Morgunblaðið - 25.07.2006, Side 44

Morgunblaðið - 25.07.2006, Side 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. SIGUR Rós lék fyrir troðfullu húsi í Klifinu, fé- lagsheimili Ólafsvíkur, í gærkvöldi. Að sögn Árna Matthíassonar, blaðamanns Morgunblaðs- ins, sem staddur var á tónleikunum, var stemn- yfir Breiðafjörðinn og hyggst halda áfram að gleðja eyru landsmanna með tónlist sinni næstu daga. Hringnum verður lokað með tónleikum undir berum himni á Miklatúni í nk. sunnudag. ingin gríðargóð og samanstóð áhorfendahóp- urinn af útlendum ferðamönnum og fólki úr sveitinni. Sagðist Árni hafa heyrt fjögur tungu- mál töluð á tónleikunum. Sigur Rós siglir næst Morgunblaðið/Alfons Útlendingar og sveitafólk troðfylltu Klifið FRAMKVÆMDUM við nýja bens- ínstöð Essó á lóð nálægt Umferðar- miðstöðinni var hætt í síðustu viku að beiðni borgaryfirvalda, þar sem tilskilin leyfi höfðu ekki fengist fyrir framkvæmdunum. Hermann Guðmundsson, forstjóri Essó, segir að tildrög málsins hafi verið þau að bæði borgin og Essó standi fyrir framkvæmdum á lóðinni og ákveðið hafi verið að samtvinna framkvæmdirnar og láta sama verk- takann sjá um þær. Verktakinn hafi byrjað á jarðvegsframkvæmdum á þeim hluta lóðarinnar sem tilheyrir Essó en tilskilin leyfi höfðu ekki fengist fyrir þeim hluta fram- kvæmdanna. Hermann segir að leyf- isumsókn sé nú til meðferðar hjá borginni. Framkvæmdir hefjist um leið og leyfi liggi fyrir. Vilja ná lausn með Essó Gísli Marteinn Baldursson, for- maður umhverfisráðs Reykjavíkur- borgar, segir að afstaða Sjálfstæð- isflokksins sé sú að þessi staðsetning bensínstöðvarinnar sé ekki góð. Á hinn bóginn viðurkenni flokkurinn rétt Essó til að reisa bensínstöðina, enda hafi þeim verið heitið lóðinni í skiptum fyrir lóð fyrirtækisins við Geirsgötu sem þarf að rýma vegna byggingar tónlistar- og ráðstefnu- húss. Það flækti málið, því allar tafir á framkvæmdum við bensínstöðina hefðu í för með sér tafir á fram- kvæmdum við tónlistarhúsið. Þar að auki geti það valdið borginni háum skaðabótum að standa ekki við gerða samninga. Gísli segir að til standi að ræða við forsvarsmenn Essó og kanna hvort einhver flötur sé á að ná lausn í mál- inu. Ekki náðist í fulltrúa fram- kvæmdasviðs borgarinnar vegna málsins í gær. Framkvæmdum hætt við nýja stöð Esso Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is „ÞEGAR ég fékk boðið gat ég ekki annað en svarað kallinu og var tilbúinn að taka við stjórninni strax – þó svo að það sé erfitt að fara frá fyrirtæki mínu hér heima. Þetta var boð sem var ekki hægt að hafna,“ sagði Viggó Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, sem tímabundið hefur verið ráðinn þjálfari þýska handknattleiksliðsins Flensburg-Handewitt. Hann tekur við þjálfun um næstu helgi og stýrir því næstu fjóra mánuðina. Viggó gekk frá sínum málum við for- ráðamenn Flensburg í fyrradag og heldur utan um næstu helgi. Flensburg er eitt af öflugustu handknattleiksliðum Þýskalands. Það varð þýskur meistari 2004 og hafnaði í öðru sæti í fyrra og í vor. Þá vann það þýsku bikarkeppnina þrjú ár í röð, frá 2003 og lék til úr- slita í Meistaradeild Evrópu 2005. „Þetta er mikill heiður fyrir mig og geysileg áskorun,“ sagði Viggó í samtali við Morgunblaðið í gær. Svíinn Kent-Harry Andersson, þjálfari Flensburg undanfarin ár, verður í veikindaleyfi næstu vik- urnar en hann þarf að gangast undir aðgerð vegna góðkynja æxlis við hægra eyra. | Íþróttir „Boð sem ekki var hægt að hafna“ Viggó Sigurðsson MIKIL veðurblíða var á Vesturlandi í gær og hitinn fór víða í um 20°. Fjaran við Ólafsvík nýtur ávallt mikillar hylli þegar hlýtt er í veðri og hópuðust þangað börn sem ærsl- uðust í sjónum sem mest þau máttu. Morgunblaðið/Alfons Ærslast í Ólafsvík LANDSPÍTALI – háskólasjúkra- hús hyggst frá og með næstu ára- mótum banna reykingar starfs- manna í vinnutíma. Að sögn Hólmfríðar Erlingsdóttur, verk- efnisstjóra á skrifstofu starfs- mannamála LSH, hefur spítalinn lengi verið reyklaus vinnustaður. „Samt var vitað að einstaka starfs- menn reykja enn í vinnutímanum hér og þar fyrir utan spítalann. Það þótti ástæða til þess að stíga skrefið til fulls og gera spítalann raunverulega að algjörlega reyk- lausum vinnustað,“ segir Hólm- fríður en þess má geta að könnun sem gerð var meðal starfsmanna snemma á árinu sýndi að aðeins 7% starfsmanna reykja í vinnu- tíma. Að sögn Hólmfríðar verður allt árið 2006 notað til þess að und- irbúa breytinguna sem framundan er og aðstoða starfsfólk við að hætta að reykja. Þannig er starfs- fólki boðið upp á ókeypis reykleys- isnámskeið, afslátt af nikótínlyfj- um, auk þess sem nýverið er farið að veita reyklausum deildum og einingum sérstaka viðurkenningu og verðlaun, t.d. í formi ávaxta- karfna. | 8 Banna reykingar í vinnutímanum UNDIRBÚNINGUR að setningu reglna um staðsetningu fiskeld- iskvía er hafinn í sjávarútvegs- ráðuneytinu, að sögn Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- ráðherra. Í slíkum reglum yrði skorið úr um hvar slíkar kvíar mættu vera staðsettar og til að mynda hversu nálægt árósum þær mættu vera. Til umfjöllunar hjá umhverf- isráðherra er nú kæra Lands- sambands veiðifélaga þess efnis að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhugað þorskeldi fyr- irtækisins Agva ehf. þurfi ekki að fara í umhverfismat verði hnekkt. Áform fyrirtækisins gera ráð fyr- ir að reisa allt að 3.000 tonna þorskeldi í Hvalfirði og annað eins í Stakkafirði á Reykjanesi. | 6 Setja á reglur um staðsetn- ingu eldiskvía RANNSÓKN Heilsugæslustöðv- arinnar á Akureyri og annarra bendir til þess að tengsl séu á milli aukinnar þyngdar og lakari náms- árangurs hjá nemendum 10. bekkj- ar. Meðal þungra eru aðeins örfáir nemendur sem ná ágætum náms- árangri að sögn Magnúsar Ólafs- sonar læknis. Í rannsókninni kemur jafnframt fram að þyngdarþróun á því svæði sem var rannsakað væri jákvæð í 4.–7. bekk. Nemendur í 10. bekk skera sig hins vegar úr því þeir þyngjast á milli ára. Árið 2000 mældist hlutfall of þungra í 10. bekk 21,3 % en nú 27,7%. | 19 Tengsl milli þyngdar og námsárangurs LÖGREGLAN á Ísafirði hafði af- skipti af flugmanni fisvélar sem lent hafði vél sinni á þjóðveginum við Flateyri í gær. Eftir að hafa lent á veginum keyrði maðurinn inn á bensínstöð og fyllti tankinn á vél- inni áður en hann tók á loft að nýju á túnbletti fyrir neðan bensínstöð- ina. „Við höfðum uppi á flugmann- inum og töluðum við hann. Fólk á ekki von á að fljúgandi hlutir séu að lenda þar sem það er á ferð, bæði gangandi og akandi,“ sagði varð- stjóri lögreglunnar á Ísafirði. Lenti fisvél á þjóðveginum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.