Morgunblaðið - 18.08.2006, Side 41

Morgunblaðið - 18.08.2006, Side 41
Morgunblaðið |41 Innritun hefst mánudaginn 21. ágúst og lýkur föstudaginn 25. ágúst. Nemendur skólans þurfa að staðfesta umsóknir sínar á skrif- stofu skólans Engjateigi 1, sem er opin virka daga kl. 12-18. N‡ir nemendur teknir í forskóla. Sækja má um á heimasí›u. Almennt hljó›færanámí grunn-, mi›- og framhaldsstigi Strengjahljó›færi Blásturshljó›færi Píanó Einsöngur Trommur Gítar Harpa Suzukinám frá 4ra ára Fi›la, selló og píanó Forskóli 6 - 8 ára Samleikur Hljómsveitir Æfingaa›sta›a fyrir nemendurEngjateigur 1 , 105 Reykjavík - sími: 568 5828 - http://tsdk.ismennt.is er ekki langt undan! Tónskólinn Fræðslusetrið Starfsmennt var stofnað árið 2001 til að sinna heildstæðri þjónustu á sviði end- ur- og símenntunarmála fyrir op- inberar stofnanir og starfsmenn þeirra. Setrið er því þjónustuaðili fræðslumála fyrir félagsmenn þeirra fjölmörgu aðildarfélaga sem að setrinu standa. Það metur þörf fyrir fræðslu hjá einstökum stofn- unum og stofnanahópum, kemur á starfstengdum námskeiðum, legg- ur fram nýjungar á starfsþróun- arverkefnum og veitir stofnunum ráðgjöf. Margvísleg námskeið „Starfsemi Fræðslusetursins hefur falist að mestu leyti í því að bjóða upp á margvísleg námskeið sem styrkja persónulega hæfni einstaklinga sem og getu þeirra í starfi. Námskeiðin falla einkum undir almenn námskeið, starfs- tengd námskeið, netnámskeið og Járnsíðu (skóli fyrir starfsmenn sýslumannsembættanna). Jafn- framt hefur setrið hrint úr vör stóru starfsþróunarverkefni sem ber heitið Ráðgjafi að láni og er hugsað fyrir stofnanir sem vilja koma á virkri símenntunaráætlun fyrir starfsmenn sína. Hefur þetta reynst mjög vel og hefur fjöldinn allur af stofnunum tekið þátt í verkefninu við góðan orðstír,“ seg- ir Þórarinn. Samningur um stofnun Starfsmenntunar Árið 2001 var gerður samningur milli 19 stéttarfélaga innan BSRB og fjármálaráðuneytisins um að stofna Starfsmennt. „Setrið þjónar einungis rík- isstarfsmannahlutanum en ekki starfsmönnum bæjarfélaga, ekki enn sem komið er, þó þreifingar hafi verið í þá átt.“ Umræður hafa þó verið um það hvort bæjarstjórnarhluti BSRB vildi nálgast sína viðmælendur til þess að semja um svipuð réttindi. „Áætlunin hefur frá upphafi verið að setrið gæti þjónað stofn- unum ríkisins og starfsmönnum á sviði símenntunar, endurmennt- unar og starfsþróunarmála,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að markmiðið hafi verið að búa til setur þar sem hægt væri að sækja sérfræðiþekk- ingu og þjónustu við að greina þá þætti sem styrkja starfsmenn bæði í starfi og sem einstaklinga, auka einstaklingsbundna hæfni og starfshæfni. Mikil gróska og vöxtur „Umfang starfsins hefur vaxið gríðarlega, það var greinilega mikil þörf fyrir þetta. Vöxturinn hefur verið stöðugur og ekki verð- ur séð annað en að það verði þannig áfram,“ segir Þórarinn. Frá upphafi var farin sú leið að byggja setrið upp sem verk- efnamiðstöð, þannig að hægt væri að nýta þá þekkingu námskeiða- og kennarahópa sem eru að vinna að endur- og símenntun í sam- félaginu. „Við lögðum áherslu á að búa til samninga við þessa aðila, eins og Framvegis, Verslunarskólann, Fjölbrautarskólann á Akureyri auk allra símenntunarstöðva á landinu. Í stað þess að hafa hér fjölda manns að störfum notum við þá góðu aðstöðu sem flestir af þessum aðilum hafa. Við dreifum verkefnum frá okk- ur til samstarfsaðila til að fram- kvæma þau, þó eitthvað af verk- efnum sé unnið hérna á setrinu.“ Þórarinn segir að Starfsmennt sé í samstarfi við að jafnaði 12 til 15 samstarfsaðila, sem séu að halda námskeið og sinna verk- efnum á vegum setursins. Fjölbreyttur starfsmannahópur „Við erum að bjóða uppá hátt á annað hundrað þjálfunartilboð, um 140 kennarar og þjálfarar um land allt sem koma að þeim verkefnum. Við erum mjög ánægð með sam- starfið við þessa aðila og þykir framkvæmdin hafa tekist vel,“ segir Þórarinn. Við Starfsmennt eru bara rúm- lega tvö stöðugildi, en setrið sér um alla hugmyndafræði og út- færsluáherslur og einnig grunn- skipulagið að því sem gert er, en síðan taka samstarfsaðilar við. „Þeir hafa svo svigrúm til að finna bestu leiðir til að fram- kvæma þetta á sem bestan hátt. Starfsmannahópurinn sem við sinnum er mjög fjölbreyttur. Við erum með almenn námskeið til að þjálfa persónulegan styrk og hæfni og inn í þau námskeið getur hver sem er komið.“ Tvö sérhönnuð námskerfi „Við erum með tvö námskerfi sem eru hönnuð frá grunni, annað fyrir starfsmenn sýslumannsemb- ættanna 26, sem tekur annars vegar fyrir persónubundnar hæfn- isþarfir og hins vegar starfs- tengda þætti eins og sifjamál og hvernig bregðast á við erfiðum samskiptum við einstaklinga. Þetta kerfi er kallað Járnsíða,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að búið hafi ver- ið til kerfi sem heitir áfangar, og að það sé fyrir starfsmenn sem vinna að fangelsismálum og sé það byggt upp á svipaðan hátt. Vinsælt tölvunámskeið „Svo erum við með gríðarlega vinsælt tölvunámskeið sem bara er keyrt á netinu. Við erum svo í samstarfi við þjálfunarfyrirtæki sem fylgir eftir hverjum ein- stökum, sem tekur þátt í nám- skeiðinu. Okkur finnst þeir vera að gera alveg frábæra hluti því þátttakendur á námskeiðinu eru ekki bara einir um að fást við tölv- una heldur fá aðstoð og leiðbein- ingar frá þessum aðila. Við erum með stórt verkefni sem heitir Ráðgjafalánið, þar sem við bjóðum öllum starfsmönnum ríkisins að fá til sín ráðgjafa til þess að greina þörfina fyrir end- ur- og símenntun. Ráðgjafarnir skoða hvaða aðferðir stofnanirnar nota til þess að halda utan um þróun starfsmanna sinna og gera svo tillögur að því hvernig staðið skuli að námskeiðum og þjálfun ef á þarf að halda,“ segir Þórarinn að lokum. Starfsmennt – öflugur sam- starfsaðili Morgunblaðið/Ásdís Þórarinn Eyfjörð hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt er ánægður með samstarfsaðila setursins. Fræðslusetur BSRB – Starfsmennt stendur fyrir margvíslegum námskeiðum fyrir meðlimi sína. Við hittum Þórarin Eyfjörð, framkvæmdastjóra Fræðslusetursins Starfsmennt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.