Morgunblaðið - 08.08.2006, Side 17

Morgunblaðið - 08.08.2006, Side 17
REYKJAVÍKURAKADEMÍAN hefur frá árinu 2000 gefið út tíu smárit í ritröðinni At- vikum. Meginmarkmiðið með útgáfunni er að kynna fyrir Íslendingum nýjar og róttækar hugmyndir með þýðingum og frumsömdum textum. Vonast aðstandendur ritraðarinnar til þess að þannig megi draga fram hræringar í menningarlífi hérlendis sem erlendis og ýta undir umræðu um efni sem tengjast samtím- anum. Rauði þráðurinn póstmódernískur Geir Svansson situr í ritstjórn Atvika og er einn hvatamanna ritraðarinnar. „Margir myndu kalla þann rauða þráð sem liggur í gegnum ritin póstmódernískan,“ segir Geir en bætir við að það sé reyndar nokkuð vafasamt hugtak. „Höfundarnir eru ólíkir og margir þeirra hafna því reyndar opinskátt að fræði þeirra tilheyri einhverri póstmódernískri stefnu. Það er samt engin tilviljun að við byrj- uðum á að gefa út ritgerðir eftir Walter Benjamin, sem tekur fyrir nýja skynjun og hlutverk lista á tímum fjöldaframleiðslunnar. Í kjölfarið kom síðan rit tileinkað Jean Baudrill- ard, sem er þekktur fyrir að skoða veruleikann með svolítið óvenjulegum hætti, segir að hann sé hreinlega horfinn og í stað hans sé kominn eins konar ofurveruleiki sem verði til í miðlum. Svo má nefna höfunda eins og Gilles Deleuze og Félix Guattari en í sjöundu bók Atvika, Heimspeki verðandinnar, setja þeir fram mjög róttæka heimspeki sem gengst við því að vera huglæg. Með öðrum orðum þykjast þeir ekki taka sér stöðu fyrir utan viðfangsefnið og greina það þaðan heldur gangast þeir við því að vera sjálfir óumflýjanlegur hluti af viðfangs- efninu og vilja meina að það eigi við um alla heimspeki og vísindi í raun.“ Ætlað að örva umræðu Atvikaritin eru fyrst og fremst tileinkuð ákveðnum höfundi hverju sinni en einnig hafa verið gefin út þematengd rit. Sem dæmi má nefna bókina Framtíð lýðræðis sem er grein- arflokkur sem Die Zeit birti og Reykjavík- urAkademían fékk leyfi til að gefa út á sama tíma og hann birtist í Þýskalandi. Í ritinu ræða margir frægir fræðimenn framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar og segir Geir það hafa verið heilmikið notað m.a. af Alþingismönnum. Í kjölfar útgáfunnar var haldið stutt málþing og voru fulltrúar íslensku stjórnmálaflokkanna fengnir til að mæta og ræða innihald bók- arinnar. Þetta vill Geir meina að sé ein aðal- hugsunin á bak við útgáfustarfsemina; að örva umræðu. „Það er okkur metnaðarmál að efla kynningu á splunkunýju efni, eins og við gerð- um með Framtíð lýðræðis. Við viljum að ritin séu verkfæri til að skilja umhverfi okkar og breyta því. Það er mikilvægt að halda menn- ingar- og samfélagsrýni lifandi.“ Nýjustu Atvikin, númer níu og tíu í röðinni, eru greinasöfn. Hið fyrra er eftir kanadíska fjölmiðlafræðinginn Marshall McLuhan og það síðara eftir bandarísku fræðikonuna og rithöf- undinn Susan Sontag. „Hér er á ferðinni úrval þýddra greina eftir tvo mikilvæga hugsuði. McLuhan lagði að mörgu leyti grunninn að menningarrýni „hins miðlaða samfélags“. Frægar eru setningar hans um „heimsþorpið“ og fullyrðingar hans um að miðillinn sé merk- ingin. Ritgerðir Sontag eru beittar greiningar á ýmsum fyrirbærum í samfélagi manna. Í einni þeirra fjallar hún m.a. um pyntingarnar í Abu Ghraib-fangelsinu út frá ljósmyndum.“ Eitt af einkennum ritraðarinnar er að í hverju einstaka riti er leitast við að hafa að- gengilegan inngang til að sem flestir geti sett sig inn í það efni sem tekið er fyrir hverju sinni, og einnig er notast við neðanmálsgreinar til að skýra og kynna fræðin. „Stefnan hefur líka verið að hafa bækurnar mjög ódýrar svo að hver sem er geti kippt þeim með sér og gluggað í þær.“ Góðar móttökur Geir segir að mikil vöntun hafi verið á ritum af meiði Atvikaritraðarinnar. „Þegar við byrj- uðum var bókstaflega enginn að kynna svona róttæk fræði, hvað þá markvisst. Nú hafa fleiri hins vegar bæst í hópinn og má þar nefna Ný- hil og Háskólaútgáfuna. Við erum hæstánægð með það enda er þarft að koma af stað um- ræðu um efni sem tengjast samtímanum. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að text- arnir séu aðgengilegir á íslensku. Í slíkar þýð- ingar fer heilmikil vinna ef gagn á að vera af. Útgáfa sem þessi er í raun að stóru leyti sjálf- boðastarf og þess vegna er það fagnaðarefni að fleiri skuli vilja leggja hönd á plóg.“ Í deiglunni Móttökur Atvikaritraðarinnar hafa verið mjög góðar og hafa langflestar bækurnar verið notaðar í kennslu á háksólastigi. Eins segir Geir stoltur frá því að merkja megi áhrif rit- anna á því að hugtök sem þar hafi verið þýdd yfir á íslensku í fyrsta sinn séu mörg hver komin í umferð og búin að festa sig í sessi. Tvö rit eru væntanleg undir merkjum ritrað- arinnar, bæði tileinkuð frönskum hugsuðum. Hið fyrra inniheldur úrval greina eftir franska félagsfræðinginn Pierre Bourdieu og það síð- ara er helgað heimspekingnum Jacques Der- rida og inniheldur meðal annars síðasta viðtalið sem tekið var við hann, en hann lést árið 2004. Ýmislegt annað er í deiglunni en stefnt er að því að gefa út tvö rit árlega. Í núverandi ritstjórn Atvika sitja, auk Geirs, Hjálmar Sveinsson, Jón Ólafsson og Ólöf Gerð- ur Sigfúsdóttir. Menning | Reykjavíkurakademían heldur áfram útgáfu Atvika Örvandi rit um efni tengd samtímanum Morgunblaðið/Jim Smart „Það er okkur metnaðarmál að efla kynningu á splunkunýju efni, eins og við gerðum með Framtíð lýðræðis. Við viljum að ritin séu verkfæri til að skilja umhverfi okkar og breyta því. Það er mikil- vægt að halda menningar- og samfélagsrýni lifandi,“ segir Geir um útgáfu Atvikabókanna. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 17 MENNING Tengsl við tímann: Tíu sneiðmyndir frá aldalokum Ritstjóri: Kristján B. Jónasson (2000). Walter Benjamin: Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar Ritstjóri: Hjálmar Sveinsson (2000). Jean Baudrillard: Frá eftirlíkingu til eyðimerkur Ritstjóri: Geir Svansson (2000). Framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar Ritstjórar: Hjálmar Sveinsson og Irma Erlingsdóttir (2000). Molar og mygla: Um einsögu og glataðan tíma Ritstjórar: Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein (2000). Tíðarandi í aldarbyrjun – Þrettán sviðsmyndir af tímanum Ritstjóri: Þröstur Helgason (2002). Heimspeki verðandinnar Ritstjóri: Geir Svansson (2002). Borgarmynstur: Safn greina í borgarfræði Ritstjórar: Halldór Gíslason og Geir Svansson (2003). Marshall McLuhan: Miðill, áhrif, merking Ritstjóri: Þröstur Helgason (2005). Susan Sontag: Að sjá meira Ritstjóri: Hjálmar Sveinsson (2005). Útgefnar Atvikabækur Nú á tímum er sértekningin ekki lengur fólgin í kortinu, eftirmyndinni, speglinum eða hugtak- inu. Eftirlíkingin er ekki lengur bundin við landsvæðið, hlutstæða veru eða efni. Hún nýtir sér líkönin til framleiðslu á raunveru án uppruna og veruleika: ofurveruleika. (Jean Baudrillard, „Framrás líkneskjanna,“ Frá eftirlíkingu til eyðimerkur, s. 43). Mannkynið dvelur í helli Platóns og virðist lítið hafa lært, því það unir sér enn, af gömlum vana, við eintómar ímyndir sannleikans. (Susan Sontag, „Hellir Platóns,“ Að sjá meira, s. 36). Sagan er skrifuð, en alltaf skrifuð frá sjónarhóli þeirra sem hafa átt sér fastan samastað í nafni heildstæðs ríkisbákns eða að minnsta kosti mögulegs ríkisbákns, jafnvel þegar viðfangs- efnið er flökkufólk og hirðingjar. (Gilles Deleuze og Félix Guattari, „Rísóm,“ Heimspeki verðandinnar, s. 54). Nokkrar tilvitnanir í rit Atvika Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is BÆKUR hafa margvíslegan tilgang. Ég býst við að megintilgangur nýrr- ar bókar þess höfundar, sem nefnir sig Kormák Bragason og í sviga Braga Jósefsson, sé að taka málefni til umræðu frem- ur en að skemmta. Bókina nefnir hann Gáfnaljósið. Vera má þó að henni sé einnig ætlað skemmtigildi. Titill bókarinnar vísar til aðal- persónu hennar, sem er ungur drengur að nafni Guðlaugur. Hann er bráðger umfram aðra að viti og lærdómi. Er sagan einhvers konar þroskasaga hans. Í reynd fjallar skáldsaga þessi þó einungis að litlu leyti um vitsmunaþroska piltsins en í þeim mun meiri mæli um kyn- þroska hans og kynferðislegar at- hafnir. Ég er raunar um hvorugt viss, skemmtigildið og orðræð- ugildið. Gáfnaljósið gerist í smáþorpi um miðja seinustu öld. Meginþráður sögunnar tengist uppgötvun Guð- laugs á kynlífinu frá ellefu ára aldri að unglingsárum, orðræðu þess og kynlífsiðkun hans og félaga af báð- um kynjum. Aðalpersónan fer yfir viðurkennd mörk samfélagsins bæði vegna æsku sinnar og aldurs þeirra sem hann stundar kynlífið með og vegna þess hversu ágengur hann er í því. Á vissan hátt minnir hann á hina nýrómantísku hetju eða ofurmenni sem leyfist að skera á siðferðisbönd vegna yfirburða sinna. Fyrir bragðið verða stúlkurnar og konurnar sem á vegi hans verða honum fyrst og fremst kynferðisleg viðföng. Hinar eldri konur verða viðfang barnsins og unglingsins. Í kynferðislegum at- höfnum þeirra er hann gerandi og þær þolendur enda þótt slík hegðun þeirra sé ekki samfélaginu ásætt- anleg. Höfundur leggur því hér í dálítið vogaða vegferð. Sögur um kynlíf barna eru ávallt dálítið umdeildar og spurningar hljóta alltaf að vakna um af hvaða hvötum þær spretta. Í borgarsamfélagi nútímans er slík orðræða eins konar tabú. Enda er veruleiki kynferðislegrar misbeit- ingar barna býsna dapurlegur. Þetta er raunar nokkuð veigamikið um- ræðuefni Gáfnaljóssins. Vísað er í þessu samhengi til rita Halldórs Laxness, Heimsljóss, Sölku Völku o.fl. og atburðir bókarinnar kallast á við söguheim Nóbelskáldsins. Í þeim verkum Halldórs er sú barnahneigð sem þar kemur fram annars vegar hluti dapurlegra örlaga barns og hins vegar óhamingjusams geranda. Hún er partur af markvissri þjóð- félagsgagnrýni á samfélag sem skapar gróðrarstíu slíkra hörmunga. Allt annað er upp á teningnum í bók Kormáks/Braga. Í henni eru slík þjóðfélagsmál ekki beinlínis tekin til umræðu. Miklu fremur að höfundur sé að velta fyrir sér einstaklingsvilja og rétti einstaklings til að fara sínu fram óháð ytri aðstæðum. Svo er sagan einhvers konar blanda af þorpssögu og ástarlífslýsingum sem sæmt hefðu sér allvel í Eros og Tíg- ulgosanum forðum. Því þykir mér öll umræða sögunnar fremur óljós og raunar erfitt að meta í raun hvert höfundur er að fara með þessari bók. Sagan er að sönnu lipurlega skrif- uð og persónur dregnar upp nokkuð skýrum dráttum en þó ekki eft- irminnilega. En í heild sinni missir hún marks bæði sem skemmtisaga og orðræða. Markmið hennar og til- gangur höfundar eru of óljós. Af gáfna- ljósi og kynlífi BÆKUR Skáldsaga Mostraskegg. 2006 – 309 bls. Gáfnaljósið eftir Kormák Bragason. Skafti Þ. Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.