Morgunblaðið - 18.08.2006, Page 29
Morgunblaðið |29
Myndlestur eða PhotoReading er
öflug lestrar- og námstækni sem
getur gjörbreytt vinnu með mikinn
texta. Með myndlestri er leshraðinn
meiri en ella og tæknin bætir einnig
til muna einbeitingu lesandans og
auðveldar leit að aðalatriðum text-
ans. Þetta er aðferð sem hentar
bæði þeim sem eru í námi og öllum
sem þurfa að lesa mikið og vilja fá
góða yfirsýn yfir mikinn texta á
skömmum tíma. Þetta er athygl-
isverð aðferð sem hefur gjörbreytt
afstöðu margra til lestrar og hentar
bæði fluglæsum og leshægum.
Tæknin getur auðveldað mjög lestur
til dæmis námsbóka og fræðiefnis og
skipt sköpum varðandi árangur, sér-
staklega þegar tíminn er naumur.
Heilhuga aðferð
Bandaríkjamaðurinn Paul R.
Scheele hafði lengi haft áhuga á því
að kenna fólki á öllum aldri að nýta
betur hugann og færni heilans til
þekkingaröflunar þegar hann þróaði
lestrar- og námstæknina Photo-
Reading, sem nefnd hefur verið
myndlestur á íslensku. Scheele talar
um myndlestur sem heilhuga aðferð
því hér er lögð áhersla á að örva sem
best virkni heilans við vinnu með
hvers konar texta. Kennsla í mynd-
lestri hófst í Bandaríkjunum 1985 og
hefur nú náð útbreiðslu til yfir 30
landa. Hér á landi hófst kennsla í
myndlestri í lok ársins 2004 þegar
Jóna Björg Sætran M .Ed., uppeldis
og menntunarfræðingur hjá Náms-
tækni ehf., öðlaðist réttindi sem
myndlestrarkennari. Grunntæknin
við myndlesturinn er kennd þar á
stuttum námskeiðum þar sem þátt-
takendur vinna með eigið lesefni.
Eftir námskeiðin eiga þeir svo kost á
áframhaldandi þjálfun og stuðningi.
Hentar á alla texta
Myndlestraraðferðin hentar fyrir
allan lestur, svo sem bækur, ljósrit,
tímarit, dagblöð og einnig efni á
tölvuskjá. Nokkuð hefur borið á
þeim misskilningi að hér væri á ferð-
inni aðferð til að túlka myndir eða
málverk, en svo er ekki. Myndlest-
urinn miðar að því að veita skjóta yf-
irsýn yfir mikið textamagn og finna
þau atriði sem skipta lesandann
mestu máli hverju sinni. Sá sem nýt-
ir sér myndlestrartæknina þarf því
að vera læs. Það hefur hins vegar
sýnt sig að þessi tækni nýtist vel
óháð lestrarfærni viðkomandi.
Þannig hafa leshægir einstaklingar
svo og fólk greint með lesblindu
(dyslexíu) fundið fyrir miklum fram-
förum við það að ná tökum á og nýta
sér myndlestur.
Slökun og einbeiting
Í myndlestri er unnið með textann
í stærri áföngum en almennt tíðkast.
Jafnvel heil bók eða skýrsla er
myndlesin í einu, en síðan er unnið
með textann í smærri einingum. Oft
er farið fimm til sjö sinnum yfir allan
textann en þó á mun skemmri tíma í
heildina en með hefðbundnum lestr-
araðferðum. Tilgangurinn með
textavinnunni þarf að vera skýr, les-
andinn skoðar uppsetningu textans
lítillega í upphafi og notar síðan ein-
falda slökunartækni til að festa ein-
beitinguna áður en myndlesturinn
hefst. Lesandinn útvíkkar sjónsvið
sitt í svonefndan myndafókus, horfir
á textann með ákveðnum hætti og
flettir blaðsíðunum síðan taktfast.
Fyrst á eftir veit lesandinn lítið með-
vitað um efnið sem var myndlesið,
en eftir ákveðinn biðtíma er mun
auðveldara en annars að fara hratt
yfir textann og átta sig á innihaldi
hans, með betri skilningi en ella.
Skammur undirbúningur
Myndlestur hentar vel þegar þarf
að fara yfir tiltekið lesefni á skömm-
um tíma við ýmsan undirbúning, svo
sem fyrir fundi, ráðstefnur eða
kynningar, til að ná að vinsa þau at-
riði úr textanum sem máli skipta.
Hér er mikilvægast að finna aðal-
atriði textans, en talið er að um 4%–
11% lesefnis innihaldi aðalinntak
þess og skipti mestu máli fyrir
merkingu hans.
Hugarkort
Þegar um námsefni er að ræða er
samhliða lestrinum gert svokallað
hugarkort yfir aðalatriðin.
Nemandinn útbýr jafnvel eitt
hugarkort fyrir hvern kafla kennslu-
bókarinnar og fær þannig góða yf-
irsýn yfir allt innihald hennar. Nem-
endur geta einnig nýtt sér
myndlestur í upphafi kennsluannar
til að myndlesa allt námsefni ann-
arinnar á skömmum tíma og náð
þannig góðri yfirsýn yfir námsefnið
strax á fyrstu dögunum áður en
kennarinn fer yfir námsefnið í
kennslustundum.
Gjörbreytt viðhorf
Segja má að myndlestrartæknin
hafi gjörbreytt viðhorfi margra til
lesturs. Myndlesturinn sjálfur tekur
aðeins um 10–15 mínútur fyrir með-
alstóra bók og síðan er hægt að
vinna áfram með efnið síðar. Fólk í
viðskiptalífinu, jafnt sem nemendur í
framhaldsskólum og háskólum, þarf
ekki lengur að skjóta lestrinum á
frest sökum tímaskorts. Kennarar
geta auðveldað sér undirbúning
kennslu, og svo framvegis. Ólesnir
bókastaflar lækka hratt og ólesin
gögn í bunkum á skrifborðinu geta
nú heyrt sögunni til.
Myndlestur getur gjörbreytt að-
stöðu þeirra sem þurfa að lesa mik-
inn texta, hvort heldur sem um er að
ræða námsefni, fræðiefni, vísinda-
rannsóknarefni eða samanburð upp-
lýsinga og óháð því hvort um er að
ræða bækur, ljósrit eða jafnvel efni á
tölvuskjá.
Myndlestur – öflug
lestrar- og námstækni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hraðlestur eða myndlestur get-
ur sparað mikinn tíma og gefið
góðan árangur.
Það er nauðsynlegt að
hafa fleiri en eina bók
liggjandi á náttborðinu ef
maður kann hraðlestur.
Jóna Björg Sætran M. Ed.
Námstækni ehf.
s.899 4023
www.photoreading.is