Morgunblaðið - 25.07.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 33
DAGBÓK
Fjölbreytt dagskrá verður á listahátíðinniEldur í Húnaþingi sem fram fer dagana26. til 30. júlí. Helga Vilhjálmsdóttir ermeðlimur í undirbúningshópi hátíðar-
innar: „Þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er hald-
in en hún varð fyrst til sem hugmynd nokkurra
einstaklinga á Hvammstanga sem fannst fulllítið
um að vera í menningar- og mannlífi svæðisins,“
segir Helga. „Útkoman varð listahátíð þar sem
íbúar héraðsins hafa tækifæri til að koma hug-
myndum sínum á framfæri og láta ljós sitt skína á
listrænan hátt.“
Áherslur hafa verið mismunandi milli ára enda
ólíkir hópar sem sjá um skipulagningu hverju
sinni: „Vaninn er sá að þeir fyrstu sem bjóða sig
fram sjá um hátíðina, og tókum við okkur til, 5
krakkar á aldrinum 22 til 34 ára, og buðumst til að
sjá um hátíðina í ár,“ útskýrir Helga, en auk henn-
ar skipa undirbúningshópinn Aldís Brynjólfs-
dóttir, Arnar Birgir Ólafsson, Sigrún Dögg
Pétursdóttir og Sigurður Hólm Arnarson.
Dagskrá hátíðarinnar er sem fyrr segir með
fjölbreyttasta móti og hefst á morgun, miðviku-
dag: „Við Félagsheimilið Hvammstanga verður
Fantasíusýning þar sem fólk kemur fram í furðu-
legum búningum og skreytt á ýmsa vegu,“ segir
Helga. „Á fimmtudag og föstudag verður opin
listasýning í félagsheimilinu frá 15 til 19 þar sem
gefur að líta verk eftir fólk á öllum aldri, allt frá
grunnskólanemum upp í eldri borgara.“
„Fimmtudagskvöldið verða Melló Músíka-tón-
leikar í lágstemmdari kantinum þar sem koma
fram bæði heimamenn og aðkomufólk og á föstu-
dagskvöld verður ekkert til sparað þegar við höld-
um kynngimagnaða hátíð í einni helstu náttúru-
perlu landsins,“ segir Helga: „Í Borgarvirki mun
Ragga Gísla syngja gömul íslensk þjóðlög undir
áslætti stomphóps heimamanna á ýmiskonar
ásláttarhljóðfæri og verður stemningin án efa
ógleymanleg.“ Bílabíó verður við íþróttamiðstöð-
ina Hvammstanga seint á föstudagskvöld og á
laugardag verður haldin fjölskylduskemmtun á
sveitasetrinu Gauksmýri: „Við bjóðum upp á leiki
fyrir yngstu kynslóðina, þar verður uppblásinn
fótboltavöllur og grillað og farið í alls kyns léttar
keppnir. Sýndur verður rjóminn af listasýningu
hátíðarinnar og ungar hljómsveitir spila í hlöð-
unni,“ segir Helga af dagskránni. „Að kvöldi laug-
ardags verður haldið vímulaust diskótek fyrir alla
fjölskylduna þar sem Loveguru Allstars heldur
uppi fjörinu í Félagsheimilinu Hvammstanga, en
síðar um kvöldið leikur gleðisveitin Buff fyrir
gesti á balli þar sem aldurstakmark er 16 ár.“
Eftir hátíðarhöld vikunnar geta gestir á sunnu-
dag kl. 14 sótt messu í Borgarvirki, eða slakað á í
sundlauginni á Hvammstanga þar sem leikin
verður lifandi tónlist frá kl. 16.30.
Nánari upplýsingar um Eld í Húnaþingi má
finna á http://unglist.forsvar.is
Hátíð | Úrval tónleika, listsýningar og fleiri viðburðir í boði dagana 26. til 30. júlí
Listahátíðin Eldur í Húnaþingi
Helga Vilhjálms-
dóttir fæddist á
Hvammstanga 1980.
Hún lauk stúdentsprófi
frá Fjölbrautaskólanum
við Ármúla 1999 og BA
prófi í sálfræði frá Há-
skóla Íslands 2004.
Helga starfaði sem
meðferðarfulltrúi á
meðferðarheimilinu
Hvítárbakka í Borgar-
firði 2003–2005, sem leiðbeinandi við Grunn-
skóla Húnaþings vestra frá 2005–2006, en
starfar nú hjá bókhalds- og viðskiptaþjónust-
unni Forsvari. Sambýlismaður Helgu er Arnar
Birgir Ólafsson, umhverfis- og garðyrkju-
stjóri, og eiga þau þrjú börn.
Spingold.
Norður
♠K82
♥843 N/AV
♦K4
♣ÁKD62
Vestur Austur
♠3 ♠DG1075
♥G105 ♥Á9
♦D10532 ♦ÁG97
♣G973 ♣54
Suður
♠Á964
♥KD762
♦86
♣108
Tony Kasday heitir maður, banda-
rískur (f. 1936), eigandi póstþjónustu
og fyrrum klúbbhaldari, keppnisstjóri
og áhugamaður um kvikmyndir. Hann
fór fyrir sveit á Sumarleikunum í Chi-
cago, sem lauk á sunnudaginn, en með
Kasday spiluðu fimm Íslendingar,
landsliðsmennirnir Jón Baldursson,
Þorlákur Jónsson, Bjarni Einarsson og
Sigurbjörn Haraldsson, auk Hjördísar
Eyþórsdóttur atvinnuspilara. Sveitin
vann þrjá fyrstu leikina í Spingold-
keppninni, en tapaði í 8 liða úrslitum
fyrir Nickell-sveitinni sigursælu.
Spingold er útsláttarkeppni og allir
leikir jafn langir, eða 64 spil. Kasday-
sveitin vann fyrst Paul Thurston 209-
92, síðan Harry Apfel 175-130 og loks
Mike Moss 159-111 (Moss, Fallenius,
Fredin, Sveindal). Nickell-gengið
reynist hins vegar of sterkt og vann
örugglega 121-65 (Nickell, Freeman,
Hamman, Soloway, Meckstroth, Rod-
well).
Úrslitin réðust í annarri lotu, sem
var sýnd beint á Bridgebase.com og fór
59-3. Þegar slíkt gerist fer gjarnan
saman glannaleg spilamennska og
nokkurt óstuð. Tíu stig fuku í spilinu að
ofan vegna mismunandi kerfisút-
færslu:
Vestur Norður Austur Suður
Nickell Þorlákur Freeman Jón
– 1 lauf 1 spaði 2 hjörtu
Pass 4 hjörtu Allir pass
Fjögur hjörtu er sjálfsagt geim í NS,
en vonlaust í legunni með spaða út. Og
að sjálfsögðu spilaði Nickell út einspil-
inu í spaða. Jón tók slaginn heima, fór
inn í borð á lauf og spilaði hjarta á
kóng. Aftur fór hann inn í borð til að
spila trompi, en nú tók austur slaginn
og gaf makker spaðastungu. Síðan kom
tígull í gegnum kónginn. Einn niður.
Á hinu borðinu varð norður sagnhafi
eftir Smolen-sagnvenjuna:
Vestur Norður Austur Suður
Hjördís Rodwell Kasday Meckstroth
– 1 grand Pass 2 lauf
Pass 2 tíglar Pass 3 spaðar
Pass 4 hjörtu Allir pass
Eftir Stayman-spurninguna sýnir
stökk suðurs í þrjá spaða 4-5 í spaða og
hjarta.
Spaðadrottning út hefði banað geim-
inu, en Kasday taldi líklegt að sagnhafi
ætti 3-2 í hálitunum og vildi standa
vörð um spaðastyrkinn sinn. Hann lyfti
því hjartaás og spilaði meira hjarta.
Það reyndist ekki árangursríkt og
Rodwell fékk tíu slagi.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Landspítali –
háskólasjúkrahús
Í UMRÆÐUNNI um launamisrétti
milli íslenskra og danskra hjúkr-
unarfræðinga á LSH voru rök
Magnúsar Péturssonar í sjónvarps-
viðtali þau að dönsku hjúkrunar-
fræðingarnir væru bæði vel mennt-
aðir og með langa starfsreynslu.
Engu var líkara en íslensku hjúkr-
unarfræðingarnir hefðu hvorki
menntun né starfsreynslu. Grát-
broslegt þar sem Finnland og Ísland
eru einu Norðurlöndin með hjúkr-
unarmenntun á háskólastigi. Ég sá
nýlega launaseðil íslensks hjúkr-
unarfræðings með 12 ára starfs-
reynslu á LSH. Þar voru mán-
aðarlaun hennar 222 þús., fyrir
skatt, fyrir 40 stunda dagvinnu. Hún
sagði mér að þegar hún útskrifaðist
fyrir 12 árum hafi maðurinn sinn þá-
verandi útskrifast sem hagfræðing-
ur og þá fengið rúmlega þreföld laun
hennar. Hún hefði á síðustu árum
framfleytt sér og börnum þeirra
með mikilli aukavinnu plús nætur-
og helgarvöktum. Nú væri vinnuá-
lagið vegna fólksfæðar orðið það
mikið að hún gerði ekki meira en að
standa af sér sínar vaktir.
Á LSH hefur verið í gangi á und-
anförnum árum svokallað fram-
gangskerfi sem gagngert hefur ver-
ið notað til að halda
hjúkrunarfræðingum niðri í launum.
Kerfi sem hegnir þeim sem gagn-
gert flytji sig milli sviða til að öðlast
meiri og víðtækari starfsreynslu.
LSH hefur einnig staðið í vegi fyrir
að hjúkrunarfræðingar bæti við sig
menntun, ef til vill vegna fólksfæðar.
Þá spyr maður sig hversu lengi slíkt
sjúkrahús standi undir kröfum sem
háskólasjúkrahús.
Í Fréttablaðinu kom fram sú frétt
að á LSH hefðu hætt störfum 160
hjúkrunarfræðingar á árinu 2005.
500 menntaðir hjúkrunarfræðingar
störfuðu við önnur störf en hjúkrun.
Skyldi nokkurn undra. Væri ég ung í
dag myndi ég ekki sætta mig við
þessi laun. Fróðlegt væri að fá að
vita hvaða menntun menn eins og
Magnús Pétursson forstjóri hefur.
Er hann menntaður á heilbrigðis-
sviði eða í heilsuhagfræði? Mér
skilst að formaður stjórnarnefndar
spítalans sé verkfræðingur. Það er
talað um að við séum með svo full-
komið heilbrigðiskerfi. Það skyldi þó
ekki vera að það sé á hröðu undan-
haldi?
Hjúkrunarfræðingur
á eftirlaunum.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 a6 6. Bd3 b5 7. 0–0 Bb7 8. De2
Rbd7 9. Kh1 g6 10. f3 Bg7 11. Be3 b4
12. Rd1 d5 13. Bg1 dxe4 14. fxe4 Re5
15. Rf3 Rfd7 16. a3 Rxd3 17. cxd3 bxa3
18. Hxa3 0–0 19. d4 a5 20. He1 e6 21.
Db5 Bc8 22. b4 De7 23. Hxa5 Hb8 24.
De2 Dxb4 25. Ha2 Bb7 26. Rf2 Bc6 27.
Rd3 De7 28. Ha7 Bb5 29. Dd1 Ha8 30.
Hxa8 Hxa8 31. Db1 Hb8 32. Dc2 Da3
33. Rc5 Rxc5 34. dxc5 Bd3 35. Df2 Hb2
36. Dh4 f6 37. Bd4 Hb1 38. Hxb1 Bxb1
39. e5 Dc1+ 40. Bg1 Ba2 41. exf6 Bh6
42. Re5 Be3 43. f7+ Kg7
Staðan kom upp í stórmeistaraflokki
Fyrsta laugardagsmótsins sem lauk
fyrir skömmu í Búdapest í Ungverja-
landi. Þýski Fide-meistarinn Karl-
Jasmin Muranyi (2.400) hafði hvítt
gegn serbneska stórmeistaranum
Zlatko Ilincic (2.515). 44. f8=D+! Kxf8
45. Df6+ og svartur gafst upp þar sem
hann er óverjandi mát. Karl-Jasmin
þessi lagði einnig Stefán Kristjánsson
að velli en Þjóðverjinn lenti hins vegar
á meðal neðstu manna á mótinu þó að
hann bæri sigur úr býtum gegn tveim
af sterkustu keppendunum.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
60 ÁRA afmæli. Dóra GeraldineEinarsdóttir er sextug í dag,
25. júlí. Hún verður að heiman.
HELGA Aminoff Ingimundardóttir
sýnir olíumálverk í Heilsugæslunni
Hvammi, Kópavogi.
Sýningin er tileinkuð minningu
móður Helgu Aminoff en hún hefði
orðið 100 ára 4. ágúst nk. Móðir
hennar var Ulrikka Aminoff og er
mörgum kunn fyrir myndir sínar
og undir hennar leiðsögn fetaði
Helga fyrstu skrefin á sviði listar-
innar. Sýningin stendur út ágúst-
mánuð og er opin frá kl. 8–17 á
göngum Heilsugæslunnar Hvamms
í Hagasmára 5.
Nýjustu verkin eru óhlutbundin
form og litir sem sameina fyrri
reynslu og hugmyndaflæði Helgu í
olíumálun. Hún sýnir enn fremur
landslagsmyndir og fleiri viðfangs-
efni frá síðustu árum.
Sýning í Heilsugæslunni
Hvammi, Kópavogi
Árnaðheilla
ritstjorn@mbl.is
-o
rð
sku
lu
stan
d
a!
Bókaðu
gæði
og gott
verð!
569 7200
www.isprent.is