Morgunblaðið - 10.06.2006, Side 80

Morgunblaðið - 10.06.2006, Side 80
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. endurskoðun reikningsskil skattar / ráðgjöf www.ey.is VIKA er í að bændur undir Eyjafjöllum hefji slátt, en grasvöxtur á sunnanverðu landinu hefur verið mjög góð- ur síðustu daga. Allt önnur staða er á Norðurlandi. Í Að- aldalnum eru bændur að klára að bera á og segir Árni Snorrason, bóndi í Mið- hvammi, að gróðurinn þar um slóðir sé hálfum mánuði seinna á ferðinni en venjulega. „Það er mjög góð spretta núna,“ sagði Ólafur Eggerts- son, bóndi á Þorvaldseyri und- ir Eyjafjöllum, þegar Morgun- blaðið ræddi við hann um tíðarfarið. Mikið hefur rignt undanfarna daga og sagði Ólafur að ef sólin myndi sýna sig mætti tala um kjöraðstæð- ur fyrir grassprettu. Hann myndi því hefja slátt á svip- uðum tíma og venjulega. Mikla kulda gerði í síðari hluta maímánaðar og víða var moldin mjög þurr. Sums stað- ar varð tjón á kornökrum vegna moldroks og veðrið er búið að valda sauðfjárbændum miklum erfiðleikum. Nú er hins vegar næg væta í mold- inni og spáð er hlýju veðri næstu daga, ekki síst á Norð- ur- og Austurlandi. Það hafa því orðið mikil umskipti á skömmum tíma. „Ég á von á því að sláttur hefjist á svipuð- um tíma og venjulega, eða í kringum 20. júní,“ sagði Ólafur á Þorvaldseyri. Allt annað hljóð er í Árna í Miðhvammi, en hann sagði að tún í Aðaldal í S-Þingeyjar- sýslu væru ekki almennilega orðin græn. „Síðasti skaflinn er að hverfa úr túninu,“ sagði Árni, en mikið snjóaði á Norð- urlandi í lok maí. Árni hefur búið í Mið- hvammi í 10 ár og sagðist aldrei hafa upplifað annað eins tíðarfar. Veturinn hefði verið mjög snjóléttur, en síðan hefði farið að snjóa í maí og sá snjór væri að fara núna. Árni sagði að hvergi væri búið að setja út kýr og sumir bændur væru að verða heylitlir. Óvenjulega seint Þegar Morgunblaðið ræddi við Árna var hann að ljúka við að bera á túnin. Þetta væri óvenjulega seint, en það hefði ekki verið hægt fyrr. „Hér er allur gróður hálfum mánuði seinna á ferð en venjulega. Það er langt í að við förum að slá og líklega verður eitthvað lítið úr seinni slætti.“ Áður en kuldakastið reið yf- ir var Árni búinn að sá korni og sagði hann að það kæmi grænt undan snjónum. Hann sagðist því bjartsýnn á góða kornuppskeru. Vel lítur einnig út með korn- ið á Þorvaldseyri undir Eyja- fjöllum, en þar hefur verið stunduð kornrækt í áratugi. Í ár sáðu bændur þar í um 30 hektara. Ólafur sagði að akrarnir litu mjög vel út, sér- staklega þeir sem náðist að sá í í apríl. Hann sagði að áhugi bænda á kornrækt væri sífellt að aukast, bæði vegna þess að uppskera hefði verið góð og eins vegna hækkandi verðs á kjarnfóðri. Vika í að sláttur hefjist undir Eyjafjöllum Bændur í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu eru að klára að bera á túnin og hvergi búið að setja út kýrnar Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Bændur sunnanlands hefja senn slátt. Túnin eru víða orðin græn líkt og hjá Andrési Pálmasyni, austan Víkur í Mýrdal. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MARGA hefur vafalítið rekið í rogastans í gær þegar þeim bárust smáskilaboð í far- símann um að búið væri að skrá þá inn á stefnumótasíðuna www.irrealhost.com að þeim forspurðum. Í skilaboðunum, sem giftir jafnt sem ógiftir fengu send, kom fram að færi fólk ekki inn á tilgreindan vef og afskráði sig yrði það rukkað um tvær evrur á dag í gegnum símreikning sinn. Samkvæmt upplýsingum frá Evu Magn- úsdóttur, upp- lýsingafulltrúa Símans, barst Símanum fjöldi kvartana í gær vegna þessara skilaboða. Segir hún þetta ruslpóstsendingar sem ekki séu á vegum Símans. Aðspurð segist hún ekki vita hversu margir viðskiptavina Símans hafi fengið slík skilaboð, en fyrirtækið brá á það ráð að senda öllum viðskiptavinum smáskilaboð þar sem varað er við þessari sendingu. „Við ráðleggjum farsíma- notendum að eyða skeytinu en undir eng- um kringumstæðum fara inn á vefsíðuna sem um ræðir og reyna að afskrá sig. Þarna er vísvitandi verið að blekkja fólk til þess að fara inn á ákveðna síðu,“ segir Eva. Fyrsta tilfellið hér á landi? Hjá Gísla Þorsteinssyni, upplýsingafull- trúa OgVodafone, fengust þær upplýsingar að þar á bæ hefðu borist nokkrar fyrir- spurnir frá viðskiptavinum vegna um- ræddra sms-sendinga. Tók hann fram að þeir sem fengið hefðu þessi smáskilaboð væru allir handhafar númera sem upphaf- lega komu úr númeraseríu frá Landssím- anum, að því er vitað væri. Sagði hann vit- að að sendingar væru að berast erlendis frá, en þar er slíkur sms-ruslpóstur vel þekktur. „Þetta virðist vera eitt af fyrstu tilfellunum hérlendis þar sem farsímanot- endur verða fyrir ruslpóstsendingum sam- bærilegum þeim sem tölvunotendur þekkja,“ sagði Gísli. Óvelkomin sms frá stefnu- mótasíðu Smáskilaboðin dular- fullu sem farsímanot- endum bárust í gær. ÞESSI kátu börn undu sér vel í veglegum hoppukastala sem komið hafði verið upp í sundlaugargarðinum á Akureyri í gær enda veðrið með besta móti – sól og blíða. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var nokkur umferð til Akureyrar í gær og nokkur fjöldi fjöl- skyldufólks hafði hreiðrað um sig á tjaldstæð- um bæjarins. Gert er ráð fyrir áframhaldandi blíðviðri á Akureyri í dag. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Brugðið á leik í blíðviðri MIÐSTJÓRN Framsóknarflokks- ins samþykkti í gær umræðulaust og með lófaklappi að flokksþing framsóknarmanna yrði haldið þriðju helgina í ágúst. Tillagan var lögð fram af hálfu formanns flokks- ins og varaformanns, með stuðningi þingflokks og framkvæmdastjórn- ar. Fyrir flokksþingi liggur að kjósa m.a. nýjan formann flokksins. Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins, sagði í ræðu sem hann flutti í upp- hafi fundarins að sú ókyrrð sem ein- kennt hefði umræðuna í flokknum að undanförnu væri að sjálfsögðu ekki góð og skapaði vandamál í röð- um framsóknarmanna. Eftir ræðu formanns fóru fram almennar umræður á fundinum, sem lokaðar voru fjölmiðlum. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins var í þeim umræðum m.a. farið yfir atburðarásina síðustu daga og hvatt til þess að látið yrði af per- sónulegum yfirlýsingum manna hvers til annars; þess í stað skyldu menn reyna að þjappa sér saman. Einstaka miðstjórnarmenn hvöttu til þess að viðræðum um breytingar á ríkisstjórn yrði lokið sem fyrst. Stóðu umræður fram eft- ir kvöldi og lauk fundi seint á tíunda tímanum. Eitt framboð kom fram á fundinum, en Haukur Logi Karls- son, fyrrv. formaður Sambands ungra framsóknarmanna, lýsti því yfir að hann hygðist gefa kost á sér sem ritari flokksins á komandi flokksþingi. Um 180 manns voru á fundinum þegar mest var, að sögn Sigurðar Eyþórssonar, fram- kvæmdastjóra flokksins.  Tryggja þarf | Miðopna Ókyrrðin í umræðunni ekki flokknum til góðs Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Morgunblaðið/Golli Halldór Ásgrímsson ávarpar mið- stjórnarfundinn á Hótel Sögu í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.