við vegavinnu og fiskvinnu. Það er kannski ekki tilviljun að hann skuli svo vera kallaður héðan 2. júní 2006. Fyrir tæpu ári fór hann á sjúkrahúsið og dvaldi þar en var löngu farinn að þrá að biðin yrði ekki löng. Ég vil að leiðarlokum þakka sam- fylgdina og veit að vel verður tekið á móti honum. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi.“ Samúðarkveðjur til Elínborgar og annarra ættingja. Sigurlaug Ólafsdóttir. GUNNLAUGUR JÓHANNSSON Elsku Margrét. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú varst alltaf brosandi, hjálpsöm, í góðu skapi og besti nágranni sem við höfum MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR ✝ Margrét Frið-riksdóttir ljós- móðir fæddist 1. desember 1927. Hún lést á heimili sínu 28. maí síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskapellu 2. júní. kynnst. Þú varst ekki beðin um hjálp, þú bauðst til að hjálpa. Þú talaðir aldrei illa um nokkurn mann. Okkur er mikill léttir í því að hafa fengið að taka utan um þig og knúsa viku áður en kallið kom. Við sjáum þig ennþá, litla, sæta, brosandi og yndis- lega konu. Þeir verða ófáir englarnir sem taka á móti þér hjá Guði. Harpa og Franz. Elsku vinur, það er sárt að vita að þú ert farinn frá okkur og að við fáum aldrei að sjá blíða brosið þitt fram- ar. Ég var bara pla- tamma eins og krakkarnir sögðu, en samt fannst mér ég eiga svo mikið í þér, taldi þig 20. barnabarnið okkar. Þú komst inní svo ljúfur og góður drengur, og þegar þú varst farinn að vera á sjónum komstu oft til okkar á aðfangadagskvöld eins og allir hinir úr fjölskyldunni. Það var svo gaman að hafa þig líka með í hópnum okkar. Það kom líka fyrir að þið Sisi komuð til að fá eitthvað í svanginn. og oft gafstu okkur fisk í matinn þegar þú komst af sjónum, þú gleymdir ekki okkur gömlu hjónunum. Þá fékk ég líka faðmlag og koss frá þér. Þetta sýndi þitt góða innræti. Stundum hitti ég þig útu í bæ og þú hikaðir ekki við að gefa mér faðmlag og koss á kinnina og það gladdi mig svo mik- ið. Elsku Biggi minn það er svo margs að minnast sem ég geymi í hjarta mínu, minningu um góðan dreng. Svo fluttir þú til Akureyrar og við misstum af þér þann tíma, en nú ertu kominn aftur heim í Ólafsfjörð eins og þú baðst um sjálfur, vildir fá að hvíla hér. Ég bið góðan guð að geyma þig og varðveita alla þá sem sárt sakna þín. Hvíldu í friði, elsku vinur. Við hittumst seinna. BIRGIR BERTELSEN ✝ Birgir Bertelsenfæddist í Reykjavík 7. nóvem- ber 1978. Hann lést af slysförum 27. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 6. júní. Ævin hún er undarleg, elska, syrgja, þreyja, leita gulls um langan veg og lifa til að deyja. (Óskar Karlsson.) Amma Ragna í Ólafsfirði. Kveðja frá skipsfélögum Kæri vinur okkar. Það er nú svo í lífinu að hið óvænta er oft svo erfitt að sætta sig við. Stundum er höggvið á hnút sem er bundinn með mikilli kunnáttu og vandvirkni. Það að hafa deilt með þér skiprúmi og fengið að njóta nærveru þinnar gerir okkur að betri mönnum. Við fyllumst þakklæti yfir því að þú auðgaðir líf okkar, gafst okkur nýja sýn með návist þinni. Margir af okkur hafa verið lengi til sjós, kynnst fjölbreytileika lífsins. Við áttum þess kost að eiga stundir með ungum manni með svo mikla og jákvæða lífssýn. Fyrir það erum við þakklátir og nálgun þín fyllir hjarta okkar trega. Þessir tímar sem við áttum saman á sænum við að draga björg í bú gleymast aldrei. Atorka þín, áhugi á öllu því sem viðkemur sjómennsku, var þinn sterki hlekkur. Alltaf tilbúinn að rétta hönd, ætíð var þinn dugur og kraftur okkur hin- um vegvísir og innblástur til betri verka. Þú varst að byrja að hnýta möskva þíns lífs, vinnan við að afla tekna var þitt æðsta markmið. Það hafðir þú að leiðarljósi til hinstu stundar að standa þig í lífsins ólgusjó og skila þínu verki með vandvirkni og festu. Eitt er víst, elsku Biggi. Við mun- um alltaf minnast þín sem góðs fé- laga og dugandi sjómanns. Við vitum það að Drottinn tekur vel á móti þér og umvefur þig kærleik sínum. Viljum við votta fjölskyldu Bigga dýpstu samúð okkar á þessari erfiðu stundu og kveðjum hann með virð- ingu og þökk. Birgir Bertelsen hóf störf hjá Samherja í apríl í fyrra en þá var hann ráðinn háseti á Akureyrina EA-110. Í sömu áhöfn var besti vinur hans, Pálmi Hjörleifsson, 2. stýri- maður, og einnig eldri bróðir Birgis, Andrés. Þeir fóru saman í veiðiferð- ina örlagaríku þegar eldur braust út í áhafnarrýminu og kostaði líf sóma- mannanna Birgis og Hafþórs Sigur- geirssonar. Birgir var traustur og skemmtilegur félagi og verkmaður góður og frábær samnefnari fyrir ungu kynslóðina. Við tregum sviplegt fráfall hans og kveðjum með söknuði þennan unga mann. Við sendum Lilju, Magnúsi, þeim feðgum Andrési og Andrési sem og öðrum aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur. Drottinn blessi minningu góðs drengs. Fyrir hönd samstarfsfólks hjá Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson. Elsku Biggi minn. Ég á erfitt með að trúa því enn að þú sért farinn vin- urinn minn. Ég sé fyrir mér fallega brosið þitt og góðu augun. Með frá- falli þínu stendur eftir tómarúm í hjarta okkar sem eftir erum og feng- um þann heiður að kynnast þér. Með tímanum mun það þó fyllast af góð- um minningum um þig og þeirri hlýju sem þú gafst af þér. Ég kveð þig hér nú með sorg í hjarta. Þar verður þú þó ávallt lifandi áfram sem minning um einn einlæg- asta og sannasta vin sem nokkur get- ur átt. Vin sem alltaf hafði samband og var til staðar þrátt fyrir að lands- hlutar og aðstæður skildu að. Mun ég alltaf vera þakklát fyrir það. Ásgerður Þ. Hannesdóttir. ✝ GuðbrandurKristinn Sörens- son fæddist í Kefla- vík 12. ágúst 1934. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 1. júní síð- astliðinn. Foreldrar Guðbrands voru hjónin Sören Val- entínusson segla- saumari, f. 1. júlí 1887, d. 30. október 1962, og Vigdís Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1897, d. 26. júlí 1970. Bróðir Guð- brands er Sævar, f. 20. október 1935, kvæntur Guðfinnu Sigur- þórsdóttur, f. 29. maí 1946. Guðbrandur kvæntist Huldu Sigurðardóttur, f. 19. nóvember 1934, d. 8. apríl 1990. Guðbrandur og Hulda eignuðust þrjú börn, þau eru: Sigurður Sören, f. 16. desember 1956, kvæntur Elínu Mar- gréti Pálsdóttur, f. 12. september 1951; Jón, f. 30. apríl 1959, kvæntur Hel- enu Alfreðsdóttur, f. 30. nóvember 1960, og Vigdís, f. 18. september 1963, gift Benedikt Hreinssyni, f. 25 nóvember 1962. Guðbrandur á sjö barnabörn og sex barnabarnabörn. Útför Guðbrands verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku besti tengdó, pabbi og okk- ar vinur. Það er alltaf sárt að kveðja og hvað þá fyrir fullt og allt. Þú ert búinn að vera okkur góður vinur síðastliðin 30 ár. Margt hefur verið brallað og margs er að minn- ast í gegnum árin en þó sérstaklega Spánarferðarinnar til Fuengirola og ferðarinnar til Hollands þegar ég varð 50 ára. Litla fjölskyldan mín kom með í þessar ferðir og mikið var nú hlegið og gert pínu grín að þér sem þú tókst með jafn- aðargeði eins og alltaf. Þú misstir okkar elskulegu tengdamömmu og mömmu 8. apríl 1990. Eftir það varð sambandið enn sterkara okkar á milli. Það voru ekki margir dagar sem féllu úr sem við höfðum ekki samband í síma eða hittumst. Það var einkum þegar þú dvaldir er- lendis hjá þinni heittelskuðu dóttur Dísu og fjölskyldu hennar, sem er búin að búa erlendis undanfarin ár. Eftir að þú hættir störfum á lager ITS á Keflavíkurflugvelli dvaldir þú oftar hjá Dísu og fjölskyldu og eignaðist þú marga góða vini sem þú hélst sambandi við fram á síð- asta dag. Síðasta ferðin þín var til Kaupmannahafnar til að sjá nýja heimilið þeirra sem þú varst mjög ánægður með. Þau voru komin í höfn. Eftir heimkomu þína fóru veikindi þín að segja meira til sín. Mikið ertu búinn að vera veikur síð- astliðinn einn og hálfan mánuð, reisn og virðing farin sem við vor- um alltaf svo stolt af, flottur kall. Nú er komin lokastundin og okkur langar til að minnast þín og kveðja með þessu fallega ljóði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við vitum að það var tekið vel á móti þér hinum megin af mömmum og tengdamömmum okkar og fleir- um. Blessuð sé minning þín. Elín og Sigurður Sören. Elsku afi, nú hefur þú kvatt þennan heim og ert kominn til ömmu þar sem þú ert laus við allar þrautir. Það er sárt að þurfa að kveðja, ég sakna þín svo mikið. Eftir lifa margar góðar minning- ar, þær ætla ég að geyma í hjarta mínu. Elsku afi, ég kveð þig með sökn- uði, því ekki varstu bara afi minn heldur góður vinur okkar Víðis. Margar voru stundirnar er við sát- um yfir kaffibolla ég, þú og Víðir í eldhúsinu heima og röbbuðum um heima og geima. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku afi takk fyrir allt saman, þín Inga Birna. GUÐBRANDUR KRISTINN SÖRENSSON Elsku langafi, takk fyrir allt. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín barnabarnabörn Elín Margrét og Sigurður Sören. HINSTA KVEÐJA Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og veitta aðstoð við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR ÞORGEIRSSONAR, Múlavegi 59, Seyðisfirði. Guðný Björg Þorvaldsdóttir, Þorgeir Einar Þórarinsson, Oddný Ragna Sigurðardóttir, Einar Þór Hauksson, Þorgeir Einar Sigurðsson, Jakobína Björnsdóttir, Sigríður Björg Sigurðardóttir, Richard Schols og afabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HREFNU BERGMANN EINARSDÓTTUR, Bústaðavegi 83. Magnús Ásmundsson, Ásmundur Magnússon, Auður Magnúsdóttir, Halldór Kristiansen, Stefanía Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.