Morgunblaðið - 08.08.2006, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 08.08.2006, Qupperneq 40
Svínið mitt © DARGAUD ÉG GEF ÞÉR ÞESSA SNEKKJU TIL ÞESS AÐ SÝNA ÞÉR AÐ ÉG ELSKA ÞIG Ó, JÚLÍUS ÉG ÆTLA AÐ FARA MEÐ ÞIG TIL KARABÍSKA HAFSINS ÞAR SEM ÉG KEYPTI HANDA ÞÉR LITLA EYJU ÞAR SEM ÞÚ GETUR RÆKTAÐ ÁVEXTI Á 200 HEKTARA LANDSVÆÐINU Ó, JÚLÍUS ÞAR ERU 62 ÞJÓNAR TIL AÐ SINNA HVERRI ÞÖRF ÞINNI SVO ÞÚ HAFIR TÍMA TIL AÐ SINNA MÉR ÉG ELSKA ÞIG! SEGÐU ÞAÐ AFTUR ÉG ELSKA ÞIG SNIFF MMM AFTUR! MMMM SJÁÐU TEIKNINGARNAR AF SUNDLAUGINNI OKKAR. ÉG TEIKNAÐI HANA SJÁLFUR OG HAFÐI HANA HJARTALAGA MEÐ UPPHAFSSTÖFUNUM ÞÍNUM Á BOTNINUM BRRR! ÚR GULLI SVO ALLIR VITI AÐ ÉG ELSKA ÞIG Ó, JÚLÍUS! SLÆMAR FRÉTTIR GROIN! HVAÐ ELSKAN MÍN? SJÁÐU ALLA ÞESSA REIKNINGA! BÍLLINN, HÚSIÐ, SJÓNVARPIÐ, HITINN, SÍMINN, FASTEIGNAGJÖLD SNIFF SEGÐU SAMT AÐ ÞÚ ELSKIR MIG!! HVAÐMEINARÐU? Kalvin & Hobbes PABBI! VILTU KAUPA HANDA MÉR ELDVÖRPU?! AUÐVITAÐ EKKI! ENGAN KJÁNASKAP! EN EF ÉG LOFA AÐ NOTA HANA EKKI INNI? Kalvin & Hobbes ÉG ER EKKERT VEIKUR! HVAÐ ER ÞETTA? MEIÐIR ÞAÐ?! ÞETTA ER SPÝTA TIL ÞESS AÐ HALDA NIÐUR TUNGUNNI HVAÐ ER ÞETTA? MEIÐIR ÞAÐ?! ÞETTA ER HLUSTUNAR- PÍPA, HÚN MEIÐIR EKKI NEITT HVAÐ ER ÞETTA? MEIÐIR ÞAÐ?! ÞETTA ER STUÐTÆKI, ÞAÐ MEIÐIR ÖRLÍTÐ MINNA EN EF ÉG MYNDI BRENNI- MERKJA ÞIG LITLIR KRAKKAR HAFA ENGAN HÚMOR FYRIR SVONA LÖGUÐU Kalvin & Hobbes AF HVERJU ERTU AÐ NUDDA HANDLEGGINN Á MÉR MEÐ ÞESSARI BÓMULL? ÆTLARÐU AÐ SETJA BLÓÐSUGU Á MIG? ÆTLARÐU AÐ LÁTA SJÚGA ÚR MÉR ALLT BLÓÐIÐ? ÞÚ ÆTLAR EKKERT AÐ TAKA HÖNDINA AF ER ÞAÐ? HVAÐ VAR ÞETTA?!? VAR ÞETTA SPRAUTA?!? HÚN FÓR ALLA LEIÐ Í GEGN!!! AAAAAHHHH!!! ÉG ÆTLA AÐ VONA AÐ ÞÚ SÉRT TRYGGÐUR FYRIR LÆKNAMISTÖKUM, SKOTTULÆKNIRINN ÞINN! MAMMA!!! Dagbók Í dag er þriðjudagur 8. ágúst, 220. dagur ársins 2006 Víkverji gerði ádögunum heið- arlega tilraun til þess að kaupa sér notaðan bíl hjá bíla- umboði á höfuðborg- arsvæðinu en án ár- angurs. Eftir að hafa prófað ágætis bíl og farið með sinn eigin í söluskoðun hjá um- boðinu settist Vík- verji niður með sölu- manni og ræddi uppítökuverð og samdi um milli- greiðslu fyrir þann sem hann hafði ný- lokið við að keyra. Víkverji sagði sölumanni frá því að kaupin yrðu að bíða fram yfir helgi, en þetta gerðist á föstudegi, þar sem færa þyrfti fé úr sjóði yfir á banka- reikning. Sölumaður tók niður símanúmer Víkverja. Á mánudegi var bíllinn ekki lengur í umboðinu og kom í ljós að viðskiptavinur fékk hann lánaðan þar til nýi bíll- inn hans kæmi til landsins. Vík- verji varð furðu lostinn og spurði hvort ekki væri hægt að skila bíln- um og lána manninum annan. Sölumaðurinn sagðist ætla að reyna það. Nú eru tvær vikur liðn- ar og bíllinn enn ekki kominn. Víkverji ályktar því að ekki hafi verið ýtt á eftir að bílnum yrði skilað. x x x Víkverji hringdi ísölustjóra not- aðra bíla hjá þessu umboði tveimur dög- um eftir að hann hugðist kaupa bílinn og sagði sá að það kæmi fyrir að notaðir bílar væru lánaðir til lengri eða skemmri tíma þeim sem biðu eftir nýjum bílum. Hann myndi reyna að fá bílnum skilað hið fyrsta og myndi hringja í Víkverja þegar bíllinn væri kom- inn í hús. Eins og áður sagði er bíllinn enn ekki kominn og greini- legt að umboðið þarf ekki á við- skiptum Víkverja að halda. Í síð- ustu viku birtist svo frétt um að umboðið hefði slegið sölumet á nýjum bílum í fyrra og líklegt að það yrði slegið aftur í ár. Í frétt- inni er góðri ímynd umboðsins þökkuð hin mikla sala. Víkverji óskar umboðinu til hamingju með þennan árangur og mun nú beina viðskiptum sínum til keppinautar þess. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is     Þýskaland | Þessi litli gíraffi fæddist í dýragarðinum í München 4. ágúst. Móðir hans, gíraffinn Kabonga, var afar ánægð með nýja fjölskyldumeðlim- inn sinn sem starfsmenn dýragarðsins gáfu nafnið Jimmy. Reuters Stolt gíraffamóðir MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.