Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 35
Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Minningar- greinar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 35 MINNINGAR ✝ Elín Rósa Guð-björnsdóttir fæddist á Gauts- hamri í Kaldrana- neshreppi í Strandasýslu 16. september 1918. Hún lést á Landspít- alanum 24. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- björn Bjarnason bóndi, f. 26. septem- ber 1880, d. 25. október 1952, og Katrín Kristín Guð- mundsdóttir ljósmóðir, f. 19. októ- ber 1885, d. 20. janúar 1967. Elín steinn Gunnar, f. 28. september 1925, d. 17. febrúar 1997, Mar- grét, f. 30. apríl 1928, Torfi, f. 29. október 1929, d. 6. júní 2004. Elín átti eina hálfsystur, sammæðra, Svanfríði Jónsdóttur, f. 16. sept- ember 1901, d. 25. júlí 1902, og eina hálfsystur samfeðra, Sigríði Svövu Ingimundardóttur, f. 4. maí 1923. Elín var ógift og barnlaus. Eftir að hafa dvalið meira og minna á Vífilsstöðum og Reykjalundi frá 28 ára aldri vegna berklaveiki fluttist hún til Önnu systur sinnar og bjuggu þær saman upp frá því. Frá árinu 1958 bjuggu þær í Hólmgarði í Reykjavík en fluttu árið 1963 á Grettisgötu 32. Í des- ember 1999 fluttu þær systur síð- an á Norðurbrún 1 og hafa búið þar síðan. Elín vann við ýmis verkakvennastörf um ævina. Útför Elínar var gerð í kyrrþey. átti tíu alsystkini. Þau eru: Gunnar Magnús, f. 8. maí 1910, d. 10. júlí 1924, Sigríður Guðmund- ína, f. 18. júlí 1911, d. 28. október 1988, Bjarni Kristófer, f. 16. júní 1913, d. 25. ágúst 1988, Anna Mikaelína, f. 20. júní 1915, Kristbjörg Rósalía, f. 1. desem- ber 1916, d. 10. júní 2002, Arngrímur, f. 19. ágúst 1920, d. 6. október 1983, Guðrún, f. 11. októ- ber 1922, d. 17. janúar 2000, Þor- Æviveginn reynir maður að ferðast með góðu fólki og af og til eignast maður ferðafélaga sem ber af. Ella frænka var þess háttar manneskja. Sumar bestu minningar mínar úr æsku eru af heimsóknum til þeirra systra Ellu og Önnu á Grettó. Þar var ævinlega fólk í heimsókn og kannski ekki skrýtið, þangað var alltaf gaman að koma. Eitt það skemmtilegasta sem Ella gerði var að rifja upp góðar minning- ar sem hún átti með öðrum. Hún gerði það óspart og ég held að það hafi verið ein af ástæðunum fyrir því hversu gaman var að hitta hana. Mað- ur kvaddi alltaf á Grettisgötunni með fleiri góðar minningar en maður hafði komið með. Ég man göngutúra í snjónum þeg- ar leikskólinn féll niður. Ég man leik- ina í ævintýralandinu í sumarbú- staðnum við Rauðhóla. Ég man eftir heimsóknunum á Grettisgötuna á hverjum laugardegi að helgarinn- kaupunum loknum og ég þykist muna eftir að hafa staðið uppi á stól og sungið í áramótaveislu sem ég var þó allt of ungur til að geta munað. Svo var það hitt sem ekki var rætt sérstaklega en stendur upp úr þegar litið er til baka, hvernig fólkið á Grett- isgötunni hjálpaði systkinabörnum sínum að stíga fyrstu skrefin í borg- arlífinu. Líklega hefur það verið mesta happ minnar fjölskyldu að flytja í næstu íbúð við Ellu, Önnu og Dadda. Eitthvað sem maður leiðir ekki hugann að fyrr en á tímamótum sem þessum. Ella sagði gjarnan að hún ætti bestu fjölskyldu í heimi. Ég veit ekki hvort það er satt en ég hef séð það í gegnum árin að hún átti að minnsta kosti fjölskyldu sem þótti afskaplega vænt um hana. Við munum geyma minninguna á sama hátt og Ella gerði svo gjarnan; með því að ræða saman og rifja upp við sem flest tækifæri hvers konar perlu við áttum. Ósköp var gott að ganga með þér meðan við áttum samleið, Ella mín. Þorsteinn Yngvi og fjölskylda. Það er komið að kveðjustund, Ella frænka hefur kvatt þennan heim. Við systurnar urðum þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast þeim Ellu og Önnu ansi vel; fyrst þegar afi og amma bjuggu við hliðina á þeim á Grettisgötunni og svo síðar þegar við fluttum í íbúð afa og ömmu á háskóla- árum okkar. Það var alltaf gaman að fara yfir til þeirra og spjalla en það gerðum við iðulega. Ella frænka settist gjarnan niður með okkur – þ.e. eftir að hafa hitað handa okkur te og náð í kleinur eða Elluköku (þessi brúna með flór- sykurskreminu á milli!) inn í búr – og svo var rætt um heima og geima. Hún fylgdist alltaf vel með því sem var um að vera í skólanum hjá okkur og hvernig gekk, henni stóð ekki á sama og það fann maður svo vel. En þetta átti ekki bara við um okkur. Ella fylgdist vel með málum allra í ættinni enda hitti maður ósjaldan einhverja ættingja í eldhúsinu hjá þeim systr- um, það var bara einfaldlega þannig að fólk kom við á Grettisgötunni ætti það leið niður í bæ. Ella var með eindæmum bóngóð og það var fátt sem hún gat ekki reddað. Það skipti ekki máli hvort málið sner- ist um að greiða á manni hárið fyrir árshátíð, smyrja snittur í veislu, gefa ráð varðandi fatnað eða saumaskap, gefa svöngum að borða eða sannfæra mann um að prófið sem var fram und- an yrði auðvelt eftir kakóbolla. Svona mætti lengi telja og hafði Ella ein- stakan hæfileika til að senda okkur og alla aðra frá sér með þá tilfinningu að allt myndi nú ganga vel, að lífið væri til þess að njóta þess. Við systurnar erum þakklátar fyrir að hafa átt hana Ellu frænku að, hún kenndi okkur margt og eitt er víst: að heimurinn væri betri ef til væru fleiri Ellu-frænkur til að leiðbeina unga fólkinu á sinn hægláta hátt. Arna, Anna og Sigríður. Minningarnar streymdu fram þeg- ar við fengum þær fréttir að þú værir farin frá okkur, elsku Ella frænka. Minningar um opinn faðm sem við mættum ávallt á heimili ykkar Önnu systur þinnar á Grettisgötunni, sem stóð okkur öllum opið. Við nutum þess að doka við og fá góðan kaffibolla og meðlæti og spjalla um daginn og veg- inn enda var Grettisgatan félags- heimili stórfjölskyldunnar og oft glatt á hjalla. Mörg okkar bjuggu hjá ykk- ur um tíma, á meðan á námi stóð eða við aðrar aðstæður. Sumir komu og fengu gistingu í stuttum bæjarferðum og aðrir voru tíðir matargestir. En öll nutum við góðmennsku ykkar að einu eða öðru leyti. Þú hafðir stórt hjarta, varst ávallt tilbúin að aðstoða okkur ef eitthvað bjátaði á og fyrst á staðinn þegar veikindi hrjáðu einhvern. Þú skipulagðir vaktir og stýrðir aðgerð- um á erfiðum tímum. Við áttum ætt- arhöfðingja í ykkur systrum, sanna leiðtoga stórfjölskyldunnar sem ávallt stóðu vaktina. Síðustu mánuði var farið að draga verulega af þér og þú fórst ekki leynt með það að þú vild- ir hvíldina góðu sem þú hefur fengið nú. Elsku Ella frænka, það er skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni, því daginn eftir að okkar elskaði faðir Þórður fór svo óvænt og snöggt kvaddir þú. Við systkinin kveðjum þig með söknuði um leið og við minnumst þín með bros á vör, hlýju í hjarta og innilegu þakklæti. Elsku Anna og aðrir ættingjar, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Bára Þórðardóttir, Gunnar Þórðarson, Guðbjörg Þórð- ardóttir, Valtýr Þórðarson, Guðbirna Þórðardóttir, Þórdís Þórðardóttir og fjölskyldur. Sveitapiltur frá Hólmavík fer í fyrsta skipti til Reykjavíkur. Ungur stúdent að byrja háskólanám, þarf íverustað. Ungur maður að stofna heimili, leiguíbúð útveguð. Fjölskyld- an að flytja frá útlöndum, nýja íbúðin ekki laus. Börnin veik, vantar pössun. Listinn er lengri en svörin alltaf eins. Ella og Anna hlaupa undir bagga. Þann reikning verður aldrei mögulegt að jafna enda aldrei ætlast til þess. Ekki er hægt að tala um Ellu án þess að jafnframt minnast á Önnu systur hennar. Þær systur bjuggu lengstum á Grettisgötu 32 í Reykjavík og hluta af þeim tíma bjó þar líka Bjarni bróðir þeirra. Þau systkinin sjálf barnlaus en heimili þeirra þó sjaldnast barn- laust. Alltaf einhver í heimsókn. Þetta minnti um margt á heimili þeirra á Hólmavík. Guðbjörnshúsið stóð í Norðurfjörunni. Ferðafólk að norðan kom yfir fjörðinn og lenti þar. Frænd- fólk og vinir úr Kaldrananeshreppi og Árneshreppi voru aufúsugestir. Við svona aðstæður kynnist fólk og sterk vinátta skapast. Systkinabörn Ellu og Önnu áttu alltaf innhlaup á Grettis- götunni. Sama gilti um börnin okkar. Þar var sjálfsagður viðkomustaður ef leiðin lá í bæinn. Börnin þreytt á búðarápinu: Hvenær förum við á Grettisgötuna? Þar biðu alltaf réttu veitingarnar sem þó breyttust í tím- anna rás, kandís og rúsínur og síðustu árin kartöfluskrúfur og appelsín. Ekki var ævi Ellu ætíð dans á rósum. Hún háði baráttu við berkla sem aldr- ei virtust læknast að fullu. Hún barð- ist við beinþynningu með óteljandi samfallsbrotum og þjáningum. Ella hélt þó reisn sinni og atorku ótrúlega vel. Ferðalög með vinkonum sínum, innanlands og utan, veittu henni mikla ánægju. Ellu var það mikil raun síðustu æviárin þegar máli og hugsun fór að hraka. Henni þótti skelfilegt að lifa eins og hún var orðin. Nú er feng- in líkn og lausn en við sitjum eftir með söknuðinn. Í söknuðinum er þó falin gleði því minningar um góða frænku lifa ávallt með okkur. Elsku Anna mín, enginn getur komið í stað Ellu en þú átt þó ættingja sem munu líta til þín og aðstoða eftir þörfum. Aðalbjörn Þorsteinsson og fjölskylda. Elsku Ella, nú ertu búin að fá lang- þráða hvíld. Þú hefur verið mér stoð og vinkona í mörg ár. Þó að 40 ár hafi verið á milli okkar gátum við ferðast með Strandamönnum um allt Ísland og skemmt okkur vel. Þú fyrirgefur frænku þinni eigingirnina um veru þína hérna, en ég vildi hafa þig sem lengst hér hjá mér. Það var alltaf svo gott að koma á Grettisgötuna og svo seinna á Norðurbrúnina til ykkar systra. Nú samvist þinni ég sviptur er, ég sé þig aldrei meir. Ástvinirnir, sem ann ég hér, svo allir fara þeir. Ég felli tár, en hví ég græt? Því heimskingi ég er. þín minning hún er sæl og sæt, og sömu leið ég fer. Já sömu leið. En hvert fer þú? Þig hylja sé ég gröf. Þar mun ég eitt sinn eiga bú of ævi svifinn höf. En er þín sála sigri kætt og sæla búin þér? Ég veit það ekki, sofðu sætt en sömu leið ég fer. (Höf. ók.) Missir okkar allra er mikill. Kveðja. Birna Katrín Þorsteinsdóttir. ELÍN RÓSA GUÐBJÖRNSDÓTTIR Mikið óskaplega get- ur lífið breyst á skömmum tíma. Birkir Hafberg Jónsson, æskuvinur minn og fé- lagi, lést í sviplegu bif- hjólaslysi sunnudaginn 23. júlí. Sökn- uðurinn og sársaukinn sem heltekur mann við fráfall slíks vinar er ólýs- anlegur og í raun finnst mér eins og tíminn hafi staðið í stað síðan ég fékk þessar skelfilegu fréttir. Ég og Birkir ólumst upp í Litla- gerðinu á Hvolsvelli og voru aðeins þrjú hús á milli okkar og samgang- urinn því mikill. Við vorum jafnaldrar og vinaböndin urðu fljótlega sterk. Oftast vorum við þrír í hópnum, ég, Birkir og Halldór Magnússon. Hefur þessi vinakjarni haldist alla tíð síðan og þess vegna er sorgin eins sár og raun ber vitni. Strákapörin urðu fjöl- mörg og oft voru höfuðstöðvar hóps- ins í bílskúrnum í Litlagerði 10. Framtakssemin einkenndi gjörðir þessa vinahóps og eru mörg dæmi sem maður man eftir, t.d. þegar brotna borðtennisborðinu var rúllað úr félagsmiðstöðinni og heim í skúr, BIRKIR HAFBERG JÓNSSON ✝ Birkir HafbergJónsson fæddist í Keflavík 9. apríl 1980. Hann lést í vélhjólaslysi hinn 23. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigs- kirkju 2. ágúst. límt saman og gert sem nýtt, tveimur vespum skeytt saman í eina en ekkert pláss fyrir púst- rör og truflaði þessi ófögnuður sjónvarps- útsendingar í þorpinu í nokkra daga áður en upp komst. Vinaböndin styrkt- ust eftir því sem árin liðu og það er ansi fátt sem við félagarnir gát- um ekki trúað hver öðrum fyrir. Birkir var sannur vinur vina sinna, óskaplega hreinskilinn og voru okkar samskipti alla tíð þannig að við gátum sagt hluti hver við annan sem enginn annar hefði komist upp með að segja. Það er svo ótalmargt sem hægt er að segja og skrifa gott um Birki vin minn en stundum svo óskaplega erfitt að koma hlutunum frá sér því á þessu átti maður ekki von. Birkir var lífs- glaður strákur og framkvæmdaglað- ur með afbrigðum, hann framkvæmdi oft það sem maður lét sig dreyma um. Það er alveg fáránlegt að hugsa til þess að maður fái aldrei að heyra hlát- ursrokurnar hans aftur. Ég hef mikið hugsað um þig síðustu daga, kæri vin- ur, og þér mun ég aldrei gleyma. Þinn vinur Ómar Eyþórsson. Elsku Birkir. Okkur tekur það ofsalega sárt að þurfa að kveðja þig á þennan hátt. Þótt þú hafir reynt ým- islegt í gegnum árin áttirðu samt eftir að upplifa svo margt í lífinu. Þú varst góður vinur og félagi og þótt við höfum ekki hist oft síðustu ár- in þá vorum við alltaf í símasambandi. Núna sjáum við eftir því hversu sjald- an við hittumst eftir að við urðum „fullorðin“. Þú varst hörku töffari og með stórt skap. Þú varst líka hjartahlýr og glað- lyndur. Hlátri þínum munum við aldrei gleyma því hann var alveg einstakur. Við eigum milljón skemmtilegar minningar til að hugga okkur við á þessum erfiðu tímum og fyrir það er- um við þakklát. Við samhryggjumst ykkur inni- lega, Jón, Agnes, Gunnar, Sólrún og aðrir aðstandendur. Við vonum að þið getið fundið huggun hvert hjá öðru og í minningum um frábæran dreng. Magnús Gunnar Helgason og Sigrún Lóa Svansdóttir. Elsku Birkir, það er ólýsanlega sárt að þurfa kveðja þig svona snemma. Það virðist sem tíminn standi í stað og tilhugsunin um að fá aldrei aftur að sjá þig er svo fráleit, óraunveruleg og hrikalega erfið. Þú varst svo innilega einstakur strákur, svo lifandi og opinn, það var sko enginn rómantískur kertalogi sem brann innra með þér, það var stærðarinnar bál. Bál sem hefði enst þér í mörg ár til viðbótar en nú hefur það verið slökkt með hræðilegu slysi. Birkir, það er svo ósanngjarnt. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fyrir tímann sem við áttum saman. Ég lærði svo enda- laust margt af þér, elsku Birkir. Þrátt fyrir að okkar sambúð hefði lokið varst þú alltaf góður vinur minn eftir það og ávallt til staðar ef ég þarfnaðist hjálpar þinnar. Ég met það mikils. Þú varst einstakur og yndislegur strákur. Ég mun sakna þín að eilífu en minningarnar um þig eru dýrmæt- ar og mun ég geyma þær í hjartanu alla tíð. Ef englar eru virkilega til minntir þú svo sannarlega á einn svoleiðis. Kannski svolítið óþekkur engill, svo fallegur og yndislegur en samt alger prakkari. Þú varst hjálpsamur að eðl- isfari og mikið náttúrubarn. Þér fannst frábært að vera í sveitinni, undir stjörnunum eða talandi við hin ýmsu dýr sem flest voru vinir þínir. Þú varst svo hrifinn af dýrum, sér- staklega Tarzani sem við kölluðum alltaf litla barnið okkar. Þér fannst svo gaman að hlæja og stríða fólki, brosinu þínu og hlátri mun eflaust enginn gleyma. Þú varst góður vinur, góð mann- eskja með fallega sál. Það er, var og verður enginn sem jafnast á við þig, Birkir Hafberg. Farðu í friði, elsku vinur minn, við sjáumst næst. Fjölskyldu og vinum Birkis votta ég mína dýpstu samúð. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Sunna Rós Víðisdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.