Morgunblaðið - 08.08.2006, Síða 36

Morgunblaðið - 08.08.2006, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Sjúkraþjálfari – yfirmaður Laus er staða yfirmanns endurhæfingadeildar Hrafnistu í Reykjavík. Við leitum að sjúkraþjálfara í fullt starf. Góð vinnuaðstaða. Uppl. veitir Inga Margrét Róbertsdóttir í síma 585 9380/693 9599. Sími: 585 9529 - www.hrafnista.is HRAFNISTA - Reykjavík - Hafnarfirði - Vífilsstöðum - Víðinesi Sími: 585 9529 Þuríður hefur unnið á Vífilsstöðum í rúm tvö ár. Dóttir hennar var átta mánaða þegar hún fór að vinna frá kl. 18:00-22:00 þrisvar í viku og frá kl. 08:00-13:00 aðra hverja helgi. Hún fékk leikskólapláss þegar dóttirin var tveggja ára og fór þá að vinna frá kl. 08:00-16:00, þrjár til fjórar vaktir í viku ásamt því að vinna aðra hverja helgi. Sveigjanlegur vinnutími hefur gert Þuríði kleift að njóta samvista við dótturina ásamt því að stunda vinnu sem veitir henni ánægju. Hjá Hrafnistu býðst starfsfólki að laga vinnutímann að sínum þörfum. Þuríður Gunnarsdóttir fann sitt framtíðarstarf á Hrafnistu Framtíðarstörf fyrir alla Eigum við framtíð saman? Sölumaður Nói-Síríus hf. óskar eftir starfsmanni í söludeild til að sinna þjónustu við stórmarkaði. Leitað er að samviskusömum og dugmiklum starfs- manni sem getur hafið störf sem fyrst. Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg, en fyrst og fremst er verið að leita að manni sem vill ná árangri og vaxa í starfi. Í boði er gott starfsum- hverfi hjá traustu og framsæknu fyrirtæki. Umsækjendur skili inn umsókn til Nóa Síríusar, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík, merkt: „Sölumaður“. Umsóknarfrestur er til 16. ágúst. Sóltún leitast við að hafa á að skipa starfsfólki sem býr yfir bestu þekkingu og færni til starfa á sínu sviði, á hverjum tíma. Starfsfólkið skal búa yfir eiginleikum til að skapa umhyggju- samt, gefandi og uppbyggjandi andrúmsloft. Getum bætt við okkur fyrir haustið starfsfólki í aðhlynningu á dag-, kvöld- og næturvaktir. Einnig 25 % starf. Um er að ræða 5 klst. rúllandi vaktir frá kl. 17:30 - 22:30. Tilva- lið fyrir skólafólk. Nánari upplýsingar veitir: Marta Jónsdóttir hjúkrunarstjóri, sími 590- 6117. Einnig er hægt að sækja um starf á heim- asíðu Sóltúns, www.soltun.is. Bílstjóri og lager- starfsmaður óskast Mata óskar að ráða starfsmann í útkeyrsla á vörum í verslanir og til annarra viðskiptavina auk þess að aðstoða við vörutiltektir og almenn lagerstörf þegar það á við. Einnig óskast starfsmaður til almennra lager- starfa. Áhugasamir sendi umsókn fyrir 11.08 '06 til Mötu ehf. á netfangið: fridrik@mata.is Móttökuritari Óskum eftir móttökuritara við læknastöðina ART Medica. Umsóknir berist til augldeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „Móttaka — 18870“. Lausar kennarastöður á Kirkjubæjarklaustri Lausar eru til umsóknar kennarastöður við Kirkjubæjarskóla á Síðu. Við leitum að met- naðarfullum kennurum á mið- og unglinga- stigið m.a. til að kenna íslensku, náttúru- fræði og samfélagsfræði. Upplýsingar um stöðurnar veita Stella Á. Kristjánsdóttir, skólastjóri síma 487-4633 og 865-7440. Nánari upplýsingar um skólann eru á heimasíðu skólans, http://www.kbs.is. Umsóknir má senda á netfang skólans kbskoli@ismennt.is Kirkjubæjarskóli er rúmgóður og vel búinn skóli með um 60 nem- endur í litlum bekkjardeildum. Samkennsla er nokkur á skólastig- um. Aðbúnaður nemenda og starfsfólks er góður. Við skólann er gott tölvuver, glæsilegt og vel búið bókasafn, gott mötuneyti., tónlistarskóli og glæsileg íþróttamiðstöð. Við skólann starfar metnaðarfullur og samhentur hópur kennara, starfsfólks og nem- enda. Kirkjubæjarskóli leggur áherslu á þróun skóla í átt til ein- staklingsmiðaðs náms, samvinnu nemenda og kennara og skóla án aðgreiningar. Skólinn er að vinna að þróunarverkefni í um- hverfisvernd, Grænfánaverkefninu, og er þátttakandi í heilsuverk- efni á vegum Lýðheilsustofnunar. Í Skaftárhreppi búa um 500 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Á Kirkjubæjarklaustri er að finna alla nauðsynlega þjónustu s.s.verslun, banka, heilsu- gæslustöð, sundlaug, sparkvöll og góðan leikskóla. Gólfvöllur er á svæðinu. Fjölbreyttir útivistar-möguleikar eru til staðar í ósnortinni náttúru. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar. Upplýsingar um Skaftárhrepp er að finna á veffanginu; www.klaustur.is Raðauglýsingar 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.