Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 36

Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Sígild tónlist í sögulegu umhverfi 28.-30. júlí 2006 Tónleikarnir verða haldnir í Reykholtskirkju. Miðapantanir í síma 891 7677. Miðasala við innganginn. Nánari upplýsingar www.vortex.is/festival Opnunartónleikar föstudaginn 28. júlí kl. 20.00 Tónlist eftir W.A. Mozart. Meðal flytjenda er hljómsveitin Virtuosi di Praga. Stjórnandi Oldrich Vleck. Miðdegistónleikar laugardaginn 29. júlí kl. 15.00 Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur íslensk og ítölsk lög og óperuaríur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur með á píanó. Tríó tónleikar laugardaginn 29. júlí kl. 20.00 Trio Polskie flytja verk eftir Beethoven, Brahms, Haydn og Shostakovich. Lokatónleikar sunnudaginn 30. júlí kl. 16.30 Virtuosi di Praga flytja m.a. verk eftir Respighi, Dvorak og Samuel Barber. Einnig verður flutt Adagio og Rondo eftir Schubert. 10 ára ehf Þriðjudagstónleikar í kvöld kl. 20.30 Tónafljóð Þórunn Elín Pétursdóttir sópran, Hafdís Vigfúsdóttir flauta og Sigrún Erla Egilsdóttir selló flytja verk eftir íslensk og erlend tónskáld. Frumflutt verður verkið Þula eftir Þóru Marteinsdóttur. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvk. www.lso.is - lso@lso.is ÞAÐ má með sanni segja að yf- irlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur í Listasafni Ak- ureyrar sé tímabær og einstakt tækifæri fyrir Íslendinga til að kynna sér höfundarverk listakon- unnar. Sýningin spannar allan hennar listamannsferil í sex ára- tugi og hefur m.a. að geyma myndskreytingar, mynsturteikn- ingar, stórar pastelmyndir og krít- arteikningar sem hafa aldrei verið til sýnis áður. Mynsturteikning- arnar í gvass eru sérlega áhuga- verðar en þær byggjast á raunsæ- islegum mótífum eins og konu með börn, eða barn í kerru sem end- urtekur sig reglulega yfir mynd- flötinn. Eins og í málverkum og pastelmyndum Louisu er það hið persónulega einstigi listakonunnar milli ofurraunsæis og einföldunar í lit og formi sem gerir þessi verk einstök. Sjálfsmyndir listakon- unnar eru meðal hennar áhrifarík- ustu verka, tvær þeirra sýna hana fullorðna í fullri líkamsstærð með regnhlíf þar sem hún horfir ögr- andi og jafnvel ásakandi í augu málarans eða áhorfandans. Margar myndir á sýningunni eru af dótturinni Temmu á mis- munandi aldri og við ýmis tæki- færi. Sumar myndirnar eru ein- ungis andlitsmyndir meðan aðrar sýna Temmu í fullri stærð t.d. liggjandi í sófa að lesa. Sumar af þessum myndum minna svolítið á málaðar myndskreytingar í göml- um tískublöðum eða ástarsögu- blöðum en þar er einmitt beitt að- ferðum raunsæis og einföldunar. Í texta sýningarskrár segir: „Í kyrralífsmyndum hennar, port- rettmyndum jafnt sem sjálfsport- rettum og sérkennandi landslags- myndum hennar frá Íslandi, kveikja hinar gegnheilu fígúrur og form, með djúpum möttum litaflöt- um sínum, tilfinningu fyrir ein- hverju mikilfenglegu.“ Þetta er hægt að taka undir, sérstaklega hvað varðar mikilfeng- leikann í hinum oft hversdagslega myndefni sem Louisa notar sem mótíf í verk sín. Oft er sagt að sjálft myndefnið skipti ekki máli, að góður listamaður nýti sér það aðeins sem efnivið fyrir formrann- sóknir og myndbyggingu. Þetta á ekki við um myndir Louisu því sú persónulega ástríða sem þar birt- ist tengist fjölskyldu hennar, heimili vinum og íslensku lands- lagi. Louisa flutti frá Íslandi þegar hún var 17 ára og bjó lengst af í Bandaríkjunum, gekk til liðs við listamenn sem stofnuðu Jane Street Gallery og varð þekkt í New York fyrir myndir sínar. Að sjálfsögðu lítum við Íslendingar á Louisu sem landa okkar og verk hennar sem hluta af íslenskri myndlistarsögu. Þegar frá líður verður framlag hennar enn mik- ilvægara í ljósi sérstöðu hennar og frumlegra efnistaka sem freistandi er að rekja að einhverjum hluta til kynferðis hennar. Það að við Ís- lendingar eigum svo fáar listakon- ur frá stórum hluta tuttugustu aldar gerir þátt Louisu enn mik- ilvægari en ella, ekki síst fyrir það að hún hefur verið óhrædd með öllu að leita viðfanga innan sviða sem oft voru skilgreind kvenna- svið. Yfirlitssýning Louisu Matt- híasdóttur er viðburður sem fyllir upp í eitthvað af þeim mörgu göt- um sem virðast vera í íslenskri listasögu og er vitnisburður um að við eigum (eða tengjumst) fjöl- breyttari myndlistararf en við vissum. Sýningin er sú umfangs- mesta sem haldin hefur verið á verkum Louisu, hún hafði viðdvöl í Þýskalandi og Danmörku áður en hún var sett upp í Listasafninu á Akureyri. Þetta er sýning sem enginn ætti að missa af. Einstakt tækifæri MYNDLIST Listasafn Akureyrar Sýningin stendur til 20. ágúst. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12–17. Louisa Matthíasdóttir Louisa Matthíasdóttir í vinnustofu sinni; sjálfsmynd til hliðar við speg- ilmyndina sem væntanlega hefur verið vettvangur sjálfsrýni. Þóra Þórisdóttir „Yfirlitssýning Louisu Matthíasdóttur er viðburður sem fyllir upp í eitthvað af þeim mörgu götum sem virðast vera í íslenskri listasögu og er vitnisburður um að við eigum (eða tengjumst) fjölbreyttari myndlistararf en við vissum“, segir m.a. í umsögn um sýningu í Listasafni Akureyrar, en þetta er eitt verka Louisu á sýningunni. SNORRI Ásmundsson er einkum kunnur fyrir listrænar uppákomur og gjörninga sem hafa verið á mörk- um gamansemi og kaldhæðinnar gagnrýni á listheiminn sem og sam- félagið. Skemmst er að minnast framboða hans til forseta Íslands og áður til borgarstjórnar undir merkj- um Vinstri-hægri-snú. Nú er Snorri með málverkasýningu á sínum heimaslóðum á Akureyri og hefur vent kvæði sínu í kross þar sem kaldhæðnin víkur fyrir persónulegri fagurfræði þótt gamansemin skíni enn í gegn. Snorri hélt einmitt afger- andi sýningu í Bananas í fyrra þar sem hann tákngerði dauða sinn og hefur í kjölfarið tekist á við listræna endurfæðingu. Orkufláma málverk Snorra eru öll dregin með láréttum pensilstrokum þar sem mismunandi litir spila sam- an í hverri mynd. Snorri segist hafa þróað með sér andlega tækni í mál- aralist undanfarin ár og sé að virkja umframorku sína í verkunum. Hann sé í sambandi við sinn æðri mátt og sendi jákvæða lækningaorku í verk- in. Gamansemi þessi nær þó ekki að draga úr þeirri staðreynd að verkin eru unnin af heilindum en þessa teg- und einlægni er oft erfitt að bera fram án þess að gera grín. Verk Snorra hafa ákveðna tilvísun til róm- antíkurinnar og þeirrar hugmyndar að listamaðurinn sé gæddur ein- stakri meðfæddri andlegri orku. Málverkin minna á stílfærðar lands- lagsmyndir margra ungra íslenskra málara en hafa samt sinn einstaka stíl. Ég er ekki frá því að myndirnar búi yfir einhverju af þeirri fallegu orku sem Snorri vill miðla til sam- ferðamanna sinna og býst við að fjárfesting í málverkunum teljist hagstæð orkukaup. Lækningamáttur listarinnar MYNDLIST Jónas Viðar gallery, Kaupvangs- stræti 12 Sýningin stendur til 30. júlí. Opið föstu- daga og laugardaga kl. 13–18. Snorri Ásmundsson Þóra Þórisdóttir „Verk Snorra hafa ákveðna tilvísun til rómantíkurinnar og þeirrar hug- myndar að listamaðurinn sé gæddu einstakri meðfæddri andlegri orku,“ segir í umsögn um sýningu hans á Akureyri. FÍLLINN Babar, sem flestum er að góðu kunnur og einkum þó ungu kynslóðinni, á stór- afmæli um þessar mund- ir. Það eru hvorki meira né minna en 75 ár síðan sögurnar um fílakonung- inn fóru fyrst að koma út. Babar hefur þó lítið breyst á þessum tíma í klæðaburði og þekk- ist enn á grænum jakkafötunum sínum og kórónunni sem hann hef- ur á höfðinu. Hann hefur reyndar verið gagnrýndur fyrir kórónuna sem þykir vísa til ný- lendustefnu Frakka. Babar varð til kvöld eitt árið 1931 þegar píanóleik- arinn Cecile de Brunhoff fór að segja sonum sínum tveimur sögu af fíl, hvers móðir var drepin af veiði- mönnum, og sem flýr í kjöl- farið í bæ og lærir að klæða sig eins og maður. Eftirleik- inn þekkja flestir, en þeir sem ekki þekkja hann geta kynnt sér æv- intýri Babars í einni af þeim 17 bókum sem komu út um ævintýri fílsins. Stórafmæli Babars fílakonungs Í GALLERÍI Kína, Ár- múla 42, var opnuð sl. laugardag sýning á verk- um kínverska listamanns- ins Zu Ming Min. Zu, sem verður 77 ára í ár, er allþekktur í heima- landi sínu og víðar fyrir list sína, en í verkum sín- um notar hann olíuliti skv. vestrænni hefð, en málar í klassískum kín- verskum stíl. Zu vinnur iðulega mjög stór verk en á myndinni má sjá listamanninn vinna að verki sínu sem er fimm metrar á breidd. Sýningin verður opnuð kl. 10, og geta gestir fylgst með listamann- inum að störfum í galleríinu alla daga fram á fimmtudag. Gallerí Kína er opið alla daga frá 10 til 18. Sýning Zu Ming Min er sölusýning. Kínversk myndlist Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.