Morgunblaðið - 25.07.2006, Side 9

Morgunblaðið - 25.07.2006, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 9 FRÉTTIR www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Str. 36-56 40-90% a f s l á t t u rl Enn meiri verðlækkun Enn hægt að gera góð kaup á útsölunni Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-15 Póstsendum Laugavegi 82, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Mikið úrval af samfellum Útsala Enn meiri afsláttur Senn lýkur útsölunni Enn meiri afsláttur Öll undirföt á hálfvirði Mikið úrval af stærðum. www.svanni.is Sendum lista út á land. Sími 567 3718 Opið virka daga frá kl. 11-18. Lokað á laugardögum í sumar. MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240 GÆ ÐA SKÓ R ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA AÐKOMA að Sólbrekku- skógi við Seltjörn á Reykja- nesi eftir helgina þykir með eindæmum slæm og segir formaður Skógræktarfélags Suðurnesja virðingarleysið fyrir svæðinu fyrir neðan all- ar hellur. Meðal annars var kveiktur varðeldur inni í skóginum og skilin eftir svið- in jörð. Þar hefði auðveld- lega getað farið illa þar sem gróður er mjög þurr um þessar mundir. Sólbrekkuskógur er afar vinsælt útivistarsvæði á meðal fjölskyldufólks á Suð- urnesjum en Skógræktar- félag Suðurnesja hefur í mörg ár séð um umsjón svæðisins. Sigurjón Þórðarson, formaður fé- lagsins, segir auðséð að hópur fólks hafi verið með gleðskap á svæðinu og ber þeim söguna ekki vel. „Þarna var ferðasalerni brennt til ösku, skilti með korti af gönguleiðum um svæðið allt útmálað og öllum fánum stolið,“ segir Sigurjón en þar að auki fund- ust ummerki um að skotið hafi verið upp flugeldum, kveikt á blysum og greinilegt var að skotið hafði verið úr litboltabyssum á flestallt sem hægt var að skjóta á. Sigurjón segir að miðað við um- merkin, s.s. fjölda bjórdósa sem fundust á svæðinu sé greinilegt að um nokkurn hóp hafi verið að ræða. Skógræktarfélagið þarf að sjá um að þrífa upp sóðaskapinn og koma svæðinu í samt horf með þeim kostn- aði sem fylgir. „Þetta kostar allt sitt og við höfum annað við aurana að gera en þetta. Við höfum alltaf treyst á að fólk gangi sómasamlega um svæðið og það hefur að mestu gengið áfallalaust fyrir sig.“ Vantar meira eftirlit Lögreglunni á Keflavík hefur ver- ið tilkynnt um athæfið en ekki er enn vitað hverjir áttu hlut að máli. „Það er um að gera að fólk gefi upplýs- ingar um hverjir voru þarna að verki og við vonumst til að sökudólgarnir finnist á næstu dögum,“ segir Sig- urjón sem vill sjá meira eftirlit lög- reglu á svæðinu um helgar. Skemmdaverk unnin í Sólbrekkuskógi Skildu eftir sig sviðna jörð og stálu fánum Ljósmynd/Ellert Grétarsson Búið var að skjóta úr litboltabyssum á flest allt í Sólbrekkuskógi á Reykja- nesi, þar á meðal á upplýsingaskilti með helstu gönguleiðum á svæðinu. Eina sem eftir er af útikamar sem stóð í Sól- brekkuskógi en hann var brenndur til ösku. BJÖRGUNARSVEITIN Víkverji frá Vík í Mýrdal var kölluð út vegna vélarvana báts sem staddur var suður af Dyrhólaey í gær, rúma sex kíló- metra frá Vík. Um var að ræða tólf metra langa skemmtisnekkju og var hún vélar- vana vegna olíuleysis. Um borð voru þrír Danir á leið til Vestmannaeyja frá Færeyjum og óskuðu þeir eftir að- stoð svo þeir kæmust til hafnar í Eyj- um. Kristján Þórðarson og Magnús Kristjánsson fóru á gúmbát með 240 lítra af olíu að snekkjunni. „Þetta gekk alveg glimrandi vel, það var mjög gott í sjóinn, eins og það getur best orðið hérna við suður- ströndina,“ sagði Kristján, í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Kristjáns barst björgunar- sveitinni símtal frá Vaktstöð siglinga rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, þeir hafi fyllt þá brúsa sem þeir áttu til og verið komnir í land aftur um kl. 10.30 eftir að hafa flutt olíuna að snekkjunni. Aðspurður um það hvort hætta hafi verið á ferðum sagði Kristján svo ekki hafa verið. „Þeir lágu við akkeri, ekki langt undan landi. Straumurinn var þannig að þá hefði rekið fjær Vík ef þeir hefðu ekki kastað akkeri. Akkerið hefur haldið vel því þeir voru steinsof- andi þegar við komum og við þurftum að banka í bátinn til að vekja þá.“ Kristján segir þetta ekki í fyrsta sinn sem hann fer í verkefni sem þetta, þau komi upp öðru hverju. Til að mynda hafi verið farið út í báta með rafgeyma og siglingakort. Fluttu olíu að vél- arvana báti við Vík Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Magnús Kristjánsson og Kristján Þórðarson hjá björgunarsveitinni Vík- verja í Vík undirbúa ferð með hráolíu að bátnum sem varð vélarvana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.