Morgunblaðið - 10.06.2006, Page 58
58 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Bára Steindórs-dóttir fæddist á
Stokkseyri 7. desem-
ber 1938. Hún and-
aðist á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands
á Selfossi 6. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Steindór Guðmunds-
son (1904–1959), sjó-
maður, bifreiðar-
stjóri og vega-
gerðarmaður frá
Stokkseyri, og
Guðný Regína Stef-
ánsdóttir (1905–1986) frá Orms-
staðahjáleigu í Norðfirði. Systkini
Báru voru Laufey (d. 2001), versl-
unarmaður á Selfossi, gift Leifi
Guðmundssyni, og Einar Sigurð-
ur, fiskkaupmaður í Reykjavík,
kvæntur Þóru Egilsdóttur. Hálf-
bræður Báru að móðurinni voru
Guðjón Högni (d. 2001) og Páll
Hörður (d. 1990). Faðir þeirra var
Páll Þórðarson frá Stokkseyri.
Bára giftist 26. desember 1959
Sverri Steindórssyni, rafvirkja,
frá Sólbakka á Sel-
fossi. Þau skildu.
Sverrir andaðist 4.
nóvember 2005.
Börn Báru og Sverr-
is eru: 1) Guðbjörg
Dóra, kennari á Sel-
fossi, maður hennar
er Magnús Bergs-
son. 2) Steindór,
vaktstjóri, kona
hans er Hjördís Ás-
geirsdóttir. 3) Rík-
harður, kennari á
Selfossi, kona hans
er Valgerður Hans-
dóttir.
Barnabörnin eru átta og barna-
barnabörnin þrjú.
Eftirlifandi maður Báru er Jón
Hallgrímsson, starfsmaður Húsa-
smiðjunnar, frá Vestra-Íragerði á
Stokkseyri.
Bára starfaði við verslunar- og
þjónustustörf, lengst af hjá Kaup-
félagi Árnesinga á Selfossi.
Útför Báru verður gerð frá Sel-
fosskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku mamma mín. Nóttina sem
þú yfirgafst þennan heim grét him-
inninn með okkur. Skýfall, enda
sorgin mikil. Skjótt skipast veður í
lofti. Við áttum von á þér heim af
spítalanum og vorum að undirbúa
komu þína. Sumarið framundan og
loksins tími eftir strangan vetur til
að njóta samvista. Við tvær ætluðum
að sitja á pallinum þínum og njóta
veðurblíðunnar í sumar og margt var
framundan hjá okkur næsta vetur.
Þú ætlaðir að kenna mér að föndra
ýmsa fallega hluti. Þar varst þú svo
sannarlega á heimavelli. Nú verður
ekkert af því.
Þú varst falleg kona og vildir alltaf
líta vel út og lést veikindin ekki koma
í veg fyrir það. Rúllur voru settar í
hárið, augnabrúnir litaðar og fötin
smekklega valin. Allt var í lagi.
Gjafmildi þín var alla tíð einstök.
Þú varst stórhuga og eyddir hiklaust
síðustu aurunum í gjöf handa ein-
hverju okkar þrátt fyrir að þig van-
hagaði um eitthvað sjálfa. Ég sagði
stundum við þig að þú yrðir að fara
að minnka gjafirnar. Þú tókst undir
það með mér en gleðin yfir að gefa
var of mikil. Á hverju afmæli og við
öll tækifæri sem fundust beið okkar
pakki frá þér. Ýmsu smálegu var oft
gaukað að barnabörnunum þegar
þau komu í heimsókn og oftast átt-
irðu kökur, sem þú bakaðir sjálf. Þér
þótti alltaf svo vænt um öll ömmu-
börnin þín og þau hændust að þér.
Nú saknar hann Ari Sverrir ömmu
sinnar en hann er viss um að þú sért
nú orðinn engill á himnum og fylgist
með okkur.
Þú varst aðdáunarverð, mamma
mín, tókst því sem að höndum bar í
lífinu og gerðir alltaf gott úr öllu. Það
var fjarri þér að kvarta eða spyrja:
,,Af hverju ég?“ þótt margt væri á
þig lagt. Það eina sem þú tókst nærri
þér voru vandamál annarra, þá leið
þér oft illa. Það var oft ótrúlegt hvað
þú varst fær um að gera öðrum til
hjálpar, eins veikbyggð og þú varst.
Sjálfsagt varstu ennþá veikari en ég
áttaði mig á. Alltaf stóðstu keik og
stappaðir stálinu í okkur hin. Það er
svo ótrúlega stutt síðan við tvær
ræddum saman um lífið og tilveruna
eins og við gerðum stundum. Þá
sagðir þú við mig: ,,Það er eins gott
að ég deyi ekki fljótlega, það er nóg
komið hjá ykkur systkinunum í bili.“
Þá varstu ekki að hugsa um sjálfa þig
frekar en fyrri daginn.
En þótt þú værir sterk í öllum
veikindum þínum og mótlæti þá veit
ég að þú hefðir ekki getað átt jafn
góða daga og þú í rauninni áttir ef
Jonni hefði ekki staðið við bakið á
þér og stutt þig með ráðum og dáð.
Hann er einstakur öðlingur eins og
þú sagðir mér svo oft.
Nú, þegar ég kveð þig, elsku
mamma mín, vil ég þakka þér fyrir
öll árin okkar saman. Þín er sárt
saknað en ég veit að við hittumst aft-
ur þegar minn tími kemur.
Þín
Dóra.
Elsku mamma. Það er mér þyngra
en orð fá lýst að kveðja þig. Við vor-
um svo góðir vinir, mamma. Enginn
þekkti né skildi mig betur en þú og til
þín leitaði ég eftir ráðum og styrk
þegar á bjátaði hjá mér í lífinu. Þú
leiddir mig á réttan veg og sefaðir
áhyggjur mínar. Þú tjáðir mér líka
margt um þínar tilfinningar, áhyggj-
ur, sorgir og gleði og trúðir mér fyrir
mörgu sem ekki mátti fara lengra.
Okkur var mikill styrkur að hafa
hvort annað, við skildum hvort ann-
að. Nú ertu farin svo snögglega, það
er eins og lífið hafi stöðvast og ég sé
ekki til sólar. En ég veit, mamma, að
þú vilt ekki að ég dvelji í myrkrinu
því við ræddum oft um þessa stund,
vissum að hún gæti komið hvenær
sem væri.
Minningarnar um þig eru dýr-
mætar, mamma mín, við áttum svo
yndislegar stundir saman. Fyrir þær
er ég þakklátur. Þú varst alltaf falleg
og fín – lífsglöð með ríka samúðar-
kennd. Af hlýju áttir þú nóg og óend-
anleg var ást þín, örlæti og gjafmildi.
Fátt gladdi þig meir en að gefa og þú
varst alltaf gefa, mamma mín. En
mest gafstu af sjálfri þér. Þú fylgdist
vel með okkur öllum, vildir að við
hefðum það gott og gengi vel og
gerðir allt til að svo mætti verða.
Hugsaðir meir um að við hefðum það
gott frekar en þú.
Þú talaðir stundum við mig um
gömlu dagana þegar þú varst barn
og ung kona. Það voru margar
skemmtilegar sögur sem þú sagðir
mér. Og þú kunnir að gleðjast, jafnt
yfir stóru sem smáu. Í mótlæti
varstu hugprúð og tókst öllu af
æðruleysi, gerðir það besta úr öllu
þótt útlitið væri ekki gott. Ég velti
því oft fyrir mér hvernig þú komst í
gegnum dagana, bundin heima
vegna sjúkdómsins. En þú kvartaðir
sjaldan, sættir þig við þitt hlutskipti
og sagðir að margir hefðu það miklu
verra.
Það var skelfilegur dagur 11. maí
síðastliðinn. Þú flutt með hraði á
spítala og vart hugað líf. En þér fór
batnandi og útlitið var gott. Ætlunin
var að útskrifa þig eftir hvítasunn-
una, við orðin bjartsýn á að þú mynd-
ir ná þér. En þú veiktist skyndilega
og kvaddir hinn 6. júní. Þú veist,
mamma, að ég hef kviðið þessari
stund í mörg ár. Þú varst mitt at-
hvarf og skjól.
Ég er þakklátur fyrir að hafa náð
að klára námið áður en þú fórst. Ég
veit að það skipti þig miklu máli og
gladdi þig mikið. Þú studdir mig í
gegnum námið, hvattir mig áfram og
léttir mér lífið á allan þann hátt sem
þú gast. Takk fyrir það, mamma, ég
hefði aldrei getað þetta án þín. Sár-
ast finnst mér að fá ekki tækifæri til
að fagna þessum áfanga með þér og
þakka þér á þann hátt sem mig lang-
aði til.
Þú varst Ernu og Lenu svo mikils
virði og þær þér. Hún Erna mín
sagði við mig daginn eftir að þú lést
að hjarta hennar væri bara hálft því
amma hefði verið sér eins og önnur
mamma. Þannig var það líka,
mamma mín, og þú dásamaðir þær
oft við mig og lést þér svo annt um
þær.
Elsku mamma, nú kveð ég þig með
ástarþökk. Við gáfum hvort öðru lof-
orð. Þú efndir þín og ég mun efna
mín. Ég veit að þú munt líta eftir
okkur öllum áfram og mín heitasta
ósk er að hitta þig aftur hinum meg-
in. Guð geymi þig, elsku mamma
mín.
Þinn
Ríkharður.
Elsku Bára mín. Síst hefði mig
grunað að þú kæmir ekki heim af
spítalanum á mánudaginn eins og til
stóð. Þú varst farin að hressast og
eygðir von um að komast heim eftir
erfið veikindi þegar þér skyndilega
hrakaði og tæpum sólarhring síðar
varst þú látin. Ég kynntist þér fyrst
fyrir rúmum tuttugu árum. Þá
heilsuhraustri og fullri af lífsgleði.
Mér er minnisstætt hvað þú varst
alltaf fín og vel til höfð, svo vandlega
snyrt og myndarleg. Allt í stíl frá
toppi til táar. Heimilið bar þess
merki hversu mikill fagurkeri þú
varst. Þú hafðir unun af fallegum
munum og varst einstaklega mynd-
arleg húsmóðir. Mikil matargerðar-
kona, á sunnudögum voru jafnvel
smurðar snittur eins og á fínasta
veitingahúsi. Þú varst afskaplega
gjafmild og þér var mjög umhugað
um fjölskylduna. Barnabörnin voru
gullmolarnir þínir og hænd að þér,
enda gafstu þeim tíma þinn óspart
eftir að þú varst hætt að vinna sökum
heilsuleysis. Fyrir jólin fóru Andrea
og Bára nafna þín jafnan til þín og
föndruðu með þér. Hafðir þú ekki
síður gaman af. Þá aðstoðaðir þú þær
við prjónaskap og sauma og spilaðir
við þær. Þú varst myndarleg í hönd-
unum jafnt að prjóna sem sauma,
með óbilandi þolinmæði sem öfunds-
verð er. Alltaf svo létt og stutt í hlát-
urinn.
Seinni árin voru þér erfið, með
ólæknandi sjúkdóm og ekki síður að
missa ástkæra systur þína og vin-
konu Laufeyju, langt um aldur fram.
En lánið þitt, elsku Bára mín, var að
kynnast Jonna fáum árum eftir að
þið Sverrir skilduð. Hefur hann
reynst þér afskaplega vel í gegnum
súrt og sætt og hugsað svo yndislega
vel um þig. Þið voruð miklir félagar
og gaman að sækja ykkur heim, oft
mikið hlegið og gantast. Þín verður
sárt saknað, elsku Bára mín, af okk-
ur öllum. Elsku Jonni, missir þinn er
mikill og votta ég þér innilega sam-
úð. Elsku Steindór, Dóra og Rikki,
það er mikið á ykkur lagt þar sem þið
sjáið nú á eftir elskulegri móður, að-
eins sjö mánuðum eftir andlát föður
ykkar. Guð veri með ykkur og styrki
í sorginni sem og okkur öllum sem
syrgjum Báru. Takk fyrir allt og allt,
elsku Bára.
Blessuð sé minning þín.
Þín tengdadóttir
Hjördís.
Elsku Bára mín. Hér sit ég og
reyni að skrifa kveðjuorð til þín. Það
er mér erfitt en ég hef margt að
segja um þig frá þeim tíma sem ég
hef átt með þér síðan ég kynntist
syni þínum honum Rikka sem ég veit
að þú elskaðir svo heitt. Síðustu sjö
mánuðina höfum við skrifað þrjár
minningargreinar eins og þú vissir.
Þetta hefur verið mjög erfiður tími
og okkur þótti öllum nóg komið, en
að við ættum eftir að skrifa minning-
argrein um þig, elsku Bára, er alltof
snemmt, við ætluðum að gera svo
margt saman.
Við áttum svo margar góðar
stundir við eldhúsborðið heima hjá
þér, ég átti svo auðvelt með að tala
við þig. Við vorum eins og vinkonur á
sama reki. Þegar ég sagði eitthvað
svaraðir þú gjarnan: ,,Já, ég þekki
það svo vel.“ Þegar ég missti vinkonu
mína þann 2. maí síðastliðinn þá
sendirðu mér svo falleg blóm og ég
varð svo hissa en svona varst þú, allt-
af svo sæt og góð í þér. Þú fannst til
með öllum og gafst svo mikið af þér,
elskan mín. Ég verð þér ævinlega
þakklát.
Þegar þú vannst í kaupfélaginu í
gamla daga ásamt systur þinni henni
Laufeyju, þegar ég var unglingur,
man ég hve sætar og fínar þið voruð.
Alltaf fínar um hárið rétt eins og þið
væruð að koma beint úr lagningu. Þú
varst mjög smart kona og hugsaðir
vel um útlitið.
Þegar þú varst flutt með hraði á
spítala í Reykjavík hinn 11. maí síð-
astliðinn, mjög veik, var tvísýnt um
líf þitt en þú náðir þér á strik og
varst komin um viku síðar á spítal-
ann hér á Selfossi. Þar batnaði þér
smám saman og áttir að útskrifast
hinn 5. maí. En lífið er stundum
óréttlátt. Allt í einu veiktist þú svo
mikið. Í stað þess að þú kæmir heim
5. maí fórum við á spítalann til þín og
biðum milli vonar og ótta allt þar til
yfir lauk.
Ég skal hugsa vel um hann Rikka
þinn. Þú varst svo glöð þegar hann
kláraði nám sitt sem þú áttir svo
mikinn þátt í. Nú er hann orðinn lög-
giltur kennari en því hafðir þú beðið
eftir síðustu fjögur árin. Fráfall þitt
er mikill missir fyrir son þinn, þið
voruð svo náin. En við mennirnir
fáum engu ráðið. Þinn tími var kom-
inn, elsku Bára mín, bara svo alltof
fljótt. Ég veit að þér líður vel hjá þín-
um sem á undan eru farnir.
Elsku Jonni, megi guð og englar
vaka yfir þér og styðja í sorg þinni.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Elsku Bára, takk fyrir allt.
Valgerður.
Amma Bára var alltaf rosalega
góð kona, hún var góð við alla sem
henni þótti vænt um. Þegar ég var
nýbyrjuð í skóla fór ég oft til hennar
eftir skóla og fékk hádegismat og við
spiluðum, við spiluðum oftast yatsy
eða slönguspil. Síðan fór ég oft og fór
í öll pæjufötin hennar og alla hæla-
skóna en það var sko nóg til.
Það er rosalega erfitt að hugsa til
þess að fá aldrei að hitta hana ömmu
aftur, hún kenndi mér svo margt sem
ég kann.
Amma var alltaf rosalega dugleg
að prjóna og sauma. Mjög oft þegar
við fórum til hennar var hún búin að
prjóna handa okkur lopavettlinga
eða húfu eða jafnvel eitthvað á Baby
born dúkkurnar okkar.
Amma var alltaf svo glöð þó að hún
væri svona veik, hún var alltaf til í að
spjalla við mann eða baka pönnukök-
ur. Hún bakaði bestu kökur í heim-
inum og átti alltaf mikið af kökum og
góðgæti, hún bauð alltaf öllum gest-
um sínum upp á alls konar góðgæti.
Mér hefur alltaf þótt ofboðslega
vænt um hana ömmu Báru, mér
fannst líka svo gaman að eiga al-
nöfnu og að vera skírð í höfuðið á
henni.
Það helsta sem ég man eftir frá
ömmu er dótakassinn í búrinu og
lopapeysurnar sem hún prjónaði.
Amma Bára var mjög falleg bæði
að utan og innan og lífið án hennar
verður allt öðruvísi heldur en vana-
lega. Amma var alltaf svo yndisleg
og var alltaf með ráð við öllu.
Elsku amma, ég á eftir að sakna
þín rosalega.
Þín nafna,
Bára Steindórsdóttir.
Nú ert þú farin frá okkur, elsku
amma mín. Ósköp finnst mér það erf-
itt. Samt fannst mér gott að geta ver-
ið hjá þér þegar þú kvaddir. Þegar
ég sit hér við skattholið, sem þú gafst
mér, koma margar minningar upp í
hugann. Minningar sem eru mér svo
dýrmætar núna. Þegar ég kom heim
áðan, var það mitt fyrsta verk að
kveikja á ljósaenglinum sem þú gafst
mér. Þú varst alltaf að gefa mér eitt-
hvað. Þrátt fyrir að þú værir svona
mikið veik og gætir ekki unnið,
varstu alltaf að gefa okkur barna-
börnunum þínum eitthvað. Þú varst
svo dugleg að föndra og ég á nokkur
dýrmæt listaverk eftir þig. Myndirn-
ar í eldhúsinu, pokakerlinguna, engl-
ana og margt fleira.
Þegar ég var lítil stelpa fannst mér
voða gaman að máta eyrnalokkana
þína, þeir voru margir hverjir með
klemmum og þess vegna gat ég verið
að máta þá sjálf. Svo komstu líka allt-
af með eitthvert glingur handa mér
þegar þú komst frá útlöndum, arm-
bönd og hálsmen og þess háttar. Ég
man líka þegar þú komst til mín í
Búrfell þegar ég bjó þar. Þá komstu
stundum með barmmerki handa mér
og mér fannst ég svo fín þegar ég var
búin að næla þeim í mig. Þú varst
líka alltaf svo fín, og það breyttist
ekkert þrátt fyrir veikindin þín. Þó
að lungun væru viðkvæm og þú gætir
þess vegna ekki klæðst hverju sem
var, varstu samt alltaf í fínum fötum
og með málaðar varir. Þegar ég var
lítil vannstu í Kaupfélaginu á Sel-
fossi. Þá ætlaði ég sko að verða alveg
eins og þú þegar ég yrði stór, og
vinna við búðarkassa.
Elsku amma mín, ég mun sakna
þín. Að geta ekki komið og fengið
kaffisopa og jafnvel spilað smá yatzy.
En eins og segir í laginu sem þú
hlustaðir stundum á með Vilhjálmi
Vilhjálmssyni, „Eitt sinn verða allir
menn að deyja“.
Ég kveð þig með þökk fyrir allt og
allt, amma mín.
Þín
Bára María.
Nú er elsku amma mín dáin. Mikið
er erfitt að vera langt frá öllum á
sorgarstundum, en þá er gott að eiga
góðar minningar. Minningarnar um
þig eru margar. Ein af mínum fyrstu
minningum er frá því ég var fjögurra
ára og þú varst hjá mér þar sem
mamma og pabbi voru uppi á fæðing-
ardeild. Margar eru minningarnar
úr kaupfélagsferðum með mömmu
þegar við fórum á kassann til þín. Þú
varst alltaf svo vel til höfð, með lang-
ar, lakkaðar neglur og fallega litaðar
varir. Mikið langaði mig að hafa
neglur eins og þú. Marga fatapokana
hef ég fengið frá þér og margt fallegt
komið upp úr þeim. Föt sem þú gast
ekki lengur notað en vildir ekki
henda. Heilt sumar vorum við að
vinna saman í gróðurhúsinu hjá
Rikka. Þá áttum við margar góðar
stundir saman. Þegar ég var au pair í
Frakklandi voru ómetanlegar send-
ingarnar frá þér. Bréfin með fréttum
að heiman og blöðin sem lesin voru
aftur og aftur. Þá var gott að eiga þig
að.
Þú varst alltaf dugleg við að fylgj-
ast með langömmubörnunum þínum
og gefa þeim gjafir. Þegar við fjöl-
skyldan komum í heimsókn var farið
BÁRA
STEINDÓRSDÓTTIR