Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 20

Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING KRISTÍNU Ingvarsdóttur er aug- ljóslega alvara þegar hún segir að því meira sem maður lærir um Jap- an því meiri verði áhuginn á málinu, landi og þjóð. Fyrir þrettán árum skráði hún sig á námskeið í jap- önsku og hefur síðan þá helgað tíma sinn landi hinnar rísandi sólar. Nú nýverið útskrifaðist hún með dokt- orsgráðu í félagsvísindum frá Hi- totsubashi-háskólanum í Tókýó, en í doktorsritgerðinni fjallar Kristín um alþjóðavæðingu og japanskt samfélag eftir seinni heimsstyrjöld- ina. Kristín var að vinna í Kaup- mannahöfn þegar hún ákvað að taka kvöldnámskeiðið örlagaríka. Vet- urinn eftir skráði hún sig svo í Við- skiptaháskólann í Kaupmannahöfn, Handelshøjskolen i København, í nám í alþjóðaviðskiptum þar sem lögð er sérstök áhersla á Austur- Asíu. Áður en hægt var að hefja það nám var nemum hins vegar gert skylt að taka eitt ár í japönsku við Kaupmannahafnarháskóla. Til Japans í nám „Eftir útskrift ákvað ég svo að sækja um styrk á vegum japanska menntamálaráðuneytisins til að fara til Japans. Mig langaði að bæta þekkingu mína á landinu áður en ég legði í meira nám tengt viðskipta- fræðinni. Ég fékk svo styrkinn,“ segir Kristín um tildrög þess að hún flutti til Japans fyrri átta árum. Styrkurinn sem Kristín fékk veit- ir eins til tveggja ára möguleika á að vera gestanemi við japanskan há- skóla. Eftir þann tíma geta nem- endur svo þreytt inntökupróf í meistara- eða doktorsnám, eftir því sem við á. Þeim sem ná prófunum stendur til boða að framlengja styrkinn, sem er mjög veglegur að sögn Kristínar. Eftir eins og hálfs árs nám, þar sem Kristín einbeitti sér að alþjóða- samskiptum Japans og japanskri tungu, tók hún prófin og stóðst þau. Í kjölfarið hóf hún nám við hinn virta Hitotsubashi-háskóla. „Ég komst af því að ég þurfti að læra sífellt meira til að geta talið mig sérfræðing í málefnum Japans. Ef maður ætlaði að læra eitthvað um afmarkaðan þátt t.d. þýsks sam- félags þá er aðgangurinn tiltölulega greiður þar sem maður gengur að svo mörgu vísu sem Evrópubúi. Maður veit hvað kirkja er og hvað hún stendur fyrir, svo dæmi sé tek- ið. Það sama á ekki við í tilfelli Evr- ópubúa í Japan,“ fullyrðir Kristín sem ílengdist við skólann og vann við hann bæði meistara- og dokt- orsverkefni sín. Breytingar í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar „Ég hef verið að skoða japanskt samfélag tuttugustu aldarinnar, en skrifin sjálf hafa beinst að Japan eftirstríðsáranna,“ segir Kristín um lokaverkefnin. „Hinar ótrúlegu breytingar sem hafa orðið í heim- inum á seinni hluta síðustu aldar vekja almennt áhuga minn. Japan finnst mér hins vegar sérstaklega áhugavert hvað þetta varðar vegna þess að Japanir voru búnir að efla með sér mikla keisaradýrkun og koma á öflugri stríðsmaskínu áður en heimsstyrjöldin síðari skall á. Auðvitað hafa margar hefðir lifað stríðið af en breytingin er almennt afar dramatísk. Bandaríkjamenn hernema Japan í sjö ár og þá hefst mjög róttæk umbylting á samfélag- inu. Lýðræðislegri stjórnarháttum er komið á markmið líkt og jafnrétti kynjanna fá aukið vægi. Þá er samin ný stjórnarskrá, en með níundu grein hennar, sem er mjög fræg, af- sala Japanir sér um alla tíð rétt- inum til að eiga her eða taka þátt í hernaðarátökum. Svo má ekki gleyma því að alþjóðavæðingin kem- ur af öllum sínum þunga upp úr átt- unda áratugnum og sérstaklega þeim níunda, með tilheyrandi útrás japanskra fyrirtækja.“ Andhernaðarstefna Viðfangsefni Kristínar í báðum lokaverkefnunum er hvernig hugs- unarháttur og viðhorf Japana hafa breyst í „öllu þessu róti“. „Meistaraprófsrannsókn mín fjallaði um andhernaðarstefnu Jap- ana eftir seinni heimsstyrjöldina og hvernig viðhorf til hennar hefur mótað hina sérstöku varnar- og ut- anríkisstefnu Japans. Rannsóknin sýndi töluverða breytingu á afstöðu landsmanna til varnarmála, einkum eftir Persaflóastríðið. Japanir voru mjög gagnrýndir fyrir að bregðast of seint við og þá aðeins með fjár- framlögum. Skoðanir hervæðing- arsinna fengu sem sagt aukinn hljómgrunn. Nú ríkir almenn sam- staða um að brýnt sé að endurskoða stjórnarskrána, en þess er vænst að friðsamlegt viðhorf gömlu stjórn- arskrárinnar móti þá nýju. Endur- skoðun stjórnarskrárinnar er nú hafin og það verður áhugavert að fylgjast með þróun mála á þeim vettvangi.“ Ólíkar hugmyndir um alþjóðavæðingu Doktorsverkefni Kristínar beind- ist að alþjóðavæðingu á japönsku samfélagi og þá m.a. samskiptum Japana við Bandaríkin og ná- grannalöndin í Asíu. „Í kjölfar seinni heimsstyrjald- arinnar er klippt á nær öll samskipti við útlönd. Þeir höfðu verið með hersveitir úti um alla Asíu og fylgst mjög vel því sem var að gerast ann- ars staðar í heiminum. Með gjöreyð- ingunni sem varð í landinu í heims- styrjöldinni fara þeir hins vegar að einbeita sé að uppbyggingu lands- ins,“ útskýrir Kristín um stöðu mála í Japan áður en hin svokallað al- þjóðavæðing hóf innreið sína. „Ég rannsakaði viðhorf til al- þjóðavæðingar á öllum stigum þjóð- félagsins og fjallaði um viðamikil verkefni sem hrint var í fram- kvæmd til að opna japanskt hug- arfar gagnvart útlöndum, t.d. inn- flutningi, erlendum fyrirtækjum og þegnum. Rannsóknin sýnir að hug- arfar yngri kynslóðarinnar (heims- mynd og sjálfsmynd) hefur að mörgu leyti breyst, en jafnframt að hugmyndir ráðamanna af eldri kyn- slóðinni um alþjóðavæðingu séu í veigamiklum atriðum frábrugðnar hugmyndum Vesturlandabúa. Heimurinn hefur orðið vitni að magnaðri útrás japanskra fyr- irtækja á alþjóðavettvangi en þar með sagt er ekki sagt að leiðin að Japan sé jafn greið.“ Andhernaður og alþjóðavæðing Kristín hefur verið búsett í Tókýó undanfarin átta ár. Hún varði nýverið doktorsverkefni sitt við Hitotsubashi- háskólann. „Ég komst að því að ég þurfti að læra sífellt meira til að geta talið mig sérfræðing í málefnum Japans.“ Alþjóðavæðingin setur mark sitt á japanskt samfélag. Leiðin að Japan hef- ur þó ekki þótt jafn greið og leið japanskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi. Menning | Skrifaði meistara- og doktorsritgerðir um japanskt samfélag Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg ÓLÖF Valsdóttir sópransöngkona og rússneski píanóleikarinn, Svetl- ana Gorzhevskaya, héldu fyrir nokkru tónleika í tónleikasal Basil- ica di Sant’Agnese in Agone við Pi- azza Navona í Róm. Tónleikarnir voru haldnir á vegum tónlistar- félagsins Musica in Piazza Navona í samvinnu við sendiráð Íslands í Róm. Á efnisskránni voru íslensk og rússnesk sönglög eftir Sigfús Ein- arsson, Sigvalda Kaldalóns, Árna Thorsteinsson, Karl Ó. Runólfsson, Atla Heimi Sveinsson, Eyþór Stef- ánsson, Piotr Tchaikovsky og Ser- gei Rachmaninov. Heitar ástríður þrátt fyrir „kalt“ orðspor Að sögn Guðna Bragasonar, fastafulltrúa hjá FAO í Róm, sem m.a. stóð að skipulagningu tón- leikanna hlutu þeir „afar góða dóma í umfjöllun“, en hann nefnir sérstaklega gagnrýni vefmiðilsins UniversyTV, sem Riccardo Mazzoni skrifaði. Guðni segir Maz- zoni m.a. vísa til þess, „að margir haldi, að Ísland og Rússland séu „köld“ lönd, en tækifæri hafi gefist til að breyta þeirri skoðun á tónleikum Ólafar og Svetlönu í hinum fagra sal Borrominis við Piazza Navona. Hin ákaflynda dag- skrá listamannanna sýndi glögglega að í þessum tveimur löndum býr mikið af tilfinningum og djúpum ástríðum, þrátt fyrir hið „kalda“ orðspor þeirra. Sönglögin sýndu tilfinn- inganæmi, að sjálfsögðu ólíka Mið- jarðarhafstónlist, en ákaflynda á sama hátt. Auðsjáanlega skapar kuldinn dekkra, ein- manalegra og dap- urlegra andrúmsloft, sem gæti virkað þungt á þá sem ekki eru vanir því. Þrátt fyrir það lyfti hin frábæra túlkun lista- mannanna tveggja hluta af þessum dapurleika sem gaf áheyrendum tækifæri til að njóta þess til fulls, hver á sinn persónulega hátt. Leyndardómurinn var hin „hlutlæga“ túlk- un, sem leyfði tónlistinni að flæða án nokkurra hindrana.“ Tónleikaröð íslenskra lista- manna fyrirhuguð í vetur Tónlistarfélagið, Musica in Pi- azza Navona, stendur fyrir tón- leikum á þessum stað á hverjum sunnudegi og er því þakkað í dómn- um fyrir að standa að tónleikunum. Þeir viðburðir sem félagið hefur staðið fyrir hafa jafnan notið mik- illar athygli og hafa að sögn Braga m.a. verið lofaðir í bandaríska stór- blaðinu New York Times. Enda eru þeir að hans sögn „með áhugaverð- ari og vandaðri klassískum tón- leikum í borginni.“ Tónleikasalur Agnesarkirkj- unnar er ennfremur vel þekktur og talinn „eitt fegursta verk ítalska listamannsins og byggingameist- arans Francesco Borromini.“ Bragi segir að komist hafi á „gott samstarf milli tónlistarfélagsins og íslenska sendiráðsins í Róm og eru fyrirhugaðir fernir tónleikar með íslenskum listamönnum næsta vet- ur í framhaldinu.“ Enn er ekki endanlega ljóst hverjir verða fyrir valinu og munu taka þátt í þeim, en það verður upp- lýst innan skamms. Guði Bragason segist þó geta sagt fyrir víst að áherslan verður á íslenska flytj- endur og tónverk. Íslenskir tónlistarmenn taka þátt í tónleikaröð í Róm Ólöf Valsdóttir sópransöngkona. KRISTÍN er fædd 4. september 1973. Að loknu stúdentsprófi frá MR nam hún japönsku og alþjóða- viðskipti við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Að því loknu hélt hún til Japans og las við Tokyo Uni- versity of Foreign Studies og síðan við Hitotsubashi-háskólann í Tókýó þaðan sem hún lauk meistara- og doktorsprófi úr félagsvísindadeild. Báðar ritgerðirnar skrifaði hún á japönsku. Kristín vann sem fréttaritari í Japan á vegum RÚV í fjögur ár og fyrir danska ríkisútvarpið í tæpt eitt ár. Hún hefur þýtt úr ýmsum málum, m.a. japönsku yfir á ís- lensku og öfugt, og unnið sem túlk- ur. Meðal þess sem hún hefur þýtt eru kvikmyndir og greinar, þ.m.t. greinar eftir japanska rithöfundinn Murakami Haruki fyrir Morg- unblaðið. Þá hefur hún flutt fyr- irlestra um Ísland og hin Norð- urlöndin við japanska háskóla. Kristín er einnig listhneigð og hefur myndskreytt bæði íslenskar og danskar kennslubækur. Nú síðast vann hún sem kynning- arstjóri fyrir Norðurlöndin á heimssýningunni í Japan sem fram fór á síðasta ári. Kristín Ingvarsdóttir KVENMENN geta nú hætt að velkj- ast í vafa um það hvort hnökrar séu á samdrætti kynjanna. Út er komin bókin Hann er ekki nógu skot- inn í þér eftir Greg Behrendt og Liz Tuccillo sem Þóra Sigurðardóttir þýddi. Í fréttatilkynningu segir: „Öldum saman hafa konur komið saman yfir kaffi eða öðru og talað sig hásar um karlmenn og furðulegt háttalag þeirra. Höfundar þessarar bókar halda því fram að karlmenn séu ekki mjög flók- in fyrirbæri og að skilaboðin séu alveg skýr. „Hann“ er ekki nógu skotinn í þér ef hann: a) býður þér aldrei út, eða b) er of upptekinn til þess að svara þér í símann, eða c) færist und- an orðunum „samband“ og „skuld- binding“. Bókin er 181 bls. Verð: 1.899 kr. Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.