Morgunblaðið - 08.08.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.08.2006, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stærsta útihátíð landsins, að frátalinni Menningarnótt í Reykjavík,nálgast nú óðfluga. Fiskidagurinn mikli er næstkomandi laugar-dag. Þá má gera ráð fyrir að um 30.000 manns leggi leið sína tilDalvíkur til að smakka á fiski. Þessi ótrúlega hátíð Dalvíkinga á sér enga hliðstæðu í Íslandssögunni og þykir jafnframt einstök á heimsmælikvarða, enda hafa erlendir fjölmiðlar sýnt Fiskideginum mik- inn áhuga. Þá má náttúrlega segja að hugmyndin hafi verið galin, þegar hún kom fram fyrir sex árum. Hvernig í ósköpunum datt mönnum þetta í hug? Svona gera bara snillingar, en eru þeir ekki stund- um svolítið galnir? Upp úr samræðum nokkurra fiskverkenda á Dalvík varð Fiskidagurinn mikli að veruleika. Dalvíkingar eru stórhuga og ef þeir ákveða að gera eitthvað gera þeir það með stæl. Að gefa 30.000 manns að borða gæti vafizt fyrir mörg- um, en Dalvíkingar eru ekki í vandræðum. Þeir gefa um 10 tonn af fiski á þessum degi. Miðað við verð á fiski út úr búð mætti reikna þetta framlag á um 10 milljónir króna og munar um minna. En það eru ekki peningar sem ráða ferðinni á þessari hátíð. Á Dalvík stendur fiskvinnsla í blóma. Þar er afkastamesta fiskvinnsla landsins og þar eru fjölmörg minni fyrirtæki, sem eru sérhæfð í alls kyns vinnslu og öll flytja þau afurðir sínar út. Dalvíkingar vita vel hve mikilvægur sjávar- útvegurinn er okkur og vilja leggja sitt af mörkum til að hefja hann til þess BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason Fiskidagurinn mikli Að gefa 30.000 manns að borða gæti vafizt fyrir mörgum hjgi@mbl.is vegs og virðingar sem hann á skilið. Með því að bjóða öll- um þessum skara í mat kynna þeir sjávarútveginn og þá miklu þekkingu sem hann býr yfir. Fiskvinnsla á Íslandi er ekkert annað en hágæða matvælavinnsla, sem framleiðir einhverjar beztu og hollustu afurðir, sem fáanlegar eru í heimi. Dalvíkingar leggja mikið á sig við þessa frábæru kynningu á íslenzka fiskinum. Nokkur hundruð sjálfboðaliðar vinna að því að undirbúa mat- arskammtana, sem eru líklega tugir þúsunda. Mikil vinna önnur felst í því að halda hátíðina, sjá um skemmtiatriði, tónleika og margt fleira. Og ekki tekin króna fyrir. Dalvíkingar eru gestrisnir með afbrigðum. Það sýnir nýjungin Fiski- súpukvöldið, sem er eins konar undanfari Fiskidagsins mikla. Þá opna heimamenn heimili sín og bjóða gestum og gangandi í fiskisúpu, hver með sínum hætti. Gert er ráð fyrir því að 50 heimili bjóði upp á súpuna á föstu- dagskvöldinu. Dalvíkingar eiga heiður skilinn fyrir þetta einstaka framtak. Þeir leggja sitt af mörkum til þess að þjóðin átti sig á því hve sjávarútvegurinn er okk- ur mikilvægur. Þeir sýna okkur að útgerð og fiskvinnsla hér á landi er í fararbroddi í veröldinni. Við eigum að vera stolt af sjávarútveginum, en innan hans er að heita má hin eina raunverulega verðmætasköpun sem á sér stað hér á landi. Til hamingju með Fiskidaginn mikla Dalvíkingar. AFKOMA norska fyrirtækisins Cermaq, eins stærsta sjávarútvegs- fyrirtækis heims, var góð á öðrum ársfjórðungi og hefur aldrei verið betri en fyrirtækið birti afkomutölur sl. föstudag. Sérstaklega var afkoman í laxeldishlutanum góð. Starfsemi fyrirtækisins er tvískipt. Cermaq er næststærsti laxeldisfram- leiðandi í heimi (Mainstream) og ann- ar stærsti fóðurframleiðandi heims (Ewos). Félagið rekur laxeldisstöðvar í Kanada, Chíle, Noregi og í Skot- landi. Aðalástæða fyrir góðri afkomu er sögulega hátt heimsmarkaðsverð á laxi, að því er fram kemur í yfirliti greiningardeildar Glitnis. Afkoman í fóðurhlutanum var einnig ágæt á fjórðungnum en framlegðarhlutföll eru þó mun lægri en í laxeldinu. Hagnaður Cermaq-samstæðunnar á öðrum fjórðungi var 242 milljónir norskra króna en var 96 milljónir á sama tímabili í fyrra. Laxaverð hefur aðeins gefið eftir undanfarnar vikur en er samt sem áður mjög hátt. Njóta hás afurðaverðs Eyjamenn mæta með nýjan þjálfara gegn Víkingum Íþróttir á morgun FORMAÐUR og framkvæmdastjóri náttúruverndar- samtakanna Landverndar voru á dögunum viðstaddir ársfund norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldinn var í Færeyjum. Meðal þess sem tekið var fyrir á fund- inum voru málefni sjófugla. „Sjófuglum hefur farið fækkandi mjög víða á Norð- urlöndum. Það má ætla að þetta geti tengst fæðu úr sjó,“ segir Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Land- verndar, og bætir við að á Íslandi megi mögulega rekja ástæðuna til þess hversu lítið er af sandsílum. „Líffræð- ingar hafa rætt um að það geti verið hluti af orsökinni,“ segir hann. Bergur segir að í Noregi veiði menn sandsíli í refa- og laxafóður og þar sé e.t.v. ekki nógu gott lagaumhverfi til að takmarka veiðarnar. „Það þarf engan kvóta til að veiða sandsíli eins og þarf fyrir þorsk og þess háttar. Sandsíli eru mikilvægur fiskur í fæðukeðjunni og það má ekki ganga of nærri stofninum.“ Þegar Bergur er spurður um nauðsyn þess að ræða þessi mál á alþjóðlegum vettvangi tekur hann fram að málefni hafsins séu hnattræn. „Fiskurinn þekkir engin landamæri og því er mikilvægt að álykta um svona mál á alþjóðafundum. Það er sameiginlegt hagsmunamál Norðurlandanna að halda vistkerfinu í Norður- Atlantshafi í lagi og á þessum fundi var t.d. samþykkt áskorun til norrænu ráðherranefndarinnar um að finna út hvers vegna sjófuglum fari fækkandi og koma með einhver úrræði til að koma til móts við vandann,“ segir hann. „Þetta er aðeins hluti af þeim breytingum sem eru að verða á vistkerfinu,“ segir Bergur og útskýrir að ekki sé hægt að líta á fækkun sjófugla sem einangrað vandamál. Mávarnir koma svangir til byggða Er Bergur er spurður að því hvernig standi á því að sjófuglum fari fækkandi á sama tíma og Reykjavík- urborg hefur sagt fjölgun sílamáva stríð á hendur segir Bergur málið ekki vera svo einfalt. „Það er erfitt að full- yrða um hvaða tegundum fari fækkandi og hverjum fjölgandi þótt óhætt sé að fullyrða að það hefur fækkað í sumum stofnum. Varðandi sílamávana þá er fjölgun þeirra í Reykjavík partur af sama vandamáli því að þeir koma inn í borgina til að finna sér eitthvað að éta því þeir finna engin sandsíli á hafi úti,“ segir Bergur. Morgunblaðið/RAX Sjófuglum hefur farið fækkandi víða á Norðurlöndum. Erfitt er að fullyrða um hvaða tegundum fer fækkandi. Sjófuglum fækkar víða SIGRÚN Hannesdótt- ir, eiginkona Ásgeirs Péturssonar, fyrrver- andi sýslumanns í Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu og bæjarfógeta í Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi sunnudaginn 6. ágúst síðastliðinn, á 83. ald- ursári. Sigrún fæddist í Reykjavík 15. október 1923, dóttir Hannesar Kr. Hannessonar, mál- arameistara í Reykjavík, og Guðrún- ar Kristmundsdóttur. Á yngri árum vann Sigrún meðal annars að ljósmyndagerð og sinnti auk þess listbók- bandi sem leikmaður. Sigrún sinnti enn frem- ur um langt skeið fé- lagastörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og samtök kvenfélaga. Sigrún giftist eftirlif- andi eiginmanni sínum 25. maí 1946 og eignuð- ust þau fjögur börn, Guðrúnu, Ingibjörgu, Sigríði og Pétur. Auk þess ólst dóttursonur þeirra, Andrés P. Rúnarsson, upp hjá þeim hjónum. Andlát SIGRÚN HANNESDÓTTIR ÚR VERINU SÓKNARGJÖLD á árinu 2006 hækka um 8,6% og verða kr. 719,91 króna á mánuði fyrir hvern gjald- anda 16 ára og eldri. Alls voru þeir 229.600 1. desember s.l. samkvæmt Hagstofunni. Hver gjaldandi greiðir um 8.639 krónur á árinu og samtals nema gjöldin tæpum tveimur millj- örðum króna. Af því fé fær þjóð- kirkjan greitt frá 192.335 einstak- lingum og upphæðin myndi því nema kr. 1.661.566.678. Til annarra trú- félaga renna samtals 269.864.135 krónur. Utan trúfélaga eru skráðir 6.131 en þeirra sóknargjöld renna til Háskóla Íslands. „Þetta er mjög mikilvæg tekjulind,“ segir Guð- mundur Þór Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri kirkjuráðs. Gjöldin séu svo eini tekjustofn kirkna. Tæpir tveir milljarðar í sóknargjöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.