Morgunblaðið - 08.08.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 11
VESTURLAND
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Hvanneyri | Hinn fyrsta september nk. tekur
Ása Lovísa Aradóttir við nýju starfi prófess-
ors í landgræðslu við Landbúnaðarháskóla
Íslands á Hvanneyri. Hún hefur tekið þátt í
að móta þetta nám fyrir hönd Landgræðslu
ríkisins, en námið er hluti af námsbraut í
skógfræði og landgræðslu. Ása er vistfræð-
ingur með sérhæfingu á sviði landgræðslu-
vistfræði og hefur unnið að rannsóknum á
sviði landgræðslu, skógræktar og landnýt-
ingar hérlendis í meira en tvo áratugi. Síð-
ustu átta árin hefur hún unnið sem sviðsstjóri
rannsóknasviðs Landgræðslu ríkisins. Eig-
inmaður Ásu er Ólafur Arnalds, jarðvegfræð-
ingur og eiga þau börnin Arndísi sem er
framhaldsnemi í verkfræði í Skotlandi og
Guðmund Ara 12 ára.
Doktor í landgræðslu
,,Ég nam líffræði við Háskóla Íslands og
lauk þaðan BS gráðu segir Ása sem síðan fór
til Bandaríkjanna og lauk MS gráðu frá
Montana State University. ,,Ég vann þá hjá
Rannsóknastofnun landbúnaðarins í nokkur
ár en síðan lá leiðin í doktorsnám við Texas
A&M University. Doktorsverkefnið mitt
fjallaði um birki og notkun þess í land-
græðslu en námið var á sviði vistfræði og
landnýtingar með áherslu á landgræðslu. Að
loknu námi vann Ása í tæp átta ár á Rann-
sóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá,
einkum við rannsóknir tengdar land-
græðsluskógrækt og vistfræði birkis og birki-
skóga. Í núverandi starfi hjá Landgræðslunni
hefur hún ásamt samstarfsfólki sínu einkum
stundað rannsóknir á sviði landgræðsluvist-
fræði, til dæmis hvað varðar notkun inn-
lendra tegunda í landgræðslu og áhrif land-
græðsluaðgerða á framvindu gróðurs, þróun
jarðvegs og kolefnisbindingu. Ása segist hafa
verið svo lánsöm að fá tækifæri til að taka
þátt í mótun og undirbúningi Hekluskóga-
verkefnisins, sem gengur út á það að end-
urheimta birkiskóga og víðikjarr á víð-
áttumiklum svæðum í nágrenni Heklu, sem
hún segir vera eitt mest spennandi verkefni á
sviði landgræðslu og skógræktar hérlendis.
Alþjóðleg námskeið í boði
Spurð nánar um landgræðslu segir Ása
hana ná yfir vítt svið og fjalli um það að
stöðva jarðvegseyðingu og endurheimta
sködduð vistkerfi, en einnig að stuðla að sjálf-
bærri nýtingu gróðurs og jarðvegs og koma í
veg fyrir eyðingu þessara náttúruauðlinda.
,,Fólk hefur menntað sig á ýmsum sviðum til
starfa við landgræðslu, svo sem á sviði land-
nýtingar, jarðvegsfræði, vistfræði og öðrum
greinum líffræði og landbúnaðar. Það er ekki
fyrr en á allra síðustu árum sem nokkrir
skólar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Eyja-
álfu hafa farið að bjóða upp á sérstakt nám í
landgræðslu. Ása segir Ísland hafa mikla sér-
stöðu þegar komi að landgræðslu, bæði vegna
þess hve umfang vandans er mikið en einnig
vegna þess að landgræðslustarf stendur á
gömlum merg. ,,Landgræðsla er vaxandi fag
á alþjóðavettvangi vegna örrar hnignunar
landkosta víða um heim og segja má að land-
græðslustarf á Íslandi hafi alþjóðlegt vægi,
ekki síst vegna langrar sögu landgræðslu
hérlendis. Landbúnaðarháskóli Íslands
(LbhÍ) hefur ákveðið að marka sér sérstöðu á
þessu sviði, m.a. í góðri samvinnu við Land-
græðslu ríkisins, bæði með auknum rann-
sóknum og með því að bjóða upp á sérstakt
nám í landgræðslu. Einnig er ætlunin að
kanna möguleika á að bjóða upp á alþjóðleg
námskeið í landgræðslu við skólann. Eitt af
fyrstu skrefum skólans í þessa átt var að aug-
lýsa prófessorsstöðu í landgræðslu. Staðan er
skilgreind sem rannsóknir og kennsla að
jöfnu og því verða rannsóknir áfram stór
hluti af starfi Ásu, sem hefur áhuga á að efla
rannsóknir á sviði landgræðslu við LbhÍ,
enda séu rannsóknirnar grundvöllur að starfi
rannsóknaháskóla.
Námið einstaklingsmiðað
Það var að frumkvæði LbhÍ að stofna til
sérstaks landgræðslunáms og það að stofna
stöðu prófessors á því sviði segir Ása að
marki viss tímamót í sögu landgræðslu hér á
landi. ,,Hingað til hefur ekki verið boðið upp
á sérstakt nám á þessu sviði, aðeins eitt nám-
skeið. Það verður ögrandi að byggja upp
þetta svið við LbhÍ og spennandi að sjá
hvernig tekst til. Ég hlakka til að takast á við
það verkefni og vinna með því öfluga fólki
sem þar er.“
Landgræðslunámið er þriggja ára há-
skólanám þar sem lögð er áhersla á að nem-
endur fái góðan grunn í náttúrufræðum auk
sérhæfingar í landgræðslu og undirstöðu-
greinum hennar. ,,Námið er einstaklings-
miðað og er boðið upp á mikið val, meðal ann-
ars af öðrum námsbrautum skólans, þannig
að nemendur eigi kost á þverfaglegu námi
með mismunandi sérhæfingu eftir áhugasviði.
Til dæmis geta nemendur samþætt land-
græðslu og skógræktaráherslur í sínu námi,
eða bætt við sig þekkingu á sviði landupplýs-
inga, náttúrunýtingar eða stjórnunar. Ása
segir að þörfin fyrir fólk með trausta fag-
þekkingu á sviði landgræðslu hafi verið að
aukast á undanförnum árum, bæði hjá op-
inberum stofnunum, sveitarfélögum og einka-
aðilum. ,,Við munum leitast við að veita nem-
endum góða, þverfaglega menntun sem ég sé
fyrir mér að geti nýst víða í þjóðfélaginu, auk
þess að veita breiðan grunn fyrir fjölbreytt
framhaldsnám. Námið verður einvörðungu í
boði við LbhÍ á Hvanneyri, þar sem Ása
verður með starfsaðstöðu, en hún mun einnig
hafa aðstöðu við starfsstöð skólans á Keldna-
holti.
Spennandi tímar framundan
Landgræðslustarf hér á landi byggist á
gömlum merg. ,,Það er þó mikil deigla í þess-
um málum, bæði hér á landi og erlendis, og
því spennandi tímar framundan. Í ljósi vax-
andi þekkingar eru aðferðirnar sem notaðar
eru við landgræðslustarfið í stöðugri endur-
skoðun. Við endurheimt skemmdra vistkerfa
er oftar en ekki stefnt að því að örva nátt-
úrulega ferla eins og gróðurframvindu og
vaxandi áhersla er á notkun innlendra teg-
unda. Þá er vaxandi áhersla á að samþætta
vistfræðilegar, félagslegar og efnahagslegar
lausnir við viðfangsefni í landgræðslu. Þessi
þróun hefur einnig átt sér stað hér á landi og
ég spái því að hún eigi eftir að vera enn
meira áberandi. Ása bendir á að landgræðsla
í einni eða annarri mynd hafi hlutverki að
gegna við lausn á sumum af þeim stóru um-
hverfismálum sem þjóðir heims glíma við í
dag. ,,Má þar nefna baráttu gegn eyðimerk-
urmyndun, varðveislu og endurheimt líf-
fræðilegs fjölbreytileika og verndun loftslags.
Hröð fagleg þróun og einstakar aðstæður hér
á landi bjóða upp á mikla möguleika fyrir
ungt vísindafólk að hasla sér völl á þessu
sviði. Með námi og rannsóknum í land-
græðslu við LbhÍ eykst bæði geta og vægi
þessara vísinda hér á landi.
Landgræðslunám við Landbúnaðar-
háskólann á Hvanneyri
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur
gve@ismennt.is
Ása L. Aradóttir Doktor í landgræðslu.
MAREL hefur keypt alla hluti í
danska matvælavélaframleiðendan-
um Scanvaegt International og nem-
ur kaupverðið 109,2 milljónum evra,
sem svarar til tæplega 10 milljarða
íslenskra króna.
Í tilkynningu frá Marel segir að
með samruna félaganna tveggja
verði til nýtt og öflugt fyrirtæki á al-
þjóðlegum markaði með heildar-
lausnir fyrir matvælaiðnað, sem
verður vel í stakk búið til að mæta
ýtrustu kröfum markaðarins. Marel
og Scanvaegt séu bæði í fararbroddi
í framleiðslu voga, flokkara, úrbein-
ingar- og snyrtiflæðilína, tölvu-
stýrðra skurðarvéla og öflugs hug-
búnaðar til framleiðslustýringar í
matvælaiðnaði.
Haft er eftir Herði Arnarsyni, for-
stjóra Marel, í tilkynningunni, að
orðspor Scanvaegt sé afar gott og
vörur þess framúrskarandi. „Hér
sameina tveir öflugir aðilar krafta
sína og búa til enn sterkara fyrirtæki
með gríðarlega vaxtarmöguleika.
Við lítum á þetta sem stórt skref við
innleiðingu á stefnu Marel sem til-
kynnt var í febrúar sl. um að vera í
forystu á alþjóðlegum markaði í þró-
un og markaðssetningu á þessu sviði
og þrefalda veltu félagsins á næstu
þremur til fimm árum. Sameinuð
fyrirtækin geta aukið vöruúrvalið,
lækkað kostnað og aukið hagnað
bæði Marel og Scanvaegt þegar
sameiningaráhrifin koma fram að
fullu,“ segir Hörður.
Veltan tvöfaldast á árinu
Velta Marel samstæðunnar mun
aukast um ríflega 100% á árinu 2006
með nýlegum kaupum á breska fyr-
irtækinu AEW Delford og nú með
sameiningunni við Scanvaegt, að því
er segir í tilkynningu félagsins. Þá
segir að búist sé við umtalsverðri
söluaukningu nú þegar nýjar og
spennandi vörur bætast við þær sem
fyrir eru og sölukerfi fyrirtækjanna
sameinast. Fyrirtækin tvö muni
starfa áfram á markaði sem tvær að-
skildar rekstrareiningar með sín eig-
in vörumerki.
Lars Grundtvig, stjórnarformað-
ur Scanvaegt, segir í tilkynningu
Marel að yfirtökur og sameiningar á
þessum markaði hafi leitt af sér æ
stærri fyrirtæki. „Scanvaegt og
Marel verða að stækka líka og ég er
sannfærður um að sameining fyrir-
tækjanna mun leiða til arðvænlegs
vaxtar og þróunar beggja aðila. Ég
vildi sjá þetta gerast svo starfsfólk
Scanvaegt fengi ný tækifæri til að
þroskast og þróast með fyrirtæki
sem hefur mikla möguleika á alþjóð-
legum markaði og jafnframt að
þjóna viðskiptavinum enn betur.“
Lárus Ásgeirsson, framkvæmda-
stjóri sölu- og markaðssviðs Marel,
mun leiða starfsemi Scanvaegt,
ásamt Erik Steffensen núverandi
framkvæmdastjóra og því stjórnun-
arteymi sem þar er. Sigurpáll Jóns-
son, framkvæmdastjóri þjónustu-
sviðs Marel, mun jafnframt bætast í
hóp stjórnenda.
Eignast 18% hlut í Marel
Lars Grundtvig og fjölskylda hans
eignast með þessum viðskiptum 18%
hlut í Marel og verða þriðji stærsti
hluthafi fyrirtækisins.
Scanvaegt var stofnað árið 1932 af
Knud Grundtvig og hefur þar til nú
verið alfarið í eigu og stjórnað af
Grundtvig-fjölskyldunni. Fram-
leiðsla Scanvaegt hefur aðallega far-
ið fram í Danmörku en jafnframt er
það með framleiðslu í Brasilíu.
Hjá Marel-samstæðunni starfa nú
yfir 2.000 starfsmenn, þar af um 350
á Íslandi, um 795 í Danmörku, 380 í
Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30
söluskrifstofum víða um heim.
Landsbankinn hafði umsjón með
ráðgjöf og kaupum á fyrirtækinu.
Marel kaupir danskt fyr-
irtæki fyrir 10 milljarða
Morgunblaðið/Ómar
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn