Morgunblaðið - 25.07.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 25.07.2006, Qupperneq 27
og þær verða mér alltaf kærar. Það var mikið á þig lagt í lífinu þínu, amma mín, en alltaf varstu sterk og dugleg svo aðdáunarvert var. Þegar þú veiktist í mars síðast- liðnum var kraftaverk að þú skyldir ná þér svona eins og þú gerðir og vakti það mikla athygli hversu sterk og kraftmikil kona þú varst. Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað átt stundirnar með þér á spítalanum og sagt þér nógu oft hversu mikið ég elskaði þig. Það verður aldrei hægt að fylla í skarðið þitt. Ég veit að við hittumst einhvern tímann aftur. Þangað til verður þú hjá fólkinu þínu sem þú saknaðir svo mikið og ég veit að þau taka vel á móti þér. Þín kútta, Edda Rún Ragnarsdóttir. Amma okkar hefur kvatt þennan heim. Nú þegar við setjumst niður til að skrifa nokkur orð um hana streyma fram minningar. Við áttum svo margar skemmtilegar stundir á Langholtsvegi sem börn. Í sveitinni, á Fossi í Grímsnesi, eyddum við mörgum sumardögunum og það var alltaf gaman að heimsækja ömmu á Skúlagötu, þar sem hún eyddi síð- ustu æviárunum. Meðan amma bjó á Langholtsveginum hélt hún miklar veislur á aðfangadag og páskadag þar sem stórfjölskyldan hittist og voru það ógleymanlegar stundir. Amma var miðpunktur fjölskyld- unnar. Amma var ofsalega sterk kona, sem þrátt fyrir mörg stór áföll um ævina hélt alltaf sinni reisn. Um svo margt getum við tekið hana okkur til fyrirmyndar og lært af henni. Þar má telja æðruleysi, röggsemi, um- hyggjusemi og myndarskap. Amma var glæsileg kona og hún lagði mikið upp úr því að vera vel til höfð. Vara- liturinn var aldrei fjarri og á meðan á spítaladvölinni stóð ræddi hún oft hvað hárið á henni væri agalegt. Amma fylgdist vel með því sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem var í leik eða starfi. Oft fannst henni nóg um ferðalög fjölskyldu- meðlima; hún vildi hafa sitt fólk hjá sér. Ömmu var ekki einungis um- hugað um okkur barnabörnin, held- ur sinnti hún langömmubörnum sín- um af alúð. Ekki stóð á því að amma færði nýfæddu langömmubarni fal- lega prjónaða flík eða teppi og fylgd- ist hún afar vel með þeirra uppvexti fram á síðasta dag. Við kveðjum ömmu með miklum söknuði. Síðasta rúma árið var henni, sem okkur öllum, sérstaklega erfitt og setti það óneitanlega mark sitt á heilsu hennar. Það er stórt skarð höggvið í fjölskylduna en eftir standa minningarnar og þær munu lifa með okkur áfram. Guð geymi ömmu á Langó. Guðlaug og Bettý. Ég sit hérna tóm og allar góðu minningarnar um ömmu Langó streyma um hugann. Einhvern veg- inn hélt ég að hún myndi verða 200 ára gömul og færi aldrei frá okkur. Í mars, þegar við fengum þær fréttir að hún væri komin á gjörgæslu, fann ég fyrir tómarúmi. Allt sem ég ætl- aði að þakka henni fyrir og láta hana vita hversu mikið mér þótti vænt um hana kom upp í huga minn. Hetjan hún amma mín harkaði þetta af sér og sýndi okkur að hún var ekki tilbú- in að kveðja strax. Þá nýtti ég tæki- færið og fór til hennar annan hvern dag, alltaf tók hún fagnandi á móti mér, Nóna mín, og kyssti mig hressilega. Hún var ein besta mann- eskja sem ég hef þekkt, hún vildi alltaf hjálpa manni eins og hún gat og það þýddi sko ekkert að þræta við hana. Amma var algjört jólabarn og henni fannst ekkert skemmtilegra en að hafa alla fjölskylduna, um 25 manns, hjá sér á Langholtsveginum um jólin og alltaf eldaði hún ofan í allt liðið. Jólajukkið hennar og rjúpusósan var það besta sem ég fæ og nokkuð ljóst að jólin og lífið verða mjög tómleg án hennar. Ég gleymi því aldrei þegar hún var að passa mig á meðan hún vann á Grensás. Þá dröslaðist hún með mig í strætó og svo hékk ég yfir henni í vinnunni og lét hana spila við mig allan tímann. Það hefðu nú ekki allar ömmur haft þolinmæði í það en hún amma mín var gull af manni. Ég efast ekki um að afi Haukur og Sigga hafi tekið vel á móti henni þarna hinum megin. Elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín mikið, þú hefur alltaf átt stóran þátt í lífi mínu. Guð geymi þig og varðveiti. Jóna Margrét Ragnarsdóttir. Elsku amma langó, nú ertu farin til Guðs þar sem englarnir passa þig. Takk fyrir að vera alltaf svona góð við mig. Ég mun sakna þín. Smávinir fagrir, foldar skart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig, – hægur er dúr á daggarnótt, – dreymi þig ljósið, sofðu rótt. (Jónas Hallgr.) Þinn Bjarki Ragnar. Kæra Guðrún amma. Það er erfitt að kveðja, vita að við fáum ekki að hittast aftur. Mig langar til að þakka þér fyrir allar ánægjulegu samveru- stundirnar. Það var mér mikils virði að fá að kalla þig ömmu. Minnis- stæðar eru mér heimsóknirnar til þín á Skúlagötuna, í fylgd mömmu og systkina minna. Stundum komum við mamma einar, ég fékk að sitja í stólnum við gluggann og horfa á fal- lega útsýnið. Þú að prjóna eitthvað fallegt á yngstu barnabörnin. Sér- staklega þykir mér vænt um fallega styttu af engli sem þú hafðir búið til og gefið mér. Þú hafðir gefið öllum ömmubörnunum þínum sams konar styttur, ég var stolt yfir að fá eina líka. Við urðum svo hrædd þegar þú veiktist í vor. Við fengum að hafa þig aðeins lengur en þetta hefur verið erfiður tími og þú mikið veik. Hvíl þú í friði, amma mín. Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. ( Sig. Jónsson) Sigríður Fanney. Með þessum fáu línum langar mig að minnast ógleymanlegrar frænku minnar Guðrúnar Claessen. Þegar einhver fellur frá, sem hef- ur verið óaðskiljanlegur hluti af til- veru manns svo langt aftur sem munað verður, myndast tómarúm sem aldrei verður fyllt. Söknuðurinn fyllir hugann og kallar fram svip- myndir frá liðnum dögum, þær elstu eru tengdar glöðum og góðum dög- um frá bernskuheimilum okkar á Vatnsstíg 9 og 9A hér í borg. Þar byrjuðu Guðrún og Haukur Claes- sen eiginmaður hennar búskap sinn. Síðar byggðu þau sér hús á Lang- holtsvegi 157. Guðrún var einstaklega góð móð- ur minni og sama var á hinn veginn. Við Guðrún urðum miklir mátar, sérstaklega síðustu 20 árin og vor- um í nánu sambandi. Guðrún á yndislega fjölskyldu, börnin og barnabörnin, sem hún um- vafði og þau ekki síður hana. Guðrún var að mínu mati með glæsilegustu konum hér í borg. Sjálf fékk hún því miður of oft á lífsleið- inni að reyna að lífið er ekki alltaf auðvelt, því það var henni ekki alltaf milt. Við eigum mörg eftir að sakna þessarar vinkonu okkar sáran og skarð er fyrir skildi á Vitatorgi, þar sem Gunna var einstakur félagi og vinur. En sárastur er söknuðurinn hjá nánustu ástvinum hennar. Hjá þeim er hugur minn og ég bið Guð að gefa að fjársjóður minninganna, sem Gunna eftir lætur, verði þeim huggun og styrkur í sorginni. Guð blessi minningu Guðrúnar Claessen. Sigrún (Sirra). Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu Guðrún Classen, sem við kveðjum hér í dag, gekk í Thorvaldsensfélag- ið 24. janúar 1972. Hún var vönduð, hún var traust, hún vann félaginu sínu vel og bar hag þess mjög fyrir brjósti. Í mörg ár vann hún sem sjálfboðaliði í verslun okkar, Thor- valdsensbazarnum, þrátt fyrir það að vera útivinnandi á þeim tíma. Með gleði og góðum huga gaf hún félaginu sínu hálfs dags vinnu í hverri viku. Þrátt fyrir að aldurinn væri farinn að segja til sín hin síðari ár og heils- an að gefa sig minnist ég hennar með okkur á menningardegi félags- ins, á félagsfundi og á Bazarnum þar sem hún var að versla og þar með að styðja við félagið sitt áfram. Thorvaldsensfélagið á Guðrúnu mikið að þakka og við félagskonur kveðjum nú ljúfa og góða félagskonu með þakklæti og virðingu og biðjum henni Guðs blessunar. F.h. Thorvaldsensfélagsins Sigríður Sigurbergsdóttir formaður. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 27 MINNINGAR Hinn 25. júlí 2006 eru tíu ár liðin frá því að Hörður Sævar Bjarnason fórst með Æsunni ÍS-87. Okkur langar til þess að minnast hans með þessu ljóði, sem Gísli Rúnar sonur hans samdi í minningu föður síns í nóvember 1997: Einn dag varstu hér, en í dag ertu farinn. Ég sé þig ei framar því hafið, það nam þig á brott, á burt varstu numinn frá öllum er þig elskuðu. HÖRÐUR SÆVAR BJARNASON ✝ Hörður SævarBjarnason fædd- ist á Ísafirði 21. febrúar 1948. Hann fórst með Æsu ÍS-87 hinn 25. júlí 1996 og fór minningarat- höfn um hann fram í Ísafjarðarkirkju 7. september sama ár. Þann dag er þú fórst helltist yfir mig flóðbylgja saknaðar. Holskeflur harmsins og öldur saknaðar munu um alla tíð dynja á hjarta mínu. Eftir að þú fórst er tóm í hjarta mínu, sem verður aldrei fyllt. Í þessu tómi bergmálar rödd þín sem aldrei aftur gleður mig. Sest niður og hugsa um þig, allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Því það eina sem ég á eru minningar um þig. Guð geymi þig. Lilja Sigurgeirsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.  Fleiri minningargreinar um Guð- rúnu Classen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Jónína. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, HELGA MARGRÉT SIGTRYGGSDÓTTIR, Hlévangi, Faxabraut 13, Keflavík, lést á heimili sínu laugardaginn 22. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Dagný Jóhannsdóttir, Jóhann Hákonarson, Erna Jóhannsdóttir, Jón Sævin Pétursson, Lilja Jóhannsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, mágur, afi og langafi, ÞÓRÐUR BJÖRNSSON, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, lést af slysförum aðfaranótt sunnudags 23. júlí. Bára Þórðardóttir, Hrafnkell Óskarsson, Gunnar Þórðarson, Toby Sigrún Herman, Guðbjörg Þórðardóttir, Benedikt Guðmundsson, Valtýr Þórðarson, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, Þórdís Guðrún Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR INGIBERGSSON frá Hjálmholti, Vestmannaeyjum, Smárabarði 2b, Hafnarfirði, lést föstudaginn 21. júlí á Landspítala Landakoti. Útförin auglýst síðar. Eyrún Hulda Marinósdóttir, Guðjón Ingi Ólafsson, Hildur Hauksdóttir, Birna Ólafsdóttir, Sveinn Ingason, Viðar Ólafsson, Heba Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg mamma okkar, tengdamamma, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRA AÐALHEIÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR, sem lést miðvikudaginn 12. júlí, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 27. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabba- meinsfélag Akureyrar. Pétur Eggertsson, Sylvía Hrólfsdóttir, Eggert Eggertsson, Anna P. Baldursdóttir, Ingibjörg M. Eggertsdóttir, Sveinn Eggertsson, Ólína E. Leonharðsdóttir, Brynja V. Eggertsdóttir, Bjarni Kr. Grímsson, Ásta M. Eggertsdóttir, Hannes R. Óskarsson, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN PÁLSSON húsasmíðameistari, Fannafold 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 23. júlí. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Kristján Jónsson, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Hörður Jónsson, Klara Jóhannsdóttir, Már Jónsson, Málfríður Jónsdóttir, Sveinlaugur Kristjánsson, Þórunn Jónsdóttir, Hermann Alfreðsson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.