Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 13
BOTNFISKAFLINN við
Færeyjar á fyrri helmingi
ársins varð um 67.100
tonn, sem er tveimur
tonnum meira en á sama
tíma í fyrra. Þrátt fyrir
það jókst verðmæti land-
aðs afla verulega eða um
17,4% vegna hækkandi
fiskverð.
Verðmæti landaðs afla
varð 7,5 milljarðar ís-
lenzkra króna, en var 6,4
milljarðar króna á sama
tíma í fyrra. Um helming-
ur þessarar verðmæta-
aukningar stafar af mikilli
hækkun á ufsaverði. Það
hefur að meðaltali farið úr
tæpum 40 krónum í tæpar
60 krónur. Ufsinn skilar
nú meiri verðmætum en
þorskurinn, eða um 1,8
milljörðum króna. Ufsa-
aflinn nú varð um 31.000
tonn, sem er nánast sami
afli og á sama tíma í fyrra.
Þorskaflinn heldur
áfram að minnka. Nú varð
hann 7.547 tonn, en var
ríflega 9.000 tonn á fyrri
helmingi síðasta árs.
Verðmæti þorskaflans nú
er tæpir 1,8 milljarðar
króna, sem er 3,6% minna
en í fyrra. Ýsuafli dróst
lítillega saman og var
9.500 tonn, sem er 4,8%
samdráttur. Verðmæti
ýsuaflans jókst hins vegar
um 15,5% og varð alls 1,3
milljarðar króna.
Skötuselsaflinn helzt
áfram að aukast og fór nú
í 2.500 tonn og jókst um
28,5%. Hann skilaði 850
milljónum króna, sem er
aukning um 45%.
& '() )
*
G
H
I
$
0!
2
0/
; #
6 / *E JJJ#
!"#$
%!#
$"
$
% "
C
C
C
; #
#
"!$
##
#"
"#"
!"""
!#
%$
C
Ufsinn skilar
mestu í Færeyjum
+ , & 02 4
& + *
/2
- , & 02 4
& + *
/2
. , & 02 4
& + *
/2
! ,% & 02 4
& + *
/2
&
'(
)
*
.#
!"
#""!$
!"
%!&'!(#&&!!
)&&
!
/( 0,1 )2
*
3 /!2/ )
/3*# 4%A
,22
.# 3 3
.# 3 4 #
.# 3
& 2
/ = #
+
0K
,2
'A
-
0K
,2
'A
! 0K
,2
'A
5
1
* *
*** *
+4 0,/(($ (2
*
3 /2 ) A G 3 .#
# 3 .#
G
H
(
I
* *
*** *
* *
*** *
#&"
#&
)
#&"
+!&"
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 13
ÚR VERINU
ÞRJÁR reglugerðir sem lúta
að stjórn fiskveiða á fiskveiði-
árinu 2006/2007 hafa nú verið
gefnar út. Er það reglugerð
um veiðar í atvinnuskyni fisk-
veiðiárið 2006/2007, reglugerð
um sérstaka úthlutun til skel-
og rækjubáta og reglugerð um
línuívilnun.
Meginbreytingar sem verða
milli fiskveiðiára eru þessar:
Svonefndur jöfnunar-
sjóður sem úthlutað hefur ver-
ið úr 3.000 lestum af þorski ár-
lega hefur verið felldur inn í
hina almennu úthlutun. Er það
í samræmi við lagabreytingu
sem gerð var í sumar.
Úthlutun Byggðastofn-
unar og sérstök úthlutun til
krókaaflamarksbáta falla nið-
ur í samræmi við ákvæði gild-
andi laga.
Ákvæði er varða sóknar-
dagabáta falla niður því á
næsta fiskveiðiári verða öll
fiskiskip sem veiðar stunda í
atvinnuskyni í aflamarkskerf-
inu.
Í reglugerð um veiðar í at-
vinnuskyni á fiskveiðiárinu
2006/2007 eru tilgreindar afla-
heimildir í einstökum tegund-
um, sem úthlutað verður á
grundvelli aflahlutdeildar eða
krókaaflahlutdeildar sbr. 2. gr.
reglugerðarinnar. Kemur þar
fram hversu mikið kemur til
úthlutunar þegar frá hafa ver-
ið dregnar þær aflaheimildir
sem ráðstafað verður sam-
kvæmt sérstökum heimildum í
lögum um stjórn fiskveiða til
eflingar sjávarbyggða
(byggðakvóta), til stuðnings
rækju- og skelbátum sem orð-
ið hafa fyrir verulegri skerð-
ingu aflaheimilda og loks til
línuívilnunar. Samtals nema
þær heimildir sem þannig eru
dregnar frá rétt um það bil 12
þús. þorskígildislestum og er
það svipað magn og kom til
frádráttar af sömu sökum á yf-
irstandandi fiskveiðiári.
Frumvarp um úthlutun
byggðakvóta væntanlegt
Vegna byggðakvótans hefur
ráðherra ákveðið að leggja
fram í upphafi næsta Alþingis
frumvarp þar sem m.a. verður
kveðið nánar á um fram-
kvæmd þeirrar úthlutunar.
Verður því endanleg úthlutun
byggðakvótans að bíða af-
greiðslu þess frumvarps en
eins og áður hefur komið fram
hafa aflaheimildir verið teknar
frá í þessu skyni. Þá er jafn-
framt gert ráð fyrir að tekið
verði til skoðunar ákvæði um
úthlutun bóta til báta vegna
skerðingar aflaheimilda en út-
hlutun bóta verður ekki breytt
milli fiskveiðiára að öðru leyti
en því að skelbátar í Arnarfirði
fá nú bætur vegna verulegs
samdráttar í rækjuveiðum á
síðasta ári í samræmi við þær
reglur sem gilt hafa þar um.
Að lokum vill ráðuneytið
láta fram koma að ákveðið hef-
ur verið að fresta gildistöku
nýrrar reglugerðar um vigtun
sjávarafa til 1. mars 2007. Er
þessi ákvörðun tekin þar sem
það hefur reynst meira verk en
menn hugðu að breyta skrán-
ingarkerfi Fiskistofu í sam-
ræmi við þær breytingar sem
ákveðnar hafa verið.
Jöfnunarsjóður felldur
inn á almenna úthlutun
Sjávarútvegsráðuneytið gefur út
þrjár reglugerðir um stjórn fiskveiða