Morgunblaðið - 10.06.2006, Síða 60

Morgunblaðið - 10.06.2006, Síða 60
60 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku amma mín, ég kveð þig með miklum söknuði, þú áttir svo stóran sess í mínu hjarta. Því var svo sárt að sjá þig kveðja þetta líf, en um leið blendnar tilfinningar þar sem þú loks fékkst hvíldina eftir langvinn veikindi og ég veit að það kvaldi þig að geta ekki tjáð þig við okkur. En mikið held ég að afi hafi verið glaður að fá þig til sín rétt fyrir af- mælisdaginn sinn. Þær eru svo óendanlega margar minningarnar úr sveitinni sem nú hellast yfir mig, að ég veit varla hvar skal bera niður. Síðasta minning mín um þig fyrir norðan er sumarið 1999 þegar þið afi dvölduð þar í síðasta sinn, áður en þú veiktist. Það sumar fórum við fjöl- skyldan norður á Strandir til ykkar að sækja Egil sem þá hafði verið svo heppinn að fá að dvelja hjá ykkur í smátíma í sveitinni. Að venju þegar við yfirgáfum Mun- aðarnesið vildir þú alltaf bjóða okkur í lambasteik, svo við færum nú ekki svöng af stað suður. Ég sé þig enn ljóslifandi fyrir mér þar sem þú stendur úti á hlaði og fylgir okkur eft- ir þar til við hverfum inn fyrir hrygg- ina. Munaðarnesið verður aldrei samt án þín og afa. Minnisstæð er mér ferðin sem ég fór með ykkur á landnámshátíðina í Vatnsfirði 1974, er ég var átta ára gömul. Áður en við fórum þá hafði Ingigerður systir þín dvalið hjá þér og þið saman bakað þessi reiðinnar býsn af kleinum sem hafa skyldi með- ferðis á hátíðina. Fékk ég að sjálf- sögðu að hjálpa til og þið voruð svo stoltar af litlu kleinukerlingunni ykk- ar eins og Inga frænka kallaði mig alltaf hlæjandi upp frá því. Ég var sex ára gömul þegar ég dvaldi hjá ykkur í fyrsta sinn í sveit- inni og eftir það var ég hjá ykkur á hverju sumri fram til fermingarald- urs. Ég tel það mikil forréttindi að hafa fengið að dvelja hjá ykkur öll PÁLÍNA SIGURRÓS GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Pálína SigurrósGuðjónsdóttir fæddist í Skjaldar- bjarnarvík í Árnes- hreppi í Stranda- sýslu 13. nóvember 1919. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 24. maí síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaðakirkju 6. júní. þessi sumur og mun ég búa að því alla tíð. Allt- af varst þú reiðubúin að taka okkur barna- börnin til þín í litla hús- ið, stundum fékk ég að vera í innra herberg- inu eða þá í stofunni, ég man aldrei eftir þrengslum, þó svo ým- islegt hafi stundum gengið á hjá okkur frændsystkinunum og alveg ótrúlegt er að hugsa til þess að þarna bjugguð þið afi með allan barnaskarann. Þú varst alveg ótrúlega dugleg, alltaf bakandi eða að útbúa mat, nest- aðir okkur út á engin í heyskapnum og alltaf fengum við kvöldkaffi, ný- bakaða köku og mjólk. Þetta var ynd- islegur tími og ómetanlegar minning- ar sem ég geymi með mér um aldur og ævi. Elsku amma mín, mér þykir svo vænt um þig. Þín Ásta. Elsku amma Palla, þá ert þú komin til hans afa Jens eftir erfið veikindi. Að hafa þig í næsta húsi þegar ég var að alast upp í sveitinni er mjög ljúft í minningunni Að geta hlaupið niður hólinn til ykkar afa á kvöldin í heimsókn, því þú áttir alltaf liti og blöð í eldhússkápn- um þínum og svo lumaðir þú stundum á kandís líka. Þú áttir stórbrotinn mann og stóðst ávallt eins og klettur við hlið hans. Amma, þú varst mikil hörkukona og eru afkomendur ykkar afa orðnir allmargir. Ekki var hægt að sjá síð- asta sumarið þitt í sveitinni sem þú hafðir heilsu að þú værir að verða átt- ræð, níu barna móðir. Þú labbaðir (hljópst) um alla landareign upp á fjall án þessa að mæðast eða þegar þú bograðir í garðinum þínum að reyta arfa því þú lagðir mikið á þig til að halda lífi í blómunum þínum. Seinustu árin þín voru erfið en hvíldin er komin og getur þú skroppið í Þaralátursfjörð, Skjaldarbjarnarvík eða bara norður á Munaðarnes með honum afa. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaust þú friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unnin og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem) Hvíldu í friði, amma mín. Unnur Pálína. Elsku amma. Þær eru margar minningarnar sem við eigum um þig, elsku amma. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hve gott var alltaf að koma í heimsókn til ykkar afa í litla húsið ykkar. Það var alltaf svo nota- leg tilfinning að ganga í bæinn og kalla inn til að gá hvort þið væruð ekki heima. Þá heyrðist annað hvort í þér eða afa: „Eruð þetta þið, elsk- urnar?“ Svo var okkur boðið inn og þá fékk maður sko ýmiss konar góð- gæti. Best var að fá kandís og mjólk en það var reyndar alveg jafn gott að fá brauð með bestu kæfu í heimi, kæf- unni þinni. Það var alltaf svo hlýlegt í eldhús- inu ykkar og þar var svo gott að sitja á bekknum og spila á spil og hlusta á ævintýrin um Öskubusku og Hans og Grétu í kassettutækinu. Oft sagðir þú okkur líka sögur frá því að þú varst lítil eða sýndir okkur ýmsar gersem- ar eins og t.d. töluboxið þitt. Hvað maður gat setið og skoðað í það heilu dagana. Stundum leyfðir þú okkur líka að velja tölur og sauma í efnisbút og hafa með heim. Við munum ennþá lagið úr mylluspiladósinni sem var uppi á hillu inni í stofu og þú trekktir hana endalaust upp fyrir okkur svo við gætum dansað um stofuna. Nú ertu komin til hans afa og erum við vissar um að hann hefur beðið óþreyjufullur eftir þér. Takk fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Guð geymi þig. Þínar Guðbjörg, Bryndís og Hafrún Guðmundsdætur. Elsku langamma. Við systurnar vildum minnast þín í örfáum orðum. Góðar eru minningarnar sem maður á um þig, allar stundirnar norður á Ströndum þegar við vorum litlar stelpur. Það var alltaf gaman að kíkja í heimsókn til þín og langafa í litla húsið ykkar. Þið voruð bæði svo elskuleg og tókuð ávallt vel á móti okkur. Fjöruferðirnar og göngu- túrarnir með þér í sveitinni eru ógleymanlegar og pönnukökurnar vinsælu munu alltaf varðveitast í minningunni. Að ógleymdu brjóst- sykurboxinu sem ætíð var nóg af mol- um í fyrir litla munna. Nú ertu komin til langafa og vonandi hafið þið það gott eins og á árum áður. Hvíl í friði, elsku langamma. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Sigurrós Sandra og Ingibjörg Bergvinsdætur, Grundarfirði. Góður vinur okkar hjóna, Jóhann Egg- ert Jóhannsson, andaðist á Land- spítalanum í Fossvogi hinn 24. maí sl. liðlega sjötugur að aldri. Spít- alavist hans var bæði löng og ströng. Hann tók örlögum sínum af eðlislægu æðruleysi. Ég heimsótti hann á spítalann daginn áður en yfir lauk. Sagði hann mér þá að 100 dagar væru liðnir frá því að hann gekkst undir aðgerð. Eins og ávallt bar hann sig vel og var sam- tal okkar á léttum nótum. Þó átti hann erfitt um tal, því að leiðslur lágu um háls honum. Nóttina á eft- ir mun hjarta hans hafa gefið sig. Góð kynni okkar Jóhanns og um leið fjölskyldna okkar hófust um það leyti er börn okkar, Ægir og Gróa, voru að draga sig saman, þá enn við nám í Háskóla Íslands. Að prófum loknum héldu þau til Þrándheims í framhaldsnám – hann í verkfræði og hún í sögu og fornleifafræði. Hin góðu kynni okkar í milli urðu smám saman að vináttu. Sam- eiginleg áhugamál og svipaðar áherslur í efnahagsmálum og öðr- um þjóðmálum, gagnkvæm virðing fyrir skoðunum hvors annars. Og ekki dró úr vinskap og samveru- stundum fjölskyldna okkar er Gróu og Ægi fæddist sonur 11. janúar árið 2000. Jóhann Eggert var í verklegu námi í pípulögnum hjá föður sínum 1949–53, jafnframt í bóklegu námi með meiru í Iðnskólanum í Reykjavík. Að því loknu hóf hann nám í Vélskólanum í Reykjavík og lauk námi þar 1957. Eftir það var hann vélstjóri á ýmsum skipum næstu árin, lengst af hjá Eimskipi. Jafnframt vann hann við pípulagn- ir þegar tími vannst til og var um nokkurt skeið í stjórn Hitavirkj- unar hf. Eftir að hann kom í land fór hann tíðum á sjóinn fram á átt- unda áratuginn sem afleysingavél- stjóri. Þá stofnaði hann Víriðjuna hf. og hóf að framleiða gaddavír, einkum fyrir bændur, allt til ársins 1976. Hafði hann reist hús undir rekstur þessa fyrirtækis. Eftir að framleiðsla á gaddavír hætti leigði Jóhann út þetta húsnæði og sá al- farið um rekstur þess. JÓHANN EGGERT JÓHANNSSON ✝ Jóhann EggertJóhannsson, vél- stjóri og pípulagn- ingameistari, fædd- ist í Reykjavík 31. október 1933. Hann andaðist á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 24. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 2. júní. Hálfur hugur Jó- hanns var jafnan bundinn við sjóinn. Hann keypti gang- góðan skemmtibát á árinu 1999, gerðist félagi í Snarfara, fé- lagi smábátaeigenda, og fékk leigt hjá þeim bryggjupláss – þetta var fyrst og fremst sumarúthald. Fyrir sæmilega lagna færamenn mátti hafa þrjú færi í sjó sam- tímis á bátnum. Hafði Jóhann unun af að fara út á flóann á skak – og bauð hann gjarnan vin- um og ættingjum með á sjóinn. Þótt eiginkona hans, Unnur Guðmundsdóttir, hefði heldur vilj- að eignast jarðarskika undir sum- arhús, því að hún hefur unun af garðrækt og trjárækt – eða þá tjaldvagn eða fellihýsi til að ferðast um landið, lét Jóhann sér fátt um þessa hugmynd finnast. Sagði hann þessa hluti fljóta svo illa! Jóhann bjó að ríkri kímnigáfu – en skemmtilega þurri – og án ill- girni. Hinu má bæta við, að oft fór Unnur á sjó með bónda sínum. Oft- ar en ekki kom hún að landi með mestan afla. Á árinu 2002 festi Jóhann kaup á stærri báti, sem hann hélt úti frá Danmörku, og þar var báturinn í vetrarlægi. Naut hann þess að sigla þessu fleyi um Eystrasaltið, dönsku sundin og nærliggjandi hafsvæði. Dvöldust þau hjónin langdvölum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á sumrin og nutu þess þar að heim- sækja vini og ættingja. Jóhann átti bróður í Svíþjóð, í Gautaborg, og Unnur á ættingja í Noregi – í Vík- inni, eins og sagt var fyrr á árum. Börn þeirra, tengdabörn og barna- börn voru oft með í för og áttu með þeim góðar og náðugar samveru- stundir. Fyrir barnabörnin voru þetta sérstakar ævintýraferðir. Jóhann var maður yfirlætislaus og vel látinn. Jafnframt var hann maður framfara og framkvæmda. Hann naut trausts samferðamanna sinna sem völdu hann til trúnaðar- starfa. Hann var maður greiðvik- inn og hjálpsamur. Baddý naut góðs af. Oft á tíðum birtist hann með verkfærakassa til að laga og gera við það sem hann hafði frétt að hún var í vandræðum með og var ofar tæknilegri þekkingu og getu eiginmanns hennar. Við Baddý sendum Unni, börn- um hennar og fjölskyldum þeirra, svo og Guðjóni og fjölskyldu hans, innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs. Már. Kær vinkona, Sig- rún Eiríksdóttir, hefur kvatt þessa jarðvist. Kynni okkar hófust fyrir um það bil 42 árum þegar ég vann hjá þeim hjónum, Páli og henni á veitingastaðnum West End á Vest- urgötu í Reykjavík. Margs er að minnast frá liðinni tíð, t.d. samkomanna í Hörgshlíð 12, en þangað fór Sigrún í hverri viku á SIGRÚN EIRÍKSDÓTTIR ✝ Sigrún Eiríks-dóttir fæddist á Syðri-Sýrlæk í Vill- ingaholtshreppi í Árn. 23. febrúar 1918. Hún lést á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund við Hringbraut í Reykjavík 7. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskapellu 16. maí. meðan heilsan leyfði. Enda var hún mjög trúuð kona. Oft fór ég þangað líka og hafði gott af. Gott var að koma í heimsókn til þeirra Sigrúnar og Páls, fyrst á Leifsgötu 8 og síðan á Eiríks- götu 2. Alltaf sama hlýjan og elskusemin sem Sigrún átti í svo ríkum mæli. Ég minnist líka kyrrðarstundanna í Hallgrímskirkju í há- deginu á fimmtudögum, sem við Sig- rún sóttum svo oft. Börnum mínum Hauki, Katrínu og Jóhönnu var hún afskaplega góð og minnast þau henn- ar með mikilli hlýju. Man ég alltaf þegar ég var að vinna á skrifstofu á Skúlagötu að stundum þurfti ég að vinna yfirvinnu og þá hljóp Sigrún undir bagga og náði í Jóhönnu á Barónsborg. Alltaf sama hjálpsemin þar. Með innilegu þakklæti kveð ég þessa góðu vin- konu mína og óska henni góðrar ferðar á guðs vegum. Aðstandendum hennar votta ég innilega samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði. Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl í friði. Þuríður Árnadóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.