Morgunblaðið - 08.08.2006, Síða 44

Morgunblaðið - 08.08.2006, Síða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Þriðjudagstónleikar í kvöld kl. 20.30 Um bjartar nætur... Auður Gunnarsdóttir sópran og Andrej Hovrin píanó Sieben frühe Lieder eftir Alban Berg, fjögur sönglög opus 36 og 37 eftir Jean Sibelius, Seks sanger opus 48 eftir Edvard Grieg og sönglög opus 4 og 14 eftir Sergei Rachmaninoff. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvk. www.lso.is - lso@lso.is PÚLIÐ, sjálfsafneitunin og lúslágu launin (a.m.k. í peningum) sem fylgja því sjálfskapaða meinlæti að spila í atvinnustrengjakvartett höfð- ar greinilega ekki til karla í dag. Ólíkt því sem ríkti fram á miðja síð- ustu öld fer að verða leitun á hrein- um karlafereykjum, meðan kvart- ettar alskipaðir konum verða æ tíðari. Einn slíkur kom fram í Neskirkju á mánudaginn var. Að vísu stóð at- vinnumennskan varla á fullreyndum grunni, því hinn kanadíski Quartetto Constanze hefur aðeins starfað í tvö ár og meðlimirnir útskrifuðust fyrst í vor úr Konunglega tónlistarháskól- anum í Toronto. Þar að auki gæti QC þurft að verða sér úti um annan sel- lista, því Ingunn Hallgrímsdóttir hyggst á næstunni stunda nám hjá Gunnari Kvaran og við Háskóla Ís- lands. Hópurinn lagði af stað með Strengjakvartett Haydns Op. 33 nr. 2, „Glens-kvartettnum“ svokallaða – vegna óvæntrar ítrekunar stefsins í bláenda lokaþáttar eftir dágóða al- þögn. Ku hann saminn út af veðmáli höfundar er ábyrgðist að hlustendur færu að klappa áður en flutningi væri lokið(!). QC lék stykkið full sætlega að mínum smekk, með hálf- tilgerðarlegum eftirreigingum í ör- mótun og skrýtnum drykkjusvola- legum glissando-rennslum í Scherzói (II) sem mér þótti hæpið að væru fyrirskrifuð. Vissi það ekki beinlínis á gott. En þá vænkaðist hagur strympu. Mors et vita, Bartókleitur kvartett Jóns Leifs frá 1939, naut sín að fullu í skínandi góðri túlkun, og gustaði mikinn að La muerte del Angel Astors Piazzollas í úts. Josés Braga- tos í krómuðum kaffibarastíl með blóðheitum argverskum vampýru- innskotum. Dagskráin lumaði á lítilli stórfrétt eftir hlé – hugsanlegum heims- frumflutningi „Kansas“ kvartettsins (1962) eftir Thordur John William Swinburne, son Sveinbjörns Svein- björnssonar þjóðsöngshöfundar. Þórður (1891–1984) settist skv. tón- leikaskrá að í Kanada eftir her- mennsku í fyrri heimsstyrjöld er tók svo á hann að hann varð aldrei sam- ur maður. Þó ekki skuli það vefengt – tugþúsundir hlutu sömu örlög úr þeim vitfirringi – þá gat ég ekki var- izt þeirri hugsun að upplýsingin gegndi því aukahlutverki að skýra ef ekki afsaka það sem á eftir kom. Raunar kvað óljóst hvort verkið hafi áður verið flutt; handritið fannst fyrr á þessu ári meðal muna í vörzlu afkomenda. Kvartett Þórðar var leikinn af auðheyrðri alúð og því hverfandi lík- ur á öðru en að beztu hliðar hans hafi skilað sér með ágætum. Hins vegar sló mann óneitanlega að hið aðeins kortérslanga verk virtist 150 árum of seint á ferðinni. Því þó að tónlistin væri hin áheyrilegasta og skrifuð af kunnáttu (stuttleikans vegna reyndi að vísu ekki mikið á úr- vinnslu), þá bar stíllinn almennt sterkan keim af þýzkri snemmróm- antík – og reyndar allt aftur í vín- arklassík í Mozart-skotna lokaþætt- inum. QC lauk kvöldinu með Strengja- kvartett nr. 3 (1842) eftir sjálfan oddseta frumleikans, Robert Schu- mann. Af ekki eldri músíköntum að vera gegndi furðu hvað túlkunin var þroskuð, ekki sízt í hæga III. þætt- inum er dýpkaði stórum við smekk- lega slétttónbeitingu. Innlifun stúlknanna var í heild slík að hlust- andinn tók margan innvortis fjör- kipp. Kastaði þó tólfum í eldspræka lokaþættinum sem reyndist rytm- ískt vítamín af æðstu sort og sópaði burt öllum fordómum um að smell- andi hrynskerpa sé einkavigi karla. Bráðfallegt aukalagið var sagt kanadískt þjóðlag, en hljómaði í mín- um eyrum frekar skozkulegt en í anda t.a.m. draveur-söngva fransk- kanadískra skóghöggvara. Kræfur kvennakvartett TÓNLIST Neskirkja Strengjakvartettar eftir Haydn, Jón Leifs, Piazzolla/Bragato, Þórð Sveinbjörnsson Swinburne og Schumann. Quartetto Con- stanze (Catherine Cosbey og Michelle Zapf-Bélanger fiðla, Katya Woloshyn víóla og Ingunn Hallgrímsdóttir selló). Mánudaginn 31. júlí kl. 20. Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson ÍSLAND nefnist merkileg sýning sem nú stendur yfir í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands. Þar eru ljósmyndir eftir Englendinginn Mark Watson (1906–1979) og Þjóðverjann Alfred Ehrhardt (1901–1984). Ljósmyndirnar, sem eru svarthvítar, voru teknar hér á landi árið 1938 en af þeim má ráða að myndasmiðirnir hafa séð landið mjög ólíkum augum. Ehrhardt er þekktur listamaður af Bauhaus- skólanum sem kom hingað í list- rænum tilgangi og í leit að ósnortnu „frumlandslagi“. Watson var af aðalsættum með ljós- myndun sem áhugamál og í hans huga var Ísland nokkurs konar draumaland sem hann hafði lengi þráð að heimsækja og tók raunar ástfóstri við. Framlag hans til ís- lenskrar menningar er einstakt, eins og fram kemur í sýning- arskrá. Myndir Watsons, teknar í Skaftafellssýslum og í Skagafirði, endurspegla sýn ferðalangsins og hafa yfir sér heimildablæ: við sjáum myndir af starfandi fólki, ýmsum mannvirkjum, far- arskjótum og öðrum ferðalöngum. Landslagsmyndir eru af róm- antískum toga með áherslu á stór- brotinn himinn og smæð mannsins andspænis náttúrunni. Mann- lausar landslagsmyndir eru hlut- fallslega fáar. Landslagið birtist einkum sem umhverfi mannsins, sem hann byggir eða nýtir á ein- hvern hátt eða ferðast um. Watson hafði glöggt auga fyrir myndbyggingu og áhugaverðu myndefni en gildi verka hans felst ekki síst í persónulegri innlifun og augljósri hrifningu á landi og þjóð. Hann bar varðveislu íslenskra menningareinkenna fyrir brjósti og sendi m.a. umtalsverða upphæð til viðgerðar á Glaumbæ í Skaga- firði auk annars stuðnings. Í verkum Ehrhardts er mað- urinn hvergi sjáanlegur. Þar eru náttúruöflin og mótunaráhrif þeirra í fyrirrúmi í myndum af hverahrúðri, hrauni og bergmynd- unum af ýmsu tagi. Nærmyndir af hraunsprungum og stuðlabergi einkennast af skörpum and- stæðum ljóss og skugga og hvöss- um línum. Mjúk og ávöl form eru dregin fram í nærmyndum af veðruðu móbergi og dropa- steinum. Það er hið hrjúfa yf- irborð og áferð landsins sem vek- ur áhuga Ehrhardt en í landslagsmyndum, þar sem sjón- arhornið er víðara en í nærmynd- unum, fangar hann hrikaleika há- lendisins, jökulár, grýtt land og úfna fossa. Í mynd af sléttu Mý- vatni speglast áferð skýjanna. Ehrhardt beinir sjónum og linsu að afmörkuðum þáttum, svo sem í áhrifaríkri mynd af Gullfossi þar sem vatnið steypist fram af foss- brúninni, ofan í úðann. Meitluð myndbygging auk áherslu á frumformin í anda Bau- haus-stílsins veldur því að verkin minna mörg á afstraktmyndir. Myndhugsunin, sem sækist eftir ákveðnum hlutföllum og samleik misstórra flata, mótar og dregur í senn dám af sýn hans á landið sem vettvang „byggingareininga“ sem mótast hafa af jarðeðl- isfræðilegum lögmálum. Sýningin í Þjóðminjasafninu varpar ljósi á ólíkar nálganir í ljósmyndun. Sú aðferð að tefla saman tveimur ljósmyndurum og undirstrika jafnframt andstæður í sýn þeirra á landið, er óvenjuleg og eykur á gildi sýningarinnar. Þar mætast ekki aðeins mismun- andi áherslur í ljósmyndatækni, heldur einnig í hugmyndafræði. Verk Ehrhardts eru unnin á listrænum og formfræðilegum for- sendum en þar á sér jafnframt stað rökleg, jarðfræðileg skráning eða rannsókn. Skráning Watsons er sprottin af sögulegum áhuga og rómantískum hugmyndum. Inn- byrðis samband myndanna ein- kennist af ákveðinni spennu sem sýningargestir geta dregið skemmtilegar og fróðlegar álykt- anir af, m.a. um eiginleika ljós- myndarinnar. Túlkun á landi MYNDLIST Þjóðminjasafn Íslands Mark Watson og Alfred Ehrhardt. Til 24. september 2006. Ísland Anna Jóa Eins og ráða má af myndum Marks Watsons og Alfreds Ehrhardts hafa þeir séð landið mjög ólíkum augum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.