Morgunblaðið - 08.08.2006, Page 1

Morgunblaðið - 08.08.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 212. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Öræfaferð byrjandans Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur á Kárahnjúkasvæðinu | Menning Fasteignir | Kaupfélagshúsið við Strandgötu rifið  Spegilmynd verð- ur byggð  Risafífill og turnfífill Íþróttir | Eiður Smári í sókninni  Woods bætti met Nicklaus  Magnús sigraði á Nesinu  Cole í kuldann Máttarstólpi Menningarnætur Menningarnótt 19. ágúst Fasteignir og Íþróttir í dag UNDIRBÚNINGUR djúpborunar- verkefnis á Kröflusvæðinu stendur nú yfir og á næstu vikum verður efnt til útboðs á efni sem þarf til borunar- innar. Að sögn Björns Stefánssonar, deildarstjóra hjá Landsvirkjun, hef- ur fengist vilyrði fyrir fjármunum til verkefnisins frá tveimur erlendum sjóðum, einum bandarískum og ein- um alþjóðlegum. Þá hefur Alcoa lýst yfir áhuga á að koma að verkefninu en sem kunnugt er rituðu Alcoa, rík- isstjórnin og Húsavíkurbær undir viljayfirlýsingu um áframhaldandi rannsóknir á fjárhagslegri hag- kvæmni nýs álvers á Norðurlandi með 250.000 tonna framleiðslugetu á ári í maí síðastliðnum. Viljayfirlýs- ingin fylgdi í kjölfar samkomulags um staðarval fyrir hugsanlegt álver á Bakka við Húsavík. Borun hefst seint á næsta ári eða vorið 2008 Fyrsta djúpborunarholan verður því boruð á Kröflusvæðinu en ekki á Reykjanesi eins og til stóð. Orku- veita Reykjavíkur, Hitaveita Suður- nesja og Orkustofnun fyrir hönd iðn- aðarráðuneytisins standa að verkefninu auk Landsvirkjunar. „Við reiknum með að borun geti hafist annaðhvort mjög seint á næsta ári eða vorið 2008. […] Það er ekki hægt að hefja borun fyrr en við höf- um allt efnið og það fyrsta sem við gerum er því að bjóða það út,“ segir Björn og bendir á að þensla á olíu- markaðnum leiði til lengri af- greiðslutíma á öllu efni. Þannig kunni að taka níu til tólf mánuði að útvega fóðringar og annað efni sem til þarf. Björn segir hugsanlegt að erlendir aðilar verði fengnir til þess að fram- kvæma borunina enda ljóst að Jarð- boranir, eina fyrirtækið hér á landi sem geti tekið slíkt verkefni að sér, hafi mikið að gera fram á næsta ár. Það geti því ekki sinnt verkefninu fyrr en í fyrsta lagi í lok ársins 2007. Kemur vart í stað annarra virkjunarkosta á næstu árum Djúpborunarverkefnið er tilraun til aukinnar orkuöflunar úr háhita- svæðum til raforkuframleiðslu með borun allt að 5 km djúpra holna en hefðbundnar háhitaholur eru flestar 2 til 3 km á dýpt. „Tilgangurinn er að ná í orkurík- ari gufu heldur en hingað til hefur verið virkjuð með því að komast nið- ur á orkuríkari vökva. Þetta er svo- kallaður djúpvökvi en hann er orku- ríkari því hann er bæði heitari og undir meiri þrýstingi heldur en sá vökvi sem hefðbundið er að vinna,“ segir Björn en raforkuframleiðsla úr háhitaholum er að meðaltali um 4–5 MWe á holu en orkuvinnsla úr djúp- vökva gæti samkvæmt hagkvæmni- mati orðið fimm til tíföld sú fram- leiðsla við hagstæð skilyrði. Ein djúp háhitahola gæti þannig jafnast á við tíu meðalholur en er talsvert dýrari í borun samkvæmt upplýsingum á vefsíðu verkefnisins, www.iddp.is. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðn- aðarráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugardag að ef djúpborunaráform tækjust sæmilega væri „búið að brjóta í blað og við komin inn á nýtt land“. Djúpborunarverkefnið er lang- tímarannsóknarverkefni að sögn Björns og ekki öruggt að djúpvökv- inn finnist við þessa borun. „Þó að við fyndum orkuna á eftir að finna út úr því hvernig á að standa að því að nota hana. Þetta kemur því vart í stað annarra virkjunarkosta á næstu fimm til tíu árum.“ Fyrsta djúpborunarholan verður boruð á Kröflusvæðinu við Mývatn Útboð á efni til borunarinn- ar fer fram á næstu vikum Tveir erlendir sjóðir og Alcoa hafa sýnt djúpborunarverkefninu áhuga Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is Morgunblaðið/Birkir Fanndal hektara gróðurlands í Portúgal og á Spáni. Þá eru eldarnir farnir að ógna svæðum í norðaust- urhluta Katalóníu á Spáni, ásamt því að stefna á hina sögufrægu borg Santiago de Compostela. ÍBÚAR þorpsins Aguas Formosas í miðhluta Portúgals safna vatni á meðan eldar loga í skóg- inum umhverfis heimili þeirra. Þrír menn hafa farist í eldunum sem hafa eyðilagt yfir 3.000 Lögregluyfirvöld á Spáni telja að margir eldanna hafi kviknað af mannavöldum, þ.m.t. eldar sem áttu upptök sín nærri manna- byggðum. Reuters Skógareldar farnir að ógna Katalóníu ÞORFINNUR Ómarsson, talsmað- ur norrænu eftirlitssveitanna á Sri Lanka, SLMM, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að framtíð eftirlitsins myndi ráðast á næstu dögum. Hörð átök hafa geisað í norðausturhluta landsins að und- anförnu og um helgina létu 16 starfsmenn franskra hjálpar- samtaka lífið þeg- ar þeir lentu í eld- línu átakanna. „Framtíð sveit- anna mun ráðast af tveimur þátt- um,“ sagði Þor- finnur. „Annars vegar af ástand- inu í landinu á næstu dögum og framhaldi átak- anna og svo hins vegar af fundum Jon Hanssen- Bauer, sáttasemjara Norðmanna, með stríðandi aðilum.“ Sigurður Hrafn Gíslason, aðstoð- aryfirmaður SLMM á Trincomalee- svæðinu, var í för með Ulf Henrics- son, yfirmanni eftirlitssveitanna, þegar herinn hóf loftárásir skammt frá hóp þeirra. „Við vorum á röngum stað á röng- um tíma,“ sagði Sigurður í gær. „Árás hersins var meðvituð en stað- reyndin er sú að við vorum klukku- stund á undan áætlun.“ Svíar, Danir og Finnar hafa þurft að draga sig út úr eftirliti SLMM í kjölfar þess að Evrópusambandið skilgreindi tamílsku Tígrana sem hryðjuverkasamtök í maí og er þess beðið hvort norsk og íslensk stjórn- völd vilji halda því áfram. Framtíð SLMM sögð í uppnámi Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorfinnur Ómarsson Sigurður Hrafn Gíslason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.