Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 22

Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÍSLENZKAN OG ÚTVARPSLÖG Ágúst Guðmundsson, kvikmynda-gerðarmaður og forseti Banda-lags íslenzkra listamanna, skrifar grein í Morgunblaðið í gær og fjallar þar um óæskileg áhrif sjón- varps á Íslandi á íslenzka tungu. Ágúst bendir á að sjónvarpið bregði oftar fyrir sig amerískunni en öðrum tungumálum. „Það er meira kanasjón- varp á Íslandi nú en á dögum sjálfs kanasjónvarpsins,“ segir Ágúst og má það til sanns vegar færa. Formaður BÍL hefur áhyggjur af því að ensk áhrif, sem gætir ekki sízt í máli yngra fólks, séu að verða álíka vandamál og dönskusletturnar fyrir tveimur öldum. Ágúst Guðmundsson varpar fram þeirri hugmynd að í stað þess að taka gjald af sjónvarpsstöðvum fyrir afnot af sjónvarpsrásum, verði gerð sú krafa á hendur þeim að þær „sinni innlendri dagskrá svo sómi sé að“. Og Ágúst segir jafnframt: „Hugmyndin er einföld: Til að fá að sjónvarpa á Ís- landi þarf að sýna innlent efni að ein- hverju marki og kosta til þess ákveðnum fjármunum.“ Gjaldtaka fyrir afnot af sjónvarps- rásum er sérstakt mál, sem óþarfi er að blanda saman við kröfur til þess að sjónvarpsstöðvar sýni íslenzkt efni. Raunar má spyrja hvort öll skilyrði séu ekki fyrir hendi nú þegar, í nú- gildandi útvarpslögum, til að hrinda hugmynd Ágústs Guðmundssonar í framkvæmd. Í útvarpslögum segir, eins og Ágúst nefnir í grein sinni: „Útvarpsstöðvar skulu stuðla að al- mennri menningarþróun og efla ís- lenska tungu. [...] Sjónvarpsstöðvar skulu kosta kapps um að meiri hluta útsendingartíma sé varið í íslenskt dagskrárefni og annað dagskrárefni frá Evrópu.“ Þar eru ennfremur ákvæði um að minnst 10% af útsendingartíma eða minnst 10% af dagskrárfé sé varið til „evrópskra verka sem framleidd eru af sjálfstæðum framleiðendum“. Þessi ákvæði eru í samræmi við Evrópulög og beinlínis til þess hugsuð að vinna gegn hinni amerísku síbylju. Í lögunum segir jafnframt að út- varpsréttarnefnd hafi eftirlit með því að sjónvarpsstöðvar uppfylli þessar skyldur sínar. Útvarpsréttarnefnd getur m.a. áskilið að faggilt skoð- unarstofa staðfesti skýrslur sjón- varpsstöðva um hlut íslenzks og evr- ópsks efnis og efnis frá sjálfstæðum framleiðendum. Staðreyndin er hins vegar sú, að útvarpsréttarnefnd hefur ekki sýnt sjónvarpsstöðvunum neitt aðhald að þessu leyti. Í Noregi birtir Media- tilsynet, sem er stofnun hliðstæð út- varpsréttarnefnd, árlega skýrslu þar sem farið er yfir hvernig sjónvarps- stöðvarnar standa sig í að framfylgja skilyrðum laga um dagskrárinnihald. Þær, sem ekki fara að lögum, fá að- vörun – og opinbera gagnrýni, sem þær verða að svara. Nú er rætt um að Mediatilsynet geti einnig beitt sjón- varpsstöðvar sektum, fari þær ekki að þeim skilyrðum, sem eru sett fyrir sjónvarpsleyfi þeirra. Það liggur auðvitað í augum uppi að dagskrá flestra sjónvarpsstöðva á Íslandi uppfyllir engan veginn skil- yrðið um að meirihluti dagskrár sé ís- lenzkt eða evrópskt efni. Þegar horft er á sumar þeirra er ekki einu sinni með mjög góðum vilja hægt að álykta að slíkt sé „kappkostað“, hvað þá að þær telji það hlutverk sitt að efla ís- lenzka tungu. Er ekki orðið tímabært að halda sjónvarpsleyfishöfum við efnið? BEÐIÐ EFTIR HAGSBÓTUM? Viðræður nokkurra helztu aðildar-ríkja Heimsviðskiptastofnunarinn- ar (WTO) um lækkun tolla og afnám við- skiptahindrana sigldu í strand í gær. Eins og stundum fyrri daginn voru það tollar, niðurgreiðslur og ríkisstyrkir í landbúnaði, sem strandaði á. Hver er nákvæmlega sökudólgurinn í málinu fer eftir því á hvern er hlustað; Bandaríkin kenna Evrópusambandinu um og öfugt, þróunarríkin kenna iðnríkjunum um o.s.frv. Almennt talað er þó vandinn sá að hin efnuðu iðnríki eru treg til að hætta stuðningi við óhagkvæman land- búnað sem biður um vernd fyrir sam- keppni. Alls óvíst er hvenær þráðurinn verður tekinn upp að nýju í Doha-viðræðunum svokölluðu. Það verður að minnsta kosti ekki næstu mánuðina, kannski ekki fyrr en eftir einhver ár. Í umræðunum um matvælaverð hér á landi að undanförnu hafa talsmenn landbúnaðarins sagt að það beri að bíða þeirra breytinga, sem verði með nýju WTO-samkomulagi, en lækka ekki tolla og ríkisstyrki einhliða. Er ástæða til að bíða, nú þegar fullkomin óvissa ríkir um það hvenær Doha-viðræðunum lýkur? Stjórnmálamenn – ekki bara á Ís- landi, heldur víða um lönd – stilla við- ræðum um fríverzlun gjarnan þannig upp að stærstu hagsmunirnir liggi í auknum útflutningi. Ef Ísland fái til dæmis það baráttumál sitt fram, að nið- urgreiðslum og ríkisstyrkjum verði hætt í sjávarútvegi í öðrum löndum og dregið úr tollvernd, sé það mikið hags- munamál fyrir Ísland og Íslendinga. Á móti neyðumst við hins vegar til að færa þær fórnir að draga úr tollum og rík- isstuðningi innanlands við óhagkvæmar atvinnugreinar á borð við landbúnað. En það sé verð sem sé þess virði að reiða fram af því að hagsmunirnir af auknum útflutningi séu meiri. Eins og mál standa nú blasir hins veg- ar við að íslenzka þjóðarbúið og íslenzk- ur almenningur myndi græða miklu meira á því að fella niður tolla á land- búnaði en að íslenzkur sjávarútvegur öðlaðist ný sóknarfæri einhvers staðar erlendis. Langstærstur hluti íslenzkra sjávarafurða er hvort sem er seldur á engum eða mjög lágum tollum í helztu markaðslöndum okkar. Niðurfelling landbúnaðartollanna myndi hins vegar skila neytendum gríðarlegum hagsbót- um strax, eins og skýrsla Hallgríms Snorrasonar, hagstofustjóra og for- manns matarverðsnefndar forsætisráð- herra, sýndi fram á. Og tekjur ríkissjóðs myndu aukast, þrátt fyrir niðurfellingu tolla, sem myndi gera kleift að auðvelda bændum að laga sig að breyttu sam- keppnisumhverfi. Þegar síðasta samningalota innan WTO – sem þá hét reyndar GATT – var að komast á lokastig árið 1992 ályktuðu stjórnir Bændasamtaka Íslands og Bún- aðarfélagsins að hafna ætti þeim samn- ingsdrögum sem þá lágu fyrir. Þau myndu leiða til stórfellds samdráttar í búvöruframleiðslu og jafnvel myndu heil byggðarlög leggjast í eyði. Varð það raunin? Hefur ekki íslenzkur landbún- aður haft gott af samkeppninni, ef eitt- hvað er, jafnvel þótt hún sé ennþá afar takmörkuð? Er eftir einhverju að bíða að hann fái meiri samkeppni? Jarðfræðingar telja að geysi-legt magn af olíu geti verið ásjávarbotni við vestanvertGrænland og einnig við aust- urströndina. Heimastjórnin í Nuuk hefur nú í fjórða sinn boðið út heim- ildir til olíufélaga sem vilja stunda leit á svæðinu en fyrri boranir árin 1976, 1977 og 1990 báru ekki nægi- legan árangur, of lítið fannst til að talið væri hagkvæmt að hefja vinnslu. Samningaviðræður um framtíðarstöðu Grænlands í kon- ungsríkinu standa nú yfir á milli danskra og grænlenskra yfirvalda og bendir margt til að þær geti orðið harðar, að tekist verði á um olíu- gróðann. „Niðurstöður margra rannsókna á hugsanlegri olíuvinnslu á Disko-Nu- ussuaq-svæðinu hafa verið mjög uppörvandi,“ sagði í yfirlýsingu Jør- gen Wæver Johansen, ráðherra hús- næðismála, samfélagsinnviða og hrá- efna, þ.á m. olíuvinnslu, í heimastjórninni fyrir skömmu. Hann sagði margar vísbendingar vera um að olía væri í landgrunni svæðisins og fagnaði mjög auknum áhuga olíu- fyrirtækja á Grænlandi. Áhuginn væri meðal annars mikill vegna þess að verðið á leitarheimildum væri lágt í ljósi þess að enn hefði ekki fundist nein vinnanlega olía við landið. All- mörg fyrirtæki hafa þegar keypt gögn jarðvísindamanna sem hafa rannsakað svæðið og fara nú yfir þau. Aukinn áhugi vegna hækkandi olíuverðs Ljóst er að hafísinn mun torvelda vinnsluna. Hins vegar hefur hækkun olíuverðs valdið því að æ fleiri sýna svæðinu nú áhuga og frekari bráðn- un hafíss vegna hækkandi hitastigs á jörðinni mun auðvelda vinnsluna. Magnið gæti verið mikið og hratt vaxandi eftirspurn í heiminum vegna aukinna þarfa Kína og Indlands fyrir olíu á sinn þátt í að menn horfa nú meira til heimskautssvæðanna en áð- ur. Einnig kemur til óvissa vegna átaka víða í Mið-Austurlöndum þar sem langmest er af olíulindum í heiminum. Árið 2005 fékk kanadíska fyrir- tækið EnCana leitarrétt á stóru svæði vestur af Nuuk og hyggst byrja að bora árið 2008 á svæði þar sem gætu verið um tveir milljarðar fata af olíu og gasi. Hafsvæðið sem boðið var út í liðinni viku er um 92.000 ferkílómetrar og er út af Disko-flóa við miðbik vesturstrand- arinnar. Svæðinu er skipt í átta minni svæði sem boðin voru út hvert fyrir sig. Fjöldi fyrirtækja frá bæði Evrópu og Bandaríkjunum hefur að sögn stjórnvalda sýnt áhuga en ekki hefur verið gefið upp hvaða fyrir- tæki er um að ræða. Leggja verður fram formlegt tilboð í síðasta lagi 15. desember og verður skýrt frá því í mars 2007 hver þeirra hafi hreppt réttinn til leitar. Við vesturströnd Grænlands er talið að á hafsbotni geti verið álíka mikið af olíu og í öllum lindum Norð- ursjávarins sem skiptast milli Nor- egs, Bretlands og Danmerkur. Og í skýrslu bandarískra jarðvísinda- manna árið 2001 var sagt að við norðausturströndina gætu auk þess verið birgðir er næmu allt að 110 milljörðum fata en sjávardýpi er þar aðeins 100–200 metrar. Myndi þetta magn við norðausturströndina vera um helmingur þekktra birgða í Sádi- Arabíu sem er stær íu í heiminum. Danir vilja að h hugsanlegri olíuvin land renni í ríkissjó að lækka árleg fra Grænlendinga sem milljarða danskra svararum 36 milljö ekki er eining meða málaflokka um það unin á framlögunum margir Grænlendin aðurinn renni óskip Áðurnefndur rá Johansen, er í Hann kom fram í danska ríkissjónva dag, ásamt Jørn S irmanni hráefnas lands. „Tekjur framtíðinni orðið munu renna til sam landi, um það ríki getur spurt hva stjórnmálamann se nokkurn veginn sagði Wæver Johan Áhyggjur af umh Eitt af því se áhyggjur af er umh vinnslu á heimska bent á að lífríkið kvæmt en heimastj ur sett strangar re veg fyrir að meng geti valdið fiskum Ilulissat-skriðjökull nefndan fjörð sem Diskó-flóa, er á skr ingarstofnunar Sam yfir óvenjulega nát varðveita. Greenpeace-samt verndarsamtökin Fund hafa þegar því að olíuleit gæti hvölum, skelfiski svæðinu. Stjórnvöld að vera vel á varð að tekjurnar af o sköpum fyrir hina 5 lands. Deilt um olíugró framtíðarinnar Hefjist umtalsverð olíuvinnsla á sjávarbotni við Grænland mun umskiptum á hag þjóðarinnar. En Danir vilja að þá verði dregi lögum þeirra til Grænlendinga. Kristján Jónsson kynnti sér                           ! "# ! $%& ' ()*%    kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.