Morgunblaðið - 08.08.2006, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HINN 26. júní sl. féll dómur í
Héraðsdómi Reykjavíkur í máli
Sjúkraliðafélags Íslands, fyrir
hönd félagsmans, gegn Reykhóla-
hreppi vegna þess hvar sjúkralið-
inn var sniðgenginn á ráðningu og
ófaglærðir ráðnir í staðinn.
Samdægurs var
birt frétt um málið á
vef Sjúkraliðafélags-
ins þar sem dómurinn
var gerður að fagn-
aðarefni og mikilvægi
hans tíundað.
Málinu var svo
fylgt eftir með
greinaskrifum í
Morgunblaðinu næstu
vikur á eftir.
Sjálfur hef ég
kynnt mér málið eftir
því sem best verður
að komist frá báðum
hliðum, þar sem ég
sjálfur er starfandi sjúkraliði hjá
Reykhólahreppi, og get ég ekki
betur séð en að um mjög leiðinlegt
og erfitt mál sé að ræða þar sem
lítið sveitarfélag hefur verið mis-
notað til að fá fram prófmál til
fordæmisgefandi dóms. En hvaða
fordæmi gefur þessi dómur?
Í máli fyrrverandi hjúkrunarfor-
stjóra hjá Reykhólahreppi (Dval-
ar- og hjúkrunarheimilisins
Barmahlíðar) hefur komið fram,
sbr. grein í Morgunblaðinu 16. júlí
sl., að umræddur sjúkraliði hafi
verið meðmælalaus, hafi fengið
ítrekaðar kvartanir undan sér frá
heimilisfólki og hafi verið áminnt-
ur a.m.k tvisvar í starfi á reynslu-
tíma sínum.
Hann hafi einnig á engan hátt
getað lynt við samstafsfólk sitt.
Nú tek ég fram að ég var ekki á
staðnum þegar umræddur sjúkra-
liði starfaði á Barmahlíð en ég hef
persónulega fengið það staðfest
frá heimilisfólki og starfsfólki að
það sem fram komi í áðurnefndri
grein hjúkrunarforstjórans fyrr-
verandi sé eins satt og það getur
verið.
Ég sé því ekki betur en svo að
sjúkraliðanum hafi verið hafnað á
grundvelli vanhæfni og með hag
heimilismanna og heimilisins að
leiðarljósi.
Einnig get ég staðfest það að
fyrrum hjúkrunarforstjóri Barma-
hlíðar hafði mikinn metnað fyrir
því að laða að fleiri faglærða ein-
staklinga á staðinn,
og er ég starfandi þar
nú vegna þess metn-
aðar.
Það er því ekki svo
að sjúkraliðanum hafi
verið hafnað á grun-
velli sparnaðar í laun-
um eða slíks, enda
hefði það að sjálf-
sögðu verið efni til
málaferla að þessu
tagi.
Enn er því spurt
um fordæmið?
Dómurinn, sem
uppfullur er af tilvís-
unum í lögin, tekur ekkert á því
hvort hæfni sjúkraliðans vegi eitt-
hvað við ráðningu eða hæfni hafi
nokkuð vægi almennt.
Ég spyr því hvort hjúkrunarfor-
stjórar séu nú bundnir af því að
velja eingöngu menntaðasta ein-
staklinginn í störf en ekki þann
hæfasta.
Í þessu tilviki sótti aðeins einn
sjúkraliði um starfið en aðrir voru
ófaglærðir.
Sjúkraliðinn hafði áður starfað á
heimilinu og hafði lokið sínum
reynslutíma þar.
Því gat hjúkrunarforstjórinn
metið sjúkraliðan sem sótti um af
eigin reynslu og sú reynsla virðist
ekki hafa verið góð og eins og áð-
ur hefur komið fram var sjúkralið-
inn meðmælalaus.
Því kaus hún að hafna þeim um-
sækjanda. Eftir stóðu því bara
ófaglærðir umsækjendur og
reyndust það því eini kosturinn til
ráðninga.
Þarna sér hver og einn að
menntun sjúkraliðans var á engan
hátt sniðgengin.
Fordæmi dómsins er því al-
slæmt og hreinlega til skammar
fyrir Sjúkraliðafélagið að reka
slíkt mál fyrir dómi. Samkvæmt
dómnum get ég því hagað mér
eins og mér sýnist, brotið að baki
mér allar brýr og fengið svo
Sjúkraliðafélag Íslands til að pota
mér einhvers staðar í vinnu með
einhverju lagamáli.
Þetta er sorglegur dómur fyrir
alla heilbrigðisstéttina og þá sem
aðstoð hennar þurfa því þarna var
mannúð, velferð og hæfni alger-
lega sniðgengin og lítið sveitafélag
misnotað til þess að ná fram for-
dæmi sem ætti ekki að sjást í vel-
ferðarsamfélagi.
Það verður lengi deilt um laga-
bókstafinn en ef þetta er í raun
það sem landslög kveða á um, þarf
einhverju að breyta.
Ég hvet Sjúkraliðafélag Íslands
til þess að gleyma ekki þeirri hug-
sjón sem þarf að fylgja starfi
sjúkraliðans, því siðferði og
ábyrgð sem starfinu fylgir og láta
ekki sveigjanleg álitamál verða til
þess að valda skaða þeim sem ekki
eiga það skilið.
Ég er stoltur af minni menntun
sem sjúkraliði en hæfni mín skal
seint metin af prófskírteininu eða
leyfisbréfinu mínu.
Hún skal metin af því sem ég
sýni í starfi og fæ tækifæri til
þess að sýna.
Umræddur sjúkraliði fékk sitt
tækifæri til þess sama og hrein-
lega nýtti það ekki betur en svo.
Greinarhöfundur vill taka það
fram að það sem fram kemur í
greininni er persónulegt álit hans
og er byggt á viðtölum, yfirlestri á
dómi og persónulegri túlkun. Höf-
undur hefur ekki starfað með um-
ræddum sjúkraliða.
Hafi einhver eitthvað við grein
þess að athuga þætti höfundi vænt
um að fá fyrirspurnir og/eða svör.
Var sjúkraliði
sniðgenginn um
ráðningu?
Birkir Egilsson skrifar um
ráðningu í starf sjúkraliða í
Reykhólahreppi
’Ég sé því ekki beturen svo að sjúkraliðanum
hafi verið hafnað
á grundvelli vanhæfni
og með hag heimilis-
manna og
heimilisins að
leiðarljósi.‘
Birkir
Egilsson
Höfundur er sjúkraliði.
EFTIR að hafa verið á Íslandi í
tæplega eitt ár vekur athygli mína
hversu margir menningarviðburðir
eru í boði fyrir hina 300.000 íbúa
þessa lands og stöðugt fleiri ferða-
menn, sem heimsækja
landið árlega.
Ég dáist að öllum
þessum merku söfn-
um sem er að finna í
hverju sveitarfélagi,
hátíðunum og ekki
síst tónlistarviðburð-
unum. Því miður
finnst mér oft að þeir
viðburðir sem eiga
sér stað utan Reykja-
víkur veki litla at-
hygli hjá fjölmiðlum
og fréttir af þeim
berist seint.
Ég er nýkomin frá
Húsavík þar sem ég tók þátt í
Mæru- og sænskum dögum. Þar
var alltaf eitthvað um að vera frá
morgni til kvölds, eins og t.d. sigl-
inga- og akróbatikskóli fyrir börn,
harmonikuleikarar frá Svíþjóð og
Íslandi, barnahljómsveitir, djass,
blús, afrískur trumbusláttur,
hvalaskoðun, grill, veiðikeppni,
sænskur matur, golfkeppni og
„kubb“ (leikur sem allir geta tekið
þátt í) svo dæmi séu tekin um
þessa skemmtilegu fjölskylduhá-
tíð.
Fyrirlestrar voru fluttir um
sænska húsagerðarlist, um Dag
Hammarskjöld og um ferð vík-
ingaskips til Svarta-
hafs. Bæta má við, að
nýtt víkingaskip verð-
ur smíðað, en því er
ætlað að sigla til Vín-
lands með viðkomu á
Húsavík eftir nokkur
ár!
Forsetinn opnaði á
ný hluta af sænsku
glerlistarsýningunni
sem Carl Gustaf XVI.
afhenti fyrir tveimur
árum og hafði á orði,
að um merka og höfð-
inglega vinargjöf
hefði verið að ræða.
Við sama tækifæri var nýr ræð-
ismaður Svíþjóðar kynntur, en
umdæmi hans nær yfir Norð-
urþing og Akureyri. Mér vitanlega
er þetta fyrsti ræðismaðurinn,
sem er búsettur á Húsavík.
Sænsku atriðin voru viðurkenning
til Svíþjóðarsonarins Garðars
Svavarssonar, en hann var fyrstur
til að byggja hús í Húsavík og
uppgötva að landið var eyja í
kringum árið 870.
Utanríkisráðherrann, Valgerður
Sverrisdóttir, tók þátt í miðnæt-
urferð með Náttfara til víkurinnar
sem ber nafn hans ásamt mörgum
Húsvíkingum.
Ég vona, að Morgunblaðið og
aðrir fréttamiðlar sjái ástæðu til
að skoða glerlistarsýninguna, sem
er í Safnahúsinu á Húsavík og var
opin til 7. ágúst, einnig að ræða
við nýju sveitarstjórnina um ár-
angursríka Mæru- og sænska
daga, en ákveðið hefur verið að
halda þá framvegis á hverju ári til
að efla tengslin milli Íslands og
Svíþjóðar.
Flestir menningarviðburðir á
Íslandi miðað við höfðatölu
Madeleine Ströje Wilkens
skrifar um menningarviðburði
á Húsavík ’Ég dáist að öllumþessum merku söfnum
sem er að finna
í hverju sveitarfélagi,
hátíðunum og ekk
síst tónlistarviðburð-
unum.‘
Madeleine Ströje
Wilkens
Höfundur er sendiherra Svíþjóðar.
„Við munum hækka laun okkar
sem bæjarfulltrúa um 350% ef við
náum setu í meirihluta bæj-
arstjórnar.“
Var þetta nokkuð á stefnuskrám
flokka í kosningum í vor? Í bæj-
arráði Fjallabyggðar þann 27/7
voru samþykktar greiðslur fyrir
nefndarstörf bæj-
arstjórnar og þar
kemur í ljós þvílík
grímulaus græðgi að
engu tali tekur. Sett-
ur bæjarstjóri, Þor-
steinn Ásgeirsson,
jafnframt forseti
bæjarstjórnar, lagði
fram tillögu sem fól í
sér að föst laun hans
sem forseta bæj-
arstjórnar hækkuðu
um 350% ef miðað er
við laun forseta bæj-
arstjórnar Siglu-
fjarðar áður.
Með sameiningu
sveitarfélaganna áttu
að sparast verulegar
upphæðir með fækk-
un nefndarmanna og
bæjarfulltrúa.
Með þeirri hækkun
sem bæjarráð hefur
nú samþykkt á
nefndarlaunum er ljóst að engir
fjármunir sparast, launagreiðslur
til nefndarmanna munu ekki
lækka heldur verða mun hærri
heldur en samanlagt í báðum
sveitarfélögunum áður!
Hvað gengur fólkinu til?
Tökum sem dæmi formann bæj-
arráðs Fjallabyggðar sem hugs-
anlega fundar fjórum sinnum í
mánuði í bæjarráði.
Samanburður á mánaðarlaunum
bæjarráðsfulltrúa, formanns bæj-
arráðs og forseta bæjarstjórnar
Fjallabyggðar nú og Siglufjarð-
arkaupstaðar áður sýnir eftirfar-
andi:
Formaður bæjarráðs nú,
Jónína Magnúsdóttir
Föst laun kr. 80.000
Fjórir fundir kr. 80.000
Sími kr. 10.000
Samtals kr. 170.000
Formaður bæjarráðs áður,
Ólafur Kárason
Föst laun kr. 20.000
4 fundir kr. 32.000
Sími kr. 0
Samtals kr. 52.000
Hækkunin er kr. 118.000 á mán-
uði eða 327%
Forseti bæjarstj. nú,
Þorsteinn Ásgeirsson
Föst laun kr. 100.000
1 fundur kr. 25.000
Sími kr. 10.000
Samtals kr. 135.000
Forseti bæjarstj.áður,
Guðný Pálsdóttir
Föst laun kr. 30.000
1 fundur kr. 8.000
Sími kr. 0
Samtals kr. 38.000
Hækkunin er kr. 97.000 á mán-
uði eða 355%
Bæjarráðsfulltrúi nú,
Hermann Einarsson
Föst laun kr. 65.000
4 fundir kr. 60.000
Sími kr. 0
Samtals kr. 135.000
Bæjarráðsfulltrúi áður,
Skarphéðinn Guðmundsson
Föst laun kr. 10.000
4 fundir kr. 32.000
Sími kr. 0
Samtals kr. 42.000
Hækkunin er kr. 93.000 á mán-
uði eða 321%
Hækkun um ríflega 300% þætti
líklega fullboðleg öðrum starfs-
mönnum Fjallabyggðar.
Föst laun formanns bæjarráðs
hækka um 400% frá því sem áður
var í bæjarráði Siglufjarðar, föst
laun bæjarráðsfulltrúa um 650%
og bjóði nú aðrir betur í launa-
hækkunum! Formaður bæjarráðs
þiggur ríflega 2 milljónir króna á
ári nú sem er hærri upphæð en
allt bæjarráð Siglufjarðar þáði á
ári í síðustu bæjarstjórn.
Ekki nóg með að hækkunin sé
frá 300–500% heldur er það aðeins
bæjarráð sem tekur þessa ákvörð-
un, ekki bæjarstjórn eins og venja
er með svo miklar fjárhagslegar
skuldbindingar. Það
er semsagt 3 manna
bæjarráð með Þor-
stein Ásgeirsson sett-
an bæjarstjóra í far-
arbroddi sem tekur
ákvörðun um þessa
sjálftöku á almannafé.
Var ætlunin sú að
menn hefðu af störf-
um sínum sem bæj-
arfulltrúar mun hærri
mánaðarlaun en
verkamannalaun í
hærri kantinum? Var
ætlunin sú að bæj-
arfulltrúar sem hugs-
anlega hafa verið at-
vinnulausir séu nú
komnir í fullt starf og
þiggi laun fyrir af
fjármunum útsvars-
greiðenda?
Skólastjórinn
kannski svarar því
hvað hann er að bjóða
nýjum kennurum í föst laun á
mánuði þegar hann sjálfur tekur
sér kr. 200.000 í laun fyrir starf
sitt í bæjarráði og ákveður laun
sín sjálfur! Birkir Jónsson alþing-
ismaður upplýsir okkur kannski
um hversu mikið hann tekur sér
nú í laun ofan á þingmennskuna á
sama tíma og hann í landsstjórn-
armeirihluta reynir að kveða niður
þensluna hjá sveitarfélögunum!
Kannski forseti bæjarstjórnar og
settur bæjarstjóri, Þorsteinn Ás-
geirsson, upplýsi hvað hann þigg-
ur í laun samanlagt þann tíma
sem hann gegnir störfum bæj-
arstjóra, aðalbókara og forseta
bæjarstjórnar?
Ég hef ávallt tekið undir það að
bæjarfulltrúar eiga ekki að þurfa
að bera kostnað af sínum störfum,
hvort sem er vegna vinnutaps eða
annars og nauðsynlegt er að bæj-
arfulltrúar fái sanngjarna umbun
fyrir sín störf en fyrr má nú rota
en dauðrota.
Ástæða var til að hækka þessar
greiðslur en er nú ekki verið að
seilast full djúpt í vasa útsvars-
greiðenda.
Bæjarfulltrúar hafa hingað til
verið í annarri vinnu í fullu starfi
og því hefur ekki þótt eðlilegt að
þeir þiggi laun sem þeir væru at-
vinnustjórnmálamenn. Það hefur
nú breyst.
Ef vera skyldi að Fjallabyggð
eigi fjárhagslega kröfu á einhvern
bæjarfulltrúa þá gefst a.m.k. kjör-
ið tækifæri til þess nú að viðkom-
andi geri þær kröfur upp með
launum sínum.
Því miður lofar fjármálastefna
nýrrar bæjarstjórnar Fjallabyggð-
ar ekki góðu þegar byrjað er á því
að maka krókinn eins veglega og
gert hefur verið með þessum
hækkunum á launum bæjarfull-
trúa.
Við sameiningu sveitarfélaganna
áttu að sparast fjármunir með
sameiningu nefnda og fækkun full-
trúa en nú hefur það gerst að
kostnaður vegna þessa verður
mun hærri heldur en í báðum
sveitarfélögunum til samans áður!
Hvaða endemis snillingar stjórna
svona ákvörðunum.
Sem fyrrverandi íbúi Siglu-
fjarðar skora ég á íbúa Fjalla-
byggðar að láta þetta ekki yfir sig
ganga hávaðalaust og hvetja bæj-
arfulltrúa til þess að endurskoða
þessa ákvörðun.
Fjármálafjör í
Fjallabyggð
Þórir Hákonarson fjallar
um laun bæjarfulltrúa
Þórir
Hákonarson
’… þar kemur í ljós þvílík
grímulaus
græðgi að engu
tali tekur.‘
Höfundur er fyrrverandi
skrifstofustjóri.