Morgunblaðið - 18.08.2006, Side 24
Mikil gróska og fjölbreytni voru í starfsemi Símennt-
unar á árinu 2005 og ásókn í lengra nám, sem metið
er til eininga, einkum á sviðum rekstrar og stjórn-
unar, jókst mikið að sögn Elínar Margrétar Hall-
grímsdóttur, símenntunarstjóra háskólans.
„Á vormisseri luku 22 nemendur þriggja anna, 27
eininga rekstrar- og viðskiptanámi sem var í sam-
starfi við viðskiptadeild. Þá voru 39 þátttakendur á
annarri önn í rekstrar- og stjórnunarnámi sem er í
samstarfi við viðskiptadeild og Félagsmálaskóla al-
þýðu en það er fyrir talsmenn stéttarfélaga og er
kennt í fjarkennslu vítt og breitt um land,“ segir Elín
Margrét.
Styrkir frá Ítalíu
Að sögn Elínar Margrétar hófst einnig öðru sinni
þriggja anna, 15 eininga stjórnunarnám í samstarfi
við Eyþing með 23 þátttakendum, og þriðji hópur
„stjórnenda framtíðarinnar“, sem haldið er í sam-
starfi við IMG, lauk námi.
„Ítölskunámskeið, sem eru 3 einingar, voru haldin
með styrk frá ítalska utanríkisráðuneytinu eins og
undanfarin ár. Þá eru ótalin ýmis styttri námskeið en
236 manns sóttu nám eða námskeið á misserinu.“
Elín Margrét segir að áhugi grunnskólakennara á
sumarnámskeiðum hafi farið minnkandi og styrkir
sem Símenntun hafi hlotið frá menntamálaráðuneyt-
inu til námskeiða verið vannýttir undanfarin ár.
Aðeins tvö námskeið voru haldin á Akureyri en
þrjú á Húsavík og þátttakendur á námskeiðunum
voru alls 53.
Aðfararnámskeið
„Starfsemi haustmisseris hófst með aðfar-
arnámskeiðum fyrir nýja háskólanemendur í efna-
fræði, fjárhagsbókhaldi og stærðfræði. Þessi nám-
skeið voru mjög vel sótt af nemendum deilda og
Símenntunar en þátttakendur í þeim voru 204,“ segir
Elín Margrét. Þriggja missera rekstrar- og við-
skiptanám hófst öðru sinni með 26 nemendum, 42
þátttakendur voru á annarri önn í stjórnunarnáminu
og þriðju önn í rekstrar- og stjórnunarnáminu.
„Einnig fór „Stjórnendur framtíðarinnar“ af stað í
fjórða sinn og 3 eininga námskeið í mannauðs-
stjórnun var haldið með 37 nemendur á 11 stöðum á
landinu. Auk þessa sóttu 175 manns ýmis styttri
námskeið.“
Símenntun ásamt ýmsum félagasamtökum, fram-
haldsskólum á Akureyri og Akureyrarbæ stóð í apríl
fyrir ráðstefnunni „Hver er sá veggur?“ þar sem
fjallað var um samkynhneigð og ungt fólk. Ráð-
stefnan var haldin fyrir fullu Oddfellowhúsi, að sögn
Elínar Margrétar.
„Í september stóðu svo Símenntun og krabba-
meinsfélag Akureyrar sameiginlega fyrir opnum fyr-
irlestri dr. Jane Planet um áhrif mataræðis á ýmsa
sjúkdóma en þann fyrirlestur sóttu um 100 manns,“
segir Elín Margrét Hallgrímsdóttir að lokum.
Gróska í símenntun við
Háskólann á Akureyri
Elín Margrét Hallgrímsdóttur, símennt-
unarstjóri Háskóla Akureyrar
Háskólinn á Akureyri er með öflugt endurmenntunarstarf og stórt, rafrænt bókasafn.
24|Morgunblaðið
Sigrún Magnúsdóttir, forstöðumað-
ur upplýsinga- og gæðastjórn-
unarsviðs Háskóla Akureyrar, eða
UNAK, eins og skólinn er oft kall-
aður, er sannfærð um að netið sé
undirstaða þess að kalla megi bóka-
safn skólans háskólabókasafn.
Engin spjaldskrá
Sem forstöðumaður upplýsinga-
og gæðastjórnunarsviðs hefur Sig-
rún starfað við bókasafnið allar göt-
ur frá því það var formlega sett á
laggirnar árið 1989.
„Eitt það fyrsta sem ég krafðist
var að fá nettengingu, það er nefni-
lega sú staðreynd að bókasafnið er
rafrænt sem gerir það að verkum að
við getum kallað okkur ekta há-
skólabókasafn,“ segir Sigrún.
Bókasafnið hefur allt frá upphafi
verið byggt á rafrænu kerfi og það
hefur aldrei verið til nein spjaldskrá
í bókasafninu.
„Uppbygging bókasafnsins hefur
verið mér mjög hugleikin og nú höf-
um við um það bil 50 þúsund titla hér
á fjölmörgum tungumálum, en þó
fyrst og fremst á ensku,“ segir Sig-
rún.
Bækurnar eru flestar keyptar inn
frá Amazon.com og Bóksölu stúd-
enta, en flestar þeirra eru fræðibæk-
ur.
„Bókasafnið er byggt upp með
þröngum fókus á fræðigreinar og
þær eru flestar tengdar því námi
sem fram fer í hinum ýmsu deildum
háskólans. Þetta er rannsókna- og
sérfræðibókasafn og efni er keypt að
mestu leyti eftir þörfum há-
skóladeildanna fjögurra svo og þeim
rannsóknum sem við háskólann eru
stundaðar,“ segir Sigrún.
Nemendur taka þátt
Við háskólann eru fjórar deildir;
kennaradeild, heilbrigðisdeild, fé-
lagsvísinda- og lagadeild og við-
skipta- og raunvísindadeild.
Við skólann er hægt að taka
meistaragráðu í heilbrigðisvísindum
og fjölmiðlafræði og lögfræði er á
meðal kennslugreina. Nýlega hófst
einnig kennsla í sálfræði við háskól-
ann.
Sigrún er Reykvíkingur, en var á
Ísafirði í níu ár áður en hún kom til
Akureyrar.
„Ég er menntuð í bókasafns- og
upplýsingafræði og einnig tók ég
MA-próf í stjórnun í fjarnámi við há-
skóla í Wales. Reyndar varð ég að
fara á hverju ári til Wales í sam-
bandi við námið, en það var bara
skemmtilegt.“
Við háskólabókasafnið eru sjö
manns í fastri vinnu, en á veturna
taka nemendur háskólans einnig
þátt í störfum við bókasafnið.
Rafrænt bókasafn
við UNAK
Háskólinn á Akureyri hefur haslað sér völl sem eitt
af mikilvægustu lærdómssetrum á landinu. Blaða-
maður Menntunar leit við og kynnti sér málin.
Kristján Guðlaugsson
Sigrún Magnúsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og
gæðastjórnunarsviðs Háskóla Akureyrar
Mál og menning á Laugavegi
18 býður til skólaskemmt-
unar í tilefni upphafs skóla-
ársins.
Hátíðin hefst mánudaginn
21. ágúst kl. 15.00 með upp-
lestri frá Nyhil. Óttar M.
Norðfjörð, Örvar Þóreyj-
arson Smárason, Valur
Brynjar Antonsson og Eirík-
ur Nordal lesa upp úr verkum
sínum. Kl. 17.00 stígur hljóm-
sveitin Fræ á svið og flytur
lög af nýútkominni plötu
sinni, Eyðilegðu þig smá.
Á miðvikudag kl. 17.00
spila Jóhann Friðgeir Jó-
hannsson, öðru nafni 701,
tvíeykið Mr. Silla og Mon-
goose og einnig stígur hljóm-
sveitin Mammút á svið.
Boðið verður upp á súpu af
þessu tilefni.
Rokkað í
Máli og
menningu
Morgunblaðið/Eggert
Elsa María Ólafsdóttir versl-
unarstjóri Máls og menningar býður
til uppákoma í tilefni nýs skólaárs.