Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 25.07.2006, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elín Ólafsdóttirfæddist í Kefla- vík 13. september 1922. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Kefla- vík hinn 12. júlí síð- astliðinn. Foreldrar henar voru Se- verína Petrea Högnadóttir, hús- freyja, f. 11.11. 1895, d. 29.9. 1984, og Ólafur Bjarna- son, skipstjóri og útgerðarmaður, f. 18.9 1894, d. 8.8. 1975. Elín var einkabarn þeirra hjóna. Hinn 24. desember 1944 giftist Elín Marteini Jóni Árnasyni, f.12.12. 1922. Foreldar hans voru Guðrún Þorsteinsdóttir, hús- freyja, f. 1896, d. 1968, og Árni Vigfús Jónsson, matsveinn, f. 1899, d. 1966. Börn Elínar og Marteins eru: 1) Ólafur, f. 11.3. 1944, maki Margrét Jóna Guðjónsdóttir, dæt- ur þeirra eru: a) Margrét, f. 1967, maki Jamil Jamchi, þeirra börn eru Nadia Margrét, f. 1994, og Daníel Ólafur, f. 1997. b) Elín, f. 1969. 2) Anna Kristín, f. 18.8. 1949, maki Goði Sveinsson, börn þeirra eru: a) Dóttir Önnu og uppeldisdóttir Goða er Guðrún Rína Þorsteinsdóttir, f. 1973, unnusti Ólafur B. Einarsson. b) Styrmir, f. 1981, unnusta Eva Bjarnadóttir. c) Marta, f. 1984, unnusti Margeir G. Sigurðsson. 3) Þorsteinn, f. 19.2. 1953, maki Maríanna Einars- dóttir, synir þeirra eru: a) Atli, f. 1975. b) Þórir, f. 1979. c) Högni, f. 1984. 4) Bryndís, f. 5.7. 1967, maki Indriði Guðmundsson, dótt- ir þeirra er Íris, f. 1994. Elín lauk hefð- bundnu skóla- skyldunámi í Kefla- vík og fór síðan til náms við Kvenna- skólann í Reykja- vík. Elín rak eigin verslun í Kefla- vík á árunum 1942 til 1944. Hún var verslunarstjóri í Þorsteins- búð frá 1958 til 1971. Þau hjón Elín og Marteinn ráku Bókabúð Keflavíkur frá 1965 til 1989. Elín tók virkan þátt í starfi margra félaga og gegndi þar trúnaðarstörfum, meðal annars í Oddfellow, Lions, Félagi sjálf- stæðiskvenna, Kvennadeild Slysavarnafélagsins og Kven- félagi Keflavíkur. Elín og Marteinn bjuggu alla sína ævi í Keflavík, fyrst á Tún- götu 21 síðan á Hafnargötu 18. Árið 1954 fluttu þau að Suður- túni 3, sem var þeirra heimili til dauðadags. Jafnframt börnunum bjuggu fyrst amma Marteins og síðar móðir Elínar á heimili þeirra í samtals um 20 ára skeið. Útför Elínar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma, kveðjustund okkar er runnin upp. Eftir góða og farsæla ævi kveður þú þennan heim. Á þess- ari stundu langar mig að rifja upp nokkur atriði frá okkar kynnum. Þau hófust fyrir 62 árum og þú manst nú upphafið betur en ég. Mér er sagt að fyrstu samskipti okkar hafi orðið söguleg, því á þeim tíma varst þú kaupkona og verslunarstjóri í eig- in búð, verslun Elínar Ólafs. En það fór ekki vel saman að ganga með barn og reka verslun, og eins og oft síðar voru börnin þín látin sitja fyrir öllu öðru og verslunin var lögð niður. En það vorum ekki bara við tvö sem komum við sögu, það var ungur mað- ur í næstu búð sem átti hlut að máli. Á aðfangadag 1944 genguð þið Mar- teinn í hjónaband og nýfæddi sveinn- inn var skírður. Fyrstu árin okkar saman voru skemmtileg, sem ég marka af því að þú veltist um af hlátri þegar við rifj- uðum upp atvik frá uppvaxtarárun- um í Keflavík. Ég fór í sveit og síðar í fótbolta. Þá hægðist nú um hjá þér þó börnunum fjölgaði. Fótboltatreyjan og skátaskyrtan voru alltaf hreinar og tilbúnar til notkunar, þetta var sjálfsagður hlutur og með árunum veltir maður fyrir sér hvernig maður þakkar allt þetta sjálfsagða sem móð- ir veitir barni. Ég flutti að heiman en það leið ekki á löngu þar til leitað var til þín með tvær litlar stelpur í pössun og Mar- grét og Elín nafna þín voru velkomn- ar. Suðurtún var miðstöð fjölskyld- unnar. Þægilegt, fallegt heimili þar sem var gott að koma og þangað komu margir. Fólk kom í spjall og kaffi. Öllum var jafnvel tekið og leið betur eftir heimsókn á Suðurtún. Barnabörnin og barnabarnabörnin fóru ekki varhluta af hlýju og um- hyggju Ellu ömmu og Matta afa sem verða þeim ævarandi fyrirmynd um gott fólk og fallegt líf. Í Stafholtsey var alltaf nóg pláss þegar fjölskyldan átti í hlut og öll eig- um við góðar minningar með þér og pabba af bökkum Hvítár. Mamma hafði skemmtilega kenningu um fisk- inn í ánni, sem er að skýringin á því að ávallt veiðist tveir sé að fiskapör séu ákaflega samhent og haldi sig saman í ánni. Við sáum samlíkinguna af árbakkanum þar sem Elín og Mar- teinn áttu í hlut. Hún sannaði þessa kenningu með aðstoð tengdadóttur sinnar þegar þær drógu tvo risalaxa, hæng og hrygnu, úr sama hylnum. Þegar halla tók af degi og kveikt var undir grillinu í Stafholtsey varst þú í essinu þínu. Þín létta lund og góða geð kom öllum í gott skap, hvort sem það var kvöldvaka eða varðeld- ur. Mamma var félagslynd með af- brigðum og í meira en hálfa öld var varla stofnaður félagsskapur kvenna í Keflavík án þess að hún væri í stjórn eða nefnd. Nú þegar unga kaupkonan og ungi maðurinn úr næstu búð hafa kvatt okkur eftir góða ævi skortir þakkarorð og ég kveð með söknuði. Ólafur. Tengdamóðir mín, heimskonan og vinkona mín Elín Ólafsdóttir kvaddi þennan heim 12. júlí síðastliðinn, tæplega 84 ára að aldri eftir stutt en snörp veikindi. Elín fæddist í Keflavík 13. septem- ber 1922, einkadóttir og eina barn hjónanna Severínu Högnadóttur og Ólafs Bjarnasonar, mikils dugnaðar- fólks sem var vel í stakk búið að veita dóttur sinni hamingjusama æsku, gott uppeldi og framhaldsmenntun sem ekki var á allra færi á fyrri hluta síðustu aldar. Eftir skyldunám í Keflavík settist Elín á skólabekk í Kvennaskólanum í Reykjavík ásamt Ástu æskuvinkonu sinni og trygg- ustu vinkonu ævina á enda. Í Reykja- vík bjó hún á heimavist skólans við Fríkirkjuveg og útskrifaðist með láði tveimur árum síðar. Viðskiptavitið hafði Elín greinilega erft frá útgerðarmanninum föður sín- um Ólafi, því að loknu Kvennaskóla- náminu setti hún á stofn eigið fyr- irtæki aðeins 20 ára gömul, Verslun Elínar Ólafs við Hafnargötuna í Keflavík þar sem hún verslaði með kvenfatnað. Er óhætt að segja að þessi ákvörðun hafi verið viss vendi- punktur í hennar lífi, því kaup- mennskan fylgdi henni alla starfsæv- ina upp frá þessu. Á svipuðum tíma kynnist Elín líka Marteini, tengdaföður mínum, glæsi- legum ungum manni sem hafði þá ný- lokið námi við Verslunarskóla Ís- lands og var líka kominn aftur til Keflavíkur þar sem hann hafði alist upp að miklu leyti, albúinn að leggja hinu vaxandi bæjarfélagi lið jafnt í fé- lagsmálum sem og á viðskiptasviðinu. Ungu hjónin voru bæði miklar fé- lagsverur, tóku þátt í stofnun fjöl- margra félagasamtaka, sátu oft í stjórnum þeirra, auk þess sem vina- hópurinn var stór og tryggur. Elín og Marteinn reistu sér glæsi- legt einbýlishús að Suðurtúni 3 sem þau fluttu í árið 1954, enda börnin þá orðin þrjú og átti enn eftir að fjölga. Árið 1958 tekur Elín að sér að setja á stofn og stjórna vefnaðarvöruversl- uninni Þorsteinsbúð í Keflavík, en þessi verslun var útibú frá sam- nefndri verslun við Snorrabraut í Reykjavík og margir muna eftir. Stjórnaði hún þeirri verslun til 1971, en árið 1965 kaupa þau hjón Bókabúð Keflavíkur sem þau ráku saman með miklum metnaði og myndarbrag næstu áratugina uns Þorsteinn sonur þeirra tók við rekstrinum 1989. Félagsmál voru Elínu hugleikin og gegndi hún trúnaðarstörfum meðal annars í Oddfellow, Lions, Félagi sjálfstæðiskvenna, Kvennadeild Slysavarnafélagsins og Kvenfélagi Keflavíkur. Einnig var Elín lunkinn bridsspilari og spilaði vikulega með góðum vinkonum sínum, en þess á milli hafði hún ánægju af því að spila brids við tölvuna sína. Elín og Marteinn höfðu mikla unun af ferðalögum og leið ekki það ár að ekki væru einhverjar spennandi ut- anlandsferðir á dagskrá. Þau voru búin að koma til Casablanca og Kan- aríeyja áður en skipulagðar ferðir ís- lenskra ferðaskrifstofa þangað hóf- ust og ferðuðust víða um Evrópu og Bandaríkin. Gran Canaria varð síðan með árunum griðastaður þeirra í ein- hverjar vikur á hverjum vetri þar sem þau undu sér einstaklega vel í hlýju loftslagi og oftar en ekki í góðra vina hópi. Eftir skyndilegt fráfall Marteins í janúar 2002 urðu utan- landsferðirnar ekki fleiri ef frá er tal- in sérlega skemmtileg ferð sem nokkrir fjölskyldumeðlimir fóru um skosku hálöndin fyrir rúmu ári, en þar lék tengdamóðir mín á als oddi, létt á fæti og krufði hverja maltviskí tegundina af annarri með okkur hin- um á kvöldin. Ekki verður farið yfir lífshlaup El- ínar og Marteins án þess að gleði- stundir í Stafholtsey komi upp í hug- ann, en sumarbústaður þeirra við samnefnda jörð við Hvítá í Borgar- ELÍN ÓLAFSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN CLAESSEN, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 17. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag þriðjudaginn 25. júlí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Thorvaldsensfélagið (sími 551-3509). Fyrir hönd aðstandenda, Gunnlaugur Claessen, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Helga Kristín Claessen, Ragnar Hinriksson, Júlíus S. Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNHILDUR HJÖRDÍS JÓHANNSDÓTTIR, lést laugardaginn 22. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 28. júlí kl. 11.00. Helena Þ. Albertsdóttir, Ingi Björn Albertsson, Magdalena Kristinsdóttir, Jóhann Halldór Albertsson, Margrét Stefánsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Hjartanlegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástríks föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐGEIRS ÞÓRARINSSONAR klæðskera, áður til heimilis í Stóragerði 1, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Dóra Guðrún Kristinsdóttir, Jón Þ. Hilmarsson, Þórarinn Guðgeirsson, Vicki Guðgeirsson, Eva Sigríður Kristmundsdóttir, Vignir Bjarnason, Guðgeir S. Kristmundsson, Davíð Örn Jónsson, Hildur Ósk Jónsdóttir, Christine McLaughlin, Steve McLaughlin, Kevin Thorarinsson og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, DÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR, Einivöllum 7, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku- daginn 26. júlí kl. 13.00. Rakel Ársælsdóttir, Rúnar Snæland, Daníel Kristjánsson, Sigrún Rúnarsdóttir, Patrik Snæland Rúnarsson, Tristan Snær Daníelsson, Einar Sigurjónsson, Margrét Halldórsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir, Hafþór Þorbergsson, Kolbeinn Sigurjónsson, Kristín Lúðvíksdóttir, Halla Sigurjónsdóttir, Vilhjálmur Agnarsson, Rósa Sigurjónsdóttir, Ingþór Guðmundsson, Júlíus Sigurjónsson, Hrönn Jónsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur sonur minn, bróðir, mágur og frændi, JÓN KR. KRISTINSSON, Vallarbraut 10, áður Ásgarði 3, Keflavík, sem lést þriðjudaginn 18. júlí, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 27. júlí kl. 14.00. Magnea Jónsdóttir, Fanney Kristinsdóttir, Einar Jónsson, Björn Kristinsson, Jóhanna Þórmarsdóttir, Agnar Kristinsson, Rósa Steinsdóttir, Guðbjörg Kristinsdóttir, Sævar Jóhannsson, Gylfi Kristinsson, Íris Jónsdóttir og systkinabörn. Ástkær sonur okkar og bróðir, BIRKIR HAFBERG JÓNSSON, Öldubakka 19, Hvolsvelli, lést af slysförum sunnudaginn 23. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Agnes Guðbergsdóttir, Einar Ingason, Jón Jónsson, Ieva Marga, Gunnar Svanberg Jónsson, Sólrún Ósk Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.