Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Örn Jóns Peter-sen fæddist í
Reykjavík 29. ágúst
1952. Hann lést á
heimili sínu í Sorö í
Danmörku að
morgni miðviku-
dagsins 19. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Ása Petersen, f. 28.
maí 1918, d. 5. júní
1997, og Börge Pet-
ersen, f. 9. janúar
1911. Bræður Arn-
ar eru Ingólf Jóns
Petersen, f. 30. mars 1940, og
Thor Jóns Petersen, f. 24. febr-
úar 1945, látinn.
Hinn 5. febrúar 1983 kvæntist
Örn Berglindi Ólafsdóttur, f. 26.
ágúst 1958. Foreldrar hennar eru
Svanhildur Aðalsteinsdóttir, f.
21. janúar 1929, og Ólafur Guð-
brandsson, f. 13. mars 1925. Börn
Berglindar og Arnar eru Arnór
Dan, f. 29. júlí 1985, Karen, f. 11.
mars 1987, og Heiðdís, f. 26. júlí
1988. Fyrir átti Örn
dótturina Hrafn-
hildi, f. 24. febrúar
1979, hennar dóttir
er Ágústa Marý, f.
19. nóvember 2001.
Berglind átti fyrir
dótturina Söndru
Bragadóttur, f. 23.
ágúst 1980. Hennar
maður er Mikael
Jörgensen, f. 5. júlí
1979.
Örn fékkst við
margvísleg störf
um ævina. Hann var
verslunarstjóri hjá Japís, flug-
þjónn hjá Loftleiðum hf og Air
Viking, fararstjóri hjá Ferða-
skrifstofunni Sunnu, markaðs-
stjóri hjá Visa í Kaupmannahöfn
en síðustu árin rak hann eigin
ferðaskrifstofu, sem sérhæfði sig
í Íslandsferðum danskra eldri
borgara.
Útför Arnar verður gerð frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Elsku pabbi minn. Það er svo sárt
að skrifa þessa grein með tárin í
augum, því ég sakna þín svo mikið.
Að geta aldrei heyrt í þér í síma. Þó
svo að þú hafir búið í Danmörku þá
heyrði ég alltaf í ykkur fjölskyldunni
mjög oft og svo voru allar mínar
ferðir til ykkar.
Þú áttir bestu konu í heimi og ég
hef alltaf sagt að ég ætti tvær
mömmur. Þú varst svo ríkur að eiga
yndislega fjölskyldu enda naustu
þess vel.
Það er svo margt sem mig langar
að segja þér en á erfitt með að
skrifa. Þú barðist hetjulega við þinn
sjúkdóm og alveg til lokastundar. Þú
ert hetjan mín og ég hef alltaf verið
svo stolt af þér, pabbi minn.
Við erum að mörgu leyti afar lík,
t.d. eru áhugamálin þau sömu, ferða-
bakterían og fjölmiðlabransinn.
Ég man hvað þú varst ánægður og
stoltur þegar ég lét þig vita um jólin
síðustu að nú væri ég loks að flytja
suður og fara vinna hjá 365. Þú gafst
mér mörg góð ráð þegar ég fór að
vinna þarna í sambandi við fjölmiðla
sem ég mun nýta mér.
Ég veit að amma Ása og Thor
bróðir þinn taka vel á móti þér og
þið munuð fylgjast vel með okkur og
vernda.
Þetta ljóð hér að neðan er í raun
allt sem ég vil segja við þig:
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi,
pabbi minn.
Vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í
hjörtum okkar hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú.
Þökkum allt sem af þér gafstu,
okkar ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú
og lítur okkar til.
Nú laus úr viðjum þjáninga,
að fara það ég skil.
Og þegar geislar sólar um
gluggann skína inn
þá gleður okkar minning þín,
elsku pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er
hverfur þú á braut,
gleði og gæfa okkur fylgdi með
þig sem förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um
landið út og inn
er fjársjóðurinn okkar, pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Elsku pabbi minn, ég kveð þig
með trega.
Þín dóttir
Hrafnhildur Arna Arnardóttir.
Elsku pabbi. Þú varst hetjan okk-
ar og við litum svo mikið upp til þín.
Þú kenndir okkur að trúa og elska
og að missa aldrei vonina. Þú sýndir
okkur að allt heppnast ef maður
gefst ekki upp og trúir á sjálfan sig.
Við vitum að þú verður alltaf með
okkur í blíðu og stríðu.
Við fluttum ung til Danmerkur, en
þú kenndir okkur að virða þetta fal-
lega land sem þú elskaðir svo mikið.
Þú fórst oft eftir að þú varðst veikur
til Íslands til að sækja þér, eins og
þú orðaðir það sjálfur, íslenskan
kraft og styrk.
Þú sýndir okkur mikinn kærleik
og við þökkum þér fyrir að sýna okk-
ur lífsins veg.
Takk fyrir allt, elsku pabbi, þú ert
alltaf í huga og hjarta okkar, við
elskum þig.
Sandra Bragadóttir, Arnór Dan
Arnarson, Karen Arnardóttir,
Heiðdís Arnardóttir.
Elsku afi. Takk fyrir allar þær
stundir sem ég fékk með þér.
Mamma sagði mér að nú værir þú
orðinn engill á himninum og yrðir
alltaf hjá okkur.
Ég sagði þá við mömmu mína að
nú gæti ég alltaf haft afa minn hjá
mér, ég þyrfti ekki að hringja né
fara í flugvélina því nú værir þú allt-
af hjá mér.
Ég mun sakna þín, afi minn.
Þín afastelpa
Ágústa Marý.
Elsku Örn minn. Ég bara varð að
fá að skrifa til þín nokkrar línur, og í
þetta skiptið ekki í tölvupósti.
Það er svo ótal margt sem hefur
komið upp í hugann undanfarna
daga um okkar samverustundir. Sl.
23 ár varstu mágur minni, giftur
Berglindi „stóru“ systur minni.
En það er gaman að rifja upp að
við kynntumst fyrst ég og þú 1980 í
vinahópi og það ár fórum við systur
á Broadway á svokallaða Stjörnu-
messu og ég kynnti ykkur þar.
Og það varð ekki aftur snúið,
hreinlega ást við fyrstu sýn. Eins og
í brúðkaupi mínu þegar þú sagðir
þessa sögu, „síðan hefur ekki verið
haldin Stjörnumessa.“ Ykkar sam-
band þróaðist mjög hratt, eins og
allt í þínu lífi. Þið urðuð svo ást-
fangin og fóruð mjög fljótlega að búa
saman. Sandra fæddist 1980, sem
fyrir á góðan föður, hún fór strax að
kalla þig pabba sinn og hefur gert
alla tíð enda varst þú alltaf alveg
einstakur pabbi. Síðan fæddist Arn-
ór Dan 1985, Karen 1987 og síðast
Heiðdís 1988. Fyrir áttir þú dótt-
urina Hrafnhildi, fædda 1979.
Þið Berglind eignuðust glæsilegt
heimili á Íslandi en alltaf togaði
Danmörk í þig, enda hálfur Dani og
eyddir þú þar tíma sem ungur mað-
ur á sumrin og svo síðar í skóla. Árið
1990 fluttuð þið fjölskyldan út, þú
fórst á undan og ég man að stöðugt
voru að berast myndir af húsum í
pósti, því þá var nú ekki tölvupóst-
urinn. En seint gekk að finna nógu
fallegt hús handa Berglindi og börn-
unum því ekkert var nógu gott fyrir
þau að þínu mati. Á endanum keyptu
þið fallega húsið ykkar í Hybenvæn-
get í Sorö og spennan var mikil þeg-
ar ég og mamma fórum út með
Berglindi og börnin til þín. Heimilið
breyttist í glæsihöll, svo samtaka
hafið þið verið alla tíð með börnin og
heimilið ykkar. Þær eru ófáar ferð-
irnar sem ég og mín fjölskylda höf-
um komið í heimsókn og alltaf verið
jafninnilega velkomin. Ég þurfti
tvisvar með árs millibili að leggjast
inn á spítala í Kaupmannahöfn ’91
og’92 og fór heim til ykkar eftir þær
aðgerðir og hef oft talað um það að
betri hjúkrunarmann væri ekki að
finna en hann Örn mág minn. Þú
bara gast ekki horft upp á fólk sem
þér þótti vænt um þjást. Enda kom
það best fram þegar Berglind fæddi
börnin, það væri bara ekki hægt að
leggja svona á konur.
Í minni fjölskyldu höfum við alltaf
kallað þig „Örn ekkert mál“ því það
lýsti þér svo vel, alveg sama hverju
þurfti að redda eða hvað þurfti að
gera, viðkvæðið var „ekkert mál“!
Og rómantíkin í kringum ykkur, þið
hjónin ferðuðust mikið saman er-
lendis og oftast bara tvö og það var
svo fallegt af þér að þegar þið komuð
á hótelin þá tilkynntir þú: Þetta er
brúðkaupsafmælisferðin okkar, og
viti menn, þið fenguð sent kampavín
upp á herbergið. Alltaf að koma
Berglindi sinni skemmtilega á óvart.
Ef afmæli voru hér heima þá var
ekki óalgengt að kæmi kampavín í
boði Arnar Petersen þó að þú værir
staddur í Danmörku. Þetta er lýsing
á því hvaða mann þú hafðir að
geyma, alltaf að gleðja aðra.
Þótt þið hafið búið í Danmörku í
öll þessi ár varstu sannur Íslend-
ingur og alls ekki hægt að heyra á
máli þínu nokkra slettu eins og oft
vill verða. Og Ísland var land þitt,
því aldrei skal gleyma, eins og segir í
laginu.
Þú flaggaðir alltaf á tyllidögum og
komst eins oft heim og þú mögulega
gast, nú síðast í júní og fórst upp á
hálendi, því þú komst til að kveðja
landið þó að fyrir okkur viðurkennd-
ir þú ekki að stundin væri að nálg-
ast.
Þú varst meira og minna viðloð-
andi ferðabransann í gegnum tíðina,
ungur varstu fararstjóri og flug-
þjónn, enda kom okkur ekki á óvart
þegar þið hjónin stofnuðuð ykkar
eigin ferðaskrifstofu og fluttuð Dani
til Íslands í skipulagðar skoðunar-
ferðir. Oft varstu sjálfur fararstjór-
inn en núna seinni ár hættirðu því.
Enda nóg að gera á skrifstofunni, og
veikindin tóku sinn toll. Í júní 2004
greindist þú með krabbamein og
barðist til síðasta dags, þú sagðir við
okkur fyrir tíu dögum: „Ég ætla að
vinna þetta stríð.“ En þú lokaðir
augunum heima hjá ykkur alveg
eins og þú hefðir viljað hafa það, alls
ekki inni á stofnun, heldur í faðmi
fjölskyldunnar sem var þér eitt og
allt í lífinu. Þú áttir þér mörg áhuga-
mál og lætur eftir þig t.d. eitt
stærsta geisladiskasafn sem ég hef
séð og allt skráð í tölvuna. Einnig
var tónlistin þér mikið hjartans mál,
svo og ferðalögin öll. Þrátt fyrir
þetta allt þá var það alltaf á hreinu
að Berglind var stóra ást lífs þíns og
börnin öll.
Við áttum nokkur samtölin um líf-
ið og tilveruna eftir að þú greindist
og þú sagðist finna að þú værir aldr-
ei einn, og við vitum að þessi orð eru
ekki kveðjuorð Því öll eigum við eftir
að hittast aftur í fallegri veröld. Því
trúum við bæði.
Nú er íslenska fánanum flaggað í
hálfa stöng á Hybenvænget 10. Ég
þakka þér, elsku Örn, fyrir allt, sem
þú gerðir fyrir mig í þessu lífi og fyr-
ir hönd okkar fjölskyldunnar segi
ég: Sjáumst síðar. Við stöndum þétt
saman og pössum Berglindi og börn-
in eins og þér var alltaf efst í huga.
Þín mágkona,
Unndís.
Elsku Örn. Síðast þegar við vor-
um í Danmörku hjá þér þá fórum við
í bíltúr og lögreglan var að mæla
hraðann og þú fékkst sekt. Þá sagði
Berglind: „Ég hefði nú frekar viljað
kaupa skó fyrir peninginn.“ Og þú
bara fórst að hlæja og sagðir: „Áttu
ekki alveg nóg af skóm elskan mín?“
Þegar við komum heim í hús þá
sagðir þú: „Hver vill koma með mér
að kaupa röndóttan ís?“ Þetta er ein
af minningum okkar um þig. Alltaf
svo hress og skemmtilegur.
Við viljum þakka þér fyrir allt
sem þú varst okkur.
Þú verður alltaf hjá okkur í hug-
anum.
Birkir, Daníel og Elvar.
Kynni okkar Arnar Petersen hóf-
ust um það leyti er hann kvæntist
Berglindi Ólafsdóttur.
Berglind hafði áður verið sam-
býliskona sonar okkar, Braga, og
þau höfðu eignast saman dótturina
Söndru. Örn reyndist sonardóttur
okkar sem sannur faðir. Fyrir það
erum við honum ævarandi þakklát.
Mér fannst Örn vera ákaflega
frísklegur ungur maður með
ákveðnar skoðanir. Hvað varðaði
framtíðaráformin hafði hann ríkt
hugmyndaflug eins og títt er um
unga og framsækna menn. Hann var
ákaflega duglegur í öllu því er hann
tók sér fyrir hendur, var vel liðinn af
sínum samstarfsmönnum. Hann
starfaði um tíma sem flugþjónn hjá
flugfélaginu Arnarflugi og ungur að
árum sá hann um þáttagerð fyrir
unga fólkið hjá RÚV. Alls staðar
naut hann vinsælda hvar sem hann
kom að verki.
Árið 1990 flutti fjölskyldan til
Danmerkur og settust þau að í Sorö,
litlum og fögrum bæ á Sjálandi. Þar
bjó Berglind þeim fallegt heimili af
sinni einstöku smekkvísi. Þau hjónin
voru ákaflega gestrisin og oft var
gestkvæmt hjá þeim. Þau tóku vel á
móti öllum. Örn var ræðinn við gesti
og Berglind bjó þeim veisluborð.
Ómetanlegar finnast okkur stund-
irnar sem við áttum með þeim þar í
nóvember sl.
Örn stofnaði ferðaskrifstofuna
Iceland Eagle Travel fyrir nokkrum
árum. Þessi litla ferðaskrifstofa,
sem var í litlu herbergi á heimili
þeirra, naut vaxandi vinsælda með
hverju ári. Viðskiptavinirnir voru að
miklu leyti Danir komnir á efri ár,
sem langaði að fara til Íslands í
styttri eða lengri ferðir. Hér naut
sín vel hin ríka þjónustulund Arnar.
Allar ferðir voru vel skipulagðar, oft
var hann sjálfur fararstjóri. Hann
valdi ávallt góða þjónustuaðila til
þess að annast sína farþega. Hann
vildi að allir hans viðskiptavinir
kæmu ánægðir heim úr vel heppn-
aðri ferð til Íslands.
Það var líka svo, að hann fékk ótal
bréf og símhringingar frá þakklát-
um viðskiptavinum.
Sumarið 2004 greindist Örn með
alvarlegan sjúkdóm. Þetta var mikið
áfall fyrir fjölskylduna alla. Örn
sýndi þá strax ótrúlegt æðruleysi og
mikinn kjark. Árar skyldu ekki lagð-
ar í bát, heldur barist fyrir lífinu af
fullri hörku. Honum hafði verið tjáð
að hann ætti örfáa mánuði eftir ólif-
aða. Við sem hjá stóðum urðum agn-
dofa.
Örn fór fljótlega í lyfjameðferð á
Rigshospitalet í Kaupmannahöfn.
Áður hafði hann hafið sína eigin
lyfjameðferð. Hann hafði óbilandi
trú á náttúrulyfjum og hélt áfram
notkun þeirra uns yfir lauk.
Eftir nokkra mánuði virtist mein-
ið vera horfið, læknum til mikillar
undrunar. Var lyfjameðferð þeirra
þá hætt. Þetta jók á vonir fjölskyldu
Arnar og vina hans.
Hálfu ári síðar kom í ljós að sjúk-
dómurinn herjaði enn og hófst þá
lyfjameðferð á ný.
Allan þennan tíma horfði Örn
fram á veginn og lét engan bilbug á
sér finna.
Síðasta ferð hans til Íslands var
fyrir fáum vikum. Vinir hans upp-
fylltu þá óskir hans um að fá að
skoða öræfi landsins og fara á
Fimmvörðuháls. Þetta voru sannir
vinir í raun og fyrir þetta eiga þeir
þakkir skilið.
Í þeirri ferð hittum við Örn í síð-
asta sinn. Eftir á að hyggja skiljum
við það nú að Örn vissi þá að það
styttist í endalokin. Við höfðum deilt
með honum þeirri von að hann
mundi sigra í baráttunni. Í síðasta
símtali okkar Arnar sagði hann við
mig: „Læknarnir gáfu mér þrjá
mánuði. Ég sagði við þá að ég ætlaði
að lifa það að sjá börnin mín útskrif-
ast eftir tvö ár. Þrjú sem stúdentar
og eitt sem viðskiptafræðingur.
Þetta tókst mér. Nú set ég mér það
markmið að fá að sjá mitt fyrsta
barnabarn.“
Örn minn, það lánaðist þér því
miður ekki, en þú sýndir okkur fá-
dæma hugrekki og einnig hvað
menn geta hjálpað sér mikið sjálfir
með jákvæðu hugarfari og sterkum
vilja.
Við kveðjum þig nú, kæri vinur,
og biðjum Guð að blessa þig á þínum
nýju vegum.
Elsku Berglind, við biðjum Guð að
veita þér og börnum ykkar styrk og
þrek í sorg ykkar og söknuði. Megi
góðar minningar sefa sárustu sorg-
ina.
Öldruðum föður og bróður vottum
við samúð okkar.
Pollý Gísladóttir,
Henning Á. Bjarnason.
Í dag verður Örn Petersen, einn
elsti og nánasti vinur minn, kvaddur.
Vinátta okkar, sem var orðin löng,
spannaði rúmlega þrjátíu ár. Við
höfðum vitað hvor af öðrum á ung-
lingsárunum, en vináttan hófst fyrir
ÖRN J.
PETERSEN
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
minnar,
MARGRÉTAR GUNNLAUGSDÓTTUR,
Túngötu 14,
Patreksfirði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Árni Magnússon.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu
okkar og systur,
ARNHEIÐAR ERLU SIGURJÓNSDÓTTUR
hjúkrunarfræðings,
Rjúpnasölum 12,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hana í veikindum hennar.
Heiðrún Gunnarsdóttir, Ágúst Valur Guðmundsson,
Nína Björg Ágústsdóttir, Rakel Anna Ágústsdóttir,
Sigrún Sigurjónsdóttir,
Guðbjörg Sigurjónsdóttir,
Sveinn Sigurjónsson.