Morgunblaðið - 10.06.2006, Page 73

Morgunblaðið - 10.06.2006, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 73 Faxafen 10 108 Reykjavík Sími: 517-5040 Fax: 517-5041 Netfang: postur@hradbraut.is Veffang: www.hradbraut.is T V E I M U R Á R U M Á U N D A N Ágæti verðandi framhaldsskólanemi! Nú er komið að því að velja framhaldsskóla. Ef þú ert góður nemandi þarft þú að spyrja þig nokkurra spurninga: 1. Vil ég fara í lítinn persónulegan skóla með líflegu félagslífi? 2. Vil ég fara í skóla með bekkjarkerfi þar sem auðvelt er að mynda vinatengsl? 3. Vil ég fara í skóla sem hefur það að aðalmarkmiði að búa nemendur undir nám í háskóla? 4. Vil ég fara í skóla þar sem ég vinn „heimavinnuna“ í skólanum? 5. Vil ég frekar útskrifast sem stúdent laugardaginn 5. júlí 2008 en laugardaginn 22. maí 2010? Svarir þú þessum spurningum játandi átt þú erindi í Menntaskólann Hraðbraut! Skráningarfrestur er til 12. júní 2006. fyrir nokkrum árum [og er að vísa í tónleikaferðalagið frá 2002] og eftir Live8 [þar sem hin fjögurra manna Pink Floyd kom fram saman í fyrsta skipti í tuttugu og fjögur ár] lék ég með honum á góðgerðartónleikum. Það var fyrir tveimur vikum eða svo.“ Ég heyri á Mason að hann vill ekk- ert vera að tala um hvaða góðgerð- artónleikar þetta voru því að þeir hafa verið afar umdeildir. Um var að ræða styrktartónleika fyrir samtökin Countryside Alliance Benefit, sem meðal annars berjast fyrir áfram- haldandi refaveiðum og hafa tónleik- arnir verið á milli tannanna á um- hverfis- og dýraverndunarsinnum. Tónleikarnir fóru fram 20. maí síðast- liðinn í Highclere Castle, Bretlandi, og komu Eric Clapton, Bryan Ferry og Mike Rutherford m.a. fram. Mason tekur undir það að Waters virðist allur vera farinn að mýkjast en deilurnar fyrir nokkrum árum gátu verið æði hatrammar. „Hann hefur svo sannarlega verið að slaka aðeins á,“ segir Mason ákveðinni röddu en bætir við og hlær. „En til allrar óhamingju er David núna á sama stað og Roger var fyrir tuttugu árum síðan. Hann er mjög ákveðinn í að sinna sólóferli sínum og engu öðru. Þannig að, já, þetta er ansi erfitt mál.“ Hann bætir svo við með yfirvegaðri kaldhæðni. „Þannig að gefum þessu tuttugu ár í viðbót. Þá mun allt verða í lukkunnar vel- standi.“ Mason neitar því þó að hann sé á milli tveggja elda, en þessi rósemd- armaður hefur einnig verið að spila með David Gilmour. Hann lék síðast með honum á tónleikum sem haldnir voru til að fylgja nýjustu sólóplötu Gilmour, On an Island, eftir og fóru þeir fram í London í endaðan maí. Mason orðar þetta snilldarlega: „Það er ekkert sem angrar mig (eða „I don’t have the same issues“) og mér finnst ég ekki vera fastur í einhverju stríði. Þeir tveir verða að leysa sín mál sjálfir og finna hvað þeir vilja gera. Ég er enginn sátta- semjari.“ Minjagripur Waters bauð hljómborðsleikara Floyd, Richard eða Rick Wright, að vera með að einhverju leyti í þessum túr en hann hafnaði því boði. Bar við önnum vegna vinnu við sólóverkefni. Samband Waters og Gilmour er svo allt annar handleggur. Heyrst hefur að þeir hafi skipst eitthvað á tölvu- pósti eftir Live8 en í nýlegu viðtali við Sunday Telegraph (birt 28. maí á þessu ári) mælir Gilmour þessi þungu orð: „Mér finnst ég aldrei hafa sært Roger … en hann reyndi mikið að særa mig“. Nick Mason hefur þá gefið til kynna að hann sé vel til í að bandið komi saman á nýjan leik, og Waters hefur einnig viðrað þá skoðun. Þessar umleitanir stranda hins vegar allar á Gilmour sem segist einfaldlega ekki nenna að standa í þessu meira og lái honum hver sem vill. Nick Mason sagði í viðtali við ungverska blaðið Exit á dögunum að Gilmour þurfi bara að kinka kolli og þá geti und- irbúningur fyrir tónleikaferðalag um heiminn hafist. „Við gætum sett upp rosalega sýningu, miðað við þá tækni sem er í boði í dag,“ segir hann þar og virðist í raun langa til að hin fjögurra manna sveit komi saman aftur. Floyd spilaði skammlaust á Live8 í fyrrasumar en lögin sem sveitin flutti voru „Speak to Me/Breathe“, „Mo- ney“, „Wish You Were Here“ og „Comfortably Numb“ (Gilmour neit- aði að spila „Another Brick in the Wall (pt. 2)“, bæði þótti honum text- inn ekki hæfa tilefninu auk þess sem lagið væri leiðinlegt!). „Já, þetta gekk mjög vel,“ rifjar Mason upp. „Engu að síður er ég hræddur um að sumir séu ekki alveg klárir í að gera svona lagað reglu- bundið .“ Honum líst hins vegar harla vel á að Dark Side … verði flutt svona í heild sinni. „Mér finnst þetta sniðugt, verkið var samið upprunalega sem eitt heildstætt verk og við komumst aldr- ei almennilega í að flytja það þannig. Það þurfti að skjóta að nýjum lögum og svoleiðis og því fannst manni full- langt að vera að flytja heila plötu á tónleikum.“ Pink Floyd átti rætur í blúsnum eins og svo margar breskar sveitir sem komu fram um miðbik sjöunda áratugarins en þróaðist snemma út í sýrusveit og síðan í eitthvað sem eng- in fordæmi voru fyrir í rokksögunni. „Nei, ekkert sérstaklega en þetta var aldrei planað svona,“ svarar Ma- son þegar hann er spurður hvort þessi þróun hafi komið honum á óvart, svona eftir á að hyggja. „Þetta bara gerðist smám saman og við fundum okkur einhvers konar svæði sem okkur fannst þægilegt að vinna í. Þetta gerðist algerlega ómeð- vitað. Eftir því sem á leið og við urð- um öruggari fórum við að prófa hitt og þetta og það var eðlileg þróun að mínu mati.“ Mason gaf út bókina Inside Out: A Personal History of Pink Floyd í hittifyrra þar sem hann rifjar upp tíma sinn með Floyd og þar hikar hann ekki við að henda gaman að brölti sveitarinnar. Gilmour varð víst eitthvað snúðugur er hann las bókina en almenningur hefur fagnað henni sem þægilegu mótvægi við hina al- varlegu ímynd sem sveitin hefur. „Ég held að það sé almennt erfitt að skrifa bækur,“ segir Mason sposk- ur þegar blaðamaður spyr hvort skrifin hafi reynt mikið á. „Ég naut þess samt. Þetta tók slatta af tíma en ég er ánægður með að hafa komið þessu frá. Mér finnst þetta vera fínasti virðingarvottur við hljómsveitina og ég hafði líka tæki- færi til að koma ýmsum hlutum á hreint. Auk þess er þetta snotur minjagripur um líf mitt ef svo má segja.“ Andvaka Mason segist aldrei hafa velt því sérstaklega fyrir sér hvaða hlutverki hann gegnir í Pink Floyd, sam- anborið við félaga sína. Mason er greinilega lítið fyrir sálfræðilegar hártoganir en þess má geta að hann er sá eini í Pink Floyd sem hefur ver- ið óslitið í sveitinni síðan hún var stofnuð. „Nei,“ svarar hann snöggt og hlær við, nánast hissa yfir spurningunni. „Alls ekki. Það skilar engu að vera að velta slíku fyrir sér, maður á bara að halda sínu striki og gera það sem maður gerir best. Ég ligg ekki and- vaka yfir því hvort ég hafi fengið nægilega mikið kredit fyrir þetta eða hitt. Ef maður fer að pæla of mikið í því er voðinn vís – eins og við höfum nú séð!“ Mason hefur gefið út tvær sóló- plötur ef sólóplötur skyldi kalla. Plat- an Fictious Sports (1981) var samin af Cörlu Bley þó að nafn Masons væri á umslaginu. Seinni platan, Profiles (1985), var hins vegar gerð í sam- starfi við Rick Fenn úr 10cc. Hann hefur þá stýrt upptökum fyrir lista- menn eins og Robert Wyatt, Steve Hillage og The Damned. En hann hefur engar áætlanir um slíka starf- semi á næstunni. „Nei,“ er svarið, skýrt og skor- inort. „Engan veginn. Ég hef í raun- inni aldrei verið mikið fyrir svona sólóplötustúss og þessar sólóplötur mínar eru engar sólóplötur. Ég hef litla ástríðu fyrir slíkri starfsemi og það eru aðrir hlutir sem kalla sterkar til mín. Ég væri t.d. vel til í að skrifa aðra bók … og ég held að ég hafi í raun komist næst því að gera sóló- plötu með bókinni minni.“ Svo mörg voru þau orð. Mason þakkar fyrir sig en segir mér að það sé í góðu lagi að bjalla í sig aftur, ef það væri eitthvað fleira sem mig vantaði. Já, skýin byrgja þessum manni ekki sýn, svo vitnað sé nú í Pink Floyd. Tónleikar Roger Waters í Egilshöll fara fram mánudaginn 12. júní. Miðasala er á midi.is og í Skífuverslunum Laugavegi, Kringlunni og Smáralind. Einnig er hægt að kaupa miða í BT Akureyri og í BT Selfossi. Uppselt er á svæði A en miðaverð er 7.900 krónur á svæði B auk miðagjalds. arnart@mbl.is Í þá gömlu góðu... Mason er þekktur ökuþór og bílasafnari og segir meginástríður sínar vera tónlist og Formúlu eitt-kappakstur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.