Morgunblaðið - 10.06.2006, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 71
MENNING
TVÖ NÝ dansleikhúsverk, No, he
was white og Rauðar liljur, verða
frumsýnd á svokölluðu Panic-kvöldi
í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld
klukkan 20 en það er dansleikhóp-
urinn Panic Productions sem stend-
ur fyrir sýningunni í samstarfi við
Hafnarfjarðarleikhúsið. Panic Pro-
ductions var stofnað af Margréti
Söru Guðjónsdóttur og Sveinbjörgu
Þórhallsdóttur í kringum uppsetn-
ingu á dansverki á Nútíma-
danshátíð Reykjavíkur fyrir rúmu
ári. Hópurinn leggur áherslu á
samvinnu við erlenda listamenn
með það að markmiði að flytja inn
erlend áhrif og auðga dansleik-
húsmenningu á Íslandi.
Án leikstjóra
No, he was white er alþjóðlegt
samstarfsverkefni sem sam-
anstendur af leikurum, dönsurum
og tónlistarmanni en sýningin var
unnin án leikstjóra og danshöf-
undar. Flytjendurnir eru höfundar
verksins. Þarna eru mörk dans og
leiks nokkuð óljós enda er um að
ræða dansleikverk og auk þess er
söngur stór þáttur í sýningunni.
Flytjendur og höfundar verksins
eru þau Anne Tismer, Rahel Sal-
voldelli, Margrét Sara Guðjóns-
dóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir.
Margrét kynntist Anne og Rahel
í Berlín þar sem þær tvær síð-
arnefndu starfræktu leikhópinn Gu-
tes tun 1,3 en sá leikhópur notast
ekki við leikstjóra. Þau ákváðu að
tengja saman Panic Production og
Gutes tun 1,3 í sýningu þar sem
dansi og leik yrði blandað saman og
úr varð No, he was white. Verkið
er í senn hrátt og einlægt þar sem
eintöl einmana sálar og samspil
þátttakenda renna saman í eina
brotakennda heild. Tónlist er í
höndum Davids Kiers og búningar
eru í umsjá Nir de Volff. Sýningin
var frumsýnd í Berlín í febrúar síð-
astliðnum og einnig er búið að
bjóða henni til Pakistans og Belgíu
og víðar um Evrópu.
Anne Tismer er mjög virt og
margverðlaunuð leikkona í Þýska-
landi og hefur hún starfað í nokkur
ár hjá hinu framsækna leikhúsi
Schaubühne í Berlín. Hún hefur
töluverða reynslu af leikstjóralausri
aðferð, líkt og notuð er í No, he
was white, en slík aðferð hefur ver-
ið mjög vinsæl á meðal leikhópa í
Berlín.
Áhrif frá ljóðum Toms Wait
Rauðar liljur er nýtt íslenskt
dansverk eftir Sveinbjörgu Þór-
hallsdóttur en þar eru skoðuð áleit-
in efni eins og öfgafullar ástríður
og þráhyggja og varpar sýningin
upp ofsafenginni birtingarmynd
þessara kennda. Gréta María
Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Pa-
nic Productions, er dramatúrg í
verkinu og dansararnir eru tveir
nýútskrifaðir nemar frá listaháskól-
anum í Arnheim í Hollandi, þær
Saga Sigurðardóttir og Tanja Frið-
jónsdóttir. Hildur Hafstein sér um
búninga og útlit sýningarinnar. Að
sögn Sveinbjargar gætir áhrifa frá
ljóðum Toms Waits og verkum
Svövu Jakobsdóttur í Rauðum lilj-
um. Lifandi tónlist leikur stórt
hlutverk í sýningunni en hún er
frumsamin og flutt af þeim Eiríki
Orra Ólafssyni og Kristínu Valtýs-
dóttur en þau hafa komið ansi víða
við í íslensku tónlistarlífi og meðal
annars bæði spilað með hljómsveit-
inunum Múm og Stórsveit Nix Nol-
tes.
Verkin tvö eru mjög ólík að sögn
Sveinbjargar þar sem No, he was
white er mjög gamansamt verk
með miklum söng en Rauðar liljur
afar átakanlegt, fallegt og gróteskt.
Panic-kvöldið verður sem fyrr
segir frumsýnt í kvöld klukkan 20 í
Hafnarfjarðarleikhúsi, Strandgötu
50 og önnur og jafnframt síðasta
sýning verður annað kvöld, 11. júní,
á sama tíma.
Menning | Panic Productions kynnir tvö ný dansleikhúsverk í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið
Einmana sálir og
öfgafullar ástríður
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
Morgunblaðið/Eyþór
No, he was white er gamansamt verk með miklum söng.
TÓNLISTARHÓPURINN Camerarctica held-
ur í dag síðustu tónleika 15:15-tónleikarað-
arinnar í Norræna húsinu undir yfirskriftinni
„Þýsk léttklassík og franskur sjarmi – léttleiki
og húmor ólíkra heima“.
Efnisskráin verður sumarleg. Leikin verður
tónlist í anda áhyggjulausra sumardaga 19.
aldar, þar sem hljóðfærasláttur heyrist frá
garðskálanum, í bland við líf og fjör Par-
ísarborgar á 20. öld. Verkin sem á að flytja eru
stef og tilbrigði fyrir klarinettu og strengi eft-
ir Jozef Küffner, serenaða fyrir flautu, fiðlu og
víólu eftir Ludwig van Beethoven og kvintett
fyrir klarinettu og strengi eftir franska tón-
skáldið Jean Francaix.
Verk Küffners var samið snemma á 19. öld,
og samanstendur af fjörugum tilbrigðum þar
sem klarinettan fær að njóta sín. Tónlistin er
að sögn Ármanns Helgasonar, klarinettu-
leikara Camerarcticu, „hrein skemmtitónlist“.
Serenaðan sem flutt verður eftir Beethoven
er „gegnsæ klassík, og í henni er mikil
heiðríkja“, að sögn Ármanns. „Verkið er með
því léttara sem Beethoven samdi.“ Síðasta
verkið er kvintett eftir Francaiz frá 1977. „Í
því er einhver stemning, þannig að þegar mað-
ur hlustar er maður eina stundina staddur á
götum Parísar, en stuttu síðar kominn í
franska bíómynd,“ segir Ármann og bætir við
að í verkinu séu líka ótrúlega fallegir hægir
kaflar.
Ármann telur það erfiða við tónlistina sem
flutt verður hvað allt þarf að hljóma létt og
leikandi. „Það getur verið krefjandi, jafnvel
meira krefjandi en nútímatónlist. En við von-
um að okkur takist að spila okkur inn í sum-
arið.“
Ekkert verkanna hefur verið flutt áður af
Camerarctica, en hópinn skipa auk Ármanns
Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Una
Sveinbjarnardóttir og Hildigunnur Halldórs-
dóttir fiðluleikarar, Jónína Auður Hilm-
arsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson
sellóleikari.
Almennt miðaverð á tónleikana er 1.500 kr.,
en 750 kr. fyrir eldri borgara og nemendur.
Tónlist | Þýsk léttklassík og franskur sjarmi í Norræna húsinu í dag
Camerarctica spilar sig inn í sumarið
Morgunblaðið/Eggert
Camerarctica leikur á 15:15 tónleikum í Norræna húsinu í dag.
HÁDEGISTÓNLEIKAR verða
haldnir í Hafnarborg í dag kl. 12
undir yfirskriftinni „Áfram veginn
– uppáhaldslögin Stefáns Íslandi“.
Þar kemur fram Stefán Helgi Stef-
ánsson tenór ásamt Antoníu Hevesí
píanóleikara. Á efnisskránni eru
m.a. verk eftir Puccini, Verdi, Leh-
ár og Karl O. Runólfsson.
Aðgangur er ókeypis.
Stefán Helgi og Antonía
í Hafnarborg
Í MINJASAFNINU á Akureyri
verður í dag haldin fyrsta söngvaka
sumarsins. Minjasafnið hefur boðið
upp á söngvökur að sumri síðan
1994 og hafa þær vakið mikla at-
hygli.
Eins og segir í tilkynningu eru
áheyrendur leiddir í söngferðalag í
tali og tónum um íslenska tónlist-
arsögu, allt frá miðöldum til okkar
daga.
Á söngvökunni í kvöld eru flytj-
endur Þuríður Vilhjálmsdóttir og
Þórarinn Hjartarson en efnisskráin
er afar fjölbreytt; allt frá drótt-
kvæðum miðalda til söngva og þjóð-
laga tuttugustu aldar.
Söngvakan hefst kl. 20.30 í
Minjasafnskirkjunni og er aðgangs-
eyrir kr. 1.000
Söngvaka í Minjasafni
Akureyrar
SÝNINGIN „Söguþráður“ stendur
nú yfir í Listasal Mosfellsbæjar.
Listamaðurinn sem á heiðurinn af
sýningunni er Þórdís Alda Sigurð-
ardóttir, sem sýnir lágmyndir sem
gerðar eru m.a. úr járni og textíl.
Sum verkanna eru nýgerð og
ósýnd en flest þeirra voru gerð ár-
ið 2005 og voru sýnd á Hótel
Djúpavík á Ströndum í fyrrasum-
ar.
Sýningarrýmið er í Bókasafni
Mosfellsbæjar, í Kjarna, Þverholti
2 og er opið á sama tíma og bóka-
safnið. Sýningunni lýkur laug-
ardaginn 24. júní.
Söguþráður Þórdísar
Öldu í Listasal
Mosfellsbæjar
LEIKRITIÐ Mr. Skalla-
grímsson var sýnt við miklar
vinsældir á Listahátíð. Hefur
verið ákveðið að halda
áfram sýningum á verkinu,
en sýningar fara fram á
Söguloftinu í gamla pakk-
húsinu í Landnámssetri,
Borgarnesi, föstudaga, laug-
ardaga og sunnudaga kl. 20.
Í leikritinu segir Benedikt
Erlingsson sögu Egils
Skallagrímssonar í knöppu
formi, og nýtir sér að sögu-
svið Egilssögu er allt um
kring.
Borgfirðingahátíð er um
helgina og býður Landnáms-
setur af því tilefni einnig til
sögustunda fyrir börn og
fullorðna. Þorgerður Brák,
fóstra Egils, gengur aftur og
segir börnunum sögur, auk
þess sem Hjörleifur Stef-
ánsson, sem þekktur er í
héraðinu fyrir hæfileika sína
sem sagnamaður, segir sög-
ur af álfum og furðuverum.
Mr. Skallagrímsson
snýr aftur
www.landnam.is.
Í GALLERÍI Sævars Karls opnar á
í dag sýning á verkum bæverska
listamannsins Rudolf L. Reiter.
Verkin tengjast öll Íslandi og hug-
hrifum listamannsins frá Íslandsför
hans fyrir hálfu öðru ári.
Rudolf Reiter er með þekktari
samtíðarlistamönnum í Þýskalandi
og eru verk hans kennd við róm-
antíska nýlist (Romantische Mod-
erne).
Sýningin stendur í mánuð og er
opin á opnunartímum verslunar-
innar.
Morgunblaðið/Ásdís
Sævar Karl og Kristjana Guðbrandsdóttir undirbúa sýninguna.
Rudolf L. Reiter hjá Sævari