Morgunblaðið - 18.08.2006, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 18.08.2006, Qupperneq 50
50|Morgunblaðið Kennsla hefst þriðjudaginn 22. ágúst Austurbergi 5 111 Reykjavík Sími 570 5600 Símbréf 567 0389 Tölvupóstur: fb@fb.is www.fb.is Kvöldskóli FB Félagsgreinar – Íslenska – Íþróttafræði Myndlist – Rafiðnir – Raungreinar Sagnfræði – Sjúkraliðagreinar – Stærðfræði Tréiðnir – Tungumál – Viðskiptafræði Upplýsingatækni 130 spennandi áfangar í boði Eiginlega stóð til að rífa húsið þar sem Hæstiréttur Íslands hélt áður til, en svo varð úr að Þjóðleikhúsið fékk þar aðstöðu. Þó hefur hvorki húsið né innviðir og húsgögn verið friðuð – alla vega ekki ennþá. „Fræðsludeildin var stofnuð 2002. Ég fékk þessa hugmynd meðan ég var að vinna sem leikstjóri og aðstoð- arleikstjóri. Fyrirmyndin er sótt til Royal National Theatre í London en þar hafa menn verið mjög leiðandi í þessu starfi,“ segir Vigdís. Áhersla á yngra fólk Nýr kynningarstjóri var ráðinn við leikhúsið árið 2001 og hann fékk það í gegn að leitað væri til styrktaraðila, til að styrkja starfsemi leikhússins. Íslandsbanki gerðist stuðningsaðili og fjórar hugmyndir voru lagðar fram, meðal annarra hugmyndin að fræðsludeild. „Þáverandi leikhússtjóri sýndi þessari hugmynd mikinn velvilja og ég byrjaði í hlutastarfi sem eini starfsmaður deildarinnar árið eftir. Nú eru starfsmenn tveir í fullri stöðu en Þórhallur Sigurðsson leikstjóri starfar hér einnig.“ Þjóðleikhúsið hefur á stefnuskrá sinni að leggja aukna áherslu á yngri kynslóðina og fyrsta sýningin sem sett var á fjalirnar var „Leitin að jól- unum“ sem hlaut Grímuna fyrir skemmstu. „Ætlunin er að vera með fimm til sex barnasýningar í vetur og þar af er ein sýninganna ætluð börnum á aldr- inum níu mánaða til þriggja ára. Sýn- ingin heitir „Skoppa og Skrýtla“ og er mjög skemmtileg,“ segir Vigdís. Leikhús fyrir alla Mottó Þjóðleikhússins er leikhús fyrir alla. „Það þýðir ekki bara alla aldurs- flokka heldur líka alla starfshópa og aðra hópa sem hafa sérþarfir. Verið er að bæta aðgengi fyrir hreyfihaml- aða og þegar eru komnir rampar og lyftur í húsið.“ Fræðsludeildin ætlar að fylgja þessu starfi eftir og meðal annars er stefnt að því að sinna unglingum sér- staklega. „En við erum líka með áætlanir um námskeið fyrir heyrnarlausa og það fer þannig fram að þeim er boðið að koma á forsýningu þar sem þeir fá söguþráð verksins á táknmáli. Svona námskeið eiga ekki síst við fyrir fjöl- skyldur þar sem einn aðili er heyrn- arlaus,“ segir Vigdís. Fyrsta námskeiðið er byggt kring- um leikritið „Sitji guðs englar“, sem frumsýnt verður í september. „Hugmyndin að námskeiðinu er fædd hér og við erum skiljanlega mjög spennt að sjá hvernig til tekst.“ Einnig fyrir nýbúa Það er síður en svo hlaupið að því að njóta leiksýninga á erlendu tungu- máli og hingað til hefur þörfum ný- búa á þessu sviði verið sinnt, þótt þeim hafi fjölgað verulega á síðustu árum. „Við ætlum að hafa námskeið fyrir nýbúa í samstarfi við Alþjóðahús og verður fyrsta námskeiðið haldið í haust eða vetur. Sýningin heitir „Stórfengleg“ og fjallar um verstu söngkonu heims, er Florence Foster Jenkins hét. Þótt hún hafi komist í Carnegie Hall eitt sinn var það ein- vörðungu fyrir þær sakir að hún var vellauðug og gat tekið salinn á leigu,“ segir Vigdís. Að sögn hennar eru til hljóðritanir af söng Florence sem sanna fullyrð- inguna um verstu söngkonu heims, en með aðalhlutverkið í leikritinu fer Ólafía Hrönn Jónsdóttir. „Þessi sýning er aðgengileg og hægt að nota hana í íslenskunámi fyr- ir nýbúa. Við vonumst líka til að þetta virki fyrir blandaðar fjölskyldur og hópa.“ Á námskeiðinu fá þátttak- endur að koma baksviðs, hitta leikara á æfingu og þeim verður kynntur söguþráðurinn á einfaldri íslensku. Vill efla leiklist í skólum Vigdís segir að leiklistarstarfið í skólunum hafi hingað til einkum beinst að kennurunum, en fræðslu- deildin hefur haldið námskeið þar sem takmarkið er að efla hlut leiklist- arinnar í íslenskum skólum. „Við viljum ná til ungra áhorfenda, þetta er hópur sem eldist og þarf að venjast leiklistinni þegar á unga aldri. Þótt nýir miðlar hafi verið í sókn upp á síðkastið finn ég til ákveðinnar sveiflu til baka til hefðbundinnar menningar um þessar mundir,“ segir Vigdís. Hún segir að markmiðið sé að koma leiklistinni inn í skólakerfið sem sérstakri námsgrein á borð við mynd- list eða tónlist. „Leikræn tjáning og lífsleikni eru náttúrlega til en þetta eru þverfag- legar greinar og við viljum þróa þetta áfram og tryggja leiklistinni ákveðinn grundvöll.“ Sem dæmi um sókn leiklistarinnar í skólakerfinu nefnir hún að Kenn- araháskólinn sé að bjóða upp á leik- listarnám í vetur og einnig að stofnað hafi verið í fyrra Félag um leiklist í skólastarfi (FLÍSS). „Fræðsludeildin hjálpar til, veitir aðstöðu og hefur meðal annars starf- rækt vinnusmiðju fyrir kennara. Við erum með fastan hóp kennara, þetta tíu til tólf á ári, sem hafa sótt nám- skeið hjá okkur reglubundið. Við vilj- um að þetta verði vettvangur þeirra og við ætlum að styðja þessa þróun,“ segir Vigdís. Nefna má að erlendir leiklist- arkennarar hafa komið hingað á veg- um fræðsludeildarinnar til þess að halda námskeið. Fræðslupakkar fyrir kennara Fræðsludeild Þjóðleikhússins hef- ur einnig útbúið svokallaða fræðslu- pakka sem ætlaðir eru kennurum. „Ég get nefnt sem dæmi leiksýn- inguna „Sitji guðs englar“ en þar verður fjallað um höfundinn og sögu- sviðið sem er hernámsárin. Þetta get- ur átt vel við þegar verið er að fjalla um þetta efni í sögunni og einnig munum við lána kennurum búninga og hluti frá þessum árum sem nota má í kennslunni á ýmsan hátt,“ segir Vigdís. Annað dæmi sem Vigdís nefnir er sýningin „Patrekur 1,5“ en í því sam- bandi verður fræðslupakkinn lífs- reynslumiðaður. „Við reynum að grípa það sem er kennslufræðilega nothæft í starfi leikhússins og miðla því til skólanna. Annars erum við að byggja upp vef- síðu, það verða skipulagðar skóla- heimsóknir og byggðir upp tengla- hópar en því miður eigum við ekki nóga peninga til að kynna þessa starf- semi nægjanlega,“ segir Vigdís sem lofar að upplýsingar verði bráðlega vel aðgengilegar á vefsíðunni www.leikhusid.is þar sem hægt er að fara inn á fræðsludeildina. Vill efla leiklistina í skólunum Morgunblaðið/Eyþór  Vigdís Jakobsdóttir í Fræðslu- deild Þjóðleikhússins undirbýr stórsókn á vegum leiklistarinnar. Morgunblaðið/Eggert  Það er fleira enytra byrði Þjóð- leikhússins sem hefur verið gert upp og endurbætt. Inni í húsinu eru komnar lyftur og rampar fyrir hreyfihamlaða. Í hinu gamla og æruverðuga húsnæði Hæsta- réttar Íslands við Lindargötu er fræðsludeild Þjóðleikhússins nú til húsa. Þar undirbýr Vigdís Jakobsdóttir stórsókn á vegum leiklistarinnar. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.