Morgunblaðið - 10.06.2006, Qupperneq 72
72 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
T
ónleikaferðalag Waters
hófst 2. júní í Portúgal og
verða tónleikar í Evrópu
alls tuttugu. Bandaríkin
og Kanada bíða svo
haustsins. Áralangar þrætur Waters
við fyrrum félaga sína í Floyd eru vel
þekktar en hann hætti endanlega í
sveitinni árið 1985. Lagaflækjur
fylgdu í kjölfarið þar sem deilt var
um eignarrétt á sveitarnafninu, ein-
stökum lögum og meira að segja upp-
blásna svíninu sem sjá má á umslagi
Animals (og var það Waters sem
tryggði sér það).
Mörgum hefur því þótt athygl-
isvert að Waters og Mason virðast
hafa grafið stríðsaxirnar en sá síð-
arnefndi settist á trommusettið á
tvennum síðustu tónleikunum í heim-
stónleikaferðalagi Roger Waters árið
2002 og spilaði hann í laginu „Set the
Controls for the Heart of the Sun“ (af
A Saucerful of Secrets, 1968). Auk
þess hefur hann nú samþykkt að
spila á nokkrum þeim tónleikum sem
framundan eru, og mun hann
tromma í Dark Side … hlutanum og
auk þess í uppklappslögum.
Á dauða mínum átti ég von en ekki
því að fá textaskilaboð frá trommu-
leikara Pink Floyd. Þannig var að ég
fékk uppgefið farsímanúmer Masons
og var sagt að hringja í hann hvenær
sem væri og koma viðtalinu í kring.
Eftir að hafa fengið talhólf sendi ég
honum því textaskilaboð þar sem ég
spurði hvenær væri hentugast að
gera þetta.
Hann sendi svo skilaboð um hæl að
hann myndi hafa samband eins fljótt
og auðið væri.
Nokkuð sérstakt, þar sem þegar
svo hátt er komið í frægðarstiganum
fara svona mál vanalega í gegnum
skrifstofu. Þetta er þó líklega til vitn-
is um tvískiptingu þá sem einkenndi
Pink Floyd lungann af ferlinum; tveir
aðsópsmiklir framverðir (Gilmour og
Waters) og tveir hæglætismenn (Ma-
son og Wright). Mér hefði aldrei ver-
ið gefinn gemsinn hans Roger Wa-
ters. En kannski var þetta þó meira
til vitnis um persónuleika Masons,
sem reyndist einstaklega ljúfur og
„eðlilegur“ viðmælandi.
Þetta mál tók svo á sig enn kóm-
ískari mynd þegar Mason hringdi
loks. Var þá blaðamaður staddur á
kaffihúsi, nýkominn úr fótbolta.
Þurfti hann því að biðja „Nick“ um að
hringja í sig aftur eftir korter, en þá
yrði hann kominn heim. „Minnsta
mál,“ var svarið. Magnað.
Á milli tveggja elda
Mason hafði þó lítinn tíma fyrir
kurteisishjal, og var það af tækni-
legum ástæðum. Hann hóf þó mál sitt
á að lýsa yfir ánægju með það að hafa
loks náð í blaðamann.
„Byrjum bara á þessu,“ sagði hann
síðan. „Ég er nefnilega staddur í bíl
og rafhlöðurnar í símanum mínum
eru orðnar tæpar. Ef ég dett út þá
hringi ég í þig seinna í dag.“
Röddin var róleg og yfirveguð, og
séntilmennskan skein í gegn með
ósviknum enskum hreimnum.
„Já!, ekkert mál …,“ hugsaði ég og
byrjaði óðar að spyrja. Jafnan reyn-
ist best að brjóta ísinn með því að
spyrja út í væntanlega Íslands-
heimsókn en þess má geta að Ísland
er einn af aðeins fimm stöðum þar
sem Mason mun koma fram með Wa-
ters.
„Roger spurði mig fyrir þremur
eða fjórum mánuðum síðan hvort ég
vildi vera með og fyrst áttu þetta
bara að vera tónleikarnir í Frakk-
landi,“ svarar Mason. Tónleikar þess-
ir fara fram á þjóðhátíðardegi
Frakka, þann 14. júlí í Magny Cours,
en þar verður og haldið upp á eitt
hundrað ára afmæli franska Grand
Prix-kappakstursins, sem var sá
fyrsti sem haldinn var. Auk þess fer
fram keppni í Formúlunni þá um
helgina. Mason, sem er þekktur öku-
þór og bílasafnari, hafði upprunalega
ætlað að slá tvær flugur í einu höggi
og sinna meginástríðum sínum, „tón-
list og Formúlu eitt“ eins og hann lét
hafa eftir sér á blaðamannafundi.
„En svo fór ég að hugsa málið að-
eins lengra,“ heldur hann svo áfram.
„Og við ákváðum að bæta við nokkr-
um tónleikum. Svo að það hefur orðið
úr að ég spila með Roger í London,
New York og Los Angeles líka. Svo
fannst okkur sniðugt að bæta Íslandi
við en ég hef aldrei komið þangað.“
Mason segist hafa spilað aðeins með
Waters undanfarin ár, en ekki oft þó.
„Ég spilaði sem gestur hjá honum
Tónlist | Nick Mason, trommuleikari Pink Floyd, kemur fram með Roger Waters í Egilshöll
Ég er enginn sáttasemjari
Reuters
Pink Floyd-liðarnir Dave Gilmour, Roger Waters, Nick Mason og Rick Wright komu saman á Live8-tónleikunum í
Hyde Park í London í júlí í fyrra.
Roger Waters, fyrrum liðsmaður Pink Floyd, er
nú á tónleikaferðalagi þar sem hann flytur
meistaraverkið Dark Side of the Moon í heild
sinni í bland við lög frá sólóferli sínum. Einnig
mun hann leika lög frá þeim tíma er hann var
enn meðlimur í Pink Floyd. Nick Mason,
trommuleikari Floyd, kemur fram á nokkrum
tónleikum og ræddi hann við Arnar Eggert
Thoroddsen um það óvænta innslag.
kemur næst út 17. júní, fullt af spennandi efni um listina
að gera vel við sig og sína í mat og drykk
Meðal efnisþátta í
næsta blaði eru:
• Sætur sautjándi
• Freistandi fondue
• Kenjar kokksins
• Rabarbaraævintýri
ásamt ýmsum
sælkerafróðleik.
Auglýsendur!
Pantið fyrir kl. 16
miðvikudaginn 14. júní
Allar nánari upplýsingar veitir
Sif Þorsteinsdóttir í síma
569 1254 eða sif@mbl.is