Morgunblaðið - 18.08.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 18.08.2006, Qupperneq 36
36|Morgunblaðið Bókarskrifin eru tilkomin vegna þess að þær Þórhalla og Erla námu saman við félagsvísindadeild Há- skóla Íslands og völdu sér loka- verkefni um kynfræðslu í íslensk- um skólum. „Við unnum svo áfram að þessu verkefni og ákváðum að taka það saman í kennslubók. Því miður fengum við ekki nóg fé frá ríkinu og þess vegna urðum við að stytta það niður í núverandi form, sem er heftið „Um stelpur og stráka“, sem verður tekið inn sem námsefni við suma grunnskóla í haust. Auk heft- isins verður gefið út hefti með kennsluleiðbeiningum fyrir kenn- ara,“ segir Þórhalla. Sjálfsvirðing mikilvæg Erla segir að þær stöllur séu sáttar við efnistökin og telja að heftið muni opna fyrir umræður, sem þær tvær telja mjög mik- ilvægar. Þær leggja áherslu á að sjálfs- virðing og virðing fyrir öðrum séu gífurlega mikilvægir þættir í kyn- fræðslunni og að munurinn á kyn- fræðslu og klámi komi vel fram í heftinu, sem þær hafa skrifað. „Efnið opnar fyrir umræðu um það sem er í gangi í dag. Það er svo mikill aragrúi af upplýsingum sem berst unglingum í dag, bæði á netinu, í sjónvarpi, dagblöðum og tímaritum. Ekki er alltaf jafneinfalt fyrir ungt fólk að átta sig á eðli þessara upplýsinga og heftið er lið- ur í heilbrigðri umræða um þessi mál,“ segir Erla. Þær Þórhalla segja að kennarar geti notað heftið til þess að skapa umræðu um það sem er á döfinni í þjóðfélaginu hverju sinni og skýrt málin og leiðbeint unglingunum. Nauðsyn að taka afstöðu „Nemendur eru langtum meðvit- aðri en áður og flestir krakkar vita hvað þau ætla að gera. Það er þess vegna full þörf fyrir að nemendur 9. og 10. bekkjar taki afstöðu til kynlífsins og mála sem því eru tengd. Kennslan miðar að því að gera krakkana ábyrga fyrir eigin kynlífi og bera virðingu fyrir öðr- um á þessu sviði,“ segir Þórhalla. Höfundar heftisins telja að konur eigi betra með að kenna kyn- fræðslu en karlar. „Já, við teljum að konum sé bet- ur lagið að kenna þetta efni og reynslan er sú að karlar á kenn- arastól reyna oft að forðast þetta efni eða gera sem minnst úr því. Auðvitað eru til karlkyns kennarar sem sinna þessu vel, en reynslan er sú að konur fara betur yfir efnið og dýpra í það, hverju sem það veldur. Hér getur söguleg hlutverka- skipting haft eitthvað að segja en það hefur þó ekki verið rannsakað sérlega eftir því sem við vitum best. En það er auðvitað mjög mik- ilvægt að karlar taki líka þátt í um- ræðunni og kennslunni og sýni samfélagslega ábyrgð í þessum efn- um,“ segir Erla. Samkynhneigð Heftið fjallar um ýmis grundvall- aratriði í kynþroska og kynlífi og þar er samkynhneigð líka gerð skil á eðlilegan hátt. „Samkynhneigð er ekkert undanskilin, allar hneigðir eiga jafnan sess og mik- ilvægt er að skýra þetta út og veita leiðbeiningu. Draumur okkar er að krakkar séu ekki að vera með öllum, en reyni að finna sig sjálf og við vonum að efnistökin geti aðstoðað þau í þeim efnum. Þá er fjallað um helstu kynsjúkdóma, getn- aðarvarnir, getnað, fæðingu og aðra þætti kynlífsins út frá íslenskum aðstæðum á fræðandi og aðgengilegan hátt í heftinu.“ Þær Þórhalla og Erla ætla sér að halda starfinu áfram og hugmyndin er að vinna efni, sem nota má í kennslu í framhaldsskól- unum. „Hér, sem víðar, eru peningarnir vandamálið og við erum að sjálf- sögðu háðar velvilja, áhuga og fjár- veitingum yfirvalda til þess að þessi hugmynd geti orðið að veru- leika,“ segir Þórhalla og bætir við að slíkt efni, unnið út frá íslenskum veruleika og daglegu lífi hafi alltaf vantað. Heftið „Um stelpur og stráka“, sem gefið var út í vor, verður tekið til kennslu í haust og höfundarnir eru báðar samþykktar sem náms- efnishöfundar. Þær eru að leggja hönd á leiðbeiningahefti fyrir kenn- ara um þessar mundir, en það á að vera tilbúið þegar grunnskólarnir fara af stað í haust. Bók um stelpur og stráka Um stelpur og stráka heitir kennslubókin. Hún gengur út frá íslenskum aðstæðum. Morgunblaðið/Eggert Þórhalla Arnardóttir og Erla Ragnarsdóttir hafa samið kennsluhefti í kynfræðslu fyrir grunnskólana. Í fyrsta skipti kemur nú út á vegum Náms- gagnastofnunar al- íslensk kennslubók í kynfræðslu. Höfundar eru Þórhalla Arn- ardóttir og Erla Ragn- arsdóttir. Blaðamaður Menntunar tók þær stöllur tali. Hellir býður upp á öflugt unglinga- starf með æfingum, námskeiðum og skólamótum. Námskeið eru haldin fyrir þá unglinga sem eru duglegir að taka þátt í starfi félagsins og hafa náð nokkurri leikni í tafl- mennskunni. Farið er yfir ýmis grundvallaratriði skáklistarinnar, helstu byrjunarleiki og endatöfl og margt fleira. Þátttaka í mótum fé- lagsins er öllum heimil og er þátt- tökugjöldum stillt í hóf. Meðal helstu móta félagsins er Meist- aramót Hellis, sem fer fram á vorin og er kappskák. Það er jafnan vel skipað og sterkir skákmenn mæta þar til leiks auk fjölmargra áhuga- manna. Félagið stendur fyrir svo- kölluðum hraðkvöldum og atkvöld- um einu sinni á mánuði þar sem tefld verður hraðskák og atskák. Borgarskákmótið er hraðskákmót sem Hellir heldur ásamt Taflfélagi Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur á afmælisdegi borgarinnar. Margir af bestu skákmönnum landsins eru í félaginu. Má þar nefna stórmeistarana Hannes Hlíf- ar Stefánsson, margfaldan Íslands- meistara, Jón L. Árnason og Lenku Ptácníková Einnig eru í félaginu al- þjóðlegu meistararnir Karl Þor- steins og Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir, auk margra bestu skákmanna af yngri kynslóðinni, en Hellir er þrefaldur Íslandsmeistari taflfélaga í unglingaflokki. Kvenna- og stúlknastarf í Helli er öflugt og má þar nefna að Íslandsmeistarar stúlkna hafa síðustu átta ár komið úr Helli! Frekari upplýsingar um starfsemi félagsins má finna á www.hellir.com. Skáknám- skeið fyrir unglinga Morgunblaðið/Eggert Nú er tækifæri Nokkur pláss laus á skrifstofubraut I Ef þú hefur nokkra undirstöðu, m.a. í bókhaldi, tölvum og ensku er möguleiki á að þú getir hafið nám á seinni önninni á skrifstofubraut I og útskrifast um áramót. Skrifstofubraut I er tveggja anna braut þar sem höfuðáhersla er lögð á viðskipta- og samskiptagreinar. Kennt er frá kl. 12:30 - 17:00. Upplýsingar veitir fagstjóri viðskipta- og fjármálagreina í símum 594 4000 og 824 4114. Netfang. ik@mk.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.