Morgunblaðið - 18.08.2006, Page 46
46|Morgunblaðið
Myndlistarskóli Kópavogs var
stofnaður haustið 1988. Stofn-
endur skólans eru Sigríður Ein-
arsdóttir og Sólveig Helga Jón-
asdóttir og ráku þær skólann þar
til skólafélag var stofnað. Skóla-
stjórnendur nú eru Ingunn Erna
Stefánsdóttir og Sigríður Ein-
arsdóttir.
Sumarnámskeið
Sumarnámskeið eru orðin
markviss þáttur í starfi skólans.
Námskeiðið stendur yfir í eina
viku í júní, á hverjum degi frá kl.
9.00 á morgnana til kl. 14.00 eftir
hádegi. Þar er kennt bæði í
barna- og fullorðinsdeildum.
Nemendur teikna og mála bæði
utan og innan dyra. Nú er einnig
boðið upp á námskeið síðdegis á
milli kl. 16.00 og 20.00 þessa
viku.
Skólafélag Myndlistarskóla
Kópavogs var stofnað 4. apríl
1991. Í lögum félagsins kemur
fram að skólinn sé sjálfseign-
arstofnun og sé rekinn með nám-
skeiðsgjöldum og styrkjum.
Fyrsti formaður félagsins var
Kristján Guðmundsson, fyrrum
bæjarstjóri. Heimir Pálsson cand.
mag. var formaður skólafélagsins
1995–1999. Kristín Líndal var
formaður frá 1999–2002. Núver-
andi stjórn skipa Bragi Mich-
aelsson formaður, Derek Mundell,
Ingiberg Magnússon, Ingunn
Erna Stefánsdóttir, Kristín Lín-
dal, Sigríður Einarsdóttir og Sól-
veig Helga Jónasdóttir.
Mikil aukning nemenda
Fyrsta árið sem skólinn var
starfræktur var einungis boðið
upp á kennslu fyrir börn og ung-
linga á aldrinum 6–15 ára. Mikil
aðsókn var að skólanum og færri
komust að en vildu, þess vegna
var deildum fjölgað. Nú á sex-
tánda starfsári skólans er nem-
endafjöldinn á hverju námskeiði
um 300 og eru nemendur 600–700
yfir skólaárið.
Skólinn hafði fyrst aðsetur í
109 fermetra leiguhúsnæði í Auð-
brekku 2. Með fjölgun námskeiða
þurfti stærra húsnæði og flutti
skólinn starfsemi sína úr Auð-
brekku 32 í rúmlega 200 fer-
metra leiguhúsnæði. Þá færði
skólinn sig um set í Íþróttahúsið
Digranes við Skálaheiði.
Nýtt húsnæði
Myndlistarskólinn hefur með
sannfærandi hætti sýnt gildi sitt
á þeim fimmtán árum sem hann
hefur starfað. Hefur og bæj-
arstjórn Kópavogs viðurkennt og
virt starfið mikils eins og meðal
annars sést í því að skólanum
hefur verið fengið húsnæði til
frambúðar í glæsilegri nýbygg-
ingu í miðbæ Kópavogs, í Fann-
borg 6, og hefur hann þar um-
talsverða stækkunar- og
þróunarmöguleika. Er stefnt að
því að gera samstarfssamning
milli skólans og kaupstaðarins til
að skjóta tryggari stoðum undir
reksturinn og auka þjónustu við
bæjarbúa.
Föst fjárlög frá ríkinu
Árið 1994 varð sú breyting á
að Myndlistarskóli Kópavogs
komst á föst fjárlög frá ríkinu og
var það mikill ávinningur fyrir
skólann. Nemendum Mennta-
skólans í Kópavogi er boðið upp á
nám í Myndlistarskólanum sem
metið er til námseininga. Til að
auðvelda nemendum að stunda
námið hefur menntaskólinn tekið
þátt í greiðslu námsgjalda.
Meðal nýjunga í starfi skólans
er opin vinnustofa, dagskóli, þar
sem lögð er áhersla á sjálfstæð
vinnubrögð og kennari mætir
einu sinni í annarri hvorri viku.
Tilraunakennsla hefur farið fram
í tölvumyndlist fyrir unglinga, en
Myndlistarskóla Kópavogs, Mynd-
listarskólanum á Akureyri og
Myndlistarskólanum í Reykjavík
var boðið að taka þátt í sam-
starfsverkefni ásamt Hollandi,
Noregi, Danmörku, Finnlandi og
Svíþjóð. Myndlistarskólinn á Ak-
ureyri hafði umsjón með fram-
kvæmdinni. Nafn verkefnisins er
„Yean“ (Young European’s Art
Network). Yean verður bæði not-
að á skapandi hátt og til listsköp-
unar á netinu. Unnið verður að
því að setja upp evrópskt sam-
starfsnet um myndlistarkennslu
og listuppeldi sem mun taka mið
af aðstæðum í Evrópu, menningu
og listaarfleifð þjóða og þjóð-
arbrota. Sérstök áhersla verður
lögð á að nýta nýja stafræna
miðla í þessu samstarfi.
Tölvumyndlistarnámskeið
Sumarið 1999 var haldið fjöl-
mennt tölvumyndlistarnámskeið á
Akureyri og voru þátttakendur
myndlistarkennarar og unglingar
frá fimm löndum, samtals um 50
manns. Við komuna til Reykjavík-
ur í lok námskeiðsins tóku Mynd-
listarskólinn í Reykjavík og
Myndlistarskólinn í Kópavogi á
móti þátttakendum. Kópavogsbær
hafði móttöku í Listasafni Kópa-
vogs, Gerðarsafni, og hið nýja
húsnæði skólans var skoðað.
Skóinn átti þess kost í fram-
haldi af samvinnu myndlistarskól-
anna þriggja að senda þrjá nem-
endur ásamt kennara, Ingunni
Ernu Stefánsdóttur, á myndlist-
arnámskeið til Finnlands. Ferðin
var styrkt af Norrænu menning-
armálanefndinni og menningar-
málanefnd Jyvaskyla, bæjarins
þar sem námskeiðið var haldið.
Jafnframt fóru fjórir nemendur
frá Myndlistarskóla Reykjavíkur
ásamt kennara, Margréti Frið-
bergsdóttur. Vinna nemenda var
fjölbreytt og námskeiðið ánægju-
legt.
Nýjung 2004–2005
Fullorðinsdeildum skólans hef-
ur fjölgað til muna síðustu vetur.
Aðsókn hefur verið mikil og er
nú kennt fjóra morgna í viku frá
kl. 9–00 á morgnana. Þessir
tímar hafa verið mjög vinsælir og
hefur það færst í vöxt að bæði
heimavinnandi húsmæður og feð-
ur hafi nýtt sér þessa tíma.
Námskeið fyrir eldri borgara
hefur verið mjög vinsælt og vel
sótt. Hefur þar farið fram faglegt
nám í vatnslitamálun, en kennari
er Erla Sigurðardóttir.
Myndlistarskóli
Kópavogs
Bjarni hefur kennt við Myndlist-
arskólann og haldið fjöldamargar
sýningar á verkum sínum, bæði
einkasýningar og einnig hefur hann
tekið þátt í samsýningum. Verk
hans hafa meðal annars verið sýnd
á Kjarvalsstöðum.
Í kennslustörfunum hefur hann
mjög ákveðnar hugmyndir um
hvernig staðið skuli að verki.
Afkastamiklir nemendur
„Í kennslunni hef ég alltaf verið
settur í að kenna nemendum að
vinna málverk. Þetta er verklegt
nám, en það er þó ekki þannig að
þú fáir einhverja sniðuga hugmynd
og framkvæmir hana svo. Þetta
snýst um það að láta verkið vaxa
með því að gera hlutinn, þetta er
ferli. Maður byrjar einhver staðar
og svo athugar maður sinn gang í
ferlinu og kennarinn leiðbeinir
nemendum á leiðinni,“ segir Bjarni.
Á síðasta námskeiði voru tíu
þátttakendur, nær allt konur.
Bjarni segir að afköst nemenda
hafi verið með ólíkindum og nefnir
sem dæmi að einn af nemendunum
hafi málað fimm myndir á tveimur
vikum. Og það eru ekki nein frí-
merki sem verið er að tala um,
málverkin eru stór og greinilega
mikil vinna lögð í þau.
„Nemendurnir voru sveittir við
störfin og það var mjög mikill
kraftur í þeim. Á tveggja vikna
námskeiði þýðir slík framleiðsla að
fólk er alveg búið á eftir. Ég reyni
að örva nemendurna til dáða, en
það er líka mjög mikilvægt að um-
ræður fari fram og að nemendurnir
tali saman og rýni í verk hver ann-
ars.
Oft sömu nemendur
Ekki er enn alveg ákveðið hvort
námskeið í málun verði boðið í
haust eða hvort beðið verði til vors-
ins. Bjarni segir að verið sé að
skoða þau mál þessa dagana.
„Það er mikilvægt að hópurinn
sé rétt samansettur, að maður
skynji svolítið hvernig nemendurnir
eru og hvernig hægt sé að ýta
hverjum og einum áfram. Sumir
nemendur hafa verið á námskeiðum
í fimm eða sex ár áður en þeir
koma hingað og kunna grunn-
atriðin og tæknina eða hafa verk-
legu kunnáttuna. Mitt hlutverk hef-
ur verið að koma þeim upp á
svolítið krítískara plan,“ segir
Bjarni.
Bjarni fékk Jón Proppé til að
mæta á síðasta námskeið til þess
að gagnrýna verk nemendanna og
það var alveg fimm tíma umræða.
„Nemendurnir voru náttúrlega
búnir að hlusta á mig, en hann kom
með meira listsögulegt sjónarhorn
og þannig fengu nemendurnir svo-
lítið aðra vídd í það sem þeir voru
að fást við,“ segir Bjarni.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Bjarni Sigurbjörnsson listmálari trúir á ferlið í myndlistarkennslu sinni.
Notar ferli í
myndlistarkennslunni
Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarmaður trúir á ferlið í kennslu sinni. Síðan
í fyrrahaust hefur hann kennt litaglöðum Kópavogsbúum að mála hjá
Myndlistarskólanum í Kópavogi. Við hittum hann að máli.
Hvanneyri • 311 Borgarnes • s. 433 5000 • www.lbhi.is
Landbúna›arháskóli Íslands
Endurmenntun í Landbúna›arháskólanum
Vi› bjó›um fjölbreytt úrval endurmenntunarnámskei›a sem
sni›in eru a› flörfum ólíkra hópa.
Sko›a›u heimasí›una okkar og fá›u nánari uppl‡singar.
Kynntu þér
allt um
skólamat
á
www.skolamatur.is
Fréttir
í tölvupósti