Morgunblaðið - 25.07.2006, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 25.07.2006, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 FRÁ HÖFUNDI BRING IT ON Stay Alive kl. 8 og 10 B.i. 16.ára. Stick It kl. 8 og 10 The Benchwarmers kl. 6 B.i. 10 ára Click kl. 6 B.i. 10 ára Over the Hedge m.ensku.tali kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Over the Hedge m.ensku.tali LÚXUS kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Over the Hedge m.ísl.tali kl. 3, 5 og 7 Ultraviolet kl. 4.50, 8 og 10.10 B.i. 12 ára Stick It kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 Click kl. 9 B.i. 10 ára Rauðhetta m.ísl tali kl. 3 Þau ætla að ná aftur hverfinu... ...einn bita í einu! SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI BLÓÐSTRÍÐIÐ ER HAFIÐ! ÓVÆNTASTA, KYNÞOKKAFYLLSTA OG SKEMMTILEGASTA GRÍNMYND ÁRSINS eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. Blíðskaparveður var á Seyð-isfirði á sunnudeginum þeg-ar þreytulegir en jafnframt ánægðir gestir LungA-hátíð- arinnar undirbjuggu brottför til síns heima. Einhverjir skelltu sér í sund og lágu síðan fáklæddir úti í sólinni, sumir gengu um og skoð- uðu bæinn og aðrir settust inn á menningarmiðstöðina Skaftfell, skoðuðu myndlistarsýningu og hlýddu svo á tónlistarkonuna Mr. Sillu sem tróð þar upp á verönd veitingastaðarins á neðri hæð húss- ins. Rólegheitin þennan dag voru vissulega í andstöðu við það sem fram fór fram í bænum daginn áður þegar haldin var uppskeruhátíð LungA og heljarinnar tónleika- dagskrá þar sem rjómi íslenskra hljómsveita steig á svið í fé- lagsmiðstöðinni Herðubreið. Að undanskildum ólátum nokkurra svartra sauða ríkti almenn gleði og ánægja í Seyðisfirði þetta kvöld. Hátíðin var haldin í sjöunda sinn þetta árið og var hún jafnframt stærri og veglegri en nokkru sinni fyrr en áætlað er að um fjögur þús- und manns hafi sótt veisluna sem stóð yfir í tæpa viku.    Ég flaug frá Reykjavík-urflugvelli að morgni laug- ardags til Egilsstaða og var sam- ferða hópi tónlistarfólks sem átti að spila á LungA um kvöldið. Sumir höfðu komið fram á hátíðinni áður og voru greinilega mjög spenntir að taka þátt aftur en svo virðist sem þátttaka á hátíðinni sé þegar orðin eftirsóknarverð á meðal tónlist- arfólks sem og listafólks almennt. Það verður að teljast nokkuð merkilegt þar sem tónleikahluti LungA fór ekki almennilega af stað fyrr en fyrir tveimur árum. Sólin skein á Egilsstöðum þar sem farið var með hópinn í rútubíl sem flutti okkur svo yfir heiðina og til Seyðisfjarðar. Aðkoman er einkar glæsileg þegar ekið er niður í fjörðinn og bærinn kemur í ljós í botninum, undir fjallshlíðunum í kring. Það er nokkuð ljóst að að- dráttaraflið á LungA-hátíðina er ekki síst fólgið í þessum bæ en lengi vel hefur staðurinn dregið að sér listafólk og á undanförnum árum hefur færst í aukana að stór nöfn í íslensku menningarlífi festi kaup á gömlum húsum á Seyðisfirði.    Þegar við komum að félagsheim-ilinu Herðubreið, sem jafn- framt þjónaði sem miðstöð LungA, var uppskerusýningin um það bil að hefjast. Mikil eftirvænting ríkti við að sjá þarna afrakstur sex lista- smiðja sem höfðu unnið að sýning- unni frá því fyrir tæpri viku en starfræktar voru smiðjur í fata- hönnun, fjölleikalist, leiklist, stompi, hljóðlist og hljóðfrásagn- arlist. Sýningin heppnaðist vægast sagt stórvel og var rædd í þaula fram eftir degi. Næst á dagskránni var svo stærð- arinnar tónleikaveisla þar sem fram komu Miri, Tony the Pony, Foreign Monkeys, Benny’s Crespos Gang, Biggi Orchestra, Sometime, Ghostigital, Fræ og Ampop. Ég verð sérstaklega að hrósa skipu- leggjendum hátíðarinnar fyrir tæknilega hlið tónleikanna sem var algjörlega til fyrirmyndar. Hljóðið var eins og best verður á kosið og hef ég sjaldan haft jafnmikla unun af því að horfa á jafnmörg ólík bönd á sama kvöldinu. Flestallar sveitirnar gjörsamlega blómstruðu í þessu hljóði og á Ívar Bongó, aðal- hljóðmaður kvöldsins, allt lof skilið fyrir sína frammistöðu. Var ég þá sérstaklega hrifinn af Ghostigital og jafnframt skemmti ég mér stór- vel að sjá Fræ og Ampop en síð- arnefnda bandið var jafnframt síð- asta sveit kvöldsins. Eftir tónleikana var svo farið í veislur víða um bæinn en flestir sneru svo aftur í Herðubreið skömmu síð- ar þegar ballið með Todmobile fór í gang. Nokkrir fóru reyndar inn í tónlistarskóla staðarins þar sem meðlimir úr fimm hljómsveitum kvöldsins tóku sér hljóð- færi í hönd og léku lög eins og „Tiny Dancer“ og „Þorparinn“ fram eftir nóttu.    Þetta var í annað skiptisem ég sæki LungA og er hátíðin í miklu uppáhaldi hjá mér og sama má segja um flesta aðra sem ég talaði við þarna. Stemningin er al- veg einstök og hefur um- hverfið á staðnum mikið með það að gera. Vissu- lega settu nokkrir aðilar mark sitt á hátíðina með slagsmálum og ólátum eins og fram hefur komið í fjölmiðlum en það breytir ekki því að hátíðin er gíf- urlega gott framtak og sérstaklega fyrir menningarlífið á Austurlandi. LungA er í miklum vexti og er há- tíðin þegar orðin afar eftirsóttur vettvangur fyrir listafólk og það verður spennandi að fylgjast með þróun hennar á komandi árum. Listaveisla á Seyðisfirði ’Hátíðin var haldin ísjöunda sinn þetta árið og var hún jafnframt stærri og veglegri en nokkru sinni fyrr en áætlað er að um fjögur þúsund manns hafi sótt veisluna sem stóð yfir í tæpa viku.‘ Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Biggi Orchestra spilaði á LungA tónleikunum á laugardaginn. thorri@mbl.is AF LISTUM Þormóður Dagsson Fræ var ein þeirra sveita sem tróð upp á LungA á Seyðisfirði. Poppdrottningin Madonna hefurnú lokið Norður-Ameríku hluta tónleikaferðar sinnar Confessions sem hófst fyrir tveimur mánuðum. Hún heldur nú til Evrópu og síðar til Japans en uppselt hefur verið á alla tónleikana og stefnir í að Confes- sions verði tekjuhæsta tónleikaferð sólósöngkonu til þessa. Aðdáendur Madonnu í Bandaríkjunum hafa haf- ið undirskriftasöfnun til að mótmæla því að margar bandarískar útvarps- stöðvar neita að spila lög af nýjustu plötu söngkonunnar Confessions on a Dancefloor vegna þess að þau eru danslög. Smáskífur af plötunni hafa átt erfitt uppdráttar í Bandaríkj- unum en hafa hins vegar slegið í gegn víðs vegar um heiminn.    Ástralski leikarinn Heather Led-ger mun leika Jókerinn, erki- fjanda Leðurblökumannsins, í næstu kvikmynd um of- urhetjuna. Vefsíð- an LatinoReview- .com segist hafa heimildir fyrir þessu og segist hafa verið fyrst með þær ofur- hetjufréttir að leikarinn Brand- on Routh myndi fara með hlutverk Ofurmennisins (Superman). Mikið er rætt um það hvort Ledger sé rétti maðurinn í hlutverkið á netinu þessa dagana. Ledger þótti standa sig afar vel í hlutverki sínu í Brokeback Mount- ain, þar sem hann lék samkyn- hneigðan kúreka, en margir eru sagðir sækjast eftir hlutverki Jó- kersins, m.a. Robin Williams og Paul Bettany. Myndin á að koma út eftir tvö ár. Jack Nicholson lék Jókerinn í fyrstu kvikmyndinni um Leð- urblökumanninn sem sýnd var árið 1989. Leikararnir Michael Cain, Gary Oldman og Morgan Freeman munu aftur leika sömu hlutverk og í síðustu mynd, Batman Begins. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.