Morgunblaðið - 08.08.2006, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 21
UMRÆÐAN
HUGURINN BER ÞIG
AÐEINS HÁLFA LEIÐ
* Verð á mann í tvíbýli. Innifalið í verði: Flug, gisting í 10 nætur á Alden Beach Resort á St. Petersburg og ein nótt á Florida Mall hótelinu
á leiðinni heim, íslensk fararstjórn, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Munið ferðaávísunina frá Master Card. Takmarkað sætaframboð.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E3
36
83
08
/2
00
6
+ Nánari upplýsingar á icelandair.is/serferdir
Hafið samband við hópadeild í 50 50 406 eða hopar@icelandair.is
SÓLSKINSRÍKIÐ FLORIDA ER PARADÍS ELDRI BORGARA.
Í ferðunum verður margvíslegt í boði til skemmtunar
og hressingar, morgunhreyfing, gönguferðir, skoðunarferðir,
félagsvist og bingó og ferðafélögum gefst kostur á að fara
saman út að borða.
Flug og gisting í 11 nætur.
Verð: 104.360 kr. á mann í tvíbýli.*
7.–18. nóvember, fararstjóri Þráinn Þorleifsson.
Vildarpunktar
Ferðaávísun gildir
ELDRI BORGARAR
FLORIDA - ST. PETERSBURG
ÞAÐ getur hent blaðamenn að
falla fyrir lygum og blekkingum.
Enda er heilmiklu dreift um heiminn
af slíku efni sem er einmitt ætlað til
þess að fela hið sanna og sá efasemd-
arfræjum í brjósti almennings í mál-
um sem deilt er um. Nasistar beittu
þessari list, ráðmenn Sovétríkjanna,
stjórn Kína, stjórnvöld í Bandaríkj-
unum og fleiri hafa beitt lygi og hálf-
sannleik þegar þeim hefur þótt það
henta.
Stjórnvöld í Ísrael eru ákaflega
dugleg á þessu sviði.
Enda mikil þörf á slíku hjá ríki
sem hefur allt frá stofnun (1948)
stundað landrán, kúgað og drepið
þúsundir manna, hundsað alþjóðalög
og byggt upp herveldi sem engu eir-
ir. Með lygalistinni hefur þeim tekist
að telja mörgum trú um að við-
brögðin hjá þeim, sem eru rændir
landi sínu, horfa á fjölskylduna
drepna eða fangelsaða og heimilin
lögð í rúst, eru sviptir öllum mann-
réttindum og möguleikum á lífs-
afkomu, séu orsök ástandsins.
Skólabókardæmi
Staksteinar Morgunblaðsins 2.
ágúst sl. eru skólabókardæmi um
það hvernig öllu hefur verið snúið á
haus í huga þess sem þar ritar. Þar
er vitnað í bók eftir Bandaríkja-
manninn Alan Dershowitz sem segir
að Arafat hafi hafnað stórkostlegu
tilboði Baraks, forsætisráðherra Ísr-
aels, um að skila 95% af herteknu
svæðunum, greiða skaðabætur fyrir
hernám og viðurkenna sjálfstætt
ríki Palestínumanna með höfuðborg
í Jerúsalem o.fl. En í stað þess að
taka þessu kostaboði þá hafi Arafat
fyrirskipað stríð og blóðsúthellingar
og kaldrifjaður reiknað það út að
sökinni á ástandinu yrði varpað á
Ísrael.
Staksteinar velta sér síðan upp úr
þessum staðhæfingum Alans og
varpa fram getgátu um að Palest-
ínumenn og Hizbollah séu að end-
urtaka leikinn, þ.e. að hefja árásir á
Ísraela og vonast til þess að um-
heimurinn fordæmi þá þegar þeir
svari árásunum.
Raunverulegt innihald tilboðsins
Þekking Staksteina á tilboði Bar-
aks ristir ekki djúpt. Alan Dersho-
witz segir ekki frá því að tilboðið
gerði ráð fyrir að hið „sjálfstæða“
ríki Palestínumanna innihéldi 69
ólöglegar landtökubyggðir, sem
skera sundur land þeim ætlað.
Hvernig litist blaðamönnum Morg-
unblaðsins sem búa í Vesturbænum
á að verða að fara fyrst upp á Kjal-
arnes til þess að komast í vinnuna
við Rauðavatn? Þannig er staða Pal-
estínumanna í dag og þannig var
hluti af tilboði Baraks, hernámið
héldi áfram með margvíslegum
hindrunum á ferðafrelsi Palest-
ínumanna.
Yfirráð landamæra hins nýja „rík-
is“ yrðu í höndum Ísraela og stjórn
vatnsbirgða sömuleiðis. Ísraelar
ætluðu ekki að fylgja samþykktum
SÞ um að draga sig frá öllum her-
teknum svæðum. Ísraelar ætluðu að
ráða áfram yfir megninu af Jórd-
andalnum og ætluðu að eiga rétt á
því að fara með her inn í land Palest-
ínumanna hvenær sem þeim þókn-
aðist. Í landi Palestínumanna yrðu
áfram vegir sem eingöngu væru ætl-
aðir landtökumönnum. Loforðið um
að skila 95% af herteknu landi var
því svipað því að þjófur myndi skila
hluta þýfis en áskilja sér allan rétt
varðandi það hvernig réttmætur eig-
andi nýtti eignir sínar framvegis.
Tilboðið var blekking
Hið „rausnarlega“ tilboð var ekk-
ert nema tilraun til að staðfesta
landrán og koma á „friði“ á kostnað
Palestínumanna. Ísraelar vissu fyr-
irfram að Arafat og hans menn
myndu aldrei geta samþykkt slíkt
tilboð. Þess vegna var svo mikilvægt
fyrir Ísraela að láta líta svo út að það
hefði verið Arafat sem hefði slitið
viðræðunum og fyrirskipað sjálfs-
morðsárásir. Staðreyndin er hins
vegar sú að það var Barak sem sleit
þeim 2001 er hann aflýsti fundi með
Arafat í borginni Taba í Egypta-
landi, en þar höfðu samningamenn
Palestínumanna og Ísr-
aela setið á fundum sem
virtust skila árangri.
Skömmu síðar tapaði
Barak í kosningum og
Sharon komst til valda.
Arafat var lýstur óal-
andi og óferjandi, Shar-
on fór í hina frægu ferð
sína til Al-Aqsa-
moskunnar og allt fór í
bál og brand.
Um allt þetta vitna
reyndir blaðamenn og
samningamenn frá
Bandaríkjunum, Ísrael,
Bretlandi og fleiri löndum, m.a.
menn sem voru viðstaddir at-
burðina. Fræðimenn sem hafa skoð-
að atburðarásina komust að því að
tilboð Ísraela var blekking. Ég nefni
hér nokkur nöfn þessara manna til
þess að menn átti sig
á því að hér eru ekki
einhverjir ómerk-
ingar á ferð: Yoav Pe-
led, sem kennir
stjórnmálafræði við
háskólann í Tel Aviv,
Jude Wanniski, fv. að-
stoðarritstjóri The
Wall Street Journal,
Amira Hass, blaða-
maður í Ísrael, Ro-
bert Malley, aðstoð-
armaður Clintons og
þátttakandi í Camp
David II-samning-
unum f.h. BNA, Menahem Klein,
stjórnmálafræðingur í Ísrael, og Uri
Avnery, ísraelskur þingmaður. Og
Mitchell-nefndin sem starfaði á veg-
um Bandaríkjastjórnar komst að
þeirri niðurstöðu að það var ekki
Arafat sem kom stríðinu af stað,
þvert á móti reyndi hann allt sem
hann gat til þess að afstýra átökum.
Um þetta má fræðast á netinu.
Skylda blaðamanna
Það er skylda blaðamanna að
kynna sér vel viðfangsefni sín.
Staksteinar eru á ábyrgð rit-
stjórnar Morgunblaðsins, eins út-
breiddasta fjölmiðils landsins.
Því verður að gera miklar kröfur
til þeirra sem þar tjá sig, þeir geta
ekki leyft sér að fjalla af vanþekk-
ingu um málefni sem hafa kostað svo
mörg mannslíf og slíkar þjáningar
að það er ofvaxið skilningi venju-
legra Íslendinga.
Hjálmtýr Heiðdal gerir
athugasemd við Staksteina
Morgunblaðsins.
’Það er skylda blaða-manna að kynna sér vel
viðfangsefni sín.‘ Hjálmtýr
Heiðdal
Höfundur er
kvikmyndagerðarmaður.
Staksteinar falla
í gildru