Morgunblaðið - 18.08.2006, Síða 18
18|Morgunblaðið
Það er hátt til lofts og vítt til veggja í
húsakynnum skólans, þar sem áður
var starfrækt netagerð og hugað að
fiskvinnslu.
Við höfum í rauninni rifið niður
það mesta og endurbyggt húsnæðið
þannig að það henti starfsemi skól-
ans sem best, segir Leifur, um leið
og hann sýnir blaðamanni húsakynn-
in, sem einvörðungu eru máluð í
svörtu og hvítu.
Og svart og hvítt er mikill hluti af
heimspeki og starfsemi skólans, því
nemendur sem hingað koma læra
grundvallaratriði ljósmyndunar, eins
og framköllun svart-hvítra filma í
myrkraherbergi og notkun stúd-
íóljóss.
Upp á gamla mátann
Skólinn er tvær annir og fyrsta
önnin er notuð til að kynna nem-
endum grundvallartækni ljósmynd-
arans og allt er gert upp á gamla
mátann.
Við viljum að nemendurnir nái
valdi á grunntækninni áður en þeir
fara að notast við stafrænan búnað,
sérstaklega svart-hvíta ljósmyndun,
en út frá því er auðveldara að til-
einka sér notkun og meðhöndlun nú-
tíma stafrænnar tækni, segir Sissa.
Á veggjunum hanga myndir sem
nemendur hafa unnið og stúd-
íóaðstaðan er óaðfinnanleg. En nú-
tímatækni er samt alls staðar nálæg
í þessum svarta og hvíta heimi, sem
er umgjörð Ljósmyndaskólans.
Afstaða Leifs og Sissu til starfa
ljósmyndarans er líka nútímaleg.
Við lítum ekki á ljósmyndun sem
handverk eða iðnverk en leggjum
áherslu á hið listræna í ljósmynd-
uninni, við lítum á þetta starf fyrst
og fremst sem skapandi, segir Leif-
ur.
Hefur starfað víða
Leifur hefur langan starfsferil
sem ljósmyndari og ljósmyndakenn-
ari að baki og starfið sem ljósmynd-
ari hefur leitt hann víða um heim.
Ég byrjaði sem unglingur að taka
myndir fyrir blöðin 1977, en ákvað að
halda til náms þremur árum seinna.
Hann tók ljósmyndunarnám í
Stokkhólmi frá 1980 til 1982 og hefur
síðan unnið víða um heim. Að sjálf-
sögðu dvaldist hann og starfaði um
skeið í New York, höfuðstað lista og
ljósmyndunar, en hann hefur einnig
starfað í Frakklandi, Svíþjóð og víð-
ar um heim.
Þau Leifur og Sissa njóta aðstoðar
gestakennara og meðal þeirra eru
nokkrir af frægustu ljósmyndurum
landsins.
Við fáum gestakennara til að lyfta
kennslunni, það getur verið ljós-
myndasaga, portrettljósmyndun,
blaðaljósmyndun, tískuljósmyndun
eða listræn ljósmyndun, sem þessir
gestakennarar fjalla um, en það gef-
ur nemendunum mikið að hafa fleiri
kennara og kynnast sérfræðingum á
fleiri sviðum ljósmyndarastarfsins,
segir Leifur.
Ekki allir halda áfram
Nemendur skólans eru venjulega
frá 18 til 20 á hverju ári og þeir eru
valdir út eftir samtöl, enda vilja
Sissa og Leifur vera viss um að þeir
sem gangi í skólann hafi í raun
brennandi áhuga á því sem þeir eru
að læra.
Það skiptir miklu máli fyrir heild-
ina að allir séu áhugafullir um það
sem þeir eru að gera og það skiptir
náttúrulega miklu máli fyrir hvern
og einn af nemendunum.
En það eru ekki allir sem sækja
Ljósmyndaskólann til þess að und-
irbúa sig undir frekara nám erlendis.
Það er svolítið mismunandi. Auð-
vitað koma hingað nemendur í þess-
um tilgangi, en svo eru hinir sem
koma bara vegna þess að þeir hafa
brennandi áhuga á ljósmyndun og
langar að læra tæknina eins vel og
auðið er. Svo eru aðrir sem sjá þetta
sem undirbúning undir annað nám,
kannski arkitektar, málarar eða aðr-
ir sem geta nýtt sér ljósmyndun í
námi sínu á einhvern hátt. Margir
nemenda okkar hafa til dæmis haldið
áfram námi við Listaháskólann, seg-
ir Leifur.
Mynda frekari tengsl
Tengslin við gestafyrirlesarana
geta líka verið nytsöm í öðrum skiln-
ingi en þeim að læra af tækni, hugs-
unarhætti og vinnubrögðum þeirra.
Nemendur, sem hallast að
ákveðnum þáttum í starfi ljósmynd-
arans, fá oft tengsl við erlenda skóla
eða ljósmyndara gegnum gestakenn-
arana, því flestir kennaranna hafa
góð tengsl við starfsbræður sína og
-systur í öðrum löndum. Þannig geta
þeir opnað dyr fyrir nemendunum,
sem þeir annars hefðu átt í erf-
iðleikum með að finna. Nemendurnir
sjá líka gegnum kennslu þessara
kennara hvernig á að nálgast frekara
nám og finna tækifæri til að verða
sér úti um áframhaldandi leiðsögn
og lærdóm í faginu eða einstökum
þáttum þess, segir Leifur.
Auðvitað fá svo allir nemendur,
sem ljúka náminu, umsögn frá skól-
anum enda nýtur hann talsverðrar
virðingar erlendis og hefur góð
tengsl við ljósmyndara í öðrum lönd-
um.
Þar sem
heimurinn
er svartur
og hvítur
Í gamalli netagerð úti á Örfirisey heldur Ljós-
myndaskólinn til. Við hittum Leif Rögnvaldsson
og Sigríði Ólafsdóttur, betur þekkta sem Sissu, að
máli og ræddum um málefni skólans.
Morgunblaðið/Eyþór
Sissa og Leifur reka Ljósmyndaskólann í húsi fyrrverandi netagerðar á Örfirisey
Ljósmyndaskóli Sissu hefur verið
starfræktur síðan 1997 og er stað-
settur að Hólmaslóð 6, Örfirisey í
101 Reyjavík. Markmið skólans er
að kenna undirstöðu ljósmyndunar
bæði fyrir þá sem vilja ljósmynda
sér til ánægju eins og þeim sem
hyggja á frekara nám og starf.
Kennd er meðhöndlun ýmissa
myndavéla, svart/hvít filmufram-
köllun og stækkun. Frágangur
mynda, stúdíó-lýsing og hvernig
nýta má birtu. Stafræn ljósmyndun
og litmyndavinnsla er skoðuð.
Nemendum eru kynntar ýmsar
leiðir í ljósmyndun svo sem port-
rett-, tísku-, landslags-, auglýs-
inga-, blaðaljósmyndun og ljós-
myndum sem list. Skólinn verður
settur miðvikudaginn 6. september,
kl. 19.00 og lýkur laugardaginn 26.
maí 2007.
Kennsla fer að mestu leyti fram á
kvöldin og um helgar en krafa er
gerð um að nemendur gefi heima-
námi drjúgan tíma. Margir af
helstu ljósmyndurum landsins
kenna og leiðbeina við skólann.
Má nefna m.a. Ara Magg, Börk,
Einar Fal, Golla, Kristján Maack,
Pál Stefánsson, Sigfús Má, Sig-
urgeir Sigurjónsson, Spessa auk
Sissu og Leifs. Í skólanum eru stúd-
íó og myrkraherbergi sem eru vel
tækjum búin.
Ekki eru gerðar kröfur um þekk-
ingu á ljósmyndun þegar valið er
inn í skólann.
Námið er ætlað þeim sem sem
vilja ná tökum á ljósmyndun sér til
ánægju, þeim sem þurfa að hafa
vald á ljósmyndun í öðrum störfum,
td. myndlist og svo þeim sem hyggj-
ast leggja ljósmyndun fyrir sig sem
ævistarf. Námið er þó ekki tæm-
andi en gefur nemendum tækifæri
til að átta sig á því hvort þetta sé
rétta leiðin fyrir viðkomandi og
gefur góðan undirbúning til að geta
valið og sótt um frekara nám er-
lendis.
Námið er þannig uppbyggt að
haustönnin er að mestu leyti notuð
til að ná tökum á grundvallartækni
í ljósmyndun. Skilning á funksjón
myndavéla, ljósopi, hraða, ljós-
næmi, ljósmælingu, framköllun s/h
filmu og stækkun. Skoðuð er litljós-
myndun, stúdíólýsing og ljós-
myndasaga.
Á vorönn gefst nemendum síðan
kostur á að kynnast ýmsum leiðum
innan ljósmyndunar til að átta sig á
breidd fagsins og hvaða tegund
ljósmyndunar hentar hverjum og
einum.
Skólinn nýtur aðstoðar margra
þekktustu ljósmyndara landsins á
þessum sviðum. Þessir gestakenn-
arar koma mismikið við sögu, allt
frá því að sýna verk sín og segja frá
því hvernig vikomandi hefur nálg-
ast starfið og sitt nám til þess að
fylgja nemendum í nokkrar vikur
og leiðbeina með verkefnum í þeirri
tegund ljósmyndunar sem viðkom-
andi hefur lagt fyrir sig o.s.frv.
Náminu lýkur svo með lokaverk-
efni sem er tvíþætt.
Lokasýning er unnin í nánu sam-
starfi við aðalkennara skólans og/
eða þá kennara sem sterkust áhrif
hafa haft á viðkomandi nemenda.
Sýningin sem opnuð er í lok maí og
stendur í u.þ.b. 10 daga er eins-
konar lokapróf.
Samhliða sýningunni vinna nem-
endur einnig portfólíu eða mynda-
möppu sem er helsta verkfæri
þeirra til að halda áfram hvort sem
er að sækja inn í skóla hérlendis,
erlendis eða til að komast í læri á
annan hátt.
Ljósmyndaskóli Sissu
www.ljosmyndaskolinn.is