Morgunblaðið - 10.06.2006, Side 70
70 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UM ÞESSAR mundir má sjá á tveim-
ur stöðum í borginni sýninguna
Flug(a) – milli náttúru og menningar.
Í Þjóðminjasafni Íslands sýna mynd-
listarmennirnir Bryndís Snæbjörns-
dóttir og Mark Wilson ljósmyndir á
Veggnum á jarðhæð og á Torginu, við
safnbúðina, eru skúlptúrar og teikn-
ingar eftir nemendur í Austurbæj-
arskóla. Þriðji hluti sýningarinnar er
á Reykjavíkurtorgi Borgarbókasafns
Reykjavíkur í Grófarhúsi. Sýningin
er liður í Listahátíð í Reykjavík.
Eins og fram kemur á einblöðungi í
Þjóðminjasafninu er hér um að ræða
samfélagslegt myndlistarverkefni
þar sem kannað er samband borg-
arbúa við náttúruna með því að skoða
tengsl gæludýra og mannfólks.
Myndlistarmennirnir fengu rjúpna-
skyttur til liðs við sig við gerð slembi-
úrtaks á gæludýraeigendum, en þær
skutu úr 50 m fjarlægð á kort af mið-
borg Reykjavíkur og síðan var haft
samband við íbúa í húsunum sem
„urðu fyrir skoti“. Þeim sem reynd-
ust eiga gæludýr var boðið samstarf í
verkefninu. Afraksturinn felst í ljós-
myndum sem Bryndís og Mark tóku
á gæludýraheimilum og má sjá 16
myndanna á Borgarbókasafninu. Þar
gefst sýningargestum einnig kostur á
þátttöku með því að skrifa sögur af
gæludýrum og hengja á vegg þar sem
fyrir eru ritgerðir og teikningar eftir
nemendur í Austurbæjarskóla. Í
Þjóðminjasafninu má m.a. sjá skrá-
setningu í formi ljósmynda af skot-
hríð rjúpnaskyttnanna, sem átti sér
stað á viðeigandi hátt úti í náttúrunni.
Ljósmyndir af skotmönnum í felu-
búningi að miða vísa til viðleitni
mannsins til að ná valdi á náttúrunni
og hagnýta hana. Maðurinn er óneit-
anlega hluti af náttúrunni en samfara
borgarmyndun, rökvæðingu og sam-
félagsþróun nútímans á Vest-
urlöndum hefur hann fjarlægst sveit
og óbyggða náttúru. Hugmyndafræði
borgarastéttarinnar fól í sér að skýr
mörk voru dregin milli reglu og
óreiðu; menningar og náttúru; sið-
menningar andspænis hinu dýrslega.
Slíkar áherslur endurspegluðust m.a.
í bælingu á starfsemi líkamans í rým-
islegu skipulagi heimilisins og í hegð-
unarreglum fjölskyldunnar. Dýr, sem
voru órjúfanlegur hluti af sveitalífi,
öðluðust nýtt hlutverk sem gæludýr á
hinu borgaralega heimili.
Ljósmyndararnir í Borgarbóka-
safninu sýna heimkynni gæludýra,
svo sem bastkörfu í geymsluskoti inn-
an um ryksugu og skótau, og fóðr-
aðra körfu á stofugólfi. Íbúarnir eru
fjarri á þessum myndum; þar sjást
hvorki menn né dýr, aðeins heimilið
frá sjónarhóli gæludýranna – úr
þeirra augnhæð. Heimilið, sköp-
unarverk mannsins, er þannig séð frá
ráðandi sjónarhorni „náttúrunnar“.
Valdahlutföllin hafa snúist við:
Haglabyssur veiðimannsins hafa um-
breyst í ljósmyndalinsu/augnaráð
dýrsins sem beinir sjónum að yf-
irráðasvæði sínu og þetta er undir-
strikað með því að merkja myndirnar
nöfnum viðkomandi gæludýra.
Reynsla sýningargestsins felst í því
að horfa frá og samsama sig sjón-
arhorni dýrsins (og finna kannski
dýrið í sjálfum sér?).
Hin sjónræna samsömun gegnir
hér lykilhlutverki á sýningu sem
varpar með óvæntum og áreynslu-
lausum hætti ljósi á tengsl manns og
náttúru og vekur jafnframt ýmsar
áleitnar spurningar. Verk nemenda
Austurbæjarskóla mynda skemmti-
legt samspil við verk Bryndísar og
Marks en í þeim fyrrnefndu á sér
einnig stað innlifun í heim gæludýra í
formi barnslegrar tjáningar sem
tengist þannig ýmsum hugmyndum
um náttúruna og hið ótamda.
„Hin sjónræna samsömun gegnir hér lykilhlutverki á sýningu sem varpar með óvæntum og áreynslulausum hætti
ljósi á tengsl manns og náttúru og vekur jafnframt ýmsar áleitnar spurningar,“ segir Anna Jóa m.a. í umfjöllun
sinni um sýninguna Flug(a) – milli náttúru og menningar.
Borgarbú(a)r
MYNDLIST
Þjóðminjasafn Íslands og Borg-
arbókasafn Reykjavíkur, Gróf-
arhúsi. Listahátíð í Reykjavík
Bryndís Snæbjörnsdóttir, Mark Wilson og
nemendur í Austurbæjarskóla. Til 11.
júní 2006 í Þjóðminjasafni, til 30. júní í
Grófarhúsi.
Flug(a)
Anna Jóa
GRÓÐURSANDUR TIL
RÆKTUNAR
WWW.BJORGUN.IS
Sævarhöfða 33,
112 Reykjavík,
sími 577 2000
Fréttir í
tölvupósti
Geirmundur Valtýsson
með sjómannadansleik í kvöld
Stór og fjölbreyttur sérréttaseðill ásamt tilboðsseðli öll kvöld.
FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP
Má 12/6 kl. 20 Þri 13/6 kl. 20
FOOTLOOSE
Fim 29/6 kl. 20 Frums. Fö 30/6 kl. 20
Lau 1/7 kl. 20 Fi 6/7 kl.20
Fö 7/7 kl. 20 Lau 8/7 kl. 20
Miðasala hafin
VILTU FINNA MILLJÓN
Í kvöld kl.20 UPPS. Su 11/6 kl. 20
Fi 15/6 kl. 20 UPPS. Su 18/6 kl. 20
GRÍMAN
Íslensku leiklistarverðlaunin 16/6 kl. 19
Grímuballið 16/6 kl. 22 Allir velkomnir
Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is
MIÐASALA OPIN
ALLAN SÓLAR-
HRINGINN Á NETINU.
Litla hryllingsbúðin – aukasýningar í september!
Vegnar mikillar aðsóknar: Aukasýningar í september!
Lau 2/9 kl. 19 AUKASÝNING – örfá sæti laus
Sun 3/9 kl. 20 AUKASÝNING – nokkur sæti laus
Fös 8/9 kl. 19 AUKASÝNING – örfá sæti laus
Lau 9/9 kl. 19 AUKASÝNING – nokkur sæti laus
Fullkomið brúðkaup – Borgarleikhúsinu. Sýningar í fullum gangi.
Litla hryllingsbúðin – Íslensku óperunni. Sýningar í fullum gangi.
Leiklistarnámskeið á Akureyri í júní.
Frumsýning
í kvöld
laugardag
10. júní kl. 20
Síðasta
sýning
sunnudag
11. júní kl. 20
MIÐASALA: 555 2222
www.midi.is / www.hhh.is
RAUÐAR LILJUR
Danshöfundur: Sveinbjörg Þórhallsdóttir
NO, HE WAS WHITE
Höfundar og flytjendur:
Anne Tismer,
Margrét Sara Guðjónsdóttir,
Sveinbjörg Þórhallsdóttir,
Rahel Savoldelli
Panic Productions
í samstarfi við Hafnar
fjarðarleikhúsið
kynnir tvö ný dans/lei
khúsverk:
no, he was white var frumsýnt
í Berlín í febrúar sl. og fékk
frábærar viðtökur.
! " #
$$$
%
!"#$ !%
&'
' ( ) *' + , -./ 0
&
& ' ' ( ) *' + , & 0
.1' ' ( ) *' + , & 0
& ' 2' ( ) *' + , & 0
.-' 3' ( ) *' + , & 0
&' ' ( ) *' + , & 0
Mr. Skallagrímsson
- leiksýning í Borgarnesi
MIÐAPANTANIR
Í SÍMA 437 1600
Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson
Leikstjóri: Peter Engkvist
Sýningar í júní
Lau. 10. júní kl. 20 örfá sæti laus
Sun.11. júní kl. 20 nokkur sæti laus
Fös. 16. júní kl. 20 laus sæti
Sun.18. júní kl. 20 laus sæti
Fös. 23. júní kl. 20 laus sæti
Lau. 24. júní kl. 20 laus sæti
Sun.25. júní kl. 20 laus sæti
Fös. 30. júní kl. 20 laus sæti