Morgunblaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 12 0 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag                                  ! " # $ %      &         '() * +,,,                     Í dag Sigmund 8 Suðurnes 19 Veður 8 Forystugrein 26 Staksteinar 8 Umræðan 28 Úr verinu 11 Minningar 28/35 Viðskipti 14 Myndasögur 44 Erlent 15/16 Staðurstund 44/49 Menning 17, 38/43 Víkverji 48 Akureyri 18 Velvakandi 48 Austurland 18 Ljósvakamiðlar 50 * * * Innlent  Bæklunarlæknar og fleiri sér- greinalæknar sem starfa sjálfstætt utan stofnana íhuga að fara að dæmi hjartalækna og segja sig af samningi við Tryggingastofnun ríkisins. » 4  Banaslys varð í gær þegar stúlka um tvítugt lést í umferðarslysi á Eiðavegi skammt frá Egilsstöðum. Bifreið sem stúlkan ók rakst á sorp- hirðubifreið úr gagnstæðri átt. Alls hafa 19 látist í umferðinni í ár. » 52  Nýtt áhættumat vegna Kára- hnjúkavirkjunar var kynnt á stjórn- arfundi Landsvirkjunar í gær og kemur fram að áhættan sé innan við- unandi marka, eins og áður hefur ver- ið talið. » 6  Íslensk fjölskylda í Danmörku varð vitni að öflugri sprengingu á sól- baðsstofu í Frederiksberg í gær- kvöldi. Hús Íslendinganna er í um 700 metra fjarlægð frá sprenging- unni. » 1 Erlent  Mikil flóð í Rajasthan-ríki á Ind- landi eru talin hafa kostað allt að 150 manns lífið. Vatnið er allt að 18 metra djúpt í mörgum þorpum. » 16  Tugir manna lágu í valnum eftir sprengjuárásir og hörð átök í Írak í gær og ekkert bendir til þess að óöld- inni í landinu linni á næstunni þrátt fyrir aukna öryggisgæslu. » 15  Austurrísk táningsstúlka, sem slapp frá mannræningja á miðviku- dag eftir að hafa verið átta ár í haldi hans, segist hafa sætt sig við að hann væri hluti af lífi hennar. Maðurinn fyrirfór sér eftir að stúlkan slapp og hún kveðst „syrgja hann á vissan hátt“. » 16  Saksóknarar í Colorado í Banda- ríkjunum hafa ákveðið að falla frá ákæru á hendur John Mark Karr, kennara sem játaði á sig morð á sex ára stúlku, „fegurðardrottningunni“ JonBenet Ramsey, fyrir tíu árum. » 1 Viðskipti  Bankar á Íslandi skera sig úr í norræna bankaumhverfinu, segir í nýútkominni skýrslu um norræna bankakerfið. » 14 KONAN sem lést í umferðarslysi við Faxabraut í Keflavík á sunnu- dagskvöld, hét Bryndís Zophoní- asdóttir til heim- ilis að dvalar- heimili aldraðra að Hlévangi í Keflavík. Hún var fædd 4. septem- ber árið 1931 og lætur eftir sig einn son. Lést í bílslysi MAÐURINN sem lést í vinnu- slysi á athafna- svæði Íslenska gámafélagsins á Álfsnesi við Kollafjörð á laug- ardag hét Jens Willy Ísleifsson, til heimilis að Frostafold 22 í Reykjavík. Jens var fæddur 25. nóvember 1959 og var ókvæntur og barnlaus. Lést í vinnuslysi UNNIÐ er að því að fylla upp í Reykjavíkurhöfn á milli Faxagarðs og Ingólfsgarðs um þessar mundir en sam- kvæmt deiliskipulagi og tillögu að fyrirhuguðu tónlist- arhúsi þarf að færa bakkann er nefnist Austurbugt. Er þetta hluti af framkvæmdum við undirbúning lóð- arinnar fyrir tónlistarhúsið og er verkið unnið af Ís- lenskum aðalverktökum. Stefán Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Austurhafnar, segir að verkið gangi vel en á svæðinu þarf að fylla upp í um tuttugu metra belti. Í framhaldi af því verða rekin niður þil til að afmarka lóðina. Undirbúningur við niðurrif Faxaskála er þegar haf- inn og reiknar Stefán með því að fljótlega í næsta mán- uði verði hafist handa við að brjóta hann niður en nú þegar er byrjað að rífa innan úr skálanum. Stefán segir að undirbúningur við lóðina gangi mjög vel og hann sé á áætlun, þá séu umferðartafir vegna framkvæmdanna óverulegar. Morgunblaðið/RAX Landfyllingar vegna tónlistarhúss Eftir Andra Karl andri@mbl.is TILLAGA meirihlutans í umhverf- isráði um að afnema bann við hundahaldi í Reykjavík var sam- þykkt einróma á fundi ráðsins í gærdag. Tillagan verður nú send borgarstjórn og ef hún verður sam- þykkt þar verður endi bundinn á 82 ára bann við hundahaldi í borginni. Formaður Hundaræktarfélags Ís- lands segir að nú verði hundaeig- endur að sýna í verki að þeir séu traustsins verðir. Gísli Marteinn Baldursson, for- maður umhverfisráðs Reykjavíkur- borgar, segir það söguleg tíðindi að tillaga hans um að snúa við banni við hundahaldi í borginni hafi náð fram að ganga. „Það er frábært fyrir borgina, held ég, því að með þessu sköpum við jákvæðara andrúmsloft gagn- vart hundaeigendum,“ sagði Gísli sem hins vegar boðar hertar að- gerðir gegn þeim sem brjóta gegn samþykktum borgarinnar um hundahald. „Þó svo að við ætlum að leyfa þetta frekar en að banna mun- um við fylgja þeim skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir leyfinu mjög hart eftir. Við ætlum ekki að líða það að menn séu með hundana sína lausa þar sem það má ekki og meginreglan er auðvitað sú að lausaganga hunda er bönnuð í borg- inni, nema á tilteknum, afgirtum svæðum,“ segir Gísli og nefnir auk þess að ekki verði liðið að eigendur taki ekki upp eftir hunda sína. Hundahald hefur verið bannað í Reykjavík frá árinu 1924 og því telst það til nokkurra tíðinda ef það verður afnumið nú 82 árum síðar. Gísli segir að tillagan hafi verið send borgarstjórn þar sem hún verður tekin til samþykktar og býst hann ekki við miklum deilum. „Það er ekki útlit fyrir að þar verði mikl- ar deilur því þetta var samþykkt einróma, af öllum flokkum í ráðinu,“ segir Gísli sem hefur m.a. þegar rætt við lögreglustjóra um að taka harðar á brotum gegn lögum um hundahald. Hann segir að þeir sem vilji vera án hundanna verði að geta lifað og hrærst í borginni án þess að verða fyrir ónæði af völdum þeirra. Samþykkja afnám banns við hundahaldi „ÞAÐ ER gott að ég sit,“ sagði Jóna Theódóra Viðarsdóttir, for- maður Hundaræktunfélags Ís- lands, þegar blaðamaður Morgun- blaðsins tjáði henni að tillagan hefði verið samþykkt í umhverf- isráði. „Ég var alveg undirbúin undir það að þetta næðist loksins í gegn en þetta eru þvílík gleðitíð- indi,“ bætti Jóna við. Hún segist geta vænst þess að öll önnur sveitarfélög á landinu fari að fordæmi borgarinnar. „Þvílík gleðitíðindi“ ENGIN slys urðu á fólki þegar olíu- bifreið valt í Jökulsárhlíð á Héraði á sjötta tímanum í gærdag. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Seyðisfirði valt bíllinn á hlið- ina þegar vegkantur gaf sig en bifreiðin mætti þá öðrum flutn- ingabíl. Ökumaður var einn í bíln- um, slapp án meiðsla og komst sjálfur út úr bifreiðinni. Lítilsháttar olíuleki varð vegna óhappsins en að sögn lögreglu var hann minnihátt- ar – um 14 þúsund lítrar af olíu voru í tanki bílsins. Bifreiðin er tal- in töluvert skemmd. Olíubíll valt í Jökulsárhlíð Yf ir l i t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.