Morgunblaðið - 18.08.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.08.2006, Blaðsíða 34
34|Morgunblaðið „Stefna okkar er að fá sem stærst net af fyrirlesurum og það þurfa ekki að vera einvörðungu starfs- tengdir fyrirlestrar, þótt fyrirtæki og stofnanir séu viðskiptavinir okk- ar,“ segir Ingrid, en hún og maður hennar, Eyþór Eðvarðsson, reka Þekkingarmiðlunina. Þekkingarmiðlun er öflugt þjálf- unarfyrirtæki sem var stofnað í byrjun ársins 2002. Það sérhæfir sig í því að miðla þekkingu og styrkja þannig einstaklinga og vinnustaði. Það er gert með nám- skeiðum, þjálfun, fyrirlestrum, einkaþjálfun, aðgerðamótun, úttekt- um, könnunum og ráðstefnum. Búa yfir mikilli reynslu Boðið er annars vegar upp á námskeið fyrir hópa og vinnustaði þar sem tekið er mið af aðstæðum, sérþörfum og óskum þeirra. Hins vegar er boðið upp á opin námskeið sem allir geta skráð sig á. Sérfræðingar Þekkingarmiðlunar hafa mikla reynslu af námskeiða- og fyrirlestrahaldi bæði hérlendis og erlendis. Fjöldi innlendra sér- fræðinga er á skrá hjá Þekking- armiðlun og taka þeir að sér sér- hæfð og krefjandi verkefni. Þekkingarmiðlun hefur komið að stórum og smáum verkefnum hjá flestum stærstu fyrirtækjum lands- ins. „Við höfum reynt að tengjast fyr- irlesurum og sérfræðingum sem taka fyrir málefni og þema frá mis- munandi sjónarhornum og út frá sérfræðikunnáttu, hver á sínu sviði.“ Hláturinn lengir lífið Meðal annars er boðið upp á hlát- urjóga, sem Ásta Valdimarsdóttir stjórnar. „Þetta eru æfingar sem efla hlát- urinn hjá fólki og hafa jákvæð áhrif á vinnustöðum, stofnunum eða í hópum. Það er meira að segja til Hláturkætiklúbbur sem hittist einu sinni í viku til þess að iðka hlát- uræfingar og þessi hópur er sann- færður um að máltækið „hláturinn lengir lífið“ sé satt og rétt,“ segir Ingrid. Þá er Jón Gnarr að þróa fyr- irlestur um húmor af mismunandi tegundum og hvaða áhrif slíkur húmor hefur á vinnustaði og í lífinu sjálfu. „Jón er að fjalla um þjónustuna á gamansaman hátt og þetta er alls ekki nein vísindaleg úttekt á húm- ornum. Hann er einfaldlega að spyrja sjálfan sig og aðra hvað er góð þjónusta og hvað er það ekki, en hann notar húmorinn til að sýna hvernig það virkar.“ Amerísk áhrif Ágúst Guðmundsson kvikmynda- leikstjóri er einnig meðal fyrirles- ara Þekkingarmiðlunarinnar, en hann tekur fyrir menningarstóriðj- una og þá sérstaklega hvaða áhrif amerískar kvikmyndir og sjón- varpsþættir hafi á okkur íslendinga. „Að mati Ágústs fáum við oftast nær allt of einhliða mynd af lífinu, eins og til dæmis hvernig hlutverk konunnar er skilgreint og sýnt í þessari framleiðslu,“ segir Ingrid. Edda Björgvins hefur um lengri tíma verið fyrirlesari á vegum Þekkingarmiðlunarinnar, en hún hefur þjálfað fólk í raddbeitingu og framkomu. Fyrir þá sem þurfa að tala allan daginn, kenna eða svara í síma, eða horfa í myndavélar og koma fram, er þetta mjög gagn- legur fyrirlestur, að mati Ingridar. „Eggert Skúlason hefur líka ver- ið með fjölmiðlanámskeið, þar sem tekin hafa verið viðtöl við fólk og svo rýnt í þau á eftir. Hvernig á að haga sér fyrir framan myndavélina eða hljóðnemann getur oft verið umhugsunarefni sem varðar fram- komu fólks á öðrum sviðum þar sem fólk er í framlínu og þjónustu,“ segir Ingrid. Í vor gaf Ingrid út bók sem heitir „Tímastjórnun í starfi og einkalífi“, en bókin er að sögn Ingridar þróuð upp úr fyrirlestrum, sem hún hefur haldið um áraskeið. Þekkingarmiðlunin býður nú líka upp á lengri námskeið, meðal ann- ars í ráðgjafarfærni og um listina að stjórna fólki. Einvala lið hjá Þekking- armiðluninni Eyþór/Morgunblaðið Ingrid Kuhlman og Eyþór Eðvarðsson reka Þekkingarmiðlun ehf Þekkingarmiðlun ehf. er eiginlega tveggja manna fyrirtæki en hefur líka á sínum snærum einvala lið fyrirlesara. Menntun talaði við Ingrid Ku- hlman framkvæmdastjóra. Lækjargata 2a 101 Reykjavík sími 511-5001 opið 9.00 - 22.00 alla daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.