Morgunblaðið - 08.08.2006, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 37
Vallaskóli — Selfossi
Enn vantar kennara fyrir skólaárið 2006 – 2007
í eftirfarandi: Smíðar (100%) og sérkennslu
(100%). Áhugasamir hafi samband við Eyjólf
skólastjóra í síma 480 5800 eða á netfangið eyjolf-
ur@vallaskoli.is
Viðamiklar upplýsingar um skólann er að finna
á slóðinni: www.vallaskoli.is
Ritari óskast
Við leitum að ritara til starfa sem fyrst, hálfan
daginn frá kl. 13.30-18.00. Starfið felst í umsjón
með Leigulistanum, símsvörun og almennum
ritarastörfum. Viðkomandi þarf að vera við-
mótsþýður, heiðarlegur og stundvís.
Vinsamlega sendið umsóknir á
gulli@leigulistinn.is .
Forritari óskast
Netdeild mbl.is óskar eftir að ráða forritara til
starfa. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af
UNIX/Linux, þekkingu á forritun í perl og
reynslu af SQL-gagnagrunnum ásamt því að
þekkja vel til HTML, Javascript, CSS og XML.
Leitað er eftir dugmiklum og stundvísum
einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og tekist
á við margvísleg verkefni í krefjandi umhverfi.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Allar frekari upplýsingar veitir Ingvar Hjálmarsson,
netstjóri mbl.is, í síma 569 1308. Einnig er hægt að
senda fyrirspurnir á netfangið ingvar@mbl.is.
Umsóknir sendast til starfsmannahalds
Morgunblaðsins, Hádegismóum 2.
Einnig er hægt að fylla út umsókn á eftirfarandi slóð:
http://www.focal.is/mbl/webApp.nsf/form/webAppli-
cation?OpenForm og veljið Tölvuumsjón.
Umsóknarfrestur er til 14. ágúst nk.
Fasteignasala
— sölumenn
Traust fasteignasala óskar eftir samstarfi við
reynda sölumenn. Ýmsir möguleikar.
Upplýsingar sendist til augld. Morgunblaðsins
eða á box@mbl.is merktar: „F — 18845“.
Raðauglýsingar 569 1100
KÓPAVOGSBÆR
www.kopavogur.is - www.job.is
Kennarar – kennarar!
Hér kemur tækifæri!
Okkur í Snælandsskóla í Kópavogi vantar
EINMITT NÚNA kennara.
Um er að ræða kennslu og umsjón með bekk á
unglingastigi.
Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga
á skapandi starfi, einstaklingsmiðuðu námi,
umhverfismálum á víðfeðmum vettvangi og
samstarfi við frábært starfsfólk og skemmtilega
nemendur. Einkunnarorð skólans eru: viska,
virðing, víðsýni og vinsemd og í anda þeirra fer
starfið fram.
Upplýsingar gefa Hanna Hjartardóttir, skóla-
stjóri í símum 570 4380 og 863 4911 og Jóhann
Ólafsson, aðstoðarskólastjóri í símum 570 4380
og 663 5755.
Hvetjum karla jafnt sem
konur til að sækja
um starfið.
Ljósmynd/Karl Lúðvíksson
Jón Snorri Tómasson er lengst til hægri á myndinni.
JÓNI Snorra Tómassyni var á þrítugsafmælisdegi sínum, 2.
ágúst sl., veitt viðurkenning af Rauða krossi Íslands fyrir að
sýna einstakt snarræði við björgun á félaga sínum er þeir voru í
sumarbúðum Rauða krossins fyrir fatlaða á Löngumýri í
Skagafirði í síðasta mánuði.
Sumarbúðagestir voru staddir í sundlauginni í Varmahlíð
hinn 21. júlí sl. er einn þeirra missti meðvitund og sökk til botns
í grunnu lauginni. Jón Snorri var þar nærstaddur og þrátt fyrir
að eiga erfitt með að tjá sig tókst honum með bendingum og
köllum að ná athygli starfsmanns sumarbúðanna sem einnig
var í sundi og fá hann til að koma strax til hjálpar. Allt fór svo á
besta veg en ekki er gott að segja hvernig farið hefði ef lengri
tími hefði liðið.
Skynjaði hættuna strax
„Jón Snorri er mjög næmur, eftirtektarsamur og vandaður
ungur maður,“ segir Karl Lúðvíksson sumarbúðastjóri. „Með
því að skynja strax hættuna og tilkynna án tafar hefur hann
mjög líklega bjargað lífi félaga síns sem lá meðvitundarlaus á
sundlaugarbotni. Við erum öll mjög stolt af þessum gæfusama
og góða vini okkar.“
Jón Snorri hefur í nokkur ár sótt sumarbúðirnar á Löngu-
mýri. Tómas Gunnarsson, faðir Jóns Snorra, er ákaflega
ánægður með starfið sem þar fer fram.
„Sérstök ástæða er til að þakka starf sumarbúða Rauða
krossins á Löngumýri. Þar er grunnþörfum þátttakenda vel
mætt og margt annað boðið, svo sem gönguferðir, golf, veiði-
ferð, flúðasigling og reiðtúrar, svo og sögur, söngur og dans á
kvöldvökum. Slysavarnir og hjálp í viðlögum hafa ekki gleymst.
Hér hefur vel og djarflega verið að verki staðið hjá sumar-
búðastjóranum Karli Lúðvíkssyni og hans fólki og þeim sem að
baki þeim standa,“ segir Tómas.
Sýndi einstakt snarræði
FRÉTTIR