Morgunblaðið - 18.08.2006, Qupperneq 38
38|Morgunblaðið
Hvað getur þú sagt okkur um til-
drög símenntunarmiðstöðvanna?
„Fræðslu- og símenntunarmið-
stöðvarnar voru allar stofnaðar af
heimamönnum vegna þess að þörf
var í samfélaginu fyrir þá þjónustu
sem símenntunarmiðstöðvarnar
bjóða upp á í dag. Það var þörf fyr-
ir stofnun sem hefði það markmið
að efla símenntun meðal ein-
staklinga og fyrirtækja og efla al-
menna menntun á landsbyggðinni.
Hver og ein miðstöð er sjálfseign-
arstofnun og eru stofnaðar á mis-
munandi tímum. Sú fyrsta var
stofnuð 1998 og sú yngsta árið
2003. Í dag eru þessar miðstöðvar
níu talsins og hafa bundist sam-
tökum sem kallast Kvasir og er
samvinnugrundvöllur þeirra.“
Hver er aðaláherslan í ykkar
starfsemi?
„Ég myndi segja að hægt væri
að skipta starfsemi okkar í fernt.
Það er að hvetja einstaklinga til að
sækja sér menntun, námskeiðahald,
náms- og starfsráðgjöf og fjarnám
á háskólastigi.“
Hvetja til náms
„Stór hluti af starfsemi okkar er
að hvetja einstaklinga til að sækja
sér nám í einhverju formi. Það get-
ur verið óhefðbundið nám s.s.
styttri námskeið eða hefðbundið
nám sem er hluti af hinu formlega
skólakerfi. Við reynum að nálgast
einstaklingana þar sem þeir eru
staddir og þurfum oft að leita t.d.
inn á vinnustaði til að ná til þeirra.
Við bjóðum upp á bæði stutt og
löng námskeið. Þetta geta verið
tómstundanámskeið, tungumál,
tölvur, handverks- og/eða starfs-
tengd námskeið.
Flestar miðstöðvarnar hafa hald-
ið úti aðstöðu við fjarnám í mörg
ár. Mikið og gott samstarf hefur
verið við háskólana í landinu um
fjarnám á háskólastigi. Miðstöðv-
arnar hafa haldið úti fjar-
fundaaðstöðu sem m.a. Háskólinn á
Akureyri hefur nýtt sér í ríkum
mæli. Fjölmargir háskólanemar á
landsbyggðinni hafa útskrifast með
háskólapróf með þessum hætti án
þess að þurfa að flytja úr sinni
heimabyggð. Ég held að óhætt sé
að segja að með því að færa
menntunina með þessum hætti til
einstaklinganna sé verið að gefa
fleirum tækifæri á að mennta sig,
sem að öðrum kosti hefði ekki orð-
ið.“
Náms- og starfsráðgjöf
Hverjar verða helstu áherslur
ykkar í vetur?
„Miðstöðvarnar hafa nýverið gert
samning við Fræðslumiðstöð at-
vinnulífsins um að sinna náms- og
starfsráðgjöf fyrir einstaklinga sem
eru úti á vinnumarkaði. Miðstöðv-
arnar munu fara í fyrirtækin og
kynna starfsfólki þessa þjónustu.
Einnig vil ég benda öllum áhuga-
sömum að hafa samband við sína
stöð og panta sér tíma.
Miðstöðvarnar hafa einnig samið
við Fræðslumiðstöðina um
ákveðnar námsleiðir sem eru þá
niðurgreiddar af menntamálaráðu-
neytinu. Þessar námsleiðir eru
metnar til eininga inn í framhalds-
skólana. Þetta er t.d. nám fyrir les-
blinda, verslunarfagnám, land-
nemaskólinn o.s.frv. Það er
mismunandi hvað er í boði í hverri
miðstöð, það fer eftir þörfum hvers
svæðis fyrir sig.“
Hvernig metur þú árangur af
starfi símenntunarmiðstöðvanna?
„Í mínum huga er engin spurn-
ing að miðstöðvarnar hafa skilað
því sem ætlast var til og gott bet-
ur. Starfsemin hefur blómstrað og
aðsókn í námskeið og nám hefur
aldrei verið meiri. Eitt meginmark-
mið miðstöðvanna hefur verið að
hjálpa þeim sem minnstu mennt-
unina hafa til að komast af stað í
nám og erum við mjög stolt yfir að
sjá fjölmarga sem koma til okkar
með enga menntun í upphafi út-
skrifast með háskólapróf að lok-
um.“
Starfsemi símenntunarmiðstöðvanna á lands-
byggðinni hefur vaxið undanfarin ár. Símennt-
unarmiðstöðvarnar á landsbyggðinni hafa bund-
ist samtökum sem kallast Kvasir og tókum við
Guðjónínu Sæmundsdóttur, formann Kvasis, tali
til að fræðast um starfsemina.
Guðjónína Sæmundsdóttir, formaður Kvasis.
Gróska í
símenntuninni á
landsbyggðinni
Ítarleg leit | Panta auglýsingu | Vinsælustu leitirnar | Mínar auglýsingar | Spurt og svarað | Setja í leitarstiku | Emblan þín!
Leitarvélin sem kann íslensku
Embla er umfangsmesta íslenska leitarvélin og jafnast í leitargetu á við það sem best þekkist hjá erlendum leitarvélum
og búin einstökum eiginleikum fyrir íslenskar aðstæður.
Emblan kann skil á eintölu, fleirtölu og beygingum íslenskra orða. Sé slegið inn orðið "hestur" skilar hún niðurstöðum
með öllum beygingarmyndum orðsins. Embla leiðréttir einnig innsláttarvillur í íslenskum orðum sem slegin eru inn
þegar leit er framkvæmd og býður upp á ítarlegri leit til að ná fram enn betri niðurstöðum.
Ítarleg leit
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA