Morgunblaðið - 25.07.2006, Side 11

Morgunblaðið - 25.07.2006, Side 11
Stangveiði Morgunblaðið/Einar Falur Systurnar Hugrún Egla og Elínborg Una stoltar með bleikju sem þær veiddu við Öfugsnáða í Þingvallavatni á dögunum. SILUNGSVEIÐIMENN hafa ver- ið að gera það gott að undanförnu í vötnunum í nágrenni höfuðborg- arsvæðisins. Þannig hefur verið góð veiði í Elliðavatni undanfarna daga og þá sérstaklega á kvöldin en mikið er um klak og sjást þess vel merki á vatnsyfirborðinu þeg- ar lyngt er. Stóru urriðarnir láta sér þó ekki nægja að éta lirfur og mý en í síðustu viku veiddist þar urriði sem vó um fjögur pund og hafði sá gleypt tvo andarunga. Urriðinn gefur sig sem áður vel í ljósaskiptunum en hann er ekki einn í vatninu ásamt bleikjunni því veiðimenn sem voru þar um helgina sáu lax stökkva. Þingvallavatn hefur gefið vel og hafa þeir sem þar reyna fyrir sér fengið allt frá sex upp í sextán bleikjur á kvöldi. Þá er að sjálf- sögðu ekki átt við þá sem fá minna eða jafnvel ekki neitt. Veiðimenn sem Morgunblaðið ræddi við voru þó á því að bleikj- an væri í smærri kantinum það sem af væri – flestar um og undir pundi. Finnist mönnum þröng á þingi í Þjóðgarðinum væri ráðlegt að bleyta færi í Úlfljótsvatni, sem er í næsta nágrenni. Þar hefur veiðin verið með ágætum og nokkrir fínir urriðar komið á land. Á vef Stangveiðifélags Reykja- víkur, www.svfr.is, eru tölur úr Veiðivötnum gerðar að umtalsefni en sumaraflinn hinn 22. júlí var 10.527 silungar og þar af voru um sex þúsund bleikjur. Mest munar um bleikjuveiðina í Langavatni og Nýjavatni en þar hafa samanlagt veiðst um 4.000 bleikjur. Bleikjan virðist því vera orðin undirstaða aflans í vötnunum sem menn hafa flestir sótt í þeim tilgangi að glíma við væna urriða. Reyta upp lax uppi í kartöflugörðunum Eitthvað virðist vera að lifna yf- ir veiðinni í Eystri-Rangá og um hundrað laxar hafa komið á land síðastliðna tvo daga að sögn Ein- ars Lúðvíkssonar, umsjónarmanns árinnar. Þar hafa nú veiðst 323 laxar en það er helmingi minna en á sama tíma í fyrra. „Það er ómögulegt að segja hvað svona byrjun ber í skauti sér en árið 2004 vorum við á svipuðu róli og enduðum í 3.000 löxum. Ár- ið 2002 var staðan einnig sú sama en þá endaði áin í 1.000 löxum,“ segir Einar. „Það er þó mikið ævintýri að eiga sér stað í Hólsá en þar eru menn að reyta upp lax uppi í kart- öflugörðunum og jafnvel að veiða upp í veiðileyfið.“ Líkt og í Eystri-Rangá hefur laxveiðin verið með rólegra móti undanfarið á flestum stöðum. Þó er veiðin sums staðar nálægt því sem hún var í fyrra en á flestum stöðum fer því fjarri. Gnótt bleikju í Veiðivötnum veidar@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 11 FRÉTTIR Klapparstígur - hús og byggingarlóð Vorum að fá í sölu um 260 hús í miðbænum. Húsið er aðalhæð, rishæð og kjallari. Húsinu fylgir 322 fm byggingarlóð. Fasteignin bíður upp á ýmsa möguleika m.a fyrir veitingarekstur og liggur fyrir útlitshönnun að nýbyggingu. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Upplýsingar veita Sverrir Kristinsson og Magnea Sverrisdóttir Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali UM 150 manns stóðu hlið við hlið í 10 mínútna þögn og horfðu með trega í brjósti á Kárahnjúkastífluna síðastliðinn laugardag. Að sögn Garðars Stefánssonar, eins skipuleggjanda, fóru mótmælin friðsamlega fram þótt starfsmenn Impregilo hafi staðið á flautum vörubifreiða sinna allan þann tíma sem virkjunarandstæðingar stóðu við stífluna. Mótmælin voru liður í dagskrá fjölskyldubúðanna við Snæ- fell sem samtökin Íslandsvinir stóðu fyrir. Ljósmynd/Garðar Stefánsson Friðsamleg mótmæli við Kárahnjúka „ÉG held að það sé sjálfsögð krafa til þeirra sem fá að meðhöndla fé frá rík- isvaldinu til uppbyggingar atvinnu í hinum dreifðu byggðum að menn vandi sig í sínum verkum,“ segir Bergur Elías Ágústsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem sagt hefur sig úr stjórn Eignarhalds- félags Vestmannaeyja og gert at- hugasemdir við ýmislegt í rekstri fé- lagsins. Hann segir þrennt fara fyrir brjóstið á sér. Í fyrsta lagi sé það að félagið hafi ekki farið eftir samþykkt- um sínum um að greiða eignaraðild og áhættustýringu, heldur tapað nær öllu sínu fé á einu verkefni – þegar Ís- lensk matvæli voru keypt 26. júní 2001. Í öðru lagi eru það deilurnar um hlutafé félagsins og í þriðja lagi, sem sé bein afleiðing, að menn hafi farið fetið og hafi ekki vandað til verka þeg- ar farið var með almannafé. Eignarhaldsfélagið var stofnað 25. júní 2001. Stofnfé félagsins var fjórar milljónir og þar af var Ísfélag Vest- mannaeyja með tvær milljónir króna en þeir Guðjón Hjörleifsson og Þor- steinn Sverrisson með eina milljón króna hvor. Við stofnun félagsins var Guðjón kjörinn stjórnarformaður og Þorsteinn skráður framkvæmda- stjóri. Í greinargerð Bergs Elíasar kemur fram að Ísfélag Vestmannaeyja greiddi sinn hlut en annað stofnfé hafi ekki verið greitt, og hinar ógreiddu tvær milljónir hafi aldrei verið færðar inn í bókhald félagsins. Endurskoð- andi félagsins hefur staðfest það. Þróaðist eins og rætt var um Ægir Páll Friðbertsson, fram- kvæmdastjóri Ísfélags Vestmanna- eyja, kom að stofnun eignarhalds- félagsins en Ísfélagið lagði tvær milljónir fram í stofnfé. Hann segir að Guðjón og Þorsteinn hafi sett hluta- fjárloforð til að koma stofnun félags- ins í gegn. „Í sjálfu sér þegar félagið var stofnað var hugmyndin sú að Þró- unarfélag Vestmannaeyja yrði hlut- hafi í því. Síðan kom á daginn að fé- lagið hafði ekki heimild til að eignast þann hlut og í mínum huga gerðust þeir [Guðjón og Þorsteinn] einfald- lega hluthafar af þessum sökum og það var aldrei hugsað til neins lang- frama,“ segir Ægir Páll og bætir við að hugmyndin hafi verið sú að þróun- arfélagið fengi hlut í Eignarhalds- félaginu og þetta yrði þá hluti af því. Guðjón Hjörleifsson segir í samtali við Morgunblaðið að ákveðið hafi ver- ið að hann og Þorsteinn skráðu sig fyrir milljón krónum hvor en þeir hafi þá vitað að þær myndu detta sjálf- krafa út þegar búið væri að safna fjár- munum. „Okkur var sagt að við yrð- um að skrifa að allt hlutafé væri greitt þó svo það væri það ekki, annars færi þetta ekki í gegn,“ segir Guðjón. Aldrei skráðir hluthafar Á hluthafafundi eignarhaldsfélags- ins 15. janúar 2002 gengu Þorsteinn og Guðjón úr stjórn félagsins. Þá var sett fram tillaga um að þróunarfélagið fengi 1,2%, sem er andvirði þriggja milljóna króna, fyrir vinnu og útlögð- um kostnaði við stofnun eignarhalds- félagins og kaupin á Íslenskum mat- vælum hf. „Í mínum huga var það þannig að þessar tvær milljónir voru inni í því og þannig var það í um- ræðunni,“ segir Ægir. „Ég sat þenn- an hluthafafund og þar var þetta sam- þykkt samhljóða. Málið þróaðist alveg eins og rætt var um á þessum tíma og á þessum fundi voru tveir fulltrúar Byggðastofnunar, þeir Guð- jón Guðmundsson alþingismaður og Ármann Höskuldsson.“ Guðjón Hjörleifsson staðfestir að á hluthafafundinum hafi tillagan verið samþykkt samhljóða og þar hafi verið um að ræða vinnu hans og Þorsteins við stofnun eignarhaldsfélagins, út- lagður kostnaður og ferðakostnaður svo eitthvað sé tínt til. „Við tókum aldrei krónu í laun fyrir stjórnarset- una og þar með álitum við að okkar máli væri lokið. Enda var því lokið pappírslega séð því við höfum aldrei verið skráðir hluthafar í þessu félagi.“ Félagið ekki mikils virði Eftir að Íslensk matvæli voru flutt til Vestmannaeyja og starfsemi hófst kom fljótt í ljós að fyrirtækið var rek- ið með verulegu tapi og ekki leið á löngu þar til það var komið í verulega rekstrarerfiðleika sem leiddi til gjald- þrots. Bergur Elías segir að umfjöll- un um málið skekkist nokkuð vegna deilna um þessar tvær milljónir króna sem ekki fengust greiddar í stofnfé. „Mér finnst það hins vegar verra hvernig menn fóru með hinar tæpu tvö hundruð milljónir, það virðist kafna í þessari umræðu og einnig að menn hafi ekki farið eftir samþykkt- um félagsins,“ segir Bergur og vísar til þess að eignarhaldsfélagið fjárfesti í einu félagi, sem vart getur talist til áhættudreifingar eins og hefur verið eitt aðalmerki eignarhaldsfélaga með samsvarandi tilgang. Félagið hafi tapað svo til öllu sínu fé og sé í dag ekki mikils virði. Ólga innan stjórnar Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja Tapaði nær öllu sínu fé á einu verkefni Eftir Andra Karl andri@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja hefur svo til tapað nær öllu sínu fé. STANGVEIÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.