Morgunblaðið - 08.08.2006, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Laufey Einarsdóttir fæddist áDjúpalæk í Skeggjastaða-
hreppi 24. janúar 1910. Hún lést á
Sundabúð á Vopnafirði 17. febr-
úar síðastliðinn. Foreldrar henn-
ar voru Einar Vilhjálmur Eiríks-
son, f. 28.4. 1871, d. 9.4. 1937, og
fyrri kona hans, Sigurlaug Alex-
andersdóttir, f. 11.8. 1871, d. 6.1.
1913. Seinni kona Einars var
Gunnþórunn Jónasdóttir, f. 26.2.
1895, d. 6.3. 1965. Alsystkini Lauf-
eyjar voru Sigríður, Þórarinn,
Anna Sigríður, Ljótunn Sigríður,
Sigurður Andrés, Steinþór og Al-
exander. Þau eru öll látin. Hálf-
systkini Laufeyjar, samfeðra,
voru Hilmar Sigþór, Kristján frá
Djúpalæk og Eiríkur, sem allir
eru látnir, en eftirlifandi hálf-
systkin eru Aðalheiður, Bergljót
og Þórhallur. Laufey ólst upp á
Djúpalæk en var bústýra á
Bjarmalandi frá 1938, fyrst hjá
bróður sínum en síðustu árin bjó
hún ein á Bjarmalandi.
Laufey var jarðsungin frá
Skeggjastaðakirkju 24. febrúar.
Mig langar til að minnast Lauf-
eyjar frænku minnar með örfáum
orðum, þó að hún þakki mér það
líklega ekki því hún vildi aldrei
vera mikið í sviðsljósinu.
Laufey fæddist í torfbændum á
Djúpalæk árið 1910 og var aðeins
tæplega þriggja ára þegar móðir
hennar lést. Fjögur systkini henn-
ar höfðu þá látist ung. Systkini
Laufeyjar sem upp komust voru:
Þórarinn, bóndi á Djúpalæk, d.
1955; Sigurður Andrés, bóndi á
Bjarmalandi, d. 1987; og Steinþór,
bóndi og kennari á Djúpalæk og
víðar, seinna skólastjóri á Kirkju-
mel í Norðfirði, d. 1952.
Faðir Laufeyjar kvæntist aftur
og eignaðist hún sex hálfsystkin,
en eitt þeirra dó ungt. Laufey átti
ekki kost á skólagöngu, þar sem
aðstæður buðu ekki upp á slíkt, en
hún var skarpgreind, vel lesin og
fylgdist vel með öllu. Hún stóð fyr-
ir búi hjá Sigurði bróður sínum á
Bjarmalandi, en Bjarmaland var
nýbýli frá Djúpalæk. Laufey
hjúkraði Sigurði heima síðustu
mánuðina í lífi hans og eftir lát
hans bjó hún ein á Bjarmalandi.
Laufey gerði ekki víðreist um
dagana. Hún fór þó til Reykjavík-
ur og Akureyrar í lækniserindum
en best þótti henni að vera heima
og þangað þráði hún alltaf að fara.
Eftir mjaðmagrindarbrot fór hún á
Sundabúð í Vopnafirði í september
2002 og átti góð ár þar þó heilsan
væri ekki alltaf upp á það besta,
sbr. þessa vísu sem hún orti:
Hrakar bæði heyrn og sjón,
sem hafa starfi skilað.
Heilsu minni tel ég tjón
að toppstykkið er bilað.
Laufey kunni ógrynni af ljóðum
og var Davíð Stefánsson í miklu
uppáhaldi hjá henni. Í mörg ár var
farskóli í litla húsinu á Bjarma-
landi. Þá bjó kennarinn þar og oft
eitthvað af skólabörnum líka og
voru þá allir í fæði hjá Laufeyju.
Svo voru haldin böll í kjallaranum
og fundir líka þannig að í nógu var
að snúast hjá húsfreyjunni. Hún
naut þess að syngja við vinnu sína
og gerði það óspart, bjó þá oft
sjálf til lög við textana sem hún
kunni. Einnig gat hún sett saman
vísur, en var ekkert að flíka því.
Ég kom fyrst til sumardvalar á
Bjarmalandi 1959, þá níu ára göm-
ul, en hafði áður verið á Djúpalæk
fimm og sex ára og þá kom ég oft
til Laufeyjar og Sigga og fékk smá
aukabita hjá Laufeyju. Mörg
systkinabörn þeirra voru í sum-
ardvöl á Bjarmalandi ásamt fleiri
krökkum því í nógu var að snúast í
sauðburði og heyskap, þau voru
með margt fé og kýr fyrir heimilið.
Ég var þarna í fimm sumur og lík-
aði vel þó mér fyndist ekki allt
jafn skemmtilegt sem ég átti að
gera. Mér leiddist sérstaklega að
raka skítinn af túninu og bera
hann í burtu í pokum. Þá lagðist
ég oft niður og orgaði hátt, en þá
minntist ég orða Laufeyjar: „Sá
sem ekki nennir að vinna, hann á
engan mat að fá.“ Það fannst mér
ekki gott svo maður lét sig hafa
það að klára verkið. Ég skrifaði
henni alltaf jólabréf og þótti henni
mjög gaman að fá fréttir af mínu
fólki. Laufey kom einu sinni til
mín í heimsókn í Höfða og hafði
gaman af.
Laufey var mjög létt á fæti og
hljóp oftast við fót, hún setti niður
kartöflur niður við sjó og hafði
talsvert fyrir þeirri ræktun sem og
öðru sem hún var að brasa við, því
ekki var þægindunum fyrir að fara
á Bjarmalandi. Hún var mikil
blómakona og naut þess að sjá þau
blómstra. Alltaf var vel tekið á
móti gestum og ævinlega átti
Laufey eitthvað gott með kaffinu.
En nú hefur Laufey frænka mín
kvatt fyrir fullt og allt og enginn
tekur á móti fólki á Bjarmalandi
lengur. Ég minnist þeirra systkina
Sigga og Laufeyjar með þökk.
Megi þau hvíla í friði.
Það er við hæfi að ljúka þessu
með ljóði sem var í miklu uppá-
haldi hjá Laufeyju.
Úti það grær á víðavangi.
Veikur leggur krónu ber.
Vekur mann af vanans gangi.
Viðkvæmni um hugann fer.
Dýrðlegt tákn um drottins mildi,
draumlynd sál við grýttan svörð.
Himinblámans blæju reifað,
við brjóst þitt fóstrað, móðir jörð.
Eins og barn að blíðri móður
blöð það réttir sólu mót.
Hljómar dagsins ástaróður.
Orku teygar blómsins rót.
Í ástarvímu, ef frítt það færir
fljóð að barmi unnustans,
það dregur sig með duldu afli
deyjandi að brjósti hans.
Þegar undir sólin sígur,
sveipast jörð í rökkurfeld.
Tárdögg blómsins titrar, hnígur,
tregar dagsins horfna eld.
Mót himni lyftir blöðum bláum,
bærist hægt í kvöldsins þey.
Angurvært af hrelldu hjarta
hvíslar: Drottinn, gleym mér ei.
(Kristján frá Djúpalæk)
Þórdís G. Þórhallsdóttir.
Hún Laufey Einarsdóttir, vin-
kona mín er dáin. Mig langar til að
minnast hennar með fáeinum orð-
um þar sem ég verð fjarri þegar
hún verður jarðsett. Ef ég man
rétt þá varð hún 96 ára í janúar
síðastliðnum. Lengi var hún búin
að þrá það að fá að fara. Hún
sagðist ekkert skilja í almættinu
að halda í svona hró eins og hana.
Ég kynntist Laufeyju fyrir um
12 árum þegar ég var í nokkur ár
skólastjóri á Bakkafirði. Mér
fannst ég lánsöm að kynnast
henni. Hún auðgaði anda minn og
fræddi mig mikið um liðna tíð. Það
var hægt að ræða við hana um
margvísleg málefni líðandi stundar
enda þótt hún væri að sumu leyti
bundin skoðunum sinnar kynslóð-
ar.
Henni þótti t.d. ótækt að konur
gegndu einhverjum embættum en
vandist þó þeirri hugsun. Konur
áttu að giftast og ekki að fara frá
mönnum sínum því að þeir áttu að
vinna útiverkin en ekki tefja sig á
eldhússtörfum. Samt giftist hún
aldrei. Ég spurði hana einhvern
tíma að því hvers vegna hún hefði
ekki gifst. Svarið var á þá leið að
hún hafði ekki séð ástæðu til að
verða undirgefin einhverjum
manni. Aftur á móti sá hún lengst
af um heimilið fyrir einn af bræðr-
um sínum.
Laufeyju þótti líka óþarfi að
fara að heiman og gerði það sjald-
an ótilneydd. Nokkrum sinnum
fékk ég hana þó til að koma með
mér í heimsókn til sameiginlegra
vina í sveitinni eða þorpinu en það
var ekki auðvelt að fá hana til
þess. Henni þótti þó gaman þegar
hún var komin af stað. Einu sinni
fór hún með mér til Akureyrar
þennan tíma sem ég var á Bakka-
firði. Það kom ekki til af góðu, hún
þurfti að fara á spítala.
Myndir af ættingjum Laufeyjar
prýddu heimilið og var hún stolt af
sínum en ef einhver vildi ná mynd
af henni færðist hún undan eða
brást ókvæða við. Margir, bæði
vinir og ættingjar, urðu til þess að
heimsækja þessa smávöxnu konu
sem hafði sterkar skoðanir á ýms-
um málefnum. Enginn kom þar án
þess að bornar væru á borð miklar
veitingar. Henni þótti hneisa ef
hún gat ekki haft fleiri en sex sort-
ir með kaffinu. Alveg sama hvern-
ig maldað var í móinn og minnt á
að fólk væri ekki svangt nú til
dags þótt á ferðalagi væri. Ef hún
fékk ekki að laga kaffi þá kom hún
með konfekt eða ávexti og rjóma.
Alltaf var hreint og fínt hjá
Laufeyju þótt Djúpilækurinn væri
stundum að stríða henni og gæfi
ekki mikið rennsli í krana hússins.
Líklega hefur hún verið komin um
nírætt þegar hún loks þáði aðstoð
við þrif. Það var stuttu áður en
hún varð að flytja á Sundabúð þar
sem hún dvaldi síðustu árin. Hún
vildi helst fá að vera áfram á
Bjarmalandi, vildi vera sjálfrar sín
herra, og átti erfitt með að sætta
sig við að þurfa að fara þaðan. Það
skildi ég svo mæta vel en heilsu
hennar hrakaði svo mikið síðustu
árin að útilokað var fyrir hana að
vera heima. Ég hitti hana árlega
og alltaf þekkti hún mig enda þótt
svo langur tími liði á milli heim-
sókna.
Núna er Laufey laus við lífsins
þrautir og andi hennar svífur á
Bjarmalandi við Djúpalækinn. Guð
varðveiti hana.
Valbjörg Jónsdóttir.
LAUFEY
EINARSDÓTTIR
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Það er dýrmætt að
eignast góða vini, en
gæfa þegar vináttan
endist stóran hluta æv-
innar. Slíkur eðalvinur
var Árni Heimir, sem ég kveð nú.
Árna kynntist ég sumarið 1958, þá
nýfluttur á Selfoss þar sem Árni og
fjölskylda hans bjuggu. Við vorum
jafnaldrar og fylgdumst að í skóla og
sumarvinnu. Í heimavist Menntaskól-
ans á Laugarvatni deildum við her-
bergi fjóra vetur. Í Háskóla Íslands las
Árni líffræði en ég verkfræði, en við
hittumst oft og voru þá iðulega fleiri fé-
lagar frá Laugarvatni með.
Það er fyrst í framhaldsnámi sem
leiðir skilur tímabundið þegar Árni fór
til náms í Newcastle í Englandi en ég
til Lundar í Svíþjóð. Tvisvar á fjórum
árum heimsótti ég þó Árna til Eng-
lands og þá var kátt í bæ.
Þegar framhaldsnámi lauk jukust
samskiptin á ný. Við settumst báðir að
í Reykjavík, Árni á Kárastíg þá orðinn
kennari við Menntaskólann í Reykja-
vík, en ég fljótlega í grennd við hann á
Grettisgötunni. Reglulega var farið í
gönguferðir og veiðar og svo keyptum
við saman trillu með kvóta, því Árni
vildi stunda atvinnuveiðar á sumrin.
Árni var óhemju skemmtilegur fé-
lagi, fljótur að sjá það skemmtilega í
hverju tilviki, stríðinn og mikill mann-
þekkjari. Hann hafði mjög gaman af
fólki og liðsinnti öllum sem hann gat af
fremsta megni. Skarpskyggni sína á
fólk og aðstæður notaði hann í mati á
pólitískum aðstæðum sem hann velti
fyrir sér af miklum áhuga. Hann átti
jafnframt auðvelt með að setja sig inn í
hratt breytilegan fjármálaheim síðustu
áratugi og var virkur í að móta ávöxt-
unarstefnu fyrir Vinnudeilusjóð kenn-
ara.
Árni átti auðvelt með að gera grín að
sjálfum sér en við vinir hans gátum
einnig orðið fyrir óvægnum skotum ef
honum fannst við vera sjálfum okkur
ósamkvæmir. Hann var snöggur að
ákveða sig og áræðinn þegar nauðsyn
krafðist. Hann undirbjó sig jafnan ein-
ÁRNI HEIMIR
JÓNSSON
✝ Árni HeimirJónsson fæddist
á Selfossi 24. apríl
1950. Hann lést á
heimili sínu, Kára-
stíg 10 í Reykjavík,
16. júlí síðastliðinn
og var jarðsunginn
frá Selfosskirkju 26.
júlí.
staklega vel hvort sem
um var að ræða leik eða
starf, en þótti gott að
hafa liðsinni þegar kom
að verklegum þáttum.
Hann var líkamlega
sterkur en sá þó ekki
ástæðu til að leggja
meira á sig heldur en
ýtrasta nauðsyn krafð-
ist hverju sinni.
Einhverju sinni um
miðjan desember vill
Árni óður og uppvægur
fara í enn eina rjúpna-
ferð í lok veiðitímabils.
Okkur kemur saman um að fara upp á
Bláfellsháls og Árni fær leyfi til að
gista í skála við Hagavatn, þar sem við
ætlum að dveljast tvær nætur. Þegar
við erum komnir vel áleiðis er ljóst að
það verður þæfingsfæri að veiðisvæð-
inu, jafnvel fyrir nokkuð öflugan jeppa.
Ég fer að átta mig á að ferðin muni
sækjast seint og einnig því að birtutím-
inn er stuttur. Árni vel undirbúinn að
vanda var vafalaust búinn að sjá þetta
allt fyrir, því þegar ég hef orð á því að
það sé tæpast skotbjart meira en fjóra
tíma og hvort ferðin sé nokkuð van-
hugsuð hjá okkur, þá svarar hann
kankvís: „Já, það ætti að vera tryggt
að gangan verði ekki erfið.“ Það var
langur hvíldartími í niðamyrkrinu í
skálanum þessa dagana, en notadrjúg-
ur í spjall með vel vermdu rauðvíni í
hitanum frá ofninum.
Þegar séð var að hverju stefndi í
veikindum Árna þá sýndi hann mikið
æðruleysi, hann var jafnframt fundvís
á hvað gæti farið vel en um leið svo
greindur að hann reyndi ekki að plata
sjálfan sig.
Ég þakka það lán að hafa átt Árna
Heimi að vini, og sendi aðstandendum
og vinum samúðarkveðjur vegna frá-
falls hans.
Björn Marteinsson (Bangsi).
Við fráfall Árna Heimis Jónssonar
er séð eftir góðum kennara og vini.
Hann hafði sérstakt lag á því að
kenna og vekja áhuga á viðfangsefn-
inu en þar fyrir utan var hann ávallt
skemmtilegur og gamansamur og bar
hag nemenda fyrir brjósti. Fyrir það
erum við honum ævinlega þakklát.
Við vottum fjölskyldu og aðstand-
endum Árna samúð okkar. Blessuð sé
minning hans.
Útskriftarárgangur Mennta-
skólans í Reykjavík árið 2004.
Frændi minn, Bene-
dikt Björnsson hús-
gagnasmíðameistari,
lést hinn 15. júlí síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Björn Benediktsson frá
Bjargarstöðum í Miðfirði og Stefanía
Guðbjörg Einarsdóttir, fædd í Hítar-
neskoti á Mýrum. Tvær systur Bene-
dikts voru Ingibjörg og Einara Guð-
björg, báðar látnar.
Benedikt hóf byggingu húss á Öldu-
götu 25 í Hafnarfirði aðeins 19 ára að
aldri og í því húsi átti móðir mín, Ingi-
björg, húsaskjól þegar ég fæddist árið
1944.
Einnig bjuggu þar Einara Guð-
björg og Hálfdán H. Þorgeirsson mað-
ur hennar og einnig móðir Benedikts
og þeirra systkina, Stefanía Þórný.
Benedikt kvæntist fyrri konu sinni,
Sigrúnu Jakobsdóttur, árið 1952 og
varð þeim þriggja barna auðið, Elínar
Jónu, Björns og Guðbjargar.
BENEDIKT
BJÖRNSSON
✝ BenediktBjörnsson, Arat-
úni 38, Garðabæ,
fæddist í Hafnar-
firði 19. júní 1923.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Holtsbúð 15. júlí síð-
astliðinn og var
jarðsunginn frá Ví-
dalínskirkju í
Garðabæ 25. júlí.
Þegar svo fór að
hjónaband þeirra rofn-
aði fengu börn þeirra
samastað á heimili Ein-
öru og Hálfdáns á
Köldukinn 18, en þar
átti ég líka heima svo að
segja má að þessi börn
og ég séum uppeldis-
systkin. Benedikt átti
einnig heima þar þang-
að til hann kvæntist
seinni konu sinni, Ólöfu
Helgu Guðnadóttur.
Þau byggðu sér bráð-
myndarlegt heimili í
Aratúni í Garðabæ. Þeirra börn eru
Jóhanna, dóttir Ólafar frá fyrra hjóna-
bandi, Rósa Kristín og tvíburarnir
Hrönn og Hildur. Ég hef ævinlega
heimsótt þetta gestrisna heimili þegar
ég hef verið á ferð og ávallt notið hlýju
og góðrar umhyggju.
Örlögin lögðu hindrun í veginn fyrir
að börnin frá fyrra hjónabandi Bene-
dikts næðu því sambandi við þetta
heimili sem æskilegt og eðlilegt
mætti teljast og tek ég mér það
nærri.
Benedikt og fjölskylda hans hafa
einatt verið hlýleg og hjálpsöm í minn
garð og gagnvart minni fjölskyldu.
Ég vil votta Ólöfu og öllum börnunum
mína innilegustu samúð.
Björn Jónsson og fjölskylda,
Svíþjóð.
Fréttir á SMS