Morgunblaðið - 25.07.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.07.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ egar við vinkonurnar vorum yngri en í dag fannst okkur óg- urlega gaman að spila. Við gátum setið heilu dagana og spilað. Við spil- uðum rommý, veiðimann, ólsen ólsen, ólsen ólsen upp og niður, svindl-ólsen og skítikall. Fyrsta rifrildið okkar varð yfir „hæ gosa“ enda stundum erfitt að átta sig á hver var á undan að heilsa að hermannasið þegar kóngurinn kom upp eða hrópa „hæ gosi“ þegar sjálfur gosinn lá á gólfinu. En ósættið varði ekki lengi og við fórum bara að horfa á Fyr- irmyndarföður í staðinn. Stundum spiluðum við líka Scrabble eða Fimbulfamb, jafnvel Trvial Pursuit eða Matador. Mér fannst einna skemmtilegast í Matador og eiginlega mesta furða að ég hafi ekki lagt fyrir mig ein- hvers konar fjármálabrask miðað við ótrúlegan áhuga minn á fimm- þúsundköllum. Ef reglurnar í spilunum hent- uðu okkur ekki þá breyttum við þeim og fórum eigin leiðir. Ból- urani varð t.d. að gildu orði í Fimbulfambi, aðallega vegna þess að það var fyndið og þá gat leikurinn haldið áfram. Keppn- isandinn var með, kannski óþarf- lega mikill hjá mér stundum, en mestu máli skipti að hafa sem mest gaman af spilinu. Okkar Matador-reglur leyfðu lán félaga í milli til að spilið væri ekki búið of snemma, þótt það hefði kannski þegar staðið í fjórar stundir. Seinna lenti ég í mestu vand- ræðum með að spila Matador við Dani enda höfðu þeir allt aðrar hugmyndir en ég um framgang leiksins. Þeim fannst t.d. ekki eðlilegt að grípa teningana með hraði og kasta til að koma í veg fyrir sekt á Austurstræti eða Lækjargötu eða hrópa alltaf hátt „kaup’ana“ (á íslensku auðvitað) til að koma í veg fyrir að and- stæðingurinn næði að kasta áður en yfirlýsing væri komin um kaup. Það er eiginlega frumskilyrði í spilamennsku að fólk sé sammála um reglurnar. Ég veit ekki hvort George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Tony Blair, forsætisráðherra Breta, hafa einhvern tíma spilað hæ gosa. Þeir hafa þá alla vega klárað hæ gosa-ósættið sitt því þeir virtust hinir mestu mátar í kvöldverðarboði í Pétursborg á dögunum en þeir voru staddir þar vegna fundar leiðtoga valdamestu ríkja heims. Blair trítlaði til Bush sem var með fullan munninn af brauði og sagði: „Jó Blair, hvernig hefurðu það? “ Bush og Blair áttuðu sig ekki á að kveikt var á hljóðnema við borðið og samtalið náðist á band. (Reyndar finnst mér mjög skemmtileg sú kenning að Blair hafi vitað af hljóðnemanum en það er líklega bara vegna þess að ég er afskaplega hrifin af sam- særiskenningum yfirleitt … ). Bush þakkaði Blair fyrir peysu sem hann hafði fengið að gjöf og þeir göntuðust með að Blair hefði keypt hana sjálfur, jafnvel prjón- að hana. Svo ræddu þeir næsta leik í sínu spili þar sem spila- borðið er aðeins stærra en í gamla Matadorinu hennar ömmu. „Hvað um Kofi? Hann virðist í lagi. Mér líst ekkert á þetta vopnahlésplan hans. Allt sem hann hefur að segja er vopnahlé og að allt leysist …“ sagði Bush og vísaði til kröfu Kofis Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um vopnahlé í Líbanon. Blair stóð við borð Bush sem hætti auðvitað ekki að matast meðan þeir ræddu ástand heims- málanna á líðandi stund. Bush sagði að „Condi“, Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, færi til Líbanon fljót- lega (sem hún og gerði) en Blair virtist tilbúinn að fara þangað sjálfur ef því væri að skipta. Blair: Það er bara, ég meina, þú veist. Ef hún hefur … , eða þyrfti á því að halda að jarðveg- urinn yrði undirbúinn að- eins … Ef hún fer verður hún augljóslega að ná árangri. Ég gæti aftur á móti alveg farið þangað og talað bara. Bush: Sjáðu til, það kaldhæðn- islega er að allt sem þeir þurfa að gera er að fá Sýrland til að fá Hezbollah til að hætta þessu rugli og þá er þetta búið. Bush orðaði þetta á sínu eigin tungumáli sem „stop doing this shit“. Ekki er vitað hverjir þessir „þeir“ eru en uppi eru getgátur um að Bush hafi þarna verið að vísa til Rússa. „Sjáðu til, hvað heldur hann? Hann heldur að ef allt gengur upp í Líbanon, ef lausn finnst á Ísrael-Palestínu, þá fari Írak á rétta braut,“ sagði Blair um Kofi Annan. Þar sem upptakan er óskýr ber netmiðlum ekki saman um hvort Bush hafi í framhaldinu sagt Annan vera indælan (sweet) eða sagt hann vera að basla (struggling). Mér heyrist hið síð- arnefnda þó hafa átt við sem og að Blair hafi ekki kallað Annan „elsku“ (honey). Einhverra hluta vegna minnir þessi undarlega sena mig á þegar við vinkonurnar spiluðum Mata- dor og beygðum reglurnar eftir okkar vilja. Munurinn er kannski sá að við vorum að kaupa og selja helstu götur Reykjavíkur fyrir pappírspeninga en á meðan Bush talar með fullan munninn við Blair í Pétursborg er verið að bombardera fólk í Líbanon. Og um hvað eru þeir að tala? Mynd framan á The Australi- an, fimmtudag 20. júlí: Þrjár stelpur á að giska 12 ára með skriðdreka í baksýn. Ein er að skrifa á sprengju sem stendur til að varpa á svæði í suðurhluta Líbanon. „To Hezbollah, with love“. Önnur fylgist með og sú þriðja heldur á myndavél. Mynd fyrir neðan: Lítill strák- ur á sjúkrahúsi, með sársaukag- rettu á andlitinu, sáraumbúðir og allur í skrámum. Heldur utan um leikfangariffil sem hann hafði fengið í batagjöf. Hver þarf bangsa? Kaupin á eyrinni „Hvað um Kofi? Hann virðist í lagi. Mér líst ekkert á þetta vopnahlésplan hans. Allt sem hann hefur að segja er vopnahlé og að allt leysist …“ halla@mbl.is VIÐHORF Halla Gunnarsdóttir UMFERÐARSTOFA fer mikinn þessa daga. Í rökréttu framhaldi af stefnu stofunnar um að birta mjög ögrandi sjónvarpsauglýsingar um mögulegar afleiðingar óábyrgs aksturs, er vart hægt að kveikja á sjónvarpi nema að rekast á einhverja af mis-geðfelldum aug- lýsingum Umferð- arstofu. Ekki ætla ég að efast um gildi þess- ara auglýsinga til þess að hvetja fólk til að haga akstri eftir að- stæðum, enda hef ég engar forsendur til þess. Ég tel hins veg- ar að í einni þessara auglýsinga hafi Umferðarstofa farið langt út fyrir lögbundið verksvið sitt, sem er að daga úr um- ferðaslysum, og ráfað hugs- unarlaust inn á myrkar lendur frumspekinnar. Í auglýsingunni sem hér um ræð- ir sjást þrjú ungmenni meðvitund- arlaus í flaki bíls, en eftir skamma stund verður áhorfandanum ljóst að tvö þeirra eru látin því „sál“ þeirra sést fljúga til himna. Hjá þriðja ungmenninu virðist „sálin“ eitthvað óákveðin, en ákveður loks að vera um kyrrt í líkamanum er verður til þess að ungmennið raknar úr rotinu. Hægt væri að skrifa heila bók um heimsmyndina sem birtist í þessari stuttu auglýsingu, en hún endurspeglar hugmyndir sem raun- vísindi undangenginna alda hafa annað hvort hafnað eða sett stórt spurningarmerki við. Auglýsingin vísar beint í tvo af helstu spek- ingum fornaldar. Hér er annars vegar um að ræða Plató og hug- myndir hans um óefnislega sál sem fanga í efnislegum líkama, sem voru síðar teknar upp af höfundum Nýja testamentisins. Hins vegar er vísað í jarðmiðjukenningu Ptólemaíosar, þar sem jörðin var í miðju alheims er gerður var úr sjö kristalhvelum, en handan þeirra var verustaður Guðs og óefnislegra sála, sbr. „ég er í sjöunda himni“. Í þessari forn- aldarhugmyndarfræði, sem lifði góðu lífi fram yfir miðaldir, var maðurinn miðpunktur alheimsins. Eins og alkunna er þá var jarð- miðjukenningunni og kristalhvelum hennar skipt úr fyrir sólmiðjukenn- inguna á 16. og 17. öld og við það missti Guð heimili sitt í heimsmynd raunvísindanna. Við þessi umskipti var maðurinn ekki lengur í mið- punkti alheimsins, en hann var enn miðpunktur sköpunarverks Guð á jörðinni. Hugmyndin um Guð og óefnislega sál hélt hins vegar áfram að lifa góðu lífi, enda varð sá skýri greinarmunur sem í dag er gerður á guð- fræði og frumspeki annars vegar og raun- vísindum hins vegar ekki til fyrr en á síðar hluta 18. aldar. Ef horft er sérstaklega til lífvísindanna leiddi þessi aðskilnaður beint til þess að fram komu hugmyndir um þróun lífsins, sem náðu hámarki árið 1859 er bók Darwins um Uppruna tegundanna kom út. Með þróunarkenningunni var ekki lengur þörf á neinum guð- legum mætti til þess að skýra tilurð lífsins á jörðinni, en við það breytist maðurinn úr kórónu sköpunarverks Guðs í eitt af dýrum merkurinnar. Þrátt fyrir tilkomu þróunarkenn- ingarinnar var „sálin“ ennþá vanda- mál í heimi raunvísindanna og leystu ýmsir samtímamenn Darw- ins þessa gátu með því að telja efn- ið hafa óguðlega sálræna eiginleika. Það var hins vegar ekki fyrir á síð- ari hluta tuttugustu aldar sem efn- islegar skýringar á tilurð sálrænna eiginleika urðu ráðandi innan lífvís- indanna, sem endurspeglast í því að vísindalegar rannsóknir á meðvit- undinni hófust þá. Auglýsing Um- ferðarstofu gengur í berhögg við þessa heimsmynd! Á heimasíðu Umferðarstofu segir að hún leggi „áherslu á að ná ár- angri í umferðaröryggismálum og fækka slysum. Við viljum ná mæl- anlegum árangri í öllum þáttum starfseminnar“. Ég geri ráð fyrir að þessu markmiði reyni Umferð- arstofa að ná með því að styðjast við nýjustu vísindarannsóknir á sviði umferðarmála, en í téðri aug- lýsingu virðist Umferðastofa hins vegar gefa lítið fyrir hinar vís- indalegu aðferðir, sem þó hafa átt stóran þátt í mótun þess samfélags sem við búum við í dag. Hvar stæði til dæmis geðlæknisfræðin í dag ef hugmyndir Platós um óefnislega sál mótuðu enn hugmyndaheim lífvís- indanna? Í stað beinna staðreynda leitar Umferðarstofa í „sálar“- auglýsingunni á náðir löngu úreltra hugmynda um manninn og stöðu hans í alheiminum; sem hin kristna kirkja leitast enn við að boða. Þá má færa rök fyrir því að hug- myndin um óefnislega sál sem lifir í eilífri sælu í „sjöunda himni“, nokk- uð sem þýski félagsfræðingurinn Max Weber (1864-1920) kallaði heims-afneitandi ást, hafi minni fæl- ingarmátt þegar málið snýst um dauðslys í umferðinni, en hug- myndir efnishyggjunnar sem alfarið hafnar tilvist óefnislegrar sálar. Til hvers að aka varlega ef ein- staklingsins bíður að loknu dauða- slysi í umferðinni eilíf sæla í faðmi Guðs, sem er einmitt hugmynda- fræðin sem liggur til grundvallar sjálfsmorðsárásum íslamskra hryðjuverkamanna. Árangursríkari leið er að mínu viti að leggja áherslu á að með ábyrgum akstri séum við að verja hið einstaka líf sem hverju okkar er gefið við getn- að og endar fyrir fullt og allt er við deyjum. Fornaldarfrumspeki Umferðarstofu Steindór J. Erlingsson fjallar um sjónvarpsauglýsingar Um- ferðarstofu ’Árangursríkari leið erað mínu viti að leggja áherslu á að með ábyrgum akstri séum við að verja hið ein- staka líf sem hverju okkar er gefið við getn- að og endar fyrir fullt og allt er við deyjum.‘ Steindór J. Erlingsson Höfundur er doktor í vísindasagnfræði. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is TALSMENN smásöluverslunar í landinu hafa vakið á því athygli við ýmis tækifæri undanfarið að kjötskortur sé í landinu. Sem sauðfjárbónda kemur mér þetta spánskt fyrir sjónir. Ég veit ekki betur en ágætt jafnvægi sé á milli framboðs og eftirspurnar á lamba- kjöti. Kannski eiga menn bara við naut, svín og kjúklinga þegar tal- að er um kjöt? Það væri svo sem eftir öðru þegar umræða um ís- lenskan landbúnað er annars veg- ar. Fleira kemur spánskt fyrir sjón- ir en umræða um kjötskort. Aug- lýsingar smásöluverslana eru oft uppspretta áleitinna spurninga. Þannig auglýstu Hagkaup – sem stæra sig af því að landanum finn- ist þar „skemmtilegast að versla“ – tilboð á lambalundum á kr. 2.699 kílóið í byrjun febrúar á þessu ári. Fullt kílóverð Hagkaupa var sagt 3.290 kr. Upp úr miðjum júní auglýsti sama verslun aftur tilboð á lambalundum. Nú var tilboðs- verðið orðið 3.198 kr. á kílóið en fullt verð sagt kr. 3.749. Fullt verð hafði þannig hækkað um tæp 14% frá febrúar og fram í júní. Tilboðsverðið hafði hins vegar hækkað enn meira eða um 18,5%. Ekki kannaðist ég við þessa snörpu hækkun, a.m.k. varð ég hennar ekki var í greiðslum til mín, þannig að ég leitaði mér upp- lýsinga. Hvort Hagkaup kaupa sitt kjöt þar veit ég reyndar ekki en þykist vita að verðbreytingar birgja séu mjög svipaðar, hvar á landinu sem er. Og viti menn! Það kemur í ljós að meðalhækkun á lambalundum frá birgjum til smá- sala á milli fyrsta og annars árs- fjórðungs 2006 nam 6,65%. Hvern- ig urðu þessi 6,65% að 14% eins og hendi væri veifað? Ég efast ekki um að forsvars- menn smásöluverslunar hafi svör á reiðum höndum við þessari sér- kennilegu verðhækkun verði eftir þeim gengið. Í mínum huga er hér hins vegar aðeins á ferðinni enn ein örin frá stóru verslanakeðj- unum í bak bænda. Þetta eru örv- ar úr launsátri. Bændur eru hætt- ir að kippa sér upp við þetta en óneitanlega eru þessar árásir ákaflega lýjandi. Verst er að síendurtekið áreiti af þessum toga slævir dómgreind neytenda. Þeir fá þau skilaboð ljóst og leynt að það séu bændur sem séu að hleypa upp verðlagi í landinu. Það er enda eflaust hinn upphaflegi tilgangur stóru keðj- anna, sem reka 70 verslanir á höf- uðborgarsvæðinu einu. En dæmi hver fyrir sig. ÞÓRARINN I. PÉTURSSON, sauðfjárbóndi, Laufási, Eyjafirði. Vegið að bændum úr launsátri Frá Þórarni I. Péturssyni: Þórarinn I. Pétursson Brýnið það fyrir börnum, að ágætt er BETRA en mjög gott. Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.