Morgunblaðið - 25.07.2006, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
17
15
HÁTT á fjórða tug bifhjólaslysa það
sem af er árinu og þar af þrjú bana-
slys, segir fátt annað en að sumarið
2006 sé orðið slæmt hjólasumar, að
mati talsmanns Sniglanna og lög-
reglunnar. Ótalin eru þá smæstu
óhöppin sem ekki eru tilkynnt.
Versti árstíminn hvað bifhjólaslys
varðar er ekki einu sinni runninn
upp, það er ágúst og september, seg-
ir Árni Friðleifsson varðstjóri hjá
umferðardeild LR.
Frá því í maí hafa þrír bif-
hjólamenn látist í slysum, nú síðast á
sunnudag þegar karlmaður fór út af
þjóðveginum við Eystri-Rangá.
Slysin koma afar illa við Sniglana
en í þeim bifhjólasamtökum eru um
500 virkir félagar. Að sögn Eddu
Þóreyjar Guðnadóttur í stjórn Snigl-
anna virðist sem holskefla slysa ríði
yfir þegar slaknar á forvörnum. „Í
fyrra höfðum við ekki fjármagn í
auglýsingaherferðir og það virðist
sýna sig í aukinni slysatíðni nú ári
síðar,“ bendir hún á. „Við erum að
súpa seyðið af þessu en erum einnig
nokkuð ósátt við að þurfa að standa
ein í allri forvarnarstarfseminni.“
Sjá ekki bifhjólafólkið
Flest smærri bifhjólaslys verða
þegar ökumenn bíla sjá ekki bif-
hjólafólk í tæka tíð með þeim afleið-
ingum að árekstur verður, að sögn
Eddu. Hún segir bifhjólaeign hafa
aukist mjög mikið og nýliðun í Snigl-
unum endurspegli þá þróun að vissu
leyti. Til marks um þá gríðarlegu
aukningu í bifhjólaeign nefnir hún
að á fyrri helmingi ársins 2005 voru
flutt inn 600 þung bifhjól, sem hlýtur
að teljast mikið miðað við þá stað-
reynd að heildarfjöldi þungra bif-
hjóla á skrá voru þá rétt um þrjú
þúsund. „Þannig að hjólamennskan
hefur aukist gríðarlega mikið,“ segir
hún.
En þrátt fyrir að Sniglarnir reyni
eftir fremsta megni að brýna fyrir
félagsmönnum sínum að aka skyn-
samlega verður því ekki neitað að
ofsaakstur sumra bifhjólamanna er
orðinn sérstakt vandamál sem lög-
reglan hefur orðið að bregðast við
með ákveðnum hætti. Og brotavilj-
inn virðist mjög einbeittur og ósvífn-
in ótrúleg ef marka má frásagnir
lögreglunnar af bifhjólamönnum
sem reyna að villa um fyrir lögreglu
með því að fela númeraplöturnar á
hjólunum eða reyna að stinga lögg-
una af.
„Eins og í öllum öðrum félagsskap
eru skemmd epli í körfunni, en
markmið okkar er forvarn-
arstarfsemi. Við viljum að lögð verði
sérstök akstursbraut fyrir bif-
hjólafólk og þannig flytja hraðakst-
urinn af umferðaræðum inn á lokuð
svæði. Við viljum ekki sjá hrað-
akstur á götum og vegum landsins
en þegar fólk fær sér hjól sem kemst
yfir 200 km hraða langar viðkomandi
eðlilega til að taka fákinn rækilega
til kostanna. Og það þarf að gerast á
lokuðum svæðum,“ segir Edda.
Fólk metur ekki aðstæður rétt
Árni Friðleifsson lögregluvarð-
stjóri segist strax í fyrra hafa fengið
talsverðar áhyggjur af fleiri bif-
hjólaslysum í ljósi alls þess fjölda
nýrra bifhjólamanna sem bættust í
hóp þeirra sem fyrir var. „En í fyrra
jókst slysatíðnin ekki eins og maður
bjóst kannski við,“ segir hann. „En
nú í sumar erum við að upplifa það
að óreynda fólkið sem fór varlega í
fyrra er orðið frakkara og metur að-
stæður ekki alltaf rétt. Í sumar höf-
um við orðið varir við aukna tíðni bif-
hjólaslysa og sú þróun er skelfileg.“
Árni segir að aukin bifhjólaeign
hafi mest verið hjá mönnum á ald-
ursbilinu 30–50 ára. Þetta er allt frá
því að menn fái sér þung og mikil
hjól sem aðeins er tekin fram á góð-
viðrisdögum upp í hjól sem notuð
eru sem hvert annað ökutæki á
hverjum einasta degi. Árni segir bif-
hjólamenninguna vera orðna snaran
þátt í almennri umferð á Íslandi og
taka þurfi mið af þeirri staðreynd.
Almennt hafa samskipti lögregl-
unnar við hjólafólkið verið góð, segir
Árni, „en það eru alltaf svartir sauð-
ir innan um. Við verðum varir við
hraðakstur á þessum hjólum, því
verður ekki neitað.“
Lögreglan í Reykjavík er eina
embætti landsins sem hefur bif-
hjólaflokk en í honum eru fimm hjól
og von er á því sjötta innan skamms.
„Mótorhjólalöggurnar“ eru margar
hverjar áhugamenn um bifhjóla-
menningu, þar á meðal Árni sem
hefur áralanga reynslu á hjóli. Og
atburðir sumarsins valda honum
áhyggjum. „Þetta sumar er að verða
nokkuð slæmt og þrjú banaslys eru
þremur of mikið. Því er við að bæta
að ágúst og september hafa sam-
kvæmt minni reynslu verið bif-
hjólamönnum hættulegir því þá er
því farið að dimma tekur á kvöldin.“
Árni segir lögregluna þá hafa
áhuga á því að vinna með hags-
munaaðilum að því að bæta hjóla-
menninguna í ljósi þess fjölda hjóla
sem kominn er á göturnar og auk-
innar slysatíðni. Rétt er að benda á
að ekkert banaslys á bifhjólum á
árinu hefur orðið í þéttbýli.
Hvert banaslysið rekur annað hjá bifhjólamönnum
„Skelfileg þróun“
Morgunblaðið/Júlíus
Um fjórðungur af banaslysum í umferðinni í ár eru bifhjólaslys.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
ÞAÐ hefur löngum verið vitað að
urriðinn er bæði grimmur og gráð-
ugur ránfiskur en í maga stórra urr-
iða hafa fundist andarungar, þrest-
ir, hrossagaukar, óðinshanar og
jafnvel mýs og rottur. Þá hafa sumir
veiðimenn haft það fyrir satt að urr-
iðarnir í Laxá í Þingeyjarsýslu hafi
étið smágerða fermingardrengi en
það hefur ekki fengist staðfest. Oft-
ast láta þeir sér þó nægja að gleypa
eitt dýr í einu en nái þeir til fleiri er
líkt og þeir kunni sér engin læti.
Slík hegðan kann ekki góðri lukku
að stýra og hefur átfrekjan orðið
þeim mörgum að aldurtila.
Þannig var því farið með urr-
iðann sem Sindri Már Heimisson
veiddi í Laxá í Laxárdal 18. júlí síð-
astliðinn. Áður en hann renndi sér á
rauðan kúluhaus nr. 12 og mætti ör-
lögum sínum hafði hann gleypt fjóra
andarunga.
„Við vorum að veiðum, ég og fé-
lagi minn, á veiðistað sem heitir
Bárnavík þegar hann gekk fram á
bakkann og sá hvar fiskur skaust
undan honum. Ég var úti í ánni og
náði að kasta á fiskinn þar sem hann
fór og hann tók eins og skot,“ segir
Sindri og bætir því við að urriðinn
hafi ekki verið erfiður viðureignar –
þrátt fyrir að hafa tekið fluguna af
mikilli græðgi.
Þegar Sindri var að gera að fiskn-
um tók hann eftir því að maginn var
óvenjulega stór og ákvað því að
rista hann upp.
„Ég bjóst nú bara við að sjá haug
af kuðungum. Þá blasti þetta við –
fjórir andarungar. Þetta var mjög
skrýtið en þeir lágu þarna bara í
einum vöndli.“
Urriðinn verður að sögn Sindra
settur í reyk og mun því að líkindum
fara sömu leið og andarungarnir
sem hann innbyrti sjálfur – upp í
munn og ofan í maga.
„Það má því eiginlega segja að
með þessu hafi réttlætinu verið full-
nægt,“ segir Sindri að lokum.
Græðgin
varð hon-
um að falli
Ljósmynd/Gunnlaugur Kristjánsson
Urriðinn gráðugi og andarungarnir fjórir sem hann gleypti.
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
FYRIRTÆKIÐ Agva ehf. hyggur á
að koma upp umfangsmiklu þorskeldi
í Hvalfirði og Stakksfirði á Reykja-
nesi og gert er ráð fyrir að allt að
3.000 tonn af eldisþorski verði í hvor-
um firði, að sögn Guðmundar Vals
Stefánssonar, framkvæmdastjóra
Agva.
Slíkar framkvæmdir eru tilkynn-
ingarskyldar til Skipulagsstofnunar
samkvæmt lögum um umhverfismat
og kvað stofnunin upp úrskurð sinn
nýverið á þá leið að þorskeldið væri
ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Landssamband veiðifélaga hefur
kært þann úrskurð til umhverfisráð-
herra en sambandið hefur áhyggjur
af því að sleppi þorskurinn úr kvíun-
um geti það haft alvarlegar afleiðing-
ar fyrir laxastofnana í Botnsá,
Brynjudalsá og Laxá í Kjós sem
renna allar í Hvalfjörð.
Vandaður úrskurður
Guðmundur Valur segist ekki eiga
von á að umhverfisráðherra komist að
annarri niðurstöðu í málinu og bendir
á að úrskurður Skipulagsstofnunar
hafi verið vandaður, álits meðal ann-
ars leitað hjá átta fagaðilum og nið-
urstaðan sú að umhverfismats væri
ekki þörf. Þá hafi framkvæmdaraðili
auk þess unnið mat á áhrifum fram-
kvæmdarinnar á umhverfið og að þær
niðurstöður liggi fyrir.
Guðmundur segir að sjónarmið
Landssambands veiðifélaga um að
eldinu fylgi mengun og að hætta sé á
að þorskur sleppi út eigi ekki við rök
að styðjast.
Út frá eldiskvíunum komi áburður,
þ.e. úrgangur frá fiskunum, sem hafi
jákvæð áhrif á lífríkið í kring, t.d. á
svif og þörunga. Það sé aðeins mjög
mikið af áburði sem geti haft skaðleg
áhrif en svo sé ekki í þessu tilfelli.
Varðandi hættu á að fiskurinn sleppi
úr kvíunum bendir Guðmundur á að
fyrirtækið sjálft hafi hvað mestu
hagsmunina af því að fiskurinn hald-
ist í kvíunum. Auk þess myndi þorsk-
urinn ekki hafa mikil áhrif á laxa-
stofninn þótt hann slyppi úr kvíunum,
þar sem eldisþorskur sé alinn á korn-
meti og sé afar ósjálfbjarga utan kví-
arinnar.
Aðspurður hvað hann teldi að lægi
að baki andmælum Landssambands
veiðifélaga segir Guðmundur Valur
að þeir vilji trúlega ekki hafa neina
starfsemi nálægt sér. Hann segir að
kostnaður við framkvæmdir vegna
eldisins liggi ekki endanlega fyrir en
hann gæti orðið yfir milljarður. Áætl-
að er að 5–8 starfsmenn vinni við eldið
á ári.
Óforsvaranlegar tilraunir
Óðinn Sigþórsson, formaður
Landssambands veiðifélaga, segir að
eldiskvíum eins og þeim sem Agva
ehf. vilji koma fyrir í Hvalfirði fylgi
mengun vegna fóðurs og annars sem
tilheyri fiskeldi og það geti haft áhrif
á laxastofninn í ánum. Gífurleg efna-
hagsleg verðmæti séu í laxám eins og
þeim sem renni í Hvalfjörð og ekki sé
forsvaranlegt að fara út í þá tilrauna-
starfsemi að reka þorskeldi svo ná-
lægt ósum laxáa. Þá segir Óðinn að
alltaf sé eitthvað um að fiskar sleppi
úr eldisstöðvum og til að mynda hafi
komið fram í skýrslu Hafrannsókna-
stofnunar að um 8.000 þorskar hafi
sloppið úr kvíum árið 2004.
„Þarna er auðvitað ákveðið vanda-
mál sem á eftir að rannsaka og við
gerum þá kröfu, ef leyfa á þessa fram-
kvæmd, að hún fari í umhverfismat,“
segir Óðinn.
Þá gagnrýnir hann að Skipulags-
stofnun hafi við meðferð málsins ekki
leitað álits veiðifélaga á svæðinu,
Landssambands veiðifélaga, Veiði-
málastofnunar né veiðimálasvæðis
Landbúnaðarstofnunar. „Þannig að
þeir höfðu ekkert faglegt álit á að
byggja þegar ákvörðunin var tekin,“
segir Óðinn.
Deilt um framkvæmdir Agva ehf.
Stefnt er á allt
að sex þúsund
tonna þorskeldi
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
EINAR K. Guð-
finnsson sjáv-
arútvegs-
ráðherra segir
að undirbún-
ingur sé hafinn í
ráðuneytinu að
setningu reglna
um staðsetningu
eldiskvía og
fjarlægð frá t.d.
árósum.
„Þetta er á byrjunarstigi af
hálfu ráðuneytisins. Efnislega get
ég ekki núna sagt hver nið-
urstaðan verður,“ segir Einar.
Reglusmíð í
undirbúningi
Einar K.
Guðfinnsson