Morgunblaðið - 18.08.2006, Page 26
26|Morgunblaðið
Afrískur guðaheimur á Kúbu
Námskeið um trúarbrögð, helgi-
siði og menningu sem blökkumenn
af Yorubakynstofni báru með sér
frá Nígeríu í Afríku til Kúbu á tím-
um þrælahalds og hafa varðveist í
skjóli kristindóms og kommúnisma.
Á námskeiðinu verður leitast við að
draga upp mynd af guðaheimi san-
teria-trúarbragðanna á Kúbu, tákn-
rænni og sögulegri merkingu hans
og heimsmynd og hvernig hann
birtist í helgisiðum, trúarathöfnum,
tónlist og myndlist. Námskeiðið er
einkum ætlað áhugafólki um mann-
fræði og trúarbragðasögu.
Egils saga
Skipta má Egils sögu í tvo hluta,
sá fyrri fjallar um Kveld-Úlf og syni
hans, Þórólf og Skallagrím og deil-
ur þeirra við norska konungs-
valdið. Sagt er frá samskiptum við
Harald konung hinn hárfagra, veg-
semd Þórólfs og falli, hefnd eftir
hann og flótta þeirra feðga til Ís-
lands. Með víðáttumiklu landnámi í
Borgarfirði, ómetanlegum lýs-
ingum á búskaparháttum og
bernsku söguhetjunnar hefst síðari
hlutinn, hin eiginlega saga Egils
Skallagrímssonar. Meginþema
verksins er samskipti bændahöfð-
ingja við konungsvaldið og hæst rís
árekstur Egils við Eirík konung
blóðöx og Gunnhildi drottningu.
Egill er hinn stórbrotni bóndi sem
gefur konungum ekkert eftir að viti
og viljastyrk. Þessi víðförli vík-
ingur er öllum fremri sem skáld og
bardagamaður.
250 ára afmæli Mozarts
Námskeið í samstarfi við Vina-
félag Íslensku óperunnar.
Í tilefni af 250 ára afmæli Moz-
arts sýnir Íslenska óperan Brott-
námið úr kvennabúrinu en þetta er
í fyrsta skipti sem þessi vel þekkta
ópera er sýnd hér á landi. Skrán-
ingarfrestur er til 20. september.
Brottnámið úr kvennabúrinu var
fyrsta óperan sem Mozart samdi
fyrir óperuhús Vínarborgar eftir
að hann fluttist þangað í óþökk fjöl-
skyldu sinnar vorið 1781. Með
henni sýndi hinn 25 ára gamli Moz-
art að hann hafði þegar náð full-
komnum tökum á óperuforminu og
var fær í flestan sjó. Á námskeiðinu
verður óperan og efni hennar
kynnt, helstu einkenni tónlistar-
innar rædd og skoðuð með tón-
dæmum. Auk þess verður fjallað
um „tyrknesk“ áhrif í tónlist Moz-
arts í óperunni og víðar, en óperan
gerist í Tyrklandi á 17. öld. Síðasta
kvöldið verður farið á sýningu í óp-
erunni þar sem færi gefst á stuttu
spjalli við nokkra af aðstandendum
sýningarinnar.
Steðjar hætta að
íslenskri tungu?
Ætlað áhugafólki um stöðu ís-
lenskrar tungu.
Snemma árs 2006 urðu miklar
umræður í samfélaginu um stöðu ís-
lenskrar tungu. Því var jafnvel
spáð að íslenska yrði horfin eftir
100 ár. Í þessu námskeiði verður
farið í ýmsa ytri og innri þætti sem
ráða stöðu og viðgangi tungumáls á
borð við íslensku og rætt hvernig á
því stendur að talað er um hnignun
málsins. Meðal viðfangsefna verða
hugtökin gott/vont mál og rétt/
rangt mál; munur ritmáls og tal-
máls og breytileg málnotkun eftir
aðstæðum; endurnýjun orðaforð-
ans, nýyrði og tökuorð; málpólitík
og málrækt á Íslandi í samanburði
við önnur málsamfélög.
Draumalandið
Segja má að fáar bækur á und-
anförnum árum hafi haft jafnmikil
áhrif og Draumaland Andra Snæs
Magnasonar en í henni er tekist á
við mörg stærstu málefni okkar
tíma. Á fjórum tveggja tíma kvöld-
um er ætlunin að skapa vettvang
þar sem tekist er á við heimsmynd
okkar. Listamenn, fræðimenn og
vísindamenn munu rekja þræði úr
Draumalandinu eða gefa okkur inn-
sýn í skapandi hugsun og hvernig
hugmyndir verða til, fyrirtæki eru
stofnuð eða listaverk kvikna til lífs.
Með aðstoð valinkunnra gestafyr-
irlesara verður rætt um möguleika
Íslands, Íslönd sem gætu orðið til
og hvaða hugmyndir munu hafa
mest áhrif á líf okkar á næstu árum.
Búast má við líflegum fyrirlestrum
og fjörlegum umræðum.
Ævi, saga og
kenningar Freuds
Á námskeiðinu verður fjallað um
ævi S. Freuds og gefið yfirlit yfir
helstu verk hans og þeim lýst stutt-
lega. Þá verður gerð ýtarleg grein
fyrir persónuleikakenningu Freuds
og námskeiðinu lýkur með umfjöll-
un um kenningu hans um drauma.
Listin að meta vín
Í samstarfi við vínbúðir ÁTVR.
Meginviðfangsefni námskeiðsins
er vínsmökkun. Lögð er áhersla á
að gera grein fyrir hugtökum vín-
smökkunar og merkingu þeirra og
reynt að beita tungumálinu á ná-
kvæman hátt þegar talað er um vín.
Spáð verður í gæði vína: Hvað gerir
vín góð og hvers vegna? Einnig
verður fjallað um vínræktun og vín-
gerð og helstu stíla og stefnur í
þeim efnum. Námskeiðið fer fram í
aðalstöðvum ÁTVR.
Listin að meta vín – framhald
Í samstarfi við vínbúðir ÁTVR.
Ætlað þeim sem hafa nokkra
þekkingu á vínsmökkun eða hafa
tekið þátt í námskeiðinu „Vín-
smökkun: Ilmur, bragð, áferð – list-
in að meta vín“.
Sjálfstætt framhald af námskeið-
inu „Vínsmökkun: Ilmur, bragð,
áferð – listin að meta vín“. Meg-
inviðfangsefnið er áfram vín-
smökkun, en lögð meiri áhersla á
vínstíla og víngerðaraðferðir en á
fyrra námskeiðinu. Fjallað verður
meðal annars um áhrif þroskunar-
og víngerðaraðferða, blinds-
mökkun og gæði miðað við verð.
Menningarnámskeið
Helstu nýjungar í haust eru nám-
skeið á meistarastigi í heilsu-
hagfræði og viðskiptafræði.
Að sögn Rögnu Haraldsdóttur,
verkefnastjóra EHÍ, er um að ræða
fjögur námskeið í heilsuhagfræði og
sjö námskeið í viðskiptafræði.
Heilsuhagfræði
„Öll fjögur námskeiðin í heilsu-
hagfræði eru sniðin að þörfum
þeirra, sem hafa bakgrunn í heil-
brigðisvísindum eða bakgrunn í
hagfræði eða viðskiptafræði, en
markmið námskeiðanna eru mis-
munandi. Það getur verið um að
ræða grundvallarhugtök í heilsu-
hagfræðinni, rekstur, kostnað og
nytjagreiningu heilsuhagfræðinnar
eða afmörkuð efni heilsuhagfræð-
innar eins og til dæmis fíkniefna-
notkun, hreyfingu og næringu eða
kynlífshegðun,“ segir Ragna.
Þá er í boði tveggja ára nám fyrir
geðlækna og sálfræðinga sem mið-
ast að hagnýtri þekkingu á sviði
hugrænnar atferlismeðferðar.
„Meðal annars fáum við hingað
erlenda sérfræðinga frá Cognitive
Centre í Oxford til að halda fyr-
irlestra á námskeiðunum. Annað
námskeið, sem einnig er ætlað sál-
fræðingum og geðlæknum, lýtur að
sérnámi í hugrænni atferlismeðferð
og meðal fyrirlesara eru sérfræð-
ingar frá Oxford Cognitive Therapy
Centre,“ segir Hans Júlíus Þórð-
arson, verkefnastjóri fyrir Stjórnun
og starfsþróun.
Fjölbreytt nám
EHÍ nýtir rauntíma hugbúnað í
fjarkennslu og hægt er að velja ein-
stök námskeið samhliða vinnu.
„Notkun rauntímabúnaðar er
náttúrulega misjafn eftir nám-
skeiðum. Fólk er að sækjast eftir
einingum og gráðum og tekur nám-
skeiðin eins og þau passa því. En
fyrir þá sem búa úti á landi er raun-
tímabúnaðurinn mjög stór kostur,“
segir Hans Júlíus.
Hann segir að 70 prósent af nám-
skeiðunum séu viðskiptatengd á
einn eða annan hátt.
Einnig eru í boði námskeið í
hjúkrunarfræðum, læknisfræði,
guðfræði og ekki er óalgengt að fólk
taki MA-gráðu þótt sumir láti sér
fáeinar einingar nægja.
„Við bjóðum líka námskeið í tölv-
unarfræði, sem við köllum Sam-
skipti manns og tölvu, en segja má
að það fjalli um mannlega hlið tölv-
unarfræðinnar, hvernig forritun
hentar fólki, eins konar notenda-
viðmót. Þetta er raunar þverfaglegt
efni,“ segir Hans Júlíus.
Menningarnámskeið
„Auðvitað eru menningar-
námskeiðin, sem EHÍ býður, jafn-
gild þessum námskeiðum, en þau
eru yfirleitt styttri,“ segir Ragna.
Hún nefnir sem dæmi námskeið í
samstarfi við Íslensku óperuna á
námskeiði sem haldið er í tilefni 250
ára afmælis Mozarts.
„Þar verður óperan „Brottnámið
úr kvennabúrinu“ frumflutt á Ís-
landi. Annað athyglisvert námskeið
er fyrirlestraröð Andra Snæs
Magnasonar um Draumalandið, og
svo er náttúrulega Egilssaga klass-
ískt viðfangsefni,“ segir Ragna.
Meðal annarra námskeiða má
nefna fyrirlestra um kúbanska San-
teria-trú, íslenska málpólitík og fyr-
ir lestra Gunnars Hersveins um
gildin í lífinu, sem hann nefnir
„Gæfuspor“.
Morgunblaðið/Sverrir
Ragna Haraldsdóttir og Hans Júlíus Þórðarson , verkefnastjórar hjá Endurmenntun Háskóla Íslands
Nýjungar hjá Endur-
menntun Háskóla Íslands
Endurmenntun HÍ er stærsta endurmennt-
unarstofnun landsins, en þar miðla nær 500
kennarar af kunnáttu sinni á ári hverju, en nem-
endur á styttri námskeiðum og í lengra námi
nálgast tíu þúsund. Menntun heimsótti EHÍ.
www.endurmennt.is
Fjarnám á haustönn 2006
• Þriðja og fjórða árið á stúdentsbrautum
• 30 rúmlesta skipstjórnarnám
• Allir áfangar í WebCT
• Námið kostar einungis 4.250 krónur á önn fyrir utan námsgögn
• Umsóknarfrestur til 30. ágúst
• Skráning á vef skólans
www.fas.is fas@fas.is sími 470 8070
Menntamálaráðherra, Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir,
segir að það stefni í samein-
ingu Kennaraháskóla Íslands
og Háskóla Íslands.
Rektorar beggja skólanna
munu hafa tekið vel í þessa
tillögu, en af sameiningu get-
ur orðið 1. júlí 2008, ef hug-
myndin verður að veruleika.
Hugmyndin er þó mun
eldri, eða frá 2002, þegar Páll
Skúlason og Ólafur Proppé
létu gera skýrslu um mögu-
lega sameiningu skólanna.
Önnur skýrsla, að þessu
sinni á vegum mennta-
málaráðuneytisins, var unnin
í sumar og er það á henni
sem ráðherra byggir tillögu
sína.
Sameining
háskóla