Morgunblaðið - 08.08.2006, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Skólaskrifstofa
Hafnarfjarðar
Skólabyrjun
Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum
Hafnarfjarðar hefst 22. ágúst 2005.
Nemendur mæti í skólana samkvæmt þessari
tímatöflu:
Kl. 9:00 8., 9. og 10. bekkir
Kl. 10:00 5., 6. og 7. bekkir
Kl. 11:00 3. og 4. bekkir
Kl. 13.00 1. bekkur *
Kl. 14:00 2. bekkur
Hraunvallaskóli
Skólasetning Hraunvallaskóla verður í
veislusal Hauka á Ásvöllum 22. ágúst nk.
og mæta nemendur samkvæmt tímatöflu
hér að ofan.
* Kennarar nemenda í 1. bekk boða
nemendur og foreldra þeirra í viðtal
mánudaginn 28. ágúst í nýbyggingu
Hraunvallaskóla.
Formlegt skólastarf nemenda í 2.-7. bekk
hefst samkvæmt stundaskrá 28. ágúst í
nýju húsnæði skólans á Drekavöllum 9.
Foreldrar eru velkomnir við skólasetningar
með börnum sínum.
Fræðslustjórinn í Hafnarfirði
VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR!
Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um
Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar-
félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma
585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um
matsskyldu framkvæmda
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að
eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á um-
hverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á
umhverfisáhrifum. nr. 106/2000 m.s.br.
Breyting á starfsemi Íslandslax hf. að Núp-
um, Sveitarfélaginu Ölfuss.
Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn-
un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er
einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnun-
ar: www.skipulag.is.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til
umhverfisráðherra og er kærufrestur til
8. september 2006.
Skipulagsstofnun.
Kennsla
Raðauglýsingar 569 1100
Raðauglýsingar
sími 569 1100
RÚSSNESKI skákmaðurinn
Vladimir Kramnik hefur verið á
meðal þeirra bestu í heimi síðan
hann sló í gegn á Ólympíuskák-
mótinu í Manila árið 1992. Kramnik
var þá eingöngu 17 ára og naut
hann umtalsverðrar velgengni eftir
það. Árið 2000 lagði hann Kasparov
að vell í einvígi um heimsmeistara-
titilinn og hefur hann síðan kallað
sig heimsmeistarann í klassískri
skák. Hann varði titil sinn með
naumindum árið 2004 í einvígi gegn
Peter Leko en síðan þá hefur hann
engan veginn náð sér á strik. Svo
virðist sem sjúkdómur hafi hrjáð
hann og ákvað hann um síðustu ára-
mót að hvíla sig alfarið til að jafna
sig. Það virðist hafa tekist þar eð á
Ólympíuskákmótinu í Torínó á Ítal-
íu í lok maí sl. tefldi Kramnik vel og
náði bestum stigaárangri allra
keppenda.
Áður en ofurmótið í Dortmund
hófst 29. júlí sl. beindist áhugi
manna að því hvort rússneski björn-
inn væri í raun og veru vaknaður úr
dvala eða hvort að árangurinn í
Torínó hafi verið tilviljun ein. Þetta
var sérstaklega mikilvægt vegna
þess að í haust á Kramnik að tefla
heimsmeistaraeinvígi við FIDE-
heimsmeistarann Veselin Topalov.
Framan af á mótinu leit ekki út fyr-
ir að Kramnik myndi blanda sér í
toppbaráttuna þar sem hann gerði
hvert jafnteflið á fætur öðru. Þó
vildi það honum til happs að aðrir
keppendur voru einnig á því að gera
mikið af jafnteflum en það hentaði
vel hinum ofurörugga Ungverja,
Peter Leko, en hann náði forystu á
mótinu með sigri í sinni fyrstu skák.
Þegar fimm umferðum var lokið
hafði Ungverjinn unnið aðra skák í
viðbót og leiddi mótið einn og
óstuddur með 3½ vinning á meðan
Rússinn Svidler kom næstur með 3
vinninga. Í sjöttu umferð tefldi
Leko varfærnislega með hvítu gegn
Gelfand og gerði jafntefli á meðan
Svidler vann sína skák ásamt því
sem Kramnik fór úr jafnteflisgírn-
um þegar andstæðingur hans frá
Georgíu, Jobava, féll í byrjunar-
gildru.Í lokaumferðinni gerði Svid-
ler stutt jafntefli við Adams á með-
an Kramnik hafði hvítt gegn Leko.
Þeir félagar höfðu leikið 21 leik og
fylgt teóríunni út í ystu æsar þegar
eftirfarandi staða kom upp:
Sjá stöðumynd 1.
Kramnik er þekktur fyrir að tefla
drottningarlaus miðtöfl listavel.
Staðan kom upp úr 4. Dc2 afbrigð-
inu í Nimzo-indverskri vörn og hef-
ur hún komið upp áður í skák ná-
inna samstarfsmanna og landa
Kramniks og Lekos, þ.e. Rússans
Bareevs og Ungverjans Almasi. Í
þeirri skák lék Bareev 22. Kc2 en
Kramnik lumar á nýjung.
22. b4! Re6 23. Kc2 Rc6 24. Kb2
Kf8 25. Bc4! Rcd4
Sennilega var óskynsamlegt hjá
svörtum að stilla mönnum sínum
upp með þeim hætti sem hann gerði
þar eð eftir næsta leik hvíts er staða
svarts erfið.
26. Bxe6! Rxe6 27. Rb5 Ha8 28.
a4! Ba6 29. Ra3 Hc8 30. b5 Bb7
Svo virðist sem svartur standi
prýðilega að vígi en kröftug tafl-
mennska hvíts leiðir annað í ljós.
Sjá stöðumynd 2.
31. Hc1! Hxc1 32. Kxc1 Ke7 33.
a5! bxa5 34. Bxa7 f5?
Örvæntingarfull tilraun til að
flækja taflið. Þó að það hefði verið
skárra að leika 34...a4 hefði svartur
staðið höllum fæti eftir 35. Rc4.
35. exf5 Rf4 36. g3 Rh3 37. Rc4
Rg5 38. Rxa5 Bd5 39. b6 Rxf3 40.
h3 Rg5 41. b7 Bxb7 42. Rxb7 Rxh3
Hvítur hefur unnið mann en hann
verður samt að tefla nákvæmt til að
innbyrða vinninginn.
Sjá stöðumynd 3.
43. Bb6!
Besti leikurinn þar sem fari
svartur kóngurinn á skeið til g4
vinnur hvítur með að stilla riddara
sínum á d6 og fara svo með biskup
sinn á f8.
43...Kd7 44. Be3 Ke7 45. Rc5 g6
46. fxg6 Kf6 47. Bxh6 Kxg6 48. Be3
og svartur gafst upp.
Þessi sigur Kramniks þýddi að
hann varð efstur á mótinu ásamt
landa sínum Svidler með 4½ vinn-
ing af 7 mögulegum. Eftir stigaút-
reikning var Kramnik lýstur sigu-
vegari en lokastaðan varð annars
þessi:
1.–2. Vladimir Kramnik (2743) og
Peter Svidler (2742) 4½ v.
3.–5. Michael Adams (2732), Peter
Leko (2738) og Boris Gelfand
(2729) 4 v.
6. Arkadij Naiditsch (2664) 3½ v.
7. Levon Aronjan (2761) 2 v.
8. Baadur Jobava (2651) 1½ v.
Meðalstig keppenda á mótinu
voru 2720 stig og var því mótið í 19.
styrkleikaflokki. Allir keppendur
stóðu sig betur en stig þeirra gáfu
til kynna nema Armeninn Aronjan
og Georgíumaðurinn Jobava. Nán-
ari upplýsingar um mótið er m.a. að
finna á heimasíðu þess, http://dort-
mund.chessgate.de/.
Rússneski björninn vaknar úr dvala
Kramnik, t.v., lagði Leko að velli og varð efstur í Dortmund.
SKÁK
Dortmund í Þýskalandi
OFURSTÓRMEISTARAMÓTIÐ
Í DORTMUND
29. júlí–6. ágúst 2006
Helgi Áss Grétarsson
daggi@internet.is
Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Stöðumynd 3.
SÖNGHÓPURINN Öðlingar úr Rangárvallasýslu er
þessa dagana á ferð á slóðum Vestur-Íslendinga í
Bandaríkjunum og Kanada. Sönghópurinn er skipaður
fimmtán mönnum og stjórnandi er Guðjón Halldór
Óskarsson.
Á laugardaginn söng hópurinn á Íslendingahátíð í
Mountain í Norður-Dakota og á sunnudag voru tón-
leikar í Gimli sem voru fjölsóttir. Á meðal gesta á tón-
leikunum var forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir,
sendiherra Íslands í Kanada, Markús Örn Antonsson og
aðalræðismaður Íslands í Kanada, Atli Ásmundsson.
Í gær, mánudag, söng hópurinn svo við hátíðardag-
skrá vegna Íslendingadagsins í Gimli en hann var hald-
inn hátíðlegur í gær. Í dag verður svo haldið til Riverton
í Manitoba og þar haldnir tónleikar, en hópurinn heldur
svo heim á leið á fimmtudag.
Öðlingar sungu á
Íslendingahátíð
í Gimli í gær
FRÉTTIR
Á VEF Orkuseturs, sem er verk-
efni sem starfrækt er af Orku-
stofnun í samstarfi við iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytið, er að finna
reiknivél þar sem fólk getur reikn-
að út orku- og mengunartölur fyrir
bifreiðar sínar. Meðal annars er
hægt að bera saman rekstrar- og
umhverfiskostnað bifreiða eftir
mismunandi forsendum, reikna út
ferðakostnað og fleira.
Á vefnum velur maður bílafram-
leiðanda og undirgerð og upphafs-
og áfangastað ferðalagsins og get-
ur þannig auðveldlega séð tölur
um mengun og kostnað.
Með reiknivélinni má t.d. sjá að
653 km akstur frá Reykjavík til
Egilsstaða kostar budduna 4.329
krónur og umhverfið 89,5 kíló af
koldíoxíði sé vegalengdin keyrð á
sjálfskiptum Toyota Yaris með
eins lítra vél og miðað við að bens-
ínlítrinn kosti 130 krónur. Sé leiðin
hins vegar ekin á sjálfskiptum
Ford 150 pallbíl með 4,6 lítra vél
hækkar bensínupphæðin í 11.121
krónur og útblástursmengunin í
295,2 kíló.
Tvö hundruð þúsund
krónur árlega
Á síðunni er einnig hægt að bera
saman bílategundir miðað við
ákveðna keyrslu á ári. Þannig má
t.d. fá út að miðað við 12 þúsund
kílómetra akstur á ári sé 203.243
krónum ódýrara að aka um á Yaris
heldur en Ford-pallbílnum og að sá
síðarnefndi blási út 3,8 tonnum
meira af koldíoxíði. Jafnframt er
hægt að sjá á síðunni að til að
binda jafnmikið koldíoxíð aftur inn
í andrúmsloftið þurfi árlega súr-
efnisframleiðslu 0,9 hektara skóg-
lendis, eða 1916 tré.
Á síðunni er einnig að finna upp-
lýsingar um viðhald á bílum og
aksturslag til að koma megi í veg
fyrir óþarfaeyðslu og -mengun.
Hægt að
reikna út
ferðakostnað
á netinu
TENGLAR
..............................................
www.orkusetur.is